Vídjó

Bandaríkjaher réðst inn í Írak í annað sinn þann 19. mars árið 2003. Níu mánuðum síðar, 13. desember sama ár, féll einræðisherra landsins, Saddam Hussein, í hendur bandarískra hermanna við bóndabæ nálægt Tíkrít.

 

Hussein var í kjölfarið fundinn sekur um glæpi gegn mannkyni og dæmdur til dauða. Hann bað um að vera tekinn af lífi með byssu, en þeirri beiðni var neitað. Hann var hengdur þann 30. desember 2006 í Camp Justice herstöðinni í úthverfi Baghdad. Myndband af aftökunni sem tekið var með farsíma lak út á netið og má sjá hér. Ekki fyrir viðkvæma.

 

Böðlarnir festa lykkjuna um háls Husseins.

 

Saddam Hussein í höndum bandarískra hermanna 13. desember 2003