Vídjó

 

Danska rómantíska gamanmyndin SuperClásico gerist í Buenos Aires. Nafnið vísar í stærstu leikina í argentínska boltanum, leikir River Plate og Boca Juniors nefnast superclásico, ofurstórleikir.

 

Myndin fjallar um vínbúðareigandann Christian (Anders W. Berthelsen) sem er gjaldþrota og með flest sín mál í tómu rugli. Eiginkonan Anna (Paprika Steen) er flutt út, ekki bara frá heimilinu, heldur alla leið til Argentínu. Þar starfar hún sem umboðsmaður knattspyrnumanna og hefur kynnst nýjum manni, fótboltastjörnunni Juan Diaz (Sebastian Estevanez).

 

Christian ákveður að skella sér til Argentínu með 16 ára syni þeirra hjóna og þykist ætla að færa henni skilnaðarpappírana en í raun vill hann bara vinna Önnu aftur á sitt band. Myndin verður framlag Dana til næstu Óskarsverðlauna og er sýnd núna í Bíó Paradís. Leikstjóri er Ole Christian Madsen.

 

SUPERCLÁSICO

SUPERCLÁSICO eftir Ole Christian Madsen.