Síldarkona á Siglufirði

Hér sést húsfreyjan og síldarkonan Hólmfríður Sigurlaug Davíðsdóttir (1906-1999) að salta síld á Siglufirði einhvern tímann á 5. eða 6. áratugnum. Hún gerði það samtals í 42 sumur.

 

Dætur Sigurlaugar færðu nýlega Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Skúlptúrinn er byggður á þessari ljósmynd af Sigurlaugu og situr á bryggjunni í Bátahúsinu á safninu á… [Lesa meira]

Kona Bandaríkjaforseti? Hahaha! Verður vesalings karlinn hennar þá „The First Lady“?

„Bráðskemmtileg og fjörug ný bandarísk gamanmynd um fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna, og vesalings eiginmanninn, sem auðvitað verður „The First Lady“.“

 

Þannig hljómaði auglýsing frá Hafnarbíói í blöðunum árið 1971. Gamanmyndin var Kisses for my President. Það voru ýkjur að myndin væri ný, því hún kom fyrst út árið 1964, en svo gerðust kaupin á eyrinni í bíómálum Íslendinga á þeim árum.

 

Söguþráður myndarinnar er í… [Lesa meira]

Taugaveiki á Íslandi: Var ónæmur taugaveikis-smitberi á Skálholti?

Taugaveiki hljómar eins og dularfullur og ógnvænlegur sjúkdómur. Hún er orsökuð af bakteríunni Salmonella enterica sem vex í innyflum eða blóði hýsils og smitast ef saur úr hýsli mengar mat eða drykkjarvatn. Taugaveikin dregur nafn sitt af því óráði sem fólk getur fengið á síðustu stigum sjúkdómsins.

 

Þessi sjúkdómur hefur fylgt manninum um allar aldir.

 

Til að mynda er það talið mögulegt… [Lesa meira]

Fataskápur Fridu Kahlo opnaður

Til að lýsa fatastíl Fridu Kahlo nægir engan veginn að segja að hún hafi verið glæsileg til fara. Sem hún var að sjálfsögðu. Val hennar á fatnaði hafði dýpri merkingu, leið til listrænnar tjáningar, leið til að lýsa æviskeiði sem var fullt af sársauka, gleði, vonbrigðum og mögnuðum sköpunarkrafti. Hvort sem um var að ræða klæðnað sem var innblásinn af Tehuana-menningu… [Lesa meira]

Ritvél framtíðarinnar árið 1971

Hér sjáum við ritvél framtíðarinnar á Business Efficiency sýningunni í Lundúnum haustið 1971.  

Nánar er fjallað um sýninguna í eftirfarandi myndbandi úr British Pathé… [Lesa meira]

Furðulegir geimtónar Leonard Nimoy: „Mr. Spock Presents: Music From Outer Space“

Leonard heitinn Nimoy var einn af skemmtilegri risum vísindaskáldsögu- og geimmenningar á síðustu öld.

 

Hér er plata með geimtónum þar sem Nimoy svífur um alheiminn í líki Mr. Spock úr Star Trek. Það er skemmtilegur „60s lounge“-andi í… [Lesa meira]