Þegar mótmælaalda braust út eftir umdeildan sigur Mahmoud Ahmadinejads í forsetakosningum í Íran árið 2009, gerði meintur sigurvegari lítið úr mótmælendum og sagði þau ekkert nema “ryk og rusl”.

 

Íranski söngvarinn Mohammad Reza Shajarian stóð þá upp og sagði af ef fólkið væri ryk og rusl, þá væri hann rödd ryksins og ruslsins. Og yrði ávallt rödd ryksins og ruslsins.

 

Það getur verið lífshættulegt að ögra klerkastjórninni í Íran með þessu móti, en Mohammad Reza Shajarian er ekki hver sem er. Hann er óumdeilanlega frægasti og dáðasti tónlistarmaður í hinum persneskumælandi heimi.

 

Vídjó

 

Sérsvið hins sjötuga Shajarians er klassísk persnesk tónlist, sem krefst mikillar sönghæfni. Segja sumir að hann sé hugsanlega besti söngvari slíkrar tónlistar sem hefur verið uppi. Að minnsta kosti er staða hans slík innan Írans og utan að yfirvöld myndu ekki hreyfa við hári á höfði hans.

 

Vídjó

 

Textarnir sem Shajarian syngur eru aðallega verk eftir hin frægu skáld Persíu fyrr á öldum; Rumi, Hafez, Saadi, Omar Khayyam og fleiri. En þrátt fyrir að hann syngi ljóð skrifuð meira en 700 árum síðan segist hann líta á sig sem pólitískan listamann. Ljóðin velji hann ekki af handahófi, heldur reyni að velja texta sem honum finnist endurspegla samtímann. Hann segir að maður gæti skrifað samtímasögu Írans með því að fara í gegnum verk hans síðustu fjörtíu árin.

 

Lög hans eru svo spiluð í ríkisútvarpi og -sjónvarpi í Íran, þrátt fyrir að þar séu oft að baki dulin skilaboð. Yfirvöld geta ekki bannað fólki að syngja aldagömul ljóð.

 

Spurður af erlendum blaðamanni hversvegna persnesk tónlist hljómaði ætíð svona „sorgleg“, svaraði söngvarinn:

„Það er hægt að búast við að við [Íranir] búum til tónlist sem hunsar félaglegan og pólitískan veruleika okkar, sem hvetur til fávíss fagnaðar og dans. Við höfum möguleika til þess í framtíðinni en nú er ekki tími til þess að nota tónlist á þann hátt. Nú í dag tjáir tónlistin okkur um sársauka okkar.“

 

Tónlist hans skipaði sess í byltingunni í Íran 1979, þá söng hann baráttusönginn VídjóHamrah’));“>

sho aziz („Komdu með, vinur“ — texti og frekari umfjöllun hér) sem hvatti alþýðuna til samstöðu. Þrjátíu árum síðar hljómaði lagið aftur á götum íranskra borga, í hinni mislukkuðu grænu byltingu 2009.

 

Vídjó

Shahnaz Ensemble, 16 manna hljómsveit sem Shajarian hefur ferðast með um heiminn undanfarin ár. Hljóðfæri sveitarinnar voru flest hönnuð af söngvaranum sjálfum.

 

Í byrjun mótmælanna árið 2009 gaf hann einnig út lag byggt á ljóði eftir nútímaskáldið Fereydoon Moshiri, VídjóTungumál’));“>

eldsins. Þar talar hann beint til yfirvalda og sjálfboðasveitanna sem sáu um að stráfella unga mótmælendur á götum úti: “Leggðu niður vopn þitt / ég hata þetta ónáttúrulega blóðsútlát / byssan í hendi þinni talar tungumál eldsins og járnsins. Leggðu niður vopn þitt / svo morðinginn yfirgefi líkama þinn.”

 

Þegar lagið dugði ekki til og ofbeldið gegn mótmælendum hélt áfram bannaði Shajarian írönskum yfirvöldum einfaldlega að spila lög sín í ríkismiðlum. Yfirvöld hlýddu snarlega.

 

Vídjó

Það er þó ekki öll írönsk tónlist sorgleg. Hér syngur Shajarian eina af hinum vinsælu drykkjuvísum Omars Khayyams í heimildaþætti BBC um skáldið goðsagnakennda.