Vídjó

Hér sjáum við ensku hljómsveitina The Animals flytja lagið Around and Around í bandarísku kvikmyndinni Get Yourself a College Girl árið 1964. Þrátt fyrir að þessi kvikmynd sé ekki hátt skrifuð, var illa heppnuð grínmynd sem fær einkunnina 4,6 á IMDB, er þessi upptaka með The Animals merkileg. Því við sjáum þessa mögnuðu hljómsveit í góðu stuði í lit og góðum myndgæðum.

 

Hér tekur svo hljómsveitin lagið Blue Feeling í sömu mynd. Þetta er áhugaverð sena því í miðjum dansinum er horft inn í huga eldri manns sem virðist hneykslaður á unga fólkinu. Hann fer að hugsa um dansandi Afríkumenn og ber þá saman við krakkana sem dansa við The Animals.

Vídjó

„Hljómsveitin „The Animals““ – grein í Æskunni í júlí 1967.

 

Kæra Æska. Þú, sem getur frætt okkur um allt, ættir nú að segja okkur í Austurbæjarbarnaskólanum í Reykjavík eitthvað um þá félaga, sem skipa hljómsveitina „The Animals“. Bína.

 

Svar: Hljómsveitin „The Animals“ hefur náð miklum vinsældum nú að undanförnu, bæði í Englandi og víðar, en einna mestum vinsældum á hún þó að fagna í Bandarikjunum. Þeir, sem skipa sveitina, eru: Hilton Valentine, fæddur 22. maí 1943, John Steel, fæddur 4. febrúar 1941, Chan Chandler, fæddur 18. desember 1938, Alan Price, fæddur 18. apríl 1942 og Eric Burdon, fæddur 11. marz 1941. Þeim, sem hafa hug á að skrifa þeim félögum, skal bent á að skrifa til: c/o Harold Davidson Ltd, 235 Regent Street, London WI, England.

The Animals