Eiffelturninn í byggingu. LITMYND

Bandaríski ljósmyndavefurinn Retronaut er um þessar mundir að vinna að bókinni The Paper Time Machine, í samstarfi við Jordan Lloyd og fyrirtækið Dynamichrome – sem sérhæfir sig í endurvinnslu svarthvítra ljósmynda í lit.

 

Bókin mun samanstanda af 130 ljósmyndum af byggingu sögufrægra mannvirkja en þar geta lesendur bæði virt fyrir sér upprunalegu svarthvítu myndirnar sem og litmyndirnar – en vinnsla þeirra… [Lesa meira]

Án matar og drykkja í niðamyrkri dögum saman: mannskæðasta námuslys Evrópu

Undir lok nítjándu aldarinnar eru ýmis teikn á lofti á meginlandinu. Einkennandi fyrir þetta tímabil er bæði fegurð, andspænis hryllingi fyrri heimsstyrjaldarinnar eftir á að hyggja, en einnig menningarleg undiralda bölsýni. Snemma á 20. öld verða hin ýmsu afskipti nýlenduveldanna af Afríku til þess að auka á úlfúð milli Frakka og Þjóðverja.

 

Í mars 1905 hafði  Vilhjálmur II,… [Lesa meira]

„Endurfæðing Þýskalands“: Frábær heimildarmynd um Krautrock og eftirstríðsárin

Vídjó

 

Þýskaland 1945. Árið er núll.

Borgir, menning og allt annað eru rústir einar.

Það var komið að því að endurbyggja.

 

Þetta eru inngangsorð heimildarmyndarinnar Krautrock: The Rebirth of Germany. Hún segir söguna af hinum óhemju fersku tónlistarstraumum í Þýskalandi undir lok sjöunda áratugarins og þeim áttunda. Á bak við hana var kynslóð eftirstríðsáranna, fólk sem fæddist í kringum… [Lesa meira]

Síldarkona á Siglufirði

Hér sést húsfreyjan og síldarkonan Hólmfríður Sigurlaug Davíðsdóttir (1906-1999) að salta síld á Siglufirði einhvern tímann á 5. eða 6. áratugnum. Hún gerði það samtals í 42 sumur.

 

Dætur Sigurlaugar færðu nýlega Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Skúlptúrinn er byggður á þessari ljósmynd af Sigurlaugu og situr á bryggjunni í Bátahúsinu á safninu á… [Lesa meira]

Kona Bandaríkjaforseti? Hahaha! Verður vesalings karlinn hennar þá „The First Lady“?

„Bráðskemmtileg og fjörug ný bandarísk gamanmynd um fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna, og vesalings eiginmanninn, sem auðvitað verður „The First Lady“.“

 

Þannig hljómaði auglýsing frá Hafnarbíói í blöðunum árið 1971. Gamanmyndin var Kisses for my President. Það voru ýkjur að myndin væri ný, því hún kom fyrst út árið 1964, en svo gerðust kaupin á eyrinni í bíómálum Íslendinga á þeim árum.

 

Söguþráður myndarinnar er í… [Lesa meira]

Taugaveiki á Íslandi: Var ónæmur taugaveikis-smitberi á Skálholti?

Taugaveiki hljómar eins og dularfullur og ógnvænlegur sjúkdómur. Hún er orsökuð af bakteríunni Salmonella enterica sem vex í innyflum eða blóði hýsils og smitast ef saur úr hýsli mengar mat eða drykkjarvatn. Taugaveikin dregur nafn sitt af því óráði sem fólk getur fengið á síðustu stigum sjúkdómsins.

 

Þessi sjúkdómur hefur fylgt manninum um allar aldir.

 

Til að mynda er það talið mögulegt… [Lesa meira]