Hér eru lög­reglu­myndir af enskum glæpa­mönnum sem taldar eru vera frá 1930. Þær fund­ust á flóa­mark­aði og voru sendar á minja­safn. Myndirnar voru lík­lega teknar af lög­regl­unni í Newcastle á Norður-​​Englandi.

 

Sýslan sem Newcastle til­heyrir heitir Tyne og Wear og í henni eru rekin skjala– og byggða­söfn sem varð­veitt hafa ýmis­legt úr þjóð­líf­inu í sýslunni.

 

Lemúrinn hefur áður birt myndir frá Tyne & Wear Archives & Museums:

 

Fangamyndir af 12 konum sem allar komust í kast við lögin í North Shields á árunum 1903 til 1904.

 

John Alfred Charlton Deas, safn­stjóri á aðalsafn­inu í Sunderland, skipu­lagði sér­staka dag­skrá fyrir blind börn. Hann bauð börnum úr Sunderland Council Blind School á „snert­ing­ar­daga“ þar sem safn­grip­irnir voru skoð­aðir vand­lega með snertiskyn­inu einu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tyne & Wear Archives & Museums