Fyrsta kvikmyndin byggð á hryllingssögunni Frankenstein eftir breska rithöfundinn Mary Shelley var kvikmynduð á þremur dögum í kvikmyndaveri Thomasar Edison í Bronx í New York-borg árið 1910.

 

Edison var einn af helstu brautryðjendum kvikmyndatækninnar. Þó Edison sé stundum nefndur sem framleiðandi myndarinnar mun hann þó ekki hafa tekið beinan þátt í gerð Frankenstein.

 

Höfundarréttur Frankenstein er runninn út og því er myndin komin í almenningseign. Öllum er því frjálst að hlaða henni niður hér eða horfa á hana með hjálp YouTube hér fyrir neðan.

FRANKENSTEIN

Gerð árið 1910 í Bandaríkjunum

Leikstjóri: J. Searle Dawley
Höfundar: J. Searle Dawley skrifaði handrit eftir sögu Mary Shelley

Persónur og leikendur:
Elizabeth: Mary Fuller
Skrímslið: Charles Ogle
Dr. Frankenstein: Augustus Phillips

 

Vídjó