Myndaalbúm Lemúrsins geymir forvitnilegar ljósmyndir úr sögunnar rás. Flestar myndirnar eru frá opinberum stofnunum eða söfnum.

Pelé og nasistarnir

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pelé slakar á við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory árið 1981, sem fjallar um hóp stríðsfanga í síðari heimsstyrjöldinni sem spila fótboltaleik við þýska fangara sína. Myndin var tekin í Ungverjalandi, sem þá var kommúnistaríki og leikvangurinn sem við sjáum hér var heimavöllur MTK, liðs frá Búdapest sem frægt er fyrir að hafa haft marga gyðinga í röðum… [Lesa meira]

Norðurkóreskt kvöld

Ljósi er varpað á veggmynd af Kim Il-sung, stofnanda Norður-Kóreu, í dimmri Pyongyang, höfuðborg kommúnistaríkisins. (Reuters 2011)… [Lesa meira]

18 ára Diego Maradona spilar á spil í hverfinu, 1978

Fótboltasnillingurinn Diego Armando Maradona spilar á spil við nágranna sína í La Paternal-hverfi í Buenos Aires árið 1978. Hann var 18 ára gamall og spilaði með liði Argentinos Juniors, sem eiga heimavöll í sama hverfi. Hann skoraði 26 mörk í 35 deildarleikjum með liðinu það ár.

 

Argentína var á þessum tíma undir herforingjastjórn og þúsundir voru handteknar án dóms og laga… [Lesa meira]

Lenín á billjarðstofu í Mongólíu

Hundrað árum eftir að Vladimir Lenín leiddi bolsévika til valda í Októberbyltingunni sést andlit hans enn í minnismerkjum víða. Til dæmis hér  á billjarðstofu í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, sem var leppríki Sovétríkjanna á árum áður.

 

Billjarðstofan mun áður hafa hýst mongólska Lenínsafnið.

 

Hér eru fleiri myndir af… [Lesa meira]

Mánudagsmyndin: Julio Iglesias, tortilla og Kentucky Fried Chicken

Árið er 1986 og söngfuglinn Julio Iglesias skolar kjúlla frá KFC og tortillu niður með rauðvíni. (El… [Lesa meira]

Eiffelturninn í byggingu. LITMYND

Bandaríski ljósmyndavefurinn Retronaut er um þessar mundir að vinna að bókinni The Paper Time Machine, í samstarfi við Jordan Lloyd og fyrirtækið Dynamichrome – sem sérhæfir sig í endurvinnslu svarthvítra ljósmynda í lit.

 

Bókin mun samanstanda af 130 ljósmyndum af byggingu sögufrægra mannvirkja en þar geta lesendur bæði virt fyrir sér upprunalegu svarthvítu myndirnar sem og litmyndirnar – en vinnsla þeirra… [Lesa meira]

Síldarkona á Siglufirði

Hér sést húsfreyjan og síldarkonan Hólmfríður Sigurlaug Davíðsdóttir (1906-1999) að salta síld á Siglufirði einhvern tímann á 5. eða 6. áratugnum. Hún gerði það samtals í 42 sumur.

 

Dætur Sigurlaugar færðu nýlega Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Skúlptúrinn er byggður á þessari ljósmynd af Sigurlaugu og situr á bryggjunni í Bátahúsinu á safninu á… [Lesa meira]

Fataskápur Fridu Kahlo opnaður

Til að lýsa fatastíl Fridu Kahlo nægir engan veginn að segja að hún hafi verið glæsileg til fara. Sem hún var að sjálfsögðu. Val hennar á fatnaði hafði dýpri merkingu, leið til listrænnar tjáningar, leið til að lýsa æviskeiði sem var fullt af sársauka, gleði, vonbrigðum og mögnuðum sköpunarkrafti. Hvort sem um var að ræða klæðnað sem var innblásinn af Tehuana-menningu… [Lesa meira]

Ritvél framtíðarinnar árið 1971

Hér sjáum við ritvél framtíðarinnar á Business Efficiency sýningunni í Lundúnum haustið 1971.  

Nánar er fjallað um sýninguna í eftirfarandi myndbandi úr British Pathé… [Lesa meira]

106 ára kona ver heimilið með AK-47

106 ára gömul kona ver heimili sitt með AK-47 hríðskotariffli í þorpinu Degh, í grennd við borgina Goris í suðurhluta Armeníu, árið 1990. Eftir hrun Sovétríkjanna brutust út hörð átök milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh. Það lá innan landamæra Aserbaídsjan en var heimahérað margra… [Lesa meira]

Atvinnuknapi, 1891

Konan á myndinni er talin vera Selika Lazevski, bandarísk blökkukona sem starfaði sem atvinnuknapi í frönskum hringleikahúsum og hestasýningum seint á 19. öld. Hún tilheyrði hópi écuyères de haute école, kvenkyns knapa sem sérhæfðu sig í dressage, flókinni undirgrein hestamennsku sem er stundum líkt við ballett fyrir hesta.

 

Stúlkunafnið Selika var vinsælt meðal bandarískra blökkumanna á síðari hluta 19. aldar, en það… [Lesa meira]

Kommúnistaleiðtogi Mósambík hittir vinkonu sína frú Honecker

Samora Machel, leiðtogi kommúnistaflokks Mósambík, tekur í höndina á Margot Honecker, eiginkonu Erichs Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, árið 1983.

 

Mósambík hafði átta árum áður frelsað sig undan yfirráðum fasíska nýlenduveldisins Portúgal. Sem kveðjugjöf skildi portúgalski herinn landið eftir í rjúkandi rúst, eitraði vatnsbólin og stundaði pyntingar á stórum skala. Þegar evrópsku nýlenduherrarnir höfðu sig loksins á brott tóku Machel og sósíalíska andspyrnuhreyfing hans Frelimo völdin í landinu.

 

Brátt mynduðust… [Lesa meira]