Kvikmyndaklúbburinn Svartir sunnudagar í Bíó Paradís er stórskemmtilegur. Klúbburinn stendur fyrir sýningum á ýmsum költmyndum en stofnendur hans eru Hugleikur Dagsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón.

 

„Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum bíósal að minnsta kosti einu sinni í viku,“ segir á vefsíðu Bíó Paradísar.

 

Lemúrinn hvetur lesendur til að mæta á bíósýningar klúbbsins, sem eins og nafn hans gefur til kynna, fara fram á sunnudögum. Hægt er að fylgjast með starfseminni á Facebook-síðu Svartra sunnudaga og á vefsíðu Bíó Paradísar.

 

En meðlimir Svartra sunnudaga skipuleggja ekki aðeins kvikmyndasýningar, því ýmsir listamenn úr röðum þeirra hafa hannað ný veggspjöld fyrir bíómyndirnar sem sýndar eru. Fylgist með því frábæra starfi hér.

 

Hér eru nokkur veggspjöld, en sjá má miklu fleiri á áðurnefndum vefsíðum. Efsta plakatið gerði Þrándur Þórarinsson fyrir Salo eftir Pier Paolo Pasolini. Ómar Hauksson uppsetti. Myndin verður sýnd næsta sunnudag. Allt um hana hér.

 

Zardoz eftir Ómar Hauksson.

 

Solaris eftir Davíð Örn Halldórsson.

 

Santa Claus Conquers the Martians eftir Halldór Baldursson.

 

 

Morðsaga eftir Friðgeir Jóhannes Kristjánsson og Jónas Reyni Gunnarsson.

 

 

La Maschera del Demonio eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.

 

Hausu eftir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams.