„Óvinurinn“ Jean-Claude Romand og bókin um morðið á fjölskyldunni

Frakkanum Jean-Claude Romand, sem myrti foreldra sína, konu og börn árið 1993, hefur verið sleppt úr fangelsi eftir 26 ár. Allir ættu að lesa meistaraverkið Óvininn, bókina sem fjallar um voðaverkin og persónuleika morðingjans frá ýmsum hliðum.

Áður en hann framdi morðin lifði Romand tvöföldu lífi í 18 ár. Fjölskyldan hélt að hann væri læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Sviss og rannsakaði æðakölkun. En í raun hafði hann aldrei lokið námi og vann hvergi. Á meðan… [Lesa meira]

Finnska mannvirkið sem á að endast í 100.000 ár

Elstu mannvirki heims eru um 6000 ára. Pýramídarnir í Egyptalandi telja 4500 ár. Elstu hlutar Kínamúrsins eru 2300 ára. Það er ekki neitt miðað við byggingaráætlanir í Finnlandi.

„Into Eternity“ (Til eilífðar) er heimildarmynd um mannvirki sem á að endast í að minnsta kosti 100.000 ár. Onkalo er kerfi jarðganga djúpt í iðrum jarðar á vesturströnd Finnlands, grafið í granítberggrunninn.

Í… [Lesa meira]

„Bara fordómar“: Besti kvikmyndadómur Íslandssögunnar

Besti bíódómur Íslandssögunnar birtist 10. mars 1990 í DV. Gísli Einarsson, síðar kaupmaður í hinni frábæru verslun Nexus, sá stórvirkið „Braddock: Missing in Action III“ með hasarhetjunni og harðhausnum Chuck Norris.SAIGON, 1975. STRÍÐIÐ BÚIÐ. „Braddock flýgur. Hrapar fljótlega. Landamæri rétt hjá. Fyrst drepa verði. Fljótgert. Braddock særist mikið. Vondi Víetnaminn kemur. Á stórri þyrlu. Kanar bíða hinum megin,… [Lesa meira]

Síðasta opinbera einvígið í Frakklandi, 1967

Frakklandi, apríl 1967. René Ribière úr flokki De Gaulle á franska þinginu skoraði Gaston Defferre, þingmann sósíalista, á hólm að fornum sið. Sá síðarnefndi hafði móðgað hann á þinginu.

„Eins og fyrr segir var ástæða þessa einvígis sú, að í miklum deilum í franska þinginu í gær,… [Lesa meira]

Þegar Kim Jong-un var körfuboltakrakki í Sviss

Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu sést hér í Nike-galla á miðri mynd, í Sviss árið 1998. Drengurinn, þá 14 ára, var nemi í Liebefeld-Steinhölzli skólanum í Köniz, og gekk undir dulnefninu Pak-Un. Pilturinn var mikill áhugamaður um körfubolta og krotaði myndir af hetjunni Michael Jordan í skólabækurnar. Vera hans í Evrópu var leyndarmál og skólafélagar og kennarar héldu að hann væri… [Lesa meira]

Guð er ekki til!

„Guð er ekki til!“ – sovéskt áróðursveggspjald frá… [Lesa meira]