Proust-prófið: Berglind María Tómasdóttir

Berglind María Tómasdóttir er tónlistarfræðingur, tónlistarkona og dósent við Listaháskóla Íslands. Hún er fædd árið 1973 og hefur búið í Reykjavík, Kaupmannahöfn og San Diego. Í síðastnefndu borginni stundaði hún nám við Kaliforníuháskóla og lauk þaðan doktorsprófi í flutningi og miðlun samtímatónlistar árið 2013.

Ef það er ekki nóg, er Berglind líklega mesti sérfræðingur þjóðarinnar þegar kemur að vinsælasta tónlistarfólki… [Lesa meira]

Proust-prófið: Haukur Ingvarsson

Við lok 19. aldar nutu svokallaðar játningabækur eða játningahefti talsverðra vinsælda. Í stuttu máli var um að ræða staðlaðar spurningar á blaði, sem fólk svaraði síðan eftir bestu getu.

Spurningarnar voru nokkuð persónulegar og sýndu því, eða gáfu að minnsta kosti vísbendingar um, hvað leyndist í innstu hjartahólfum fólksins sem svaraði þeim.

Í raun ekki ósvipað og þegar börn létu… [Lesa meira]

Vargöld í Rómaveldi

… [Lesa meira]

Lalli Johns: Sígild mynd um hrjúfari Reykjavík um aldamótin

Það var seint að kvöldi, að vetri til, einhvern tímann á fyrstu árum nýrrar aldar, að maður kom á Aðalvídeoleiguna á Klapparstíg í Reykjavík.

Hann hét Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli Johns.

Hann var í leit að spólu. Myndinni um hann… [Lesa meira]

David Lynch eldar quinoa

Árið 2014 var bandaríski listamaðurinn og kvikmyndaleikstjórinn David Lynch afar hrifinn að quinoa/kínóa.

Hér sýnir hann hvernig á að elda quinoa, bíða eftir quinoa, og njóta quinoa.

Tónlistin í myndskeiðinu, sem er algerlega mögnuð, er rétt eins og quinoa-uppskriftin, eftir Lynch sjálfan.… [Lesa meira]

50 ár frá WAR IS OVER!

Þann 15. desember árið 1969 fór af stað herferð, sem má lýsa sem mótmælaherferð, listaviðburði og alþjóðlegri jólakveðju frá listaparinu John Lennon og Yoko Ono.

Um var að ræða stóra auglýsingaborða, lesnar útvarpsauglýsingar, heilsíðuauglýsingar í prentmiðlum, auk dreifingar á póstkortum og plakötum í 12 borgum um allan heim. Þær voru New York, Los Angeles, Amsterdam, Toronto, Aþena, Róm, Berlín, París,… [Lesa meira]