Íranska draugaborgin og legókubbarnir í eyðimörkinni

Fjórar milljónir Írana áttu að fá ódýrt húsnæði í nýjum blokkum um allt land, samkvæmt plönum Mahmoud Ahmadinejads forseta 2005-2013. Þær áætlanir fóru hins vegar víða út um þúfur vegna efnahagskreppu og íranska ríkið hefur í síðustu ár verið sligað af kostnaði vegna hins gríðarstóra Mehr-verkefnis. Þótt blokkirnar séu fullreistar á sumum stöðum, liggja aðrar rétt fokheldar, eins og týndir… [Lesa meira]

Ögmundur, Gorbatsjov og Eiður Hóratíussona

Lesandi Lemúrsins skrifar: „Reyndi Ögmundur Jónasson að leika eftir Eiði Hóratíussona eftir David, þegar hann hitti Gorbatsjov á leiðtogafundinum 1986?“

Með þessum orðum sendir hann mynd sem birtist í Vikunni 1986 af Ögmundi, fyrrverandi ráðherra, sem þá var fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Líkamsstaða fréttamannsins minnir á eitt frægasta listaverk nýklassíska stílsins. Fréttamaðurinn beinir hönd sinni beint upp að leiðtoga Sovétríkjanna, líkt og… [Lesa meira]

Lagerfeld 1973

Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld (1933-2019) árið… [Lesa meira]

Pelé og nasistarnir

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pelé slakar á við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory árið 1981, sem fjallar um hóp stríðsfanga í síðari heimsstyrjöldinni sem spila fótboltaleik við þýska fangara sína. Myndin var tekin í Ungverjalandi, sem þá var kommúnistaríki og leikvangurinn sem við sjáum hér var heimavöllur MTK, liðs frá Búdapest sem frægt er fyrir að hafa haft marga gyðinga í röðum… [Lesa meira]

Norðurkóreskt kvöld

Ljósi er varpað á veggmynd af Kim Il-sung, stofnanda Norður-Kóreu, í dimmri Pyongyang, höfuðborg kommúnistaríkisins. (Reuters 2011)… [Lesa meira]

Snjáðar ljósmyndir Ungverja sýna Ísland sumarið 1974 og veturinn 1975

Ungverskur ljósmyndari sem kallar sig Szilas ferðaðist til Íslands sumarið 1974 og veturinn 1975. Hér sjáum við afrakstur þeirrar ferðar í nokkrum missnjáðum myndum sem sýna landið í skemmtilegum… [Lesa meira]