Vídjó

Raj Kapoor í söngatriði úr Bollywoodmyndinni Awaara (Flækingurinn) frá 1951. Kapoor, sem einnig leikstýrði myndinni, leikur ungan mann sem býr á götunni eftir að hafa lent upp á kant við auðugan föður sinn. Þó hún sé að vissu leyti stæling á myndum Chaplins um flækinginn, þykir kvikmyndin með helstu meistaraverkum indverskrar kvikmyndagerðar.

 

Hún naut og mikilla vinsælda erlendis. Meðal annars í Kína, þar sem hún varð þekkt sem ein af uppáhalds kvikmyndum sjálfs Maó Zedong. Formaðurinn ku hafa haldið sérstaklega upp á lagið hér að ofan.