Þýski Tiger-skriðdrekinn er oft sagður einn besti skriðdrekinn sem framleiddur var á árum seinni heimsstyrjaldar. Fyrstu eintökin komu úr verksmiðjunum árið 1942, en Þýskaland hafði sumarið áður ráðist inn í Sovétríkin og gríðarstórir herir stórveldanna tveggja börðust upp á líf og dauða á austurvígstöðvunum.

 

Nýi Tiger-skriðdrekinn var flókin maskína og Þriðja ríkið þurfti að þjálfa fjölda ungra manna í að stýra þessu hertæki. Nýliðar voru þjálfaðir í sérstökum skriðdrekaþjálfunarbúðum í Paderborn í Norður-Þýskaland. Hans Christern ofursti var yfirmaður búðanna og ákvað að útbúinn skyldi sérstakur þjálfunarbæklingur fyrir nýliðana. Verkið fól hann undirmanni sínum Josef von Glatter-Götz.

 

Lautinant Glatter-Götz lét alvarleika stríðsins ekki á sig fá og vildi gera bæklinginn skemmtilegan og upplífgandi. Hann fékk tvo teiknara til liðs við sig og úr varð lítil bók — Tigerfibel — stútfull af „svölu“ þýsku hermannaslangri, lélegum ljóðum, gríni, skopmyndum og síðast en ekki síst teikningum af fáklæddri stúlku sem hlaut nafnið Elvira. Í bæklingnum sést Elvira yfirleitt nakin eða í rómantískum aðstæðum með skriðdrekaliðum.

 

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar síður úr Tigerfibel. Bæklingurinn reyndist svo vinsæll meðal þýskra hermanna að annar eins var útbúinn fyrir Panther-skriðdreka ári síðar.

 

01

 

02

 

03

 

04

 

06

 

11

 

12

 

13

 

14

 

16

 

17

 

19

 

22

 

23

 

25

 

26

 

27

 

31

 

34

 

36

 

37

 

39

 

41

 

43

 

44

 

45

 

46

 

47

 

48

 

49

 

51

 

52

 

53

 

56

 

58

 

61

 

62

 

63

 

65

 

67

 

68

 

69

 

70

 

72

 

73

 

74

 

75

 

77

 

78

 

80

 

81

 

84

 

85

 

86

 

87

 

89

 

 

Aukaefni með bæklingnum lýsir skiðdrekum andstæðingsins

Aukaefni með bæklingnum lýsir skiðdrekum andstæðingsins

 

Heimild: Tiger I Information Center