Þrjár sýrlenskar konur, ein með horn

Þrjár sýrlenskar konur, sem voru til sýnis á heimssýningunni í Vínarborg árið 1873. Konan til vinstri er borgarbúi frá Damaskus, sú til vinstri bóndakona og konan milli þeirra er Drúsi. Myndina tók Pascal Sebah, frumkvöðull í ljósmyndum í Ottóman-veldinu.

 

Höfuðfat Drúsakonunnar heitir tantour. Einskonar skrautlegt horn sem Drúsakonur setja upp eftir brúðkaupsdaginn sinn. Því lengra horn, því hærri stöðu ku þær… [Lesa meira]

Homs í Sýrlandi fyrir hundrað árum

Hópur bandarískra ljósmyndara heimsóttu borgina Homs í Sýrlandi upp úr aldamótum 1900.  Sýrland var þá hluti af Ottóman-veldinu, og Homs eitt af efnahagslegum miðpunktum landsins. Bómullar- og vefnaðariðnaður blómstraði sérstaklega og kölluðu breskir diplómatar borgina þess vegna „Manchester Sýrlands“. Íbúar Homs um aldamótin voru um 65.000.

 

Homs er í dag þriðja stærsta borg Sýrlands, og þar búa 800.000 manns. Þegar mótmæli gegn… [Lesa meira]

Vinnur írönsk mynd Óskarsverðlaun?

Á sama tíma og orðræðan milli Íran og Bandaríkjanna verður æ herskárri eru líkur á að kvikmynd frá Íran vinni til frægustu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjann. Íranska kvikmyndin Aðskilnaður Nader og Simin (Jodaeiye Nader az Simin, á ensku A Seperation) er meðal þeirra fimm mynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda í ár. Myndin er fimmta kvikmynd leikstjórans Asghar… [Lesa meira]

Sinfónía fyrir Homs

Vídjó

 

Sýrlenska tónskáldið og píanóleikarinn Malek Jandali flytur ásamt Rússnesku filharmóníusveitinni lagið „Frelsi: Sinfónía Qashush„.

 

Jandali er uppalinn í borginni Homs, sem nú sætir stöðugum árásum sýrlenska hersins eftir að borgarbúar voguðu sér að mótmæla ógnarstjórn Bashars al-Assad og kóna hans.

 

Nafn verksins vísar til söngvarans Ibrahim Qashush sem var myrtur með hrottafengnum hætti fyrir þær einar… [Lesa meira]

Á rómverskri brú í Írak

Maður stillir sér upp á steinbrú frá dögum Rómarveldis skammt frá Mosul í Írak. Brúin varð á vegi ungverska fornleifafræðingsins Aurel Stein, sem tók þessa mynd, um 1930. Rúmum áratug áður hafði þýskur kollegi hans, Max von Oppenheim, einnig stillt sér upp á brúnni:

 

[Lesa meira]

Guðlast á Twitter grætir sádiarabíska klerka

Vídjó

 

„Ég hef elskað uppreisnarmanninn í þér, hann hefur alltaf verið mér hvatning, en ég er ekki hrifinn af geislabaugunum, ég mun ekki biðja fyrir þér“

 

Svo skrifaði sádiarabíski blaðamaðurinn Hamza Kashgari á Twitter 3. febrúar síðastliðinn, á afmælisdegi Múhameðs spámanns. Kashgari, sem er 23 ára gamall, skrifaði alls þrjú ‘tvít’ sem hann beindi til afmælisbarns… [Lesa meira]

Khomeini snýr aftur sem pappaspjald

Um mánaðamótin héldu yfirvöld í Íran upp á að 33 ár voru liðin frá því að Khomeini ajatolla snéri aftur til landsins úr útlegð í Frakklandi. Þetta var 1. febrúar 1979 — tíu dögum síðar hrundi stjórn konungsins og íslamskt lýðveldi var stofnað með Khomeini í æðstu valdastöðu.

 

Endurkoma Khomeini var um borð í Boeing 747-þotu frá Air France. Milljónir stuðningsmanna… [Lesa meira]

Tryllt jarðarför ajatollans

Þann 3. júní árið 1989 lést í Teheran Ruhollah Khomeini, ajatolla og æðsti ráðamaður í Íran, byltingarhetja og andlegur leiðtogi milljóna Sjíamúslima. Útför hans fór fram þremur dögum síðar. Sorgin svipti þegna hans ráð og rænu og jarðarförin varð að svo grótesku öngþveiti að hætta varð við í miðjum klíðum.

 

Herþyrla flutti líkið að grafreit í suðurhluta Teheran. Í kæfandi sumarhitanum… [Lesa meira]

Píslarvottar byltingarinnar ganga aftur í Túnis

Í dag er ár liðið síðan Ben Ali, forseti Túnis til 24 ára, hrökklaðist frá völdum eftir fjöldamótmæli almennings.

 

Hann hafði þá reynt að kveða niður mótmælin með lögreglu- og hervaldi. Árangurslaust — fólkið hafði sigurinn að lokum. En 224 mótmælendur létu lífið áður en forsetinn lét sig loksins hverfa.

 

Hluti þessara píslarvotta byltingarinnar ganga nú aftur á götum Túnisborgar. Fransk-alsírski listamaðurinn… [Lesa meira]

Eyðimerkurblúsarar við lítið skrifborð

Vídjó

Tónlistardeild bandarísku útvarpsstöðinnar NPR býður reglulega tónlistarmönnum í heimsókn til sín að taka upp tónleika sem síðan verður útvarpað. Staðsetning þessara tónleika er nokkuð óhefðbundin þar eð þeir fara fram á skrifstofu útvarpsmannsins Bob Boilen. Tónlistarmennirnir taka sér stöðu og spila fyrir aftan skrifborð Boilens — enda eru þessar upptökur nefndar Tiny Desk Concerts.

 

Hér… [Lesa meira]

Götulífið í Jerúsalem árið 1896

Vídjó

Árið 1896 ferðuðust frönsku kvikmyndafrumkvöðlarnir, bræðurnir Auguste og Louis Lumière, til borgarinnar helgu Jerúsalem, sem þá var höfuðborg samnefnds héraðs í Ottóman-veldinu. Með í för var uppfinning þeirra, kvikmyndavélin cinématographe.

 

Aðeins ári áður höfðu bræðurnir frumsýnt sína fyrstu mynd, brautryðjendaverkið Verkamenn yfirgefa Lumière-verksmiðjuna í Lyon. Myndbrotin sem þeir tóku af Jerúsalem eru elsti hreyfimyndir… [Lesa meira]

Afgönsk stríðsteppi

Það þarf varla að undra að í landi með eins róstusama og blóðuga sögu og Afganistan setji stríðsrekstur mark sitt á menningu innfæddra. Eftir að Sovétríkin gerðu innrás í Afganistan árið 1979 byrjuðu afganskar konur að vefa teppi sem sýndu nýjan veruleika þeirra og þjóðarinnar allra. Friðsælar myndir af trjám og dýrum viku fyrir skriðdrekum, handsprengjum og kalasníkoff-rifflum.

 

Á fyrstu ‘stríðsteppunum‘… [Lesa meira]