Handbolti er tiltölulega ný íþrótt og var enn í mótun um miðja tuttugustu öld. Framan af var útihandbolti mun vinsælli en innihandboltinn sem við þekkjum öll. Útihandbolti var spilaður á grasi, í raun á fótboltavöllum með fótboltamörkum. Ellefu manns voru í hvoru liði.

 

Útihandbolti var gríðarlega vinsæl íþrótt í Þýskalandi fyrir og eftir stríð. Á Ólympíuleikum Hitlers í Berlín 1936 unnu Þjóðverjar gullverðlaun í útihandbolta og urðu leikmennirnir að þjóðhetjum í hinu brjálaða andrúmslofti Þriðja ríkisins.

 

Árið 1955 mættu 50 þúsund áhorfendur á úrslitaleik HM í handbolta utanhúss þar sem Vestur-Þjóðverjar sigruðu Svisslendinga 21-13.

 

En útihandboltinn hvarf smám saman með vaxandi vinsældum innihandboltans. Var það skandall? Væri ef til vill skemmtilegra að sjá Aron Pálmarsson og félaga hoppandi á grasinu á Laugardalsvelli?

 

Vídjó

Eins og sjá má var gríðarlega góð stemning á útihandboltaleikjum.

 

Vídjó

Þjóðverjar voru sterkir úti.

 

Handboltakona í ham í Jena í Austur-Þýskalandi árið 1953. (Wikimedia Commons)