Bandarísku þættirnir House of Cards hafa slegið í gegn. Önnur sería er komin út og Demókratinn Francis Underwood stendur sem fyrr í ströngu í baráttunni um völdin í Bandaríkjunum.

 

Þættirnir eru byggðir á skáldsögum Michael Dobbs um valdatafl í breskum stjórnmálum en hann starfaði sjálfur fyrir breska íhaldsflokkinn. Fyrirmyndir í skrifum hans er greinilega að finna í Ríkharði III. og Makbeð eftir William Shakespeare.

 

Bandarísku þættirnir byggja auðvitað líka á fyrri þáttaröð House of Cards, sem birtist árið 1990 á BBC.

 

Skoski Shakespeare-leikarinn Ian Richardson leikur Francis Urquhart, Chief Whip eða nokkurs konar þingflokksformann íhaldsflokksins á breska þinginu. Rétt eins og Kevin Spacey gerir í nýju þáttunum brýtur Ian Richardson fjórða vegginn og talar beint við áhorfendur. Sagan gerist þegar Margaret Thatcher forsætisráðherra hefur yfirgefið sviðið og tómarúm myndast í æðstu stjórn Bretlands.

 

Eins og James Fallows hjá The Atlantic kemst að orði er Urquhart enn djöfullegri en nafni hans Underwood í Bandaríkjunum. Hann líkir þessu við bresku og bandarísku útgáfurnar af The Office: „Þetta er eins og munurinn á Ricky Gervais í upprunalegu bresku útgáfunni og Steve Carell í endurgerðinni. Á endanum er hægt að þykja vænt um Steve Carell; en ekki um Gervais.“

 

BBC gerði einnig þætti upp úr framhaldsbókum Dobbs um Urquhart sem heita To Play the King og Final Cut.

 

Screen Shot 2014-02-27 at 12.13.14 PM

Morgunblaðið, nóvember 1991.

 

Hér er hægt að horfa á hina stórgóðu þætti í fyrstu seríunni. En einnig mun vera hægt að nálgast þá á Netflix.

 

Fyrsti hluti:

Vídjó

 

Annar hluti:

Vídjó

 

Þriðji hluti: 

Vídjó

 

Fjórði hluti:

Vídjó