Fjallagarpurinn og ljós­mynd­ar­inn enski, Frederick W.W Howell, tók stór­kost­legar ljós­myndir frá Íslandi um alda­mótin 1900.

 

Lemúrinn hefur verið iðinn við kolann að birta gamlar ljósmyndir sem sýna Ísland fortíðarinnar. Við höfum birt myndir eftir ljósmyndara á borð við Magnús Ólafsson, Willem van de Poll, Berit Wallenberg og Valgerði Tryggvadóttur. En einna merkilegastar eru ljósmyndir Fredericks W.W. Howell.

 

Howell var mikið á Íslandi á síð­asta áratug nítj­ándu aldar og starf­aði meðal ann­ars sem leið­sögu­maður fyrir erlenda ferða­langa. Hann gekk á Hvannadalshnúk árið 1891, fyrstur manna, og fór yfir Langjökul þveran 1899. En Howell drukkn­aði í Héraðsvötnum sumarið 1901 og var jarð­aður að Miklabæ.

 

Lemúrinn mælir með bók­inni Ísland Howells — Howell’s Iceland (1890–1901), eftir list­sagn­fræð­ing­inn Frank Ponzi, en hún kom út árið 2004.

 

„Howell tók þessar myndir á þeim tíma sem nútíma­menn­ing var vart farin að ryðja sér til rúms á Íslandi, og því hafa þær mikið heim­ilda­gildi,“ sagði Ponzi í við­tali við Morgunblaðið árið 2004. Cornell University Library geymir gersemarnar.

 

Athugið að myndirnar eru ekki birtar í neinni sérstakri röð. Allar upplýsingar um myndefnið eru vel þegnar.

 

1. Breiðarmerkurjökull.

„Breiðamerkurjökull er sá jökull sem hefur verið nærgöngulastur við byggðir landsins. Á nokkrum öldum gekk jökullinn yfir blómlega sveit austan Öræfa. Síðasta bæjarstæðið sem hvarf undir jökulinn var Breiðamörk árið 1702. Skömmu fyrir aldamótin 1900 vantaði tæplega 300 m á að jökulsporðurinn næði út í sjó. Síðan hafa jöklar rýrnað mikið og er jaðar jökulsins nú um 5 km undan strönd. Nú er þar Jökulsárlón sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.“ (Fróðleikur á veður.is)

 

Breiðamerkurjökull

„Ískeilur á Breiðamerkurjökli.“.

 

2. Breiðamerkurjökull

 

AtlantshafiðfráBreiðamerkurjökli

„Atlantshafið frá Breiðamerkurjökli“.

 

3. Breiðamerkurjökull

 

breiðamerkurjökull2

 

4. Bessastaðir

„Saga Bessastaða er hluti af íslenskri þjóðarsögu allt frá landnámstíð til vorra daga. Rannsóknir fornleifafræðinga hafa leitt í ljós að fyrstu íbúar á Bessastöðum settust þar að á landnámsöld og búseta hefur verið þar óslitið síðan. Á þjóðveldisöld bjó þar skáldið og höfðinginn Snorri Sturluson eins og getið er um í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.“ („Um Bessastaði“ á forseti.is)

 

Bessastaðir

 

5. Bessastaðir

„Talið er að kirkjur hafi staðið á Bessastöðum frá því um árið 1000 en elstu heimildir um kirkju þar eru frá árinu 1200. Fyrsta kirkjan var helguð heilagri Maríu guðsmóður og heilögum Nikulási. Núverandi steinkirkja á Bessastöðum, byggð að tilhlutan Kristjáns 7. Danakonungs, var vígð 1796 og er hún meðal elstu steinbygginga landsins. Smíði turnsins lauk þó ekki fyrr en 1823. Eru veggir hennar ríflega metri að þykkt, hlaðnir úr grjóti úr Gálgahrauni.“ (Um Bessastaðakirkju á forseti.is)

 

Bessastaðakirkja

 

6. Akureyri

„Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862.“ (Úr sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. visitakureyri.is)

 

Akureyri2

 

7. Akureyri

„Það er viðeigandi tilviljun að nafn Akureyrar er dregið af kornakri sem menn halda fyrir víst að hafi verið í einu gilja bæjarins. (Fleiri skýringar eru til á nafngiftinni en engin álíka skemmtileg og þessi). Ég segi viðeigandi því að Akureyringar hafa allt síðan á öndverðri 19. öld verið þekktir fyrir áhuga sinn á garðyrkju og bærinn annálaður fyrir gróðursæld. Kartöflurækt hófst á Akureyri rétt um aldamótin 1800 og tré uxu þar snemma og töldust til landsundra.“  (Úr sögu Akureyrar eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. visitakureyri.is)

 

Akureyri

 

8. Svínafell

 

Svínafell

 

9. Brattholt

 

Brattholt

 

10. Kálfafellsstaður

KirkjaíkeðjumKálfafellsstaður

 

11. Mosfell

 

Mosfell

„Eldhús á Mosfelli nálægt Apavatni.“

 

12. Silfrastaðir

EldhúsSilfrastaðir

 

13. Þjórsá

 

„Þjórsá var mikill farartálmi fyrr á tímum. Hún var fyrst brúuð árið 1895 og var það önnur stórbrúin í landinu á eftir brúnni yfir Ölfusá. Brúin yfir Þjórsá var síðan endurgerð 1949.“ (Vísindavefurinn)

 

Þjórsá

 

14. Hengifoss

„Hengifoss er 128 m hár og annar hæsti foss landsins. Vatnsmagn hans er hins vegar fremur lítið. Hengifossá á upptök sín í Hengifossárvatni uppi á Fljótsdalsheiði og fellur í innanvert Lagarfljót. Neðan við Hengifoss og skammt fyrir ofan bæinn Hjarðarból er annar foss í ánni sem heitir Litlanesfoss. Í fossbrúninni eru nokkur blágrýtislög en milli þeirra röndótt millilög, sum fagurrauð. Stuðlabergsmyndanir prýða umhverfi hans og gera hann að einum af fegurstu fossum landsins.“ (Austurland.net)

 

Hengifoss

 

15. Hlíðarendi

 

 

Hlíðarendi

 

16. Reykjahlíð

 

„Áður var talið að Mývatnssveit hefði byggst í lok landnámsaldar, þegar láglendið var fullbyggt, og Landnámabók eru taldir upp þrír menn sem fyrstir bjuggu í sveitinni en enginn þeirra er kallaður landnámsmaður. Þetta voru þeir Þorsteinn Sigmundarson, sem líklega bjó í Reykjahlíð, Þorkell hái, sem bjó á Grænavatni, og Geiri, sem bjó á Geirastöðum sunnan Mývatns. Hins vegar hafa fornleifarannsóknir gefið til kynna að sveitin hafi byggst strax um 870. Mikill fornleifauppgröftur og rannsóknir hafa farið fram á Hofstöðum í Mývatnssveit á undanförnum árum.“ (Wikipedia)

 

ReykjahlíðMývatn

 

 

17. Hólmatindur

 

 

HólmafjallEskifjörður

„Hólmafjall, stolt Eskifjarðar.“

 

18. Eskifjörður

„Eskifjörður er einn af þrem elstu verslunarstöðum á Austurlandi, sem enn gegna því hlutverki. Verslun hefur verið þar samfellt síðan 1798, þegar danska verslunarfyrirtækið Örum & Wulff hóf starfsemi sína hér á landi og reisti fyrsta verslunarhúsið í Útkaupstað. Eitt hús frá þeirri verslun stendur enn, svokölluð Gamla-búð. Árið 1802 byggði fyrsti íslenski kaupmaðurinn, Kjartan Þorláksson Ísfjörð, verslunarhús í Framkaupstað og síðan hvert húsið af öðru. Rak hann verslun þar til dauðadags 1845. Á Eskifirði hafa jafnan verið síðan tvær eða fleiri verslanir.

 

Embætti Suður-Múlasýslu var flutt til Eskifjarðar 1853 og hafa sýslumenn Sunnmýlinga búið þar síðan. Fyrsti læknirinn settist að á Eskifirði 1861, hafa læknar samfellt starfað þar frá þeim tíma.

 

Fólki fór ekki að fjölga verulega fyrr en að Norðmenn hófu síldveiðar um 1879. Þá komu sex ár í röð með góðri síldveiði, vantaði því alltaf fólk til starfa. Þegar þess er gætt að á þessum tíma var mikil óáran í sveitum Austurlands, eftir eldgos, öskufall og gripafelli, var eðlilegt að fólk flytti að sjávarsíðunni, þegar möguleikarnir til lífsbjargar mynduðust þar. Einnig flutti til Eskifjarðar á þessum árum fólk úr Skaftafellssýslum, en þar var þá orðið mjög landþröngt. Árið 1902 voru íbúar á Eskifirði 228.“ (Saga Eskifjarðar)

 

Eskifjörður

 

19. Glymur

„Fossinn Glymur er í Botnsdal, innist í Hvalfirði. Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198 metrar . Botnsdalur er að stórum hluta skógivaxinn og víða er þar að finna friðsælar lautir til lautaferðar eða afslöppunar. Þar eru einnig berjaríkt síðsumars og fram eftir hausti.

 

Botnsá fæðir fossinn Glym vatni en áin rennur úr Hvalvatni sem liggur ofan við fjallið Hvalfell. Í gengum árþúsund hefur Botnsá sorfið móbergið og myndað þröngt en djúpt og tilkomumikið gil sem nú er víðast hvar þakið mosa og öðrum gróðri. Botnsá er lengst af fiskgeng og á hverju sumri veiðist þar nokkuð af laxi og silungi. Á vorin og fram eftir sumri er í gilinu er mikið varp fýls og víða er hægt að komast í mikla nálægð við hreiðurstæði hans til myndatöku. Áhugasömum er samt ráðlagt að fara varlega þegar þeir nálgast brúnir gilsins.“ (Vesturland)

 

Glymur

 

20.  Skálholt

„Skálholt er einn merkasti sögustaður landsins, samtvinnaður sögu kristni á Íslandi. Kirkja var reist í Skálholti stuttu eftir kristnitöku og sat þar fyrsti biskup Íslands. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Vitað er að í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti. Þar hefur því staðið þorp húsa af ýmsum stærðum og gerðum sem mynduðu fyrsta þéttbýlið á Íslandi.

 

Í Skálholti hefur verið stærsta bú á Íslandi þar sem stóðu glæsilegri hús en á öðrum stöðum á landinu. Á miðöldum voru í Skálholti veglegar byggingar til að hýsa biskupa, fjölskyldur þeirra og sveina, staðarpresta, skólasveina, skólameistara og aðra embættismenn kirkjunnar auk fjölda þjónustufólks og gesta. Þá var mikill fjöldi bygginga fyrir hina fjölbreyttu starfsemi: skólahús og skrifstofur auk fjölda af skemmum, búrum, smiðjum, skepnuhúsum og öðrum útihúsum sem tengdust hinum umfangsmikla búrekstri biskupanna.“ (Fornleifastofnun)

 

Skálholt

21. Stöðin og Kirkjufell

 

„Kirkjufell er fjall (463 m y.s.) í Eyrarsveit við vestanverðan Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, Íslandi. Kirkjufell var kallað Sukkertoppen af dönskum sæförum hér áður fyrr og er stundum lýst sem einu sérkennilegasta ef ekki fegursta fjalli á Snæfellsnesi. Kirkjufell, sem talið er að hafi verið kallað Firðafjall áður en það fékk núverandi nafn, er gegnt fyrir sæmilega góða fjallgöngumenn, en nokkur dæmi eru um að menn hafi þar hrapað til bana í gegn um tíðina. Vestan við Kirkjufell er fjallið Stöðin og þar á milli Hálsvaðall og eru þessi tvö fjöll aðskilin frá meginfjallgarðinum. Fyrir ofan Kirkjufell er tröllslegt hamrafjall, Mýrarhyrna, (578 m) og má á þessum slóðum sjá, frá sjónahóli jarðfræði, óvenjulega greinilegar minjar um rof jökla og straumvatna og mótun landslags undan jöklum frá síðustu ísöld og á síðustu milljón árum.“ (Wikipedia)

 

StöðinKirkjufell

 

22. Strandarkirkja

 

„Við svonefnda Engilsvík stendur kirkja Selvogsbúa, Strandarkirkja. Þar er og viti. Prestsetrið var löngum í Vogsósum uns brauðið var lagt niður árið 1907. Strandarkirkja er þjóðfræg vegna almennra áheita.

 

Strandarkirkja stendur við skerjótta Suðurströndina, leiðarljós þeirra er um sjávarslóð fara. Kirkjan er eins og kunnugt er vinsæl til áheita og um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann lífsháska sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu úthafsströnd.

 

Fyrsta helgisögnin er að Gissur hvíti á 10. og 11. öld hafi fyrst gert kirkju á Strönd og þá úr kirkjuviðnum sem Ólafur Noregskonungur sendi hann hingað með. Gissur ásamt Hjalta Skeggjasyni tengdasyni sínum átti ríkan hlut að kristnitökunni árið 1000. Þessi skoðun byggir eingöngu á kvæði Gríms Thomsens um kirkjuna þar sem segir m.a.

 

„Gissur hvíti gjörði heit

guði hús að vanda

hvar sem lífs af laxareit

lands hann kenndi stranda““ (Ölfus.is)

 

Strandakirkja

23. Krossárjökull

 

„Teigstungur eru uppi við jökul í Krossárdalnum milli Krossár að norðan og Gungnakvíslar að sunnan. Að þeim liggja líka Krossárjökull og Tungnakvíslarjökull, sem hafa hopað verulega á 20. öldinni. Talsvert fjölbreyttur gróður eltir hopandi jöklana. Upptakakvíslar Krossár koma undan þeim báðum. Hin syðri er verulega vatnsmeiri, stundum illvæð og var því brúuð fyrir göngufólk.“ (Nat.is)

 

Krossárjökull

 

24. Stykkishólmur

 

„Stykkishólmur er bær og sveitarfélag yst á Þórsnesi og norðan við Nesvog á Snæfellsnesi. Stykkishólmur breyttist úr bæ í kaupstað árið 1987 og er nú stærsta kauptún á Snæfellsnesi. Höfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkishólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907 og þaðan gengur Breiðafjarðarferjan Baldur yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum.“ (Wikipedia)

Stykkishólmur2

 

25. Stykkishólmur

Stykkishólmur

 

26. Ísafjörður

 

„Á síðustu áratugum 19. aldar var Ísafjörður með stærstu kaupstöðum landsins enda tryggði nálægðin við gjöful fiskimið næga atvinnu. Til sögunnar komu öflug fyrirtæki sem sigldu með saltfisk beint til Miðjarðarhafsins. Þá var Ísafjörður einnig miðsvæðis í hringiðu norskra hvalveiðistöðva.“ (Ísafjörður.is)

 

Ísafjörður

 

 

27. Seyðisfjörður

„Óvíða á Íslandi er að finna jafn heillega byggð eldri timburhúsa og á Seyðisfirði. Hér fóru saman mestu velmegtarár kaupstaðarins og blómaskeið timburhúsabygginga á Íslandi.

 

Á öndverðri 19. öldinni var að þróast í Noregi ný tækni í byggingariðnaði. Sögunarmyllurnar tóku að framleiða tilbúin hús til útflutnings um allan heim. Seyðfirskir athafnamenn með mikil tengsl við Noreg gripu tækifærið og reistu hér á árunum 1895-1922 glæsileg og afar vönduð tilsniðin hús bæði bæði einbýlishús, verslanir og opinberar byggingar. Mörg þessara húsa standa enn og gefa bænum svipmót aldamótanna.“ (Hótelaldan)

 

InnsiglingSeyðisfjörður

 

 

28. Reyðarvatn

 

Reyðarvatn

 

 

29. Reykjavík

„Árið 1824 var veitt álitleg fjárhæð til að reisa embættisbústað handa biskupi í Laugarnesi. Múrarameistari og verkamenn voru fengnir frá Danmörku til þess að byggja Stofuna eins og hún var alltaf nefnd. Húsið var hriplekt og hin mesta hrákasmíð á alla vegu. Vera má að sá hluti byggingasamningsins sem kvað á um nægt öl handa verkamönnunum og einn pela af brennivíni á dag hafi átt sinn hlut í að svona tókst til með bygginguna. Steingrímur biskup Jónsson bjó í Laugarnesstofu til æviloka 1845. Með tíð og tíma grotnaði Stofan niður og var að lokum rifin þegar að því koma að reisa skyldi Laugarnesspítala.“ (Ferlir)

 

RústirLaugarnes

 

 

30. Reykjavík

JasonReykjavík

 

31. Skeiðarársandur

„Í jökulhlaupum, eins og til dæmis eru algeng í Skeiðará, berast iðulega stór ísbjörg fram á Skeiðarársand. Þau get stöðvast á sandinum og legið djúpt í hann. Smám saman bráðnar þó þessi ís og myndast þá djúpar lægðir. Í þær safnast efni úr umhverfinu en stundum getur lag af sandi legið efst en undir verið vatn eða leðja. Dæmi eru um að menn hafi riðið á Skeiðarársandi og horfið niður í slíkar gildrur.“ (Skaftafell)

 

Skeiðarársandur

 

32. Hveravellir

„Hveravellir er jarðhitasvæði í um það bil 650 metra hæð á hálendi Íslands og jafnframt algengur áningarstaður þegar ferðast er um Kjöl. Elstu lýsingar af staðnum eru frá 1752 þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rituðu um hann í ferðabók sinni. Þeir lýsa hverum og sérstaka athygli þeirra vakti hver sem Eggert kallaði Öskurhól vegna druna og blísturshljóða sem úr honum komu. Mikil og litfögur hverahrúður eru á Hveravöllum.

 

Um 12 tíma reið er frá Mælifelli í Skagafirði á Hveravelli og álíka langt neðan úr byggð á Suðurlandi. Á Hveravöllum bjó Fjalla-Eyvindur og Halla kona hans þegar þau voru í útlegð. Sjást þar ýmsar minjar eftir búsetu þeirra, svo sem rúst af Eyvindarkofa og í hver einu sjást mannvirki sem virðast hafa verið notuð til suðu matvæla.“ (Wikipedia)

 

HeitarflúðirHveravellir

„Heitar flúðir“

 

 

33. Flatey

„Flatey á Breiðafirði er stærsta Vestureyjan á Breiðafirði og tilheyra henni alls 40 eyjar og hólmar. Hún er talin að hafa myndast undir afli skriðjökla á ísöld og þegar jökulfarginu létti hafi hún risið upp úr sæ. Flatey er um 2 km á lengd og um hálfur km þar sem hún er breiðust. Eyjan er flatlend, þó gengur hæðarhryggur eftir henni endilangri. Lundaberg er hæsti hluti hennar, nærri norðausturenda hennar.“ (Wikipedia)

 

MelurFlatey

 

34. Flatey

Flatey

 

 

35. Krýsuvík

Krísuvík

 

36. Þingvellir

Þingvellir

 

37. Suðurland

Rofabarð

 

38. Brúará

„Brúará er næst-stærsta lindá Íslands, og rennur um mörk Biskupstungna og Grímsness. Upptök sín hefur áin í Laugardalsfjöllum, Úthlíðarhrauni og á hálendinu þar fyrir innan, í svokölluðum Brúarskörðum. Skörðin eru í raun gil þar sem vatnið seytlar úr berginu beggja megin og myndar litla fossa ofan í ána, sem þó telst bara lækur á þessum stað. Þann 20. júlí árið 1433 var Jón Gerreksson biskup settur í poka og drekkt í Brúará.

 

Brúará dregur nafn sitt af steinboga sem lá yfir hana. Fólk gat gengið yfir bogann, sem myndaði þannig eins konar náttúrulega brú. Sögusagnir segja þó að vinnumaður í Skálholti hafi brotið bogann niður svo umrenningar ættu ekki eins auðvelda leið að höfuðbólinu.“ (Wikipedia)

 

Brúará

 

39. Hvalfjörður

ÞyrillHvalfjörður

Þyrill.

 

40. Dýrafjörður

 

Dýrafjörður

 

 

41. Kálfstindar

Kálfstindar

 

 

42. Hafnarfjörður

 

Hafnarfjörður

 

 

43. Valþjófsstaður

 

TjaldaðviðValþjófsstaði

 

 

44. Laugarvatn

 

 

Laugarvatn

 

45. Búðahraun

 

Búðahraun

 

46. Þjóðminjasafnið

„Þjóðminjasafnið telst stofnað 24. febrúar 1863. Þann dag færði Jón Árnason stiftsbókavörður stiftsyfirvöldum bréf frá Helga Sigurðssyni á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi þar sem hann býðst til að gefa Íslandi 15 gripi með þeirri ósk „að þeir verði fyrsti vísir til safns íslenskra fornmenja“. Íslenskir gripir höfðu fram að þessu einkum verið varðveittir í dönskum söfnum. Þórður Jónasson stiftamtmaður og Helgi Thordersen biskup þágu gjöfina skriflega samdægurs. Þeir fólu Jóni Árnasyni umsjón safnsins en hálfu ári seinna fékk hann að ráða Sigurð Guðmundsson málara sem annan umsjónarmann, en Sigurður hafði fyrstur sett fram hugmynd um stofnun safns af þessum toga.

 

Safnið var oftast nefnt Forngripasafnið fram til 1911 að það hlaut lögformlega það nafn sem enn gildir. Það var fyrstu áratugina til húsa á ýmsum háaloftum, Dómkirkju, Tukthúsi, Alþingishúsi og Landsbanka uns það fékk inni í risi Landsbókasafns við Hverfisgötu (nú Þjóðmenningarhúsi) 1908 og var þar fulla fjóra áratugi.“ (Saga Þjóðminjasafnsins)
Þjóðminjasafn

 

 

47. Þjóðminjasafnið

vefstóllþjóðminjasafn

Vefstóll.

48. Hruni

GistíkirkjuHruni

Menn gista í kirkjunni í Hruna.

49. Þingvellir

ÞingvellirHrafnagjá

 

50. Geysir

geysir

 

51. Jökulsá á Brú

KláfurJökulsááBrú

 

52. Jökulsá á Brú

 

Brú.-Basalt-column-for-horse-pole.-Jökulsá-á-Brú.

 

 

53. Reykjavík

 

415

 

 

54. Hraungerði

 

Hraungerði.-Minister-and-his-family.-Rev.-Ólafur-Sæmundsson-with-his-wife-mother.

Séra Ólafur Sæmundsson og fjölskylda. Takið eftir niðursetningnum til hægri.

 

 

55. Hekla

 

Hraunhöndin

Hraunhönd í Hekluhrauni.

 

56. Hlíðarendi

Lunch-at-Hlíðarendi

 

57. Seyðisfjörður

seyðis7

 

58. Austurhlíð

Steinunn-Hjartardóttir-í-Austurhlíð

 

59. Stórólfshvol

 

Fleiri myndir hér.

 
stor3

 

60. Vopnafjörður

 

„Vitað er að erlendir kaup­menn sigldu til Vopnafjarðar fyrr á öldum en á ein­ok­un­ar­tím­anum var Vopnafjörður einn af þremur versl­un­ar­stöðum á Austurlandi. Þegar verslun var gefin frjáls 1787 hófu ýmsir aðilar að versla á Vopnafirði en 1814 hafði Ørum & Wulff komið sér fyrir og rak upp frá því umsvifa­mikla verslun í meira en öld. 1918 var Kaupfélag Vopnfirðinga stofnað og rak verslun allt ársins 2004 er félagið lagð­ist af en var alla öldina einn helsti atvinnu­rek­and­inn á staðnum. Kaupfélagið rak auk versl­ana slátur– og frysti­hús, bif­reiða­verk­stæði og tré­smiðju ásamt því að vera hlut­hafi í fyr­ir­tækjum,“ segir á vef­síðu Vopnafjarðarhrepps um sögu staðarins.

 

Fleiri myndir frá Vopnafirði hér.

 

Vopnafjörður

 

 

61. Reykjavík

 

613

 

62. Húsavík

4558279179_2ec3bb9f76_b

Þórður Guðjohnsen með börnum sínum.

 

63. Þingvellir

4558903100_d37440eb94_b

 

 

64. Kerlingarfjöll

 

4781579245_4482852247_o

65. Búðir

búðir

 

 

66. Hvítá

 

Kaldá

 

65. Strokkur

 

Strokkur

 

 

66. Laugarvatn

Laugarvatntafla

 

67. Þingvellir

Þingvelli

 

68. Reykjavík

 

Í gömlu Reykjavík

 

 

 

69. Snorralaug

 

Snorralaug

 

 

70. Haukadalur

 

Haukadalur

 

 

71. Snæfell

 

Snæfell

 

 

72. Hekla

 

LeiðinniðurHeklu

 

 

73. Laugarnar

 

Laugarnar í Reykjavík

 

 

74. Saurbær

 

SaurbærAkureyri

 

 

75. Sandfell

 

SandfellÖræfajökull

 

 

76. Geitlandsjökull

 

Geitlandsjökull

 

 

77. Birkitré

 

Hæstutréíslands

 

 

78. Kaldárhöfði

 

KaldárhöfðiGrímsnesi

 

79. Snorralaug

 

Snorralaug2

 

 

80. Eyjafjallajökull

 

GljúfurviðEyjafjallajökul

 

 

81. Barnafoss

 

barnafoss

 

 

82. Galtalækur

Galtalækur

 

 

83. Glerárfoss

Glerárfoss

 

 

84. Við Gullfoss

Gljúfurviðgullfoss

 

 

85. Krýsuvík

Leirhver

 

 

86. Þingvallavatn

 

Þingvallavatn

 

 

87. Dettifoss

 

dettifoss

 

88. Hveravellir

 

Hveravellir

 

 

89. Hvítárvatn

 

Hvítárvatn

 

 

90. Hvalfjörður

 

LitlibotnogHvalfell

Litli-Botn og Hvalfell.

 

 

91. Ölfusá

 

„Þekktasti maður í sambandi við Ölfusárbrúna var Tryggvi Gunnarsson. Hann lagði fram tilboð í brúarsmíðina og fékk verkið. Til liðs við sig fékk hann Vaughan & Dymond-málmsmíðafyrirtækið í Newcastle on Tyne. Tilboð Tryggva og Vaughan & Dymond hljóðaði upp á 66.000 kr.

 

1889 fór Tryggvi að undirbúa komu brúarinnar og samdi við ýmsa Flóamenn, ýmist til að skipa upp efni eða vinnu við brúarsmíðina. Um haustið kom Sigurður Sveinsson steinsmiður suður og fór að undirbúa steypu stöplanna hvoru megin við ána. Uppsteypu stöplanna lauk á höfuðdegi 1890. Þetta sama sumar var reist íbúðarhús Tryggva, sem þá var kallað „Brohús“ en gengur nú undir nafninu Tryggvaskáli.

 

Síðsumars 1890 var brúarefninu sjálfu skipað upp á Eyrarbakka. Þá um sumarið var rudd slétt braut upp að Selfossi og sleðar notaðir til að draga stykki uppeftir næsta vetur á ís . Síðustu bitarnir komust á Selfoss í janúar 1891.

 

Þann 15. júní 1891 hófst brúarsmíðin af alvöru, en byrjaði þó illa því um kvöldið drukknaði Englendingur nokkur sem hafði farið út á efnispramma. Prammanum hvolfdi og bæði maður og stálstykkin á prammanum fóru í ána. Við þetta tafðist verkið nokkuð.

 

Fleiri þrándar voru í götu brúarsmiða. Þegar stöplar brúarinnar höfðu verið steyptir kom í ljós að þeir voru ekki nógu háir til að mestu klakahrannir kæmust undir. Því lét Tryggvi hækka stöplana. Einnig kom í ljós að burðarstengurnar voru of langar. Tók Tryggvi þá til ráðs að kalla til verksins vegagerðarmanninn Sigurð Gunnarsson. Hann tók allar stengurnar í sundur og sauð saman aftur með svokallaðri stúfsuðu.

 

Vígsla brúarinnar var 8. september 1891, eins og konungur hafði fyrirskipað Tryggva.“ (Wikipedia)

 

Ölfusárbrú

 

 

92. Öræfajökull

 

„Á toppi Öræfajökuls er askja í stað venjulegs toppgígs, full af 550 metra þykkum jökulís. Á norðvesturbrún öskjunnar er jökulskerið Hvannadalshnúkur, ríólítgúll og hæsti tindur landsins um 2.110 metra yfir sjávarmáli. Alls rísa sex tindar á öskjubrúninni meira 1700 metra yfir sjávarmál.“ (Stjörnufræðivefurinn)

 

Öræfajökull

 

 

93. Þjóðminjasafnið

Stóll

 

 

94. Viðey

„Talið er að búið hafi verið í eyjunni frá því fljótlega eftir landnám. 1225 var þar stofnað klaustur af Ágústínusarreglu sem stóð til 1550. Síðar var rekið í eynni bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikraspítali. Um miðja 18. öld reisti Skúli Magnússon það hús sem nú stendur í eynni og bjó þar frá 1754. 1817 keypti Magnús Stephensen eyjuna og rak þar búskap og stofnaði þar prentsmiðju.

 

1907-1914 var Milljónafélagið umsvifamikið í útgerð og skipaflutninga í eynni sem ætlunin var að gera að umskipunarhöfn. Á þeim árum myndaðist í eynni um 100 manna þorp á Sundabakka á austurenda Viðeyjar. Kárafélagið keypti síðar eigur Milljónafélagsins um 1920 þegar það síðarnefnda varð gjaldþrota og rak þar síðan togaraútgerð og fiskvinnslu. Á þessum árum var Viðeyjarstöð einnig umskipunarhöfn Sameinaða danska gufuskipafélagsins, þar var kolageymsla fyrir dönsku varðskipin og birgðastöð og umskipunarhöfn DDPA-félagsins. Mikil vatnssala var einnig í Viðey og salt- og kolasala. Seinna fór að halla undan fæti. 1931 hætti Kárafélagið starfsemi og þorpið fór síðan alveg í eyði 1943.

 

Vatnstankurinn á Sundabakka er núna félagsheimili Viðeyinga (aðsetur Viðeyingafélagsins).

 

1986 eignaðist Reykjavíkurborg Viðey alla með kirkjunni og Viðeyjarstofu, en sá hluti eyjarinnar var gjöf ríkisins til borgarbúa á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Fyrir átti borgin mestan hluta eyjarinnar.“ (Wikipedia)

 

Viðey

 

 

95. Hljóðaklettar

„Hljóðaklettar eru líklega eitt merkasta náttúrulistaverk landsins. Stuðlabergsklettar sem hafa á sér ýmis konar lögun og útlit svo endalaust virðist vera hægt að horfa á þá og sjá nýjar myndir og merkingar. Hljóðaklettar eru gígtappar sem standa eftir þar sem Jökulsá á Fjöllum hefur sópað í burtu öllu lausu efni frá klettunum. Talið er að þarna hafi gosið í lok síðustu ísaldar í gíg eða gígaröð. Aðeins austan við Hljóðakletta má sjá gíg, Rauðhóla sem gefa hugmynd um hvernig gígarnir voru hér.“ (Gönguleiðir)

 

Hljóðaklettar

 

 

96. SS Vesta

SS Vesta

 

 

97. Hvítárvatn

HvítarvatnLangjökull

 

 

98. Surtshellir

„Surtshellir er kunnasti hellir á Íslandi, 1310m langur. Hæð til lofts í aðalhellinum er 8-10 m en í vesturenda hans aðeins 2-4 m. Mjög seinfarið er um hellinn því í botni hans er víða stórgrýtt urð, sem fallið hefur úr þakinu.

 

Margar sagnir eru til um mannvistir í Surtshelli en flestar eru þjóðsagnakenndar. Hellirinn var þekktur snemma á söguöld og virtust menn þá trúa því að þar byggi jötunn sem héti Surtur. Innsti hluti hellisins er oft kallaður Íshellir því í honum mynduðust ísstrýtur. Íshellir er í senn greiðfærasti og fegursti hluti hellisins. Beinahellir er afhelllir út frá fremsta hluta Surtshellis. Hann dregur nafn sitt af beinahrúgu sem fannst þar.“ (Vesturland)

Surtshellir

 

99. Akranes

Saltfiskvinnsla, Akranes.

Saltfiskvinnsla, Akranes.

 

100. Hafnarfjörður

 

„Kvöld í Hafnarfirði.“

„Kvöld í Hafnarfirði.“