Svokölluðum ofurgrúppum hefur skotið upp í gegnum popp- og rokktónlistarsöguna með reglulegu millibili. Flestar standa þær saman af mikilsvirtum og reyndum tónlistarmönnum sem lifað hafa tímana tvenna og marga fjöruna sopið. Hljómsveitir á borð við Cream, The Highwaymen eða Traveling Wilburys eru gott dæmi.

 

Þó er ein ofurgrúppa sem hefur kannski minna farið fyrir, enda var hún skammlíf og gaf aðeins út eitt lag. Hljómsveitin Friends in Need samanstóð af tónlistarmanninum og tannlækninum Dr. Alban, tennishetjunni Björn Borg, HM-94 hetjunni, ryksugukónginum og veitingastaðaeigandanum Tomas Brolin og tennisþjálfaranum Mattias Frisk.

 

Lagið „Alla vi” kom út árið 1999 og vakti samstundis mikla athygli vegna myndbandsins sem var gert við smellinn. Þar má sjá þá fjóru fræknu kappa fljúgandi um í þyrlu og keyrandi um í limmósínu, íklæddir hvítum smókingjökkum. Á milli þess sem myndbrot eru sýnd af afrekum Brolins á HM-94 og tennisleikjum Björns Borg má sjá fáklæddar ljóshærðar konur dansandi við sundlaugarbakka í sumari og sól.

 

Boðskapur lagsins? Einfaldlega sá að allir hlakka til sumarsins.

 

Aðspurðir hvers vegna fáklæddar konur voru nauðsynlegar við gerð myndbandsins, voru svörin á þessa leið:

 

„Djöfullinn, það hefði verið kolrangt af okkur að hafa ekki gellur með í myndbandinu. Fólk getur svo túlkað það hvernig sem það vill.“ – Tomas Brolin

 

„Það er ekkert að kvenfólki er það? Allir eru jú með túttur og rassa“ – Björn Borg

 

Þess má geta að konurnar í myndbandinu voru allar í baðfötum sem seld voru undir fatamerki tennishetjunnar.

 

Auk þess að vera einn mesti sumarslagari seinni tíma þá er lagið frægt í Svíþjóð fyrir þær sakir að útgáfufyrirtæki Dr. Albans keypti sjálft mikið magn eintaka smáskífunnar, sem gerði það að verkum að platan rauk upp vinsældalista þar í landi.

 

Friends in Need, „Alla vi“:

 

Vídjó

 

Fyrir þá sem vilja svo spreyta sig í sænskunni er textinn svohljóðandi:

 

Var är doktorn? 
Alban, Tomas, Björn och Mattias? 

 

Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 
Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 

 

Sommar och stränder, det vill alla ha. 
Brun utan ränder, så ska det va´. 
Gin tonick på stranden, ohlalala. 
En flicka i handen, det vill alla ha. 

 

 

Himlen är blå. 
Havet likaså. 
Kom igen Björn, kom igen Frisk, hej Brolin, doktorn är här, det är coolt, det är stabilt. 

 

 

Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 
Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 

 

 

Sol, bad och stränder, om natten det händer. 
Båten i hamnen, en flicka i famnen. 

 

 

Himlen är blå. 
Havet likaså. 
Kom igen Björn, kom igen Frisk, hej Brolin, doktorn är här, det är coolt, det är stabilt. 

 

 

Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 
Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 

 

 

Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 
Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 

 

 

Det är stabilt. 

 

 

Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 
Alla vi längtar efter sommaren, alla vi längtar efter sol igen. 

 

 

Sommar, bad och stränder… 

 

 

Ååååååh… 

 

 

…brun utan ränder… 

 

 

Alla vi…. 

 

 

…alla som vi känner… 

 

 

Åaaaaaaah…. 

 

 

…det är nu det händer.