„Þau fokka þér upp, mamma þín og pabbi“. Svona hljómar fyrsta línan í frægasta ljóði breska skáldsins Philip Larkin. Ljóðið heitir This Be The Verse. Inntakið er ægilega svartsýnt en eins og Þorsteinn Gylfason heimspekingur skrifaði „er dálítið til í því“. Allavega nógu mikið til þess að breskur dómari vitnaði í það í harðvítugu forræðismáli.

 

Philip Larkin (1922-1985) starfaði lengst af sem bókavörður. Hann gaf út fjölda ljóðabóka og skrifaði einnig dagblaðagreinar um djasstónlist. This Be The Verse birtist í ljóðasafninu High Windows árið 1974. Hér er þetta svartsýna ljóð:

 

This Be The Verse

 

They fuck you up, your mum and dad.

They may not mean to, but they do.

They fill you with the faults they had

And add some extra, just for you.

 

But they were fucked up in their turn

By fools in old-style hats and coats,

Who half the time were soppy-stern

And half at one another’s throats.

 

Man hands on misery to man.

It deepens like a coastal shelf.

Get out as early as you can,

And don’t have any kids yourself.

 

„Er þetta satt eða ósatt? Sannleikurinn er sá að það er hvorki satt né ósatt. Það er dálítið til í því. Nóg til þess að það er afskaplega vel þegið, að minnsta kosti á vissum aldri,“ skrifaði Þorsteinn Gylfason heitinn um þetta ljóð í skemmtilegri grein sem birtist í tímaritinu Teningur árið 1991.

 

Hér heyrum við Larkin sjálfan lesa ljóðið:

Vídjó

 

Árið 2009 var réttað í hatrammi forræðisdeilu fyrir breskum dómstólum.

 

Dómsmálið snerist um forræði yfir níu ára gömlum strák en foreldrar hans höfðu átt í mjög harðri deilu árum saman og samkvæmt dómsorði „án efa valdið drengnum miklum skaða með deilum sínum og fjandskap“. Litlu munaði að þessir bresku foreldrar misstu forræðið yfir drengnum en barnaverndaryfirvöld höfðu áhyggjur af honum.

 

Dómarinn, Lord Justice Wall, fór með fyrstu fjórar línur This Be The Verse og sagði: „Í mínum huga eru þessar fjórar línur varnaðarorð fyrir foreldra sem eftir skilnað halda deilum fortíðarinnar gangandi. Það er mín reynsla að margir fráskildir foreldrar skilja ekki að börnin þeirra elska báða foreldra og sýna þeim báðum tryggð.“

 

Hvað finnst ykkur? Er inntak ljóðsins boðlegt? Kannski hárrétt? Eða vitleysa? Hvorki satt né ósatt, eins og Þorsteinn Gylfason sagði?

 

Hér les Larkin fleiri ljóð. Varúð: Þau eru ekki til þess gerð að auka lífsgleði.

 

Abaude:

Vídjó

 

The Whitsun Weddings:

Vídjó

 

Að lokum er hér hægt að horfa á heimildarmynd um Larkin:

Vídjó