Vídjó

Írska skáldið Samuel Beckett hefði orðið 106 ára í dag. Í dag er 13. apríl föstudagur og árið 1906. þegar Beckett fæddist, bar daginn upp á föstudaginn langa.

 

Hann lést árið 1989 en aðeins tveimur árum áður birtist hið feimna leikskáld í bandarískri heimildarmynd sem hét „Beðið eftir Beckett“ (sem var auðvitað vísun í frægasta leikrit Írans, Beðið eftir Godot).

 

Þetta er furðulegt myndband – og það borgar sig að horfa á það til enda, þrátt fyrir að fyrstu mínúturnar séu tormeltar.

 

Á UbuWeb, frábæru vefsafni um framúrstefnulist, má svo finna allskonar efni um Samuel Beckett.

 

Samuel Beckett árið 1977.