Rothschild-fjölskyldan rekur uppruna sinn til Frankfurt í Þýskalandi. Fjölskyldan stundaði þar viðskipti allt frá 16. öld en það var ekki fyrr en um miðja 18. öld sem fjölskyldan lét virkilega að sér kveða og stofnaði til þess auðs sem gerir hana að, umdeilanlega, ríkustu fjölskyldu allra tíma.

 

kastali1

 

Mayer Amschel Rothschild var maðurinn á bak við þessa velgengni. Hann brá einnig á það ráð að búa til alþjóðlega bankastarfsemi, fyrstur allra, með því að senda syni sína til fjögurra lykilborga í Evrópu til að stofna þar útibú. Sá elsti varð eftir og hélt uppi rauða skyldinum, merki fjölskyldunnar, í Frankfurt.

 

kastali2

 

Afkomendur Mayer Amschel náðu allir að safna miklum auðæfum en þó líklega enginn jafn miklum og yngsti sonurinn, James Mayer de Rothschild, stofnandi bankaveldis fjölskyldunnar í Frakklandi. Talið er að auður hans árið 1817, eftir að hann hafði auðgast gífurlega vegna spákaupmennsku, vopnakaupalána og annarra viðskipta í kringum Napóleonsstyrjaldirnar, hafi numið allt að fimmföldum auðæfum bandaríska auðkýfingsins Bill Gates – væru þau reiknuð á núvirði.

 

kastali3

 

Með slíka fjármuni í vasanum fannst James Mayer rétt að splæsa í einn kastala, sem er staðsettur rétt fyrir utan 16. hverfi Parísar, í hinu moldríka Boulogne-Billancourt úthverfi; Chateau de Rothschild.

 

kastali4

 

Kastalinn þótti einkar glæsilegur og þar voru haldnar margar af glæsilegustu og íburðarmestu veislum sem Parísarbúar höfðu nokkru sinni séð. Meðal reglulegra veislugesta má nefna listmálarann Eugène Delacroix, píanistann og tónskáldið Frédéric Chopin og rithöfundinn Honoré de Balzac.

 

kastali5

 

En allt tekur sinn enda. Edmond de Rothschild, sonur James Mayer, vildi flytja í sinn eigin kastala. Eftir því sem íbúum kastalans fækkaði lagðist hann loks í eyði í kringum aldamótin 1900. Árið 1979 var hann keyptur af kaupsýslumanni frá Sádí-Arabíu. Sá maður er enn eigandi kastalans, en hefur ekki haft áhuga á að gera hann upp.

 

kastali6

 

Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða kastalann er heimilisfangið að inngangi Parc de Boulogne – Edmond de Rothschild garðsins: 3 Rue de victoires í Boulogne-Billancourt.

 

 

 

kastali8
kastali9

 

 

 

kastali10

 

kastali7