Þessi myndarlegi grái björn er blendingur tveggja bjarnartegunda, sonur grábjarnaföðurs og ísbjarnamóður. Hann er sá eini sinnar tegundar sem vitað er að hafi fæðst úti í náttúrunni, en grábirnir og ísbirnir hafa nokkrum sinnum verið látnir eignast afkvæmi í dýragörðum. Bangsi var á vappi í Norður-Kanada þegar hann var skotinn af bandarískum auðmanni.

 

Á ensku eru svona blendingar stundum kallaðir prizzly bear eða grolar bear, samsetning á polar bear og grizzly bear. Á íslensku mætti kannski kalla þá gráísbirni eða jafnvel grísbirni?