Hér sjáum við magnaðar ljósmyndir frá tveimur löndum Suður-Ameríku sem serbneski ljósmyndarinn Mirjana Marinkovic tók á ferðalögum sínum. Myndirnar fanga margbreytileika landanna. Lemúrinn ræddi við Mirjönu.

 

„Ég er serbnesk en ég flutti fyrir nokkrum mánuðum til Sevilla á Spáni til að læra að dansa flamenco.

 

Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun sem stingur í stúf við þá staðreynd að það var engin myndavél heima hjá mér þegar ég var lítil.

 

Og vegna einhvers draslaragangs hjá foreldrum mínum á ég bara þrjár myndir af sjálfri mér frá því ég var lítil. Þetta gerði mig forvitna og líka dálítið sorgmædda yfir því að geta aldrei endurheimt þessar myndir.

Mirjana Marinkovic.

 

Ég áttaði mig á því hversu mikilvæg ljósmyndun er og ég upplifi heiminn mjög sjónrænt.

 

Fyrir nokkrum árum keypti ég myndavél fyrir atvinnumenn og síðan þá hef ég varla farið út úr húsi án hennar. Ég nýt þess að fylgjast með heiminum og reyni að festa á filmu smá og stór augnablik, sameina liti og form, og tákn.

 

Ég held að ljósmyndun sé ólæknandi sjúkdómur, þú getur ekki hætt. Hún verður svo mikilvæg í lífinu og þig langar að festa öll augnablikin á filmu.

 

Ég held að litadýrðin í borgum Rómönsku Ameríku hafi komið mér mest á óvart. Í Serbíu eru fáir litir og landslagið er ekki eins fallegt.

 

En í Chile og Argentínu er þessu algerlega öfugt farið. Ég hreifst af öllum litunum og vildi taka myndir af þeim. Og arkítektúrinn, barirnir, göturnar og húsin, þetta var allt eins og úr skáldsögu.

 

Staðirnir voru eins ég hafði ímyndað mér þá þegar ég las bækur eftir suðurameríska rithöfunda heima hjá mér í Serbíu og vissi ekki að ég myndi ferðast til þeirra einn góðan veðurdag.

 

Stundum fannst mér eins og ég væri sjálf lent í skáldsögu og á öðrum tímum. Það er það sem ég reyni að festa á filmurnar.

 

Og söguna sem þessi borg hefur að segja, þetta fólk, til þess að sá sem sér myndirnar síðar geti ímyndað sér hlutina, hvernig lífið var á þessum stað, hvernig er að vakna í þessari borg.

 

Stundum tekst það, stundum ekki.

 

En ég reyni alltaf að að miðla þeim tilfinningum sem staðurinn og fólkið hans veitir mér.“

 

Skoðið fleiri myndir á bloggi Mirjönu.

 

CHILE

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 ARGENTÍNA