Ljósmyndatæknin, sem kom til sögunnar á nítjándu öld, veitir okkur frábæra innsýn í lífið á hverjum tíma.

 

Allir Íslendingar sem upplifðu nítjándu öldina eru nú fallnir frá og því verðum við nútímamenn að notast við sögulegar heimildir til að skilja og átta okkur á þeim annars gleymda tíma.

 

Ljósmyndir eru þar auðvitað einstaklega mikilvægar, ekki síst mannamyndir.

 

Gallinn er sá að á nítjándu öld voru það fyrst og fremst efnaðir einstaklingar sem voru myndaðir, sem þýðir að aðeins brotabrot af fólkinu er til á ljósmynd.

 

Hér sjáum við andlit íslenskra karla sem allir sátu á Alþingi á nítjándu öld.

 

Alþingi lá í dvala frá árinu 1800 þangað til það var endurreist árið 1843 eftir mikla baráttu sjálfstæðishreyfingarinnar íslensku.

 

Alþingi starfaði fyrst um sinn í húsi Latínuskólans, sem nú heitir Menntaskólinn í Reykjavík. Fram til 1874, þegar Danakonungur afhenti Íslendingum stjórnarskrá, var hið endurreista Alþingi aðeins ráðgjafarþing sem fór ekki með löggjafarvald, heldur veitti konungi ráðgjöf um stjórn landsins.

 

Á vef Alþingis eru myndir af flestöllum þingmönnunum sem sátu á Alþingi á því tímabili og hér birtast þeir í stafrófsröð. Sviðið hér er mjög stórt. Mennirnir voru fæddir á ólíkum tímum, sumir á átjándu öld, og myndirnar voru teknar á ólíkum tímabilum. Hér er ekki sögð ævisaga hvers og eins, en hægt er að lesa sér til um mennina á vef Alþingis.

 

Hefur útlit Íslendinga breyst frá því þessar ljósmyndir voru teknar? Eða eru þetta sömu andlitin í öðrum búningum?

 

Einu sinni lýsti Halldór Laxness andliti manns með þessum orðum: „hjálmfagurt, með loðnum brúnum, hrikalegum kinnbeinum, arnarnefi og samanbitnum munnsvip, […] ferlegt eins og sjálf hin þverhníptu klettabelti, sem gnæfa yfir ysta hafi heimsins, hefðu feingið lausn í þessari mannlegu ásjónu.“

 

Hvernig mynduð þið lýsa andlitunum sem birtast hér?

 

Arnljótur Ólafsson. F. á Auðólfsstöðum í Langadal 21. nóv. 1823, d. 29. okt. 1904.

 

Árni Böðvarsson. F. á Görðum í Önundarfirði (skírður 24. okt.) 1818, d. 25. apríl 1889.

 

Árni Einarsson. F. á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum 12. júní 1824, d. 19. febr. 1899.

 

Ásgeir Einarsson. F. í Kollafjarðarnesi 23. júlí 1809, d. 15. nóv. 1885.

 

Benedikt Sveinsson. F. á Sandfelli í Öræfum 20. jan. 1826 (mun þó sjálfur hafa talið fæðingarár sitt 1827), d. 2. ágúst 1899.

 

Bergur Thorberg. F. á Hvanneyri í Siglufirði 23. jan. 1829, d. 21. jan. 1886.

 

Bjarni Johnsen. F. á Bessastöðum á Álftanesi 11. ágúst 1809, d. 21. sept. 1868.

Bjarni Thorsteinsson. F. á Sauðhúsnesi í Álftaveri 31. mars 1781, d. 3. nóv. 1876.

 

Björn Halldórsson. F. í Skarði í Dalsmynni 4. nóv. 1823, d. 19. des. 1882.

Björn Jónsson. F. á Hólum í Hjaltadal 14. maí 1802, d. 20. júní 1886.

 

 

Björn Pétursson. F. á Eiðum 2. ágúst 1826, d. í Winnipeg 25. sept. 1893.

 

 

Daníel Thorlacius. F. í Stykkishólmi 8. maí 1828, d. 31. ágúst 1904.

 

Davíð Guðmundsson. F. á Vindhæli á Skagaströnd 15. júní 1834, d. 27. sept. 1905.

Eggert Briem. F. á Kjarna í Eyjafirði 15. okt. 1811, d. 11. mars 1894.

 

 

Egill Egilsson. F. á Bessastöðum á Álftanesi 8. júlí 1829, d. 14. jan. 1896.

 

Eiríkur Ó. Kúld. F. í Flatey á Breiðafirði 12. júní 1822, d. 19. júlí 1893.

 

Gísli Brynjúlfsson. F. á Hólmum í Reyðarfirði 3. sept. 1827, d. 29. maí 1888.

 

 

Grímur Thomsen. F. á Bessastöðum á Álftanesi 15. maí 1820, d. 27. nóv. 1896.

 

 

Guðmundur Einarsson. F. í Skáleyjum 25. (kb. 27.) mars 1816, d. 31. okt. 1882.

 

 

Halldór Jónsson. F. á Ytrahóli á Skagaströnd 25. febr. 1810, d. 17. júlí 1881.

 

Halldór Kr. Friðriksson. F. á Stað í Grunnavík 19. eða 27. nóv. 1819, d. 23. mars 1902.

 

Hallgrímur Jónsson. F. á Húsavík við Skjálfanda 16. ágúst 1811, d. 5. jan. 1880.

 

Hallgrímur Jónsson. F. að Ási í Melasveit 19. nóv. 1826, d. 18. jan. 1906.

 

Hannes Stephensen. F. á Hvanneyri í Borgarfirði 12. okt. 1799, d. 29. sept. 1856.

 

Helgi Hálfdánarson. F. að Rúgsstöðum í Eyjafirði 19. ágúst 1826, d. 2. jan. 1894.

 

Helgi Thordersen. F. á Arnarhóli í Reykjavík 7. apríl 1794, d. 4. des. 1867.

 

Hjálmur Pétursson. F. á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð 23. des. 1827, d. 5. maí 1898.

 

Jakob Guðmundsson. F. á Reynistað í Skagafirði 2. eða 10. júní 1817, d. 7. maí 1890.

 

Jens Sigurðsson. F. á Hrafnseyri við Arnarfjörð 6. júlí 1813, d. 2. nóv. 1872.

 

Jóhann Briem. F. á Kjarna í Eyjafirði 7. ágúst 1818, d. 18. apríl 1894.

 

Jón Bjarnason. F. á Hraunum í Fljótum 4. jan. 1807, d. 1. mars 1892.

 

Jón Guðmundsson. F. í Melshúsum í Reykjavík 10. (kb. 15.) des. 1807, d. 31. maí 1875.

 

Jón Hávarðsson. F. á Hólum í Norðfirði 10. ágúst 1800, d. 5. mars 1881.

 

Jón Hjaltalín. F. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 27. apríl 1807, d. 8. júní 1882.

 

Jón Johnsen. F. á Drumboddsstöðum í Biskupstungum 24. febr. 1806, d. 7. júlí 1881.

 

Jón Jónsson í Vík. F. í Kalmanstungu 30. júlí 1830, d. 28. apríl 1878.

 

Jón Pétursson. F. á Víðivöllum í Blönduhlíð 16. jan. 1812, d. 16. jan. 1896.

 

Jón Sigurðsson á Gautlöndum. F. á Gautlöndum í Mývatnssveit 11. maí 1828, d. 26. júní 1889 í Bakkaseli í Öxnadal á leið til þings.

 

Jón Sigurðsson forseti. F. á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811, d. 7. des. 1879.

 

Jósep Skaftason. F. á Skeggjastöðum á Langanesströnd 28. maí 1802, d. 30. júní 1875.

 

 

Kristján Kristjánsson. F. á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 21. sept. 1806, d. 13. maí 1882.

 

Ólafur Johnsen. F. í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 8. jan. 1809, d. 17. apríl 1885.

Ólafur Pálsson. F. í Ásum í Skaftártungu 7. ágúst 1814, d. 4. ágúst 1876.

 

 

Ólafur Sigurðsson. F. í Ási í Hegranesi 19. sept. 1822, d. 11. júlí 1908.

Páll Melsteð. F. á Möðruvöllum í Hörgárdal 13. nóv. 1812, d. 9. febr. 1910.

 

Páll Ólafsson. F. á Dvergasteini 8. mars 1827, d. 23. des. 1905.

 

Páll J Vídalín. F. í Víðidalstungu 3. mars 1827, d. 20. okt. 1873.

 

Pétur Guðjohnsen. F. á Hrafnagili í Eyjafirði 29. nóv. 1812, d. 25. ágúst 1877

 

Pétur Havsteen. F. á Hofsósi 17. febr. 1812, d. 24. júní 1875.

 

Pétur Pétursson. F. á Miklabæ í Blönduhlíð 3. okt. 1808, d. 15. maí 1891.

 

Sighvatur Árnason. F. í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 29. nóv. 1823, d. 20. júlí 1911.

 

Sigurður Gunnarsson. F. á Ærlæk í Öxarfirði 10. okt. 1812, d. 22. nóv. 1878.

 

Sigurður Melsteð. F. á Ketilsstöðum á Völlum 12. des. 1819, d. 20. maí 1895.

 

Skúli Thorarensen. F. á Hlíðarenda í Fljótshlíð 28. mars 1805, d. 1. apríl 1872.

 

Stefán Eiríksson. F. á Hoffelli í Nesjum 17. maí 1817, d. 12. sept. 1884.

 

Stefán Jónsson. F. á Hlöðum á Þelamörk 24. sept. 1802, d. 11. okt. 1890.

 

Stefán Thordersen. F. í Odda á Rangárvöllum 5. júní 1829, d. 3. apríl 1889.

 

Sveinn Níelsson. F. á Kleifum í Gilsfirði 14. ágúst 1801, d. 17. jan. 1881.

 

Sveinn Skúlason. F. á Efri-Þverá í Vesturhópi 12. júní 1824, d. 21. maí 1888.

 

Torfi Einarsson. F. í Kollafjarðarnesi 25. des. 1812, d. 21. des. 1877.

 

Tryggvi Gunnarsson. F. í Laufási við Eyjafjörð 18. okt. 1835, d. 21. okt. 1917.

 

Þórarinn Böðvarsson. F. í Gufudal 3. maí 1825, d. 6. maí 1895.

 

Þórarinn Kristjánsson. F. á Þönglabakka 8. nóv. 1816, d. 10. sept. 1883.

 

Þórður Guðmundsson. F. í Arnardal við Ísafjarðardjúp 11. apríl 1811, d. 19. ágúst 1892.