Yukio Mishima var einn dáðasti rithöfundur Japans á tuttugustu öld. Bækur hans voru vinsælar víða um heim og það kom sterklega til greina að hann hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels. Mishima var einnig dáður í heimalandi sínu sem leikari og ljósmyndafyrirsæta. Allt þetta breyttist 25. nóvember 1970 þegar þessi þjóðhetja Japana varð að þjóðarskömm.

 

Mishima fæddist í Tókýó árið 1925. Í æsku bjó hann hjá aldaðri ömmu sinni sem leyfði honum ekki að hitta móður sína. Sú dvöl átti eftir að hafa mótandi áhrif á hinn unga Mishima.

 

Mishima ungur drengur.

Mishima sem ungur drengur.

Mishima þurfti ekki að gegna herskyldu í seinna stríði eftir að læknir greindi hann ranglega með berkla. Þannig forðaðist hann þau dapurlegu örlög sem beið um tveggja milljóna japanskra ungmenna er létust í stríðinu.

 

Eftir stutta viðdvöl í fjármálaráðuneyti Japans, starf sem hann fékk í gegnum föður sinn, ákvað Mishima að helga líf sitt skrifum. Bækur hans fjölluðu ýmist um kynhneigð, dauða og þær breytingar sem urðu á japönsku samfélagi eftir seinna stríð, ekki síst á pólitíska sviðinu.

 

Mishima giftist árið 1958 og átti með konu sinni tvö börn. Kynhneigð hans hefur þó lengi verið deiluefni en vitað er að Mishima heimsótti reglulega hommabari, auk þess hann skrifaði um málefni samkynhneigðra í bókum sínum.

 

Mishima var sérstaklega dáður af íhaldssöflum í Japan en bækur hans hófu upp til skýjanna gömul Bushido-gildi samúræjanna. Var Mishima þeirrar skoðunar að bæði sósíalísk og kapítalísk öfl hefðu mengandi áhrif á japanska menningu.

 

Það má segja að Mishima hafi séð sitt eigið líf sem listaverk. Honum var sérstaklega umhugað ytri fegurð en ekkert bauð jafn mikið við honum og gamall og visinn líkami.

 

Mishima lagði mikla áherslu í verkum sínum á gömul japönsk gildi og ytra útlit.

Mishima lagði mikla áherslu í verkum sínum á gömul japönsk gildi og ytra útlit.

 

Á sjötta áratugnum stundaði Mishima líkamsræktarstöðvar af kappi. Þar kynntist hann ungum mönnum sem heilluðust af skáldinu og vildu gera hann að lærimeistara sínum.

 

Árið 1967 stofnaði þessi mikli líkamsræktarfrömuður sinn eigin einkaher sem hafði það að markmiði sínu að vernda Japanskeisara fyrir óvinum sínum. Mishima var þó enginn aðdáandi Hirohito keisara en sá embættið sem órjúfanlegan hluta af þjóðaranda Japana. Mishima gagnrýndi keisarann opinberlega og sakaði hann um vanvirðingu við þá sem létu lífið fyrir hann í seinna stríði. Það hefði keisarinn gert með því að afneita guðleika sínum.

 

Þann 25. nóvember 1970 mætti Mishima á fund hershöfðingja í herstöð austurdeildar japanska hersins í Tókýó. Með honum í för voru fjórir ungir menn og voru þeir allir klæddir í fullan herskrúða.

 

Þegar komið var inn á skrifstofu hershöfðingjans tóku þeir hann til fanga. Mishima krafðist þess að hermönnum stöðvarinnar yrði safnað saman og að hann fengi að halda yfir þeim tölu. Þegar Mishima hvatti hermennina til uppreisnar gerðu þeir að honum köll og fleygðu hlutum í átt til hans. Þegar Mishima sá að ekki yrði hlustað á hann hélt hann aftur inn á skrifstofuna.

 

mishimasteps

 

 

Hershöfðingjanum og öðrum til mikillar skelfingar framdi hann sjálfsmorð, svokallað seppuku, með aðstoð tveggja fylgismanna þarna á gólfi skrifstofunnar. Eftir að hafa stungið hnífnum í garnir sér, eins og hefðin kveður á um, reyndi annar ungu mannanna að afhöfða hann. Eftir þrjár misheppnaðar tilraunur leysti hinn ungi maðurinn hann af hólmi og hjó hausinn af Mishima með einu höggi. Síðan afhöfðaði hann unga manninn er hafði mistekið ætlunarverk sitt að beiðni hans sjálfs.

 

Eins og mátti búast við vakti málið mikla hneykslan í Japan. Enginn hafði framið seppuku síðan að heimsstyrjöld lauk og var athöfnin bönnuð með lögum í landinu. Margir urðu reiðir yfir gjörðum Mishima þar sem fólk taldi hann hafa endurvakið þá hugmynd vesturlanda um að Japanir væru þjóð föst í viðjum gamalla hefða.

 

Árið 1985 gerði bandaríski kvikmyndagerðamaðurinn Paul Schrader (og handritshöfundur myndarinnar Taxi Driver) mynd um ævi Mishima. Þótt myndin hafði verið hunsuð af bandarískum almenningi, enda viðfangsefnið þeim ókunnugt, er hún að mörgum talin meðal helstu meistarastykkja níunda áratugarins. Myndin fékk almenna dreifingu á vesturlöndum en var bönnuð í Japan þar sem Mishima-atvikið svokallaða var ennþá algjört tabú í hugum Japana.

 

Lokatriði myndarinnar er sérstaklega eftiminnilegt. Þar skiptir leikstjórinn köldum raunveruleikanum þegar Mishima tekur líf sitt út fyrir rómantískan endi úr bók Mishima þar sem hetja hans fremur seppuku. Þar með gefur Schrader Mishima þann endi sem hann þráði. Maðurinn og listaverkið verður eitt.

 

Kvikmynd Paul Schrader um Mishima og ævi hans.

 

Tónlistin eftir Philip Glass er einkar tilkomumikil.

 

Lagið Forbidden Colors eftir Ryuichi Sakamoto, úr kvikmyndinni Merry Christmas Mr. Lawrence með David Bowie í aðalhlutverki, er samið við texta eftir Mishima.

 

Stuttmynd um mann sem fremur seppuku. Við vörum við henni.

 

Fleiri ljósmyndir af Mishima:

mishimabeach

mishima-yukio

tumblr_mr2qp6MhSG1sqged7o3_1280

mishima