Lemúrinn hefur áður fjallað stuttlega um Krímstríðið, sem stóð yfir á árunum 1853-1856 milli Rússa annars vegar, og Breta, Frakka og Ottómana hins vegar. Orsakir stríðsins má rekja til baráttu evrópsku heimsveldanna um áhrif og yfirráð á svæðum Ottómanveldisins, en því fór þá ört hnignandi.

 

Stríðið kostaði 600 þúsund manns lífið og einkenndist af stórkostlegri vanhæfni hershöfðingja beggja hliða. Auk þess var það fyrsta stríðið til þess að vera að einhverju leyti fest á filmu.

 

Árið 1854 lenti stór her Breta, Frakka og Ottómana í bænum Balaklava á Krímskaganum, skammt frá rússnesku hafnarborginni Sevastópól. Ljósmyndarinn Roger Fenton var í kjölfarið sendur af bresku ríkisstjórninni til þess að festa stríðið á filmu og veita breskum dagblöðum myndefni til birtingar.

 

Fenton var í Krím frá mars fram í júní sumarið 1855 og tók fjölmargar myndir af hermönnum og liðsforingjum herjanna sem sátu um Sevastópól. Myndir þessar sýna hins vegar hvorki orrustur né hina særðu.

 

Þetta má að hluta til rekja til frumstæðrar ljósmyndunartækni þess tíma, en Fenton var auk þess undir skipunum um að sýna stríðið í jákvæðu ljósi með myndum sínum. Myndirnar fengu slæmar viðtökur hjá breskum almenningi, og nokkrum árum síðar gaf Fenton ljósmyndun varanlega upp á bátinn.

 

Rússneska hafnarborgin Sevastópól sést í fjarskanum. Til vinstri stendur hermannatjald.

 

 

Skip í höfninni í Balaklava við Kósakkaflóa.

 

 

Nautgripabryggjan í Balaklava-höfn.

 

Höfnin í Balaklava.

 

Gamall kastali Genóa í Balaklava sést uppi á hæðinni.

 

Menn sitja við lestarteina sem verið er að leggja.

 

Fallbyssur hlaðnar úr skipum við höfnina í Balaklava.

 

Yfirlit yfir bæinn Balaklava.

 

 

Bathurst höfuðsmaður, úr breska hernum.

 

Riddaraliðsforinginn Henry John Wilkin.

 

 

Hestar draga fallbyssu.

 

Óbreyttir hermenn 5. herdeildar ásamt ofursta sínum.

 

Hér sjáum við yfir tjaldbúðir breska hersins í dalnum fyrir utan Balaklava.

 

Bernard, höfuðsmaður 5. varðdeildar.

 

Óbreyttir landgönguliðar úr 90. deildinni (sjálboðaliðar úr Perthshire).

 

Cuninghame höfuðsmaður í skotapilsi.

 

Lestarstarfsmenn: Herramennirnir Swan, Cadell, Middleton, Howse og Kellock.

 

Doherty höfuðsmaður og hans menn.

 

Margir af helstu liðfsforingjum breska hersins.

 

Keane ofursti ásamt hesti sínum.

 

John Sutherford herlæknir ásamt Robert Rawlinson.

 

Sir George Brown, undirhershöfðingi.

 

Menn úr 47. herdeild í vetrarklæðum, reiðubúnir í skotgrafahernaðinn.

 

Hér sjáum við leiðtoga herjanna þriggja leggja stríðaáætlanir.  Frá vinstri: Raglan lávarður (Bretland), Omar Pasha (Ottómanar) og Pélissier marskálkur (Frakkland).

 

Bresku höfuðsmennirnir Ponsonby, Pearson og Markham.

 

Barnard ávarpar Barnard. Hinir þrír eru þjónar þeirra.

 

Herbúðirnar fyrir utan Balaklava.

 

Fjöldinn allur af hestvögnum fyrir utan búðirnar.

 

Þessir bresku landgönguliðar gætu allt eins verið úr Napóleon-styrjöldunum.

 

Hallewell liðsforingi lætur skenkja sér vín eftir erfiðan dag.

 

Stórskotabyssur breska hersins.

 

Sir George De Lacy Evans.

 

Thompson ásamt þeldökkum þjónum Ottómanans Ismail Pacha.

 

Hermenn elda sér kvöldmat.

 

Raglan lávarður, stríðsmarskálkur og yfirmaður breska hersins.

 

Halford höfuðsmaður situr fyrir.

 

Sir John Campbell og Hume höfuðsmaður.

 

Óbreyttur hermaður hvílir sig á stórskotafallbyssu.

 

Búðir 5. herdeildarinnar, við þorpið Kadikoi.

 

Séra Henry Press Wright, prestur Breta í Krím, ásamt öðrum heiðvirðum sjentilmönnum.

 

Frú Isabella Duberly á hestbaki ásamt Henry Duberly.

 

Franskir hermenn.

 

Bosquet hershöfðingi, yfirmaður franska hersins í Krím.

 

Bosquet hershöfðingi gefur skipanir.

 

Bosquet hershöfðingi gefur skipanir. Hann virðist hafa verið sérlega hrifinn af slíkum myndum.

 

Hans hátign Prins Napóleón.

 

Tveir ungir Zouave-hermenn.

 

Ottómaninn Ismail Pacha á hestbaki ásamt fjórum þjónum.

 

Núbískir hermenn ásamt reiðskjótum sínum.

 

Ismail Pacha sitjandi ásamt þjónum sínum.

 

Omar Pacha, yfirmaður ottómanska hersins.

 

Tatarar vinna við vegagerð í Balaklava.

 

Tveir króatar sitja fyrir.

 

Þessir ottómönsku þjónustuliðar eru frá Svartfjallalandi – Montenegro.

 

Úlfaldi.

 

Vígvöllur. Á jörðinni sjást fallbyssukúlurnar eftir átökin.

 

Ljósmyndarinn sjálfur, Roger Fenton, klæddur í herbúning fransks Zouave-hermanns.

 

Marcus Sparling situr á ljósmyndunarvagni Fentons.

 

 

Heimild:  Crimean War Photographs by Roger Fenton, March-June 1855