Fyrir ári síðan birti Lemúrinn grein um kjarnorkuslysið í Tsjernóbýl 1986 og draugaborgina Pripyat sem varð til í kjölfarið. Greinina er hægt að lesa hér til upprifjunar.

 

En sama dag, 26. apríl 2013, hélt kvikmyndagerðamaðurinn Christian Welzel inn í borgina og tók upp myndefni í háskerpu í fjóra tíma. Hann er enn að vinna úr efninu og vonandi fáum við að sjá lokaafurð fljótlega, en þangað til getum við skoðað nokkrar magnaðar og ansi drungalegar GIF-myndir frá honum.

 

Smellið á myndirnar til að sjá stærri og betri útgáfu af þeim.

 

EEWH7Vk

Svo til allur búnaður sem notaður var við björgunarstörf á svæðinu, var skilinn eftir vegna geislamengunar. Gasgrímur liggja víða í hrúgum en þessi er eins og klippt út úr hryllingsmynd.

 

hGyao1x

Christian sagði að dropahljóðin allt um kring hefðu verið drungaleg.

 

2U2duKb

Margir kannast við myndir af parísarhjólinu í skemmtigarðinum í Pripyat, en garðurinn átti að opna í maí 1986. Ekkert varð af þeirri opnun. Garðurinn var þó opnaður í nokkrar klukkustundir 27. apríl, til þess að stytta íbúum borgarinnar stundir meðan ákvörðunar um rýmingu hennar var beðið. Þessir klessubílar hafa væntanlega staðið óhreyfðir síðan.

 

Dropar.

Dropar.

 

JBVzGmg

Sovéski fáninn blaktir þarna. Óvíst hvers vegna.

 

Þessar myndir eru aðeins sýnishorn af því sem Christian Welzel tók fyrir ári síðan.

 

Hér gefur að líta smá stiklu sem hann hefur tekið saman.

 

 

Hér má lesa AMA-þráð með honum á Reddit þar sem hann segir frá upplifuninni.