Veiðiþjófurinn Steven Spielberg

Veiðiþjófurinn og illmennið Steven Spielberg fyrir framan bráð sína.

Nei, bara grín. Myndin er frá tökustað Jurassic Park, risaeðlumyndarinnar sem frumsýnd var árið 1993. Tegundin er triceratops eða ýmist horneðla eða nashyrningseðla á íslensku.

Margir féllu fyrir þessu spaugi fyrir nokkrum árum:

This guy thinks it's cool to kill defenceless animals then take a selfie. Jerk. pic.twitter.com/WbgMklrd9u

— Chris… [Lesa meira]

Ljós í Pyongyang

Eina ljósið í blokk á Tongil-götu í Pyongyang, árið 2011. Mynd frá höfuðborg Norður-Kóreu eftir Hendrik … [Lesa meira]

Þrjú stig töffaraskapar

Þrjú stig töffaraskapar. Úr bókinni Rokksaga Íslands – frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna eftir Gest Guðmundsson, 1990.

… [Lesa meira]

Þegar Robert Mugabe birtist á plötuumslagi Bob Marley

Þegar Afríkuríkið Simbabve hlaut sjálfstæði 18. apríl 1980, söng Bob Marley og hljómsveitin The Wailers á Rufaro-leikvanginum í höfuðborginni Harare. Í áhorfendaskaranum voru Karl Bretaprins, Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands og fleiri fyrirmenni.

Marley söng nýtt lag, Zimbabwe, sem út kom á plötunni Survival, sem jamaíski listamaðurinn samdi til heiðurs Robert Mugabe, forsætisráðherra landsins. Mugabe, sem lést í dag 95… [Lesa meira]

Woodstock 50 ára – Myndaþáttur frá frægustu útihátíð allra tíma

Föstudaginn 15. ágúst 1969 hófst útihátíðin Woodstock Music Festival, á bóndabæ Max Yasgur í nágrenni við smábæinn Bethel í New York-ríki Bandaríkjanna. Skipuleggjendur hátíðarinnar bjuggust við um 200 þúsund gestum. Miðar kostuðu 18 dollara í forsölu og 24 dollara við hliðið, sem þótti nokkuð sanngjarnt fyrir þriggja daga hátíð þar sem 32 hljómsveitir og listamenn voru bókaðir. Ekki leið þó… [Lesa meira]

Einstök merki fótboltafélaga í Austur-Þýskalandi

Í ár fagna Þjóðverjar 30 ára afmæli hinnar friðsömu byltingar, þegar Berlínarmúrinn féll og fólk í Þýska alþýðulýðveldinu fékk loks að upplifa ferðafrelsi sem það hafði ekki áður þekkt. Ári síðar var Alþýðulýðveldið liðið undir lok sem langflestir íbúar þess fögnuðu mjög. Við þetta tilefni rifjaði þýska fótboltanördavefsíðan 11 Freunde upp nokkur merki austurþýskra fótboltaliða. Hönnun þeirra er einkar… [Lesa meira]