David Lynch eldar quinoa

Árið 2014 var bandaríski listamaðurinn og kvikmyndaleikstjórinn David Lynch afar hrifinn að quinoa/kínóa.

Hér sýnir hann hvernig á að elda quinoa, bíða eftir quinoa, og njóta quinoa.

Tónlistin í myndskeiðinu, sem er algerlega mögnuð, er rétt eins og quinoa-uppskriftin, eftir Lynch sjálfan.… [Lesa meira]

50 ár frá WAR IS OVER!

Þann 15. desember árið 1969 fór af stað herferð, sem má lýsa sem mótmælaherferð, listaviðburði og alþjóðlegri jólakveðju frá listaparinu John Lennon og Yoko Ono.

Um var að ræða stóra auglýsingaborða, lesnar útvarpsauglýsingar, heilsíðuauglýsingar í prentmiðlum, auk dreifingar á póstkortum og plakötum í 12 borgum um allan heim. Þær voru New York, Los Angeles, Amsterdam, Toronto, Aþena, Róm, Berlín, París,… [Lesa meira]

Árlegar jólamyndir þýskra hjóna 1900-1942 endurspegla söguna

Hjónin Richard og Anna Wagner í Berlín tóku mynd af sér við jólatréð hvert ár í yfir fjóra áratugi.

Þau sendu ljósmyndirnar sem jólakort til vina og ættingja. Sú fyrsta var tekin á aðfangadagskvöld 1900, árið sem Wagner-hjónin giftust, en sú síðasta 1942.

Óhætt er að segja að myndirnar endurspegli sögu Þýskalands, sem var auðvitað sérstaklega stormasöm á tímabilinu. Við sjáum áhrif… [Lesa meira]

Björk og Didda fá sér húðflúr, 1982

Myndir teknar um 1982. Vinkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Didda Jónsdóttir fóru til Helga Aðalsteinssonar húðflúrara og fengu sér báðar galdrastafinn vegvísi á handlegginn. (Myndir frá aðdáendasíðum Bjarkar)

… [Lesa meira]

100 Íslandsmyndir úr bók frá 1941

Árið 1941 gaf Ísafoldarprentsmiðja í Reykjavík út bókina 100 íslenzkar myndir. Þar birtist land og þjóð á ljósmyndum sem Pálmi Hannesson… [Lesa meira]

Stærsta blokk Grænlands var táknræn fyrir mistök við „nútímavæðingu“

Blok P, stærsta íbúðablokkin í Nuuk á Grænlandi, var reist á árunum 1956-1966 og rifin 2012.

Íbúðirnar voru um 350 talsins en talið var að um 1% grænlensku þjóðarinnar hafi búið í blokkinni þegar mest var.

Byggingin er táknræn fyrir tilraunir danska ríksins til að „nútímavæða“ Grænlendinga með því að færa fólk úr strandbyggðum til steinsteypublokka í borgarumhverfi þar sem velferðarkerfi Danmerkur… [Lesa meira]