Vorið er komið og þá er viðeigandi að gæða sér á svalandi ávöxtum í langþráðu sólskininu… svona eins langt og það nær (lesist: það snjóar örugglega í næstu viku á Íslandi).

 

Góðir ávextir geta verið svo næst sem himneskir, sætir og safaríkir, en að sama skapi geta vonbrigðin verið ómæld þegar ólánið dynur yfir – ólánið sem fylgir því að velja ávexti sem eru of-eða vanþroskaðir. Hinn óborganlegi Cosmo Kramer, úr Seinfeld þáttinum, taldi sig vera sérfræðing um ávexti. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá skyndikennslu í ávaxtavali, sem má svo sannarlega taka sér til fyrirmyndar. Eða hvað? Ekki viljum við lenda í því að þurfa að skila ávöxtum aftur í verslun, hvað þá að vera sett á bannlista hjá ávaxtasala!

 

Ps. húsráð í boði Mahlzeit: Ef vanþroskaðir ávextir rata inn á heimilið, þá má flýta fyrir þroskun þeirra með því að setja þá í lokað ílát ásamt banana. Bananar framleiða mikið magn af gasinu eþylín, sem flýtir fyrir þroska annarra afurða. Á þetta sérstaklega við um tómata, mangó eða avókadó. Hmm… takk? Það var ekkert.

 

pps. Hafið þið prófað að borða mangó með maldon-salti? Namm!

 

Vídjó