Vídjó

Hér heyrum við annað hvort í Gísla Ólafssyni að herma eftir Oddi sterka af Skaganum eða þetta er Oddur sjálfur.

 

Til er ljósmynd frá 1934 eftir hollenska meistarann Willem van de Poll sem sýnir Jón Leifs hljóðrita raddir kvæðamanna og Odds sterka af Skaganum, sem var kynlegur kvistur í íslensku samfélagi á fyrri hluta tuttugustu aldar.

 

Margar slíkar upptökur Jóns Leifs hafa varðveist. Hins vegar er til annað vaxhólkasafn sem Jón Pálsson tók upp 1903-1912 og þar er skráð upptaka þar sem sagt er að verið sé að herma eftir Oddi. Uppi er tilgátur um að söfn Jónanna tveggja hafi ruglast saman þegar þau voru send til afritunar til Bretlands á sjöunda áratugnum. Því er þetta hugsanlega upptaka af Oddi sjálfum.

 

Oddur þegar hann hitti Jón Leifs. Mynd eftir Willem van de Poll.

 

„Sjálfur var Oddur hrekk­laus maður, nán­ast sak­laus eins og barn og ekki var örgrannt um að vinir hans léku sér dálítið með hann. Nokkru fyrir Alþingishátíðina 1930 gáfu þeir honum bún­ing sem átti að vera eft­ir­lík­ing af bún­ingi land­náms­manna ásamt til­heyr­andi vopnabúnaði.

 

Oddi þótti mikið til koma og var tekin mynd af honum í bún­ingnum ásamt Kristjáni kon­ungi X. á Alþingishátíðinni. Síðan sýndi hann sig iðu­lega á götum Reykjavíkur í honum og bar þá tré-​​atgeir og skjöld, íklædd­ist rauðum kyrtli, var með rautt sítt herðaslá og hjálm, lík­lega úr blikki.“ — úr grein Guðjóns Friðrikssonar sagn­fræð­ings í Lesbók Morgunblaðsins árið 1994.

 

Oddur á Alþingishátíðinni. Mynd eftir Berit Wallenberg.