Heims­meist­ara­keppn­in í fót­bolta í Brasilíu hefst bráðum! Lemúrinn fjallar um ýmsa atburði sem tengir knatt­spyrnu­sögur Íslands og Brasilíu saman.

 

Hér er fjallað um viðureignir Brasilíumanna og Íslendinga á knattspyrnuvellinum. 

 

Fótboltavellir Brasilíu eru orðnir að nokk­urs konar mekka fót­bolt­ans í heim­inum því hvergi ann­ars staðar er jafn­mikil ástríða fyrir þess­ari íþrótt.

 

Ísland og Brasilía hafa ekki haft ýkja mikil tengsl í gegnum tíðina. Fyrir utan þá staðreynd að agnarlítill dropi þjóðahafsins, sem myndar hina geysifjölmennu brasilísku þjóð, varð til úr hópi Þingeyinga sem fluttust til Brasilíu árið 1873.

 

Maracanã-völlur í Rio de Janeiro.

Maracanã-völlur í Rio de Janeiro.

 

Þegar kemur að knattspyrnu er við fyrstu sýn ekki margt sem bindur Brasilíumenn og Íslendinga saman. En hér verður þó fjallað um ýmsa atburði sem tengir knattspyrnusögur landanna saman.

 

Við ræddum um brasilíska kappa sem spilað hafa á Íslandi og í Færeyjum og um umboðsmann brasilískan sem sá um leikmannaskiptin og vann auk þess sem þjónn á pizzastað í Keflavík!

 

En karlalandslið Íslands og Brasilíu hafa tvívegis mæst á knattspyrnuvellinum. Árin 1994 og 2002. Í bæði skiptin fóru leikirnir fram í Brasilíu. Þetta voru æfingaleikir, Brassar undirbjuggu sig fyrir heimsmeistarakeppnir. Og urðu heimsmeistarar í bæði skiptin! Greinilega góð æfing að spila við Íslendinga.

 

Fyrri leikurinn fór fram 4. maí 1994 í borginni Florianópolis í suðurhluta Brasilíu. Þá var mikil þjóðarsorg í landinu vegna dauða formúlukappans Ayrtons Senna, sem látist hafði með skelfilegum hætti í slysi í formúlukeppni á Ítalíu aðeins þremur dögum fyrr. Hann var margfaldur meistari og einn dáðasti sonur Brasilíu.

 

„Feiti-Ronaldo“ er ekkert feitur, allavega ekki á þessari mynd sem tekin er af Instragram-síðu kappans.

„Feiti-Ronaldo“ skoraði mark í leiknum gegn Íslandi árið 1994. Hann er ekkert feitur, allavega ekki á þessari mynd sem tekin er af Instagram-síðu kappans.

 

Í liði Íslands voru kempur á borð við Arnór Guðjohnsen, Sigurð Jónsson og Eyjólf Sverrisson. Og í liði Brassa voru til dæmis Cafu og Dunga. Brasilíumenn unnu þennan leik 3-0. Fyrsta mark leiksins skoraði kornungur strákur sem síðar átti eftir að verða besti fótboltamaður heims. Þetta var Ronaldo, sem nú er oft kallaður Ronaldo feiti eða Ronaldo gamli til aðgreiningar frá hinum portúgalska Cristiano.

 

Vídjó

 

Síðari leikur okkar gegn Brasilíumönnum var leikinn 7. mars 2002 í borginni Cuiabá í vesturhluta Brasilíu, ekki langt frá landamærum Bólivíu. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, slóst í för með landsliðinu í þessa „ævintýraför í Mekka knattspyrnunnar“, eins og hann orðaði það.

 

Brasilíumenn hafa þinn sið á, eins og margar aðrar þjóðir, að spila landsleiki sína á ýmsum stöðum í landinu. Íbúar á svæðunum eru ekki vanir því að sjá landslið í knattspyrnu á hverjum degi og því var ekki bara setið um brasilíska liðið heldur einnig það íslenska. Gefum Guðmundi orðið:

 

Ekki hefur maður tölu á öllum þeim eiginhandaráritunum sem íslensku leikmennirnir gáfu í ferðinni og undirritaður ásamt Arnari Björnssyni, íþróttafréttamanni á Stöð 2, voru ekki undanskildir. Hvert sem Íslendingarnir fóru, hvort sem það var fyrir utan hótelið á gangi niðri í bæ eða á æfingum, komu elskulegir íbúar að máli við eyjarskeggana úr norðri og vildu fá þá til að rita nöfnin sín og taka af þeim ljósmyndir. Fyrir utan hótelið lét fólk sig ekki muna um að bíða í margar klukkustundir til að sjá leikmennina og fá hjá þeim eiginhandaráritanir og jafnvel lögreglumennirnir, sem vöktuðu hótelið dag á nótt, vildu fá nöfn Íslendinganna í minnisbækur sínar. Ég man ekki eftir að hafa upplifað annan eins hlýhug og þó hef ég komið til margra landa. Viðmót fólksins var einstaklega hlýtt og flestir íbúar borgarinnar voru sér meðvitandi um að landsliðið þeirra og þjóðarstolt var að fara að mæta Íslendingum í landsleik í knattspyrnu. Upp til hópa eru Brasilíumenn ákaflega myndarlegt fólk sem gefur mikið af sér og er kurteisin uppmáluð.

 

Á leikinn mættu heilir tveir íslenskir áhorfendur og reyndu að berjast á móti 50 þúsund brasilískum áhorfendum.

 

Leikurinn fór 6-1 fyrir heimamönnum. Snillingurinn Kaká skoraði eitt marka Brasilíu en þá var hann aðeins tvítugur og átti heldur betur eftir að slá í gegn á næstu árum.

 

Grétar Rafn Steinsson varð fyrsti Íslendingurinn til að skora gegn fjórföldum heimsmeisturum Brasilíu.

 

Vídjó

 

Í þessum leikjum var alltaf augljóst að Íslendingar áttu við ofjarl að etja. Brasilíumenn mættu til leiks á heimavelli með stórkostleg fótboltalið. Smáþjóð Íslendinga gat ekki sýnt öfluga mótspyrnu þó landsliðið hafi í bæði skiptin sýnt ágætis frammistöðu og fengið lof margra Brasilíumanna fyrir fína spilamennsku og jákvæðan anda.

 

“Íslensku landsliðsmennirnir höfðu ekki undan að gefa fólki á öllum aldri eiginhandaráritanir í Cuiabá. Hér er markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson umkringdur ungum brasilískum stúlkum fyrir utan dval- arstað landsliðsins en allar vildu þær fá Ólaf til að rita nafn sitt.“ Mynd: Guðmundur Hilmarsson

„Íslensku landsliðsmennirnir höfðu ekki undan að gefa fólki á öllum aldri eiginhandaráritanir í Cuiabá. Hér er markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson umkringdur ungum brasilískum stúlkum fyrir utan dvalarstað landsliðsins en allar vildu þær fá Ólaf til að rita nafn sitt.“ Mynd: Guðmundur Hilmarsson

 

Fréttablaðið.

Fréttablaðið.

Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark Íslendinga í síðari leik Brasilíu og Íslands. Snillingurinn Kaká gaf honum treyju sína í lok leiks. Mynd: Guðmundur Hilmarsson

Grétar Rafn Steinsson skoraði eina mark Íslendinga í síðari leik Brasilíu og Íslands. Snillingurinn Kaká gaf honum treyju sína í lok leiks. Mynd: Guðmundur Hilmarsson

Mynd: Guðmundur Hilmarsson

Mynd: Guðmundur Hilmarsson

Æfing í Cuiabá, skammt frá landamærum Bólivíu. Mynd: Guðmundur Hilmarsson.

Æfing í Cuiabá, skammt frá landamærum Bólivíu. Mynd: Guðmundur Hilmarsson.