Kína er fjölmennasta ríki heims og auk þess eitt elsta menningarsvæði veraldar. Fæstir á Vesturlöndum vita aftur á móti mikið um stormasama sögu landsins.

 

Úr því má bæta með því að horfa á PBS heimildarmyndaröðina China: A Century of Revolution (ísl. Kína á byltingaröld) eftir Susan Williams. Þessi framúrskarandi þriggja mynda sería segir sögu Kína á 20. öld, allt frá því að síðasta keisaranum var steypt af stóli 1911 fram til mótmælanna á Tiananmen-torgi 1989. Myndirnar geyma stórmerkileg viðtöl við fólk sem upplifði gríðarlegar þjóðfélagsbreytingar, ásamt fáséðum myndskeiðum af kínversku þjóðfélagi í gegnum tíðina.

 

Byltingarárin 1911-1949

Fyrsta myndin segir frá falli Pu Yi keisara og borgarastyrjöldunum sem fylgdu í kjölfarið, átökunum við Japani á árum seinni heimsstyrjaldar, og baráttu þjóðernissinna og kommúnista um völdin að stríðinu loknu.

 

Vídjó

 

Valdatíð Maós 1949-1976

Önnur myndin greinir frá valdatíð kommúnista undir forystu Maó Zedong formanns, en stjórnarár hans einkenndust af hungursneyð, pólitískum hreinsunum og gríðarlega mislukkaðri efnahagsstjórn.

 

Vídjó

 

Fæddir undir fánanum 1976-1989

Þriðja myndin segir sögu Kína eftir andlát Maós. Fjallað er um valdatíð Dengs Xiaoping, togstreituna milli alræðisstjórnar kommúnistaflokksins og aukins frjálslyndis í efnahagsmálum, og mótmælin við Tiananmen Square 1989 þar sem hundruð námsmanna létu lífið.

 

Vídjó