Vídjó

„Ég trúi því í alvörunni að ég sé mörgæs. Þegar ég dey verð ég grafinn í mörgæsabúningnum mínum. Það er þegar búið að búa til legstein sem er eins og tvær mörgæsir í laginu. Líkkistan verður í laginu eins og mörgæs og fóðruð með mörgæsaefni. En þegar ég dey verð ég í raun ekki dauður. Farðu í dýragarð í hvaða landi sem — Belgíu, Þýskalandi, Englandi — farðu til mörgæsanna og hrópaðu ‘Alfred!’ Ef ein mörgæsin kemur hlaupandi þá er það ég.“

 

Þetta segir Alfred David, ellilífeyrisþegi í Brussel í Belgíu. Árið 1968 slasaðist hann í bílslysi og haltraði eftir það. Vinnufélögum hans fannst haltrið líkjast göngulagi mörgæsa og uppnefndu hann ‘Monsieur Pingouin’. Þannig kviknaði áhugi Davids á mörgæsum, sem varð með tímanum að þráhyggju. Hann setti upp safn á heimili sínu með á fjórða þúsund mörgæsa-tengdra gripa og gengur um götur Brussel íklæddur mörgæsabúning.

 

Hann segist geta talað við mörgæsir og þráir heitast af öllu að láta grafa sig — í mörgæsarlíkkistunni — á Suðurskautinu. Að öðru leyti sé hann mjög venjulegur Belgi.

 

Vídjó