Hinn 27 ára gamli Patrick er heimsins elsti vambi. Þegar myndir af honum birtust á vefsíðunni Reddit í ágústmánuði síðastliðnum fóru þær um netið eins og eldur í sinu. Í kjölfarið birtist umfjöllun um Patrick gamla á vefsíðu MSN fréttastofunnar, en aðalfréttin samkvæmt henni var sú að Patrick hefur aldrei verið „kysstur“, það er hann hefur aldrei kynnst kvendýri af sömu tegund.

 

Vambar eru pokadýr sem einungis eru að finna í Ástralíu og á Tasmaníu.  Þeir geta orðið allt að metri á lengd og vegið um 40 kíló. Þó þeir kunni að þykja krúttlegir, þá eru þetta nokkuð hættuleg dýr í villtri náttúrunni. Hafa áströlsk yfirvöld ráðlagt fólki að koma sér sem skjótast í burtu ef vambi verður á vegi þeirra. Varnaðarráð þessi eru ekki að ástæðulausu. Nokkur tilvik hafa orðið þar sem vambar hafa ráðist á fólk og slasað það. Til þess hafa þeir stærðarinnar klær sem þeir geta notað til særa stærri rándýr og gríðarlegar beittar tennur.

 

 

Eins og sjá má af myndinni fyrir ofan geta vambar orðið þokkalega stórir. Þeir blikna aftur á móti í samanburði við forföður þeirra, risavambann. Hann gat orðið allt að tveir metrar á hæð eða svipaður að stærð og svarti nashyrningurinn í Afríku. Er talið að hann hafi dáið út fyrir um 50 þúsund árum síðan, stuttu eftir að maðurinn steig fyrst fæti á Ástralíu.

 

120621-diprotodon-giant-wombat-720a.photoblog600