Igor Kurchatov (1903-1960) var ekki bara faðir hinnar sovésku kjarnorkuáætlunar heldur einnig faðir einhvers glæsilegasta skeggs veraldarsögunnar. Þetta var skegg sem eftir var tekið og Igor var gjarnan kallaður „Skeggið“ (e. The Beard).

 

Eftir að hafa skartað fremur hefðbundu og nokkuð veglegu alskeggi framan af ævinni ákvað hann að raka sig ekki fyrr en fyrsta kjarnorkusprengja Sovétmanna væri tilbúin. Í framhaldinu rakaði hann skegg sitt oft á nokkuð sérstæðan hátt og eftir því sem árin liðu síkkaði toppurinn, gránaði og þykknaði og úr varð þessi svakalegi toppur sem hér sést. Til þess að toppa heildarútlitið og setja punktinn yfir i-ið var Igor alla jafna með mjög vandlega snyrt og greitt hár svo að úr varð þessi rosalega og kannski óhefðbunda blanda. Algjör skeggbomba.

 

96906313708485379996

 

 

kurchatov3

 

37

 

Skegg þetta dæmdi Siggeir F. Ævarsson, sérlegur skeggfræðingur Lemúrsins. Lesið um skeggrannsóknir hans hér.

 

jack