Vídjó

Í öryggisfangelsinu Lisandro Olmos í útjaðri argentínsku höfuðborgarinnar Buenos Aires starfar kór syngjandi morðingja, nauðgara og ræningja. Fréttastöðin Al Jazeera gerði heimildarmynd um kórinn sem við sjáum í heild sinni hér.

 

Fangarnir í Lisandro Olmos voru ekki vanir nýstárlegum tilraunum í endurhæfingu þangað til sálfræðingurinn Juan Pablo Ledesma hóf störf. Hann náði að sannfæra þá sem stjórna fangelsinu að beita tónlist til að bæta geðheilsu fanganna og draga þannig úr ofbeldi innan veggja og rimla þess.

 

Í Lisandro Olmos eru rúmlega tvö þúsund fangar en starfsmennirnir eru hins vegar á milli 20 til 30. Helmingurinn allra fanganna brýtur aftur sér þegar þeir snúa aftur til samfélagsins. Fangelsið er það hættulegasta í Argentínu.

 

Yfirvöld eru því reiðubúin að beita nýjum aðferðum við að efla mennina svo þeir snúi ekki rakleiðis aftur til fangelsins.

 

Juan Pablo hefur náð ótrúlegum árangri á þeim fjórum árum er kórinn hefur starfað. Aðeins fimm prósent þeirra fanga er ganga í kórinn brjóta aftur af sér.

 

Fangarnir sem ganga í kórinn gangast um leið undir endurhæfingarmeðferð undir handleiðslu kórstjórans. Þeir mega ekki stunda ofbeldi og fíkniefnaneyslu ef þeir vilja vera með. Í staðinn fá þeir að búa í sérstakri álmu innan fangelsins þar sem friður ríkir.

 

Í heimildarmynd Al Jazeera kynnumst við þessum mönnum og fjölskyldum þeirra. Og við fáum nasaþef af því hvernig er að dúsa í argentínsku fangelsi.