París er borg sem hreyfist, París er borg sem andar. Lyktin í loftinu, hljóðin frá götunni, byggingarnar, bragðið… það er eitthvað ólýsanlegt við París, eitthvað sem kveikir stöðugt aðdráttarafl óbeislaðrar sköpunargleði. Eitthvað einstakt, sem engin önnur borg hefur.

 

Jón Óskar orti um París:

 

Einkennilegt
Á kaffistétt rétt við Signu
að kvöldi sunnudags
þegar himinninn er fagur
eftir margra daga regn
dettur mér í hug
óumræðilegt ljóð
um þetta einstaka
sem er París

 

og um leið og ég ætla að festa það á blað
er það gleymt

 

allt sem var svo fagurt
allt er það farið
og ég get ekki
sagt frá þessu einstaka

sem er París.

 

Hér má sjá ljósmyndir frá París, teknar á tímabilinu 1909 til 1930. Margar myndanna eru úr safni myndasafnarans Alberts Kahns, en um hann hefur Lemúrinn áður fjallað. Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri. Þvílík veisla!

 

Notre Dame í kvöldsólinni, 1909.

Auberge du Compas d’Or, 1914.

Madeleine.

Samaritaine, 1930.

Rue du Faubourg Saint Denis, 1914.

Exposition Universelle, 1937. Séð frá Trocadero.

Rue du Pot de Fer, 1914.

Quai de Bourbon, 1910.

Place de la Concorde, 1918. Fallbyssurnar tilbúnar.

Hotel de Ville, 1918.

Invalides, 1918. Einfættur heiðursvörður.

Hotel de Ville, 1919.

Rue de la Paix, 1919.

Rue de la Paix, 1919.

Markaðskonur fyrir utan Les Halles, stærsta matarmarkað Evrópu allt fram til 1971. Þessi mynd er frá 1920.

Fyrir utan Notre Dame, 1918.

Quai du Louvre, 1920.

Quai de Béthune, 1923.

Aubert Palace, 1925.

Port d’Austerlitz, 1920.

Quai des Tuileries.

Bændur flytja vörur sínar í Les Halles, 1913.

Rue Rambuteau, 1914.

Bláklæddir dátar við Porte de Paris.

Verslunargatan Rue de Rivoli.

Dátar slappa af við Boulevard Exelamans í 16. hverfi. Mynd frá 1920.

Rue de la Roquette, 1918.

Rue de la Roquette, 1918.

Glæsilegir loftbelgir við Invalides, 1909.

Menn á smíðaverkstæði, 1909.

Jardin des Tuileries.

Rue de Birague.

Loftbelgurinn Zodiac III, 1909.

Place de la Republique, 1918.

Blómasölukona við Place de la Republique, 1918.

 

Gobelins, 1918.

 

Verslun og þjónusta við Rue d’Aboukir, 1914.

 

Pont Alexandre III, brú yfir Signu.

 

Place de la Concorde, 1919.

Place de la Concorde.

 

Hestur á Pont Alexandre.

 

Eiffel-turninn, 1912.

 

Jardin du Trocadéro, 1920.

 

Quai des Orfévres.

Maður með sixpensara sigraður af flöskunni. Myndin tekin við bakka Signu.

 

Rue Lepic, 1914.

 

Avenue Hoche, 1919.

 

Rue du Pot de Fer.

 

Rue Saint Honoré.

Rue du Haut Pavé.

 

Rue de Venise.

 

Barn skoðar sig um við Rue de l’Ecole Polytechnique.

 

Rue Saint Jacques.

 

Hugguleg blómasölustúlka við Rue Cambon árið 1918.

Rue Mouffetard, þar sem stúdentarnir djamma í dag.

 

Konur prjóna við Rue Mouffetard.

 

Hornið á Rue Linné og Rue Boulanger, 1914.

 

Árið 1910 skall flóðbylgja á París. Allt á floti.

 

Innviði hefðarheimilis, 1910.

Blómleg verslun við Avenue Hoche.

 

Vísindasýning í Grand Palais, 1909.

 

Hér fást ódýrar neysluvörur fyrir heimilið.