Lemúrinn http://lemurinn.is tímarit um allt Thu, 15 Dec 2018 20:50:21 +0000 is Lemúrinn http://lemurinn.is/wp-content/themes/lemur2013/assets/images/lemur-fb-icon.jpg http://lemurinn.is 760 760 Lemúrinn er furðuleg vera, rétt eins og náfrændi hans maðurinn. Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir Al Capone, Hitler og Gandhi http://lemurinn.is/2019/10/13/myndskreytt-japanskt-heimskort-fra-1932-syni-al-capone-hitler-og-gandhi/ 2019-10-13T14:29:47+00:00 Myndskreytt japanskt heimskort frá 1932 sýnir goshveri eða eldfjöll á Íslandi, mafíósann Al Capone í Bandaríkjunum, Breta glíma við Gandhi á Indlandi og Hitler og Stalín gnæfa yfir Evrópu.

Smellið hér til að sjá myndina í fullri stærð.

En þarna er líka Paavo Nurmi, langhlaupari, í Finnlandi, japanskir innflytjendur í Brasilíu og margt fleira.

Kortið endurspeglar tíðarandann í Japan, rétt fyrir síðari heimsstyrjöld. Aðeins fimm árum síðar réðust herir landsins inn í Kína.

Hvað finnst ykkur áhugavert að sjá á kortinu?

]]>
Fann mynd af Halldóri Laxness á Íslendingadeginum í Los Angeles 1929 http://lemurinn.is/2019/10/10/fann-mynd-af-halldori-laxness-a-islendingadeginum-i-los-angeles-1929/ 2019-10-10T18:50:29+00:00 Elijah Petzold lærði íslensku í Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. Þegar hann kom heim til Los Angeles skoðaði hann gamla ljósmynd sem móðir hans keypti á bílskúrssölu fyrir 30 árum síðan.

Mömmu hans fannst myndin áhugaverð en skildi ekki áletrunina sem fylgdi.

En eftir dvölina á Íslandi átti Elijah ekki í vandræðum með textann:

Íslendinga dagur — Sycamore Grove Aug 4, 1929

Elijah skoðaði gömul blöð á timarit.is og las um Íslendingadaginn 1929 í borginni. Í ljós kom að sjálfur Halldór Kiljan Laxness var viðstaddur daginn og hélt ræðu. Og við nánari skoðun sá hann líka að Halldór situr fremst á myndinni.

„Móðir mín keypti myndina á bílskúrssölu í Los Angeles áður en ég fæddist, en hún geymdi hana í kassa í mörg ár. Hún vissi ekki hvað textinn þýddi,“ skrifar Elijah Petzold í tölvupósti til Lemúrsins.

„Henni fannst myndin bara áhugaverð og einstök. Við erum ekki Íslendingar, en lengi hafði ég áhuga á íslenskum bókmenntum: ég lærði smá íslensku í HÍ sem Fulbright-styrkþegi. Þess vegna skildi ég textann strax þá er ég sá myndina. Það eru svo margar tilviljanir hér og uppgötvanir: Að móðir mín keypti myndina að gamni fyrir 30 árum síðan. Að ég hafi endað með því að læra íslensku og gat fundið út hver atburðurinn var. Að forvitni mín um atburðinn leiddi til að ég uppgötvaði að Halldór Laxness var viðstaddur og er þarna á myndinni!“

„Sem borinn og barnfæddur Angeleno og Íslandsáhugamaður um langt skeið, fannst mér áhugavert að vita að Halldór var hér í langan tíma. Ég vissi heldur ekki að svona margir Íslendingar hefðu verið í Kaliforníu á þriðja áratugnum (ég held reyndar að fólk hafi komið frá allri vesturströnd Bandaríkjanna til að vera viðstatt),“ skrifar Elijah.

Mynd: Elijah Petzold.

Halldór Laxness dvaldi í Los Angeles á þessum árum, lengst 1927 til 1928 og freistaði þess að starfa í kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood. Hann skrifaði meðal annars frumdrög Sölku Völku í formi kvikmyndahandrits.

„Allir dagar hafa sína sögu, og 4. ágúst hefir þá sögu, að Íslendingar hér í Californíu komu saman í einu skógarrjóðri, að Sycamore Grove, Pasadena Ave., Los Angeles, Calif., til að hafa Íslendingadag,“ skrifaði Lögberg. Og hitt vesturíslenska blaðið Heimskringla skrifaði eftirfarandi:

]]>
Nútímajóga er afkvæmi „Müllersæfinga“ http://lemurinn.is/2019/09/23/nutimajoga-er-afkvaemi-mullersaefinga/ 2019-09-23T18:12:52+00:00 Jóga er ein vinsælasta gerð líkamsræktar í nútímanum. Milljónir manna um allan heim stunda óteljandi líkamsstellingar sem hressa og liðka bæði líkama og sál. En fyrirbærið jóga – eins og vestrænt fólk þekkir það – á sér furðulega sögu sem er mun nær okkur í tíma en við áttum okkur á. Og mun vestrænni.

Í upphafi tuttugustu aldar varð vinsæl hugmyndin um að hið nýja og þróaða iðnríki hefði skaðleg áhrif á manninn. Risastórar verksmiðjur spúðu eitri í dimmum og menguðum borgum sem skapaði hættu fyrir mannskepnuna, sem nú drabbaðist niður í aumingja.

Heilsuræktarfrömuðir á Vesturlöndum hvöttu því fólk til að horfa til glæstrar fortíðar mannsins í heiminum áður en iðnbylting hófst.

Talið var að menn til forna hefðu verið miklu þrekmeiri og sterkari – og af þeim sökum göfugri.

Á Íslandi birtust þessir menningarstraumar okkur í gegnum hinar svokölluðu Müllersæfingar, eftir danska leikfimikennarann Jørgen Peter Müller (1866-1936). Hann boðaði heilbrigt líferni og líkamsrækt byggða á teygjum, öndun og strokum. Æfingarnar eru kannski þekktastar í dag fyrir að vera oftar en ekki stundaðar af nöktu fólki, en Müller taldi mikla heilsubót fólgna í að klæða sig úr kæfandi fötum.

Müller varð einn frægasti maður heims á sinni tíð. Hann bjó í London á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld og varð einn af boðberum nýrrar stefnu, svonefndra líkamsmennta eða physical culture, ásamt kraftakarlinum Eugen Sandow og fleiri frömuðum á borð við Mary Bagot Stack og Georges Hébert.

J.P. Müller.

Líkamsmenntahreyfingin hófst á Norðurlöndunum og Þýskalandi en breiddist hratt um Evrópu áður en hún skall á ströndum Norður-Ameríku. Hún komst líka til Indlands.

Og fyrir röð sögulegra tilviljana smitaðist jóga af þessum vestrænu heilsuræktaræfingum í kraumandi suðupotti breskra og indverskra áhrifa í sjálfstæðisbaráttu Indlands.

Þrekdjarfir fornmenn

Á Íslandi blandaðist trúin um líkamlega hnignun nútímamannsins saman við fortíðarþrá þjóðernishyggjunnar í sjálfstæðisbaráttunni. „Þegar vér lítum yfir aldursár hinnar íslenzku þjóðar, þá birtir oss þeim mun meir fyrir sjónum sem lengra dregur aptur í tímann. Lengst í fjarska, á bak við sortann, lýsir fornöldin sem leiptur um nátt. Þar hittum vér fyrir þrekdjarfa kynslóð, er lifir dáðrökku lífi.“

Þessi orð skrifaði dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði sem samdi bókina Íþróttir fornmanna á Norðurlöndum árið 1908.

Í henni útskýrði hann hvernig menn á víkingaöld hefðu lifað miklu glæsilegri tíma vegna líkamsræktar sem þeir stunduðu daginn út og inn. Það segir sína sögu að Björn þýddi bókina Mín aðferð eftir J.P. Müller.

Í formála sagði „Yfirburðir þessarar aðferðar yfir aðra heimafimleiki eru aðallega í því fólgnir, að hún snýr einkar heilsusamlegan samþætting úr öllu þrennu: fimleikum, loftbaði og vatnsbaði, er við allra hæfi með litlum afbrigðum og þó öðrum aðferðum ódýrari, umsvifaminni og auðlærðari.“

Hér fyrir neðan gerir J.P. Müller sjálfur æfingar:

Víða um heim urðu til samtök Müllerista sem stunduðu líkamsrækt úti í guðsgrænni náttúrunni. Frægastur þeirra hér á landi var líklega Þórbergur Þórðarson. Annar rithöfundur, Franz Kafka, átti líka bók Müllers og spriklaði nakinn í íbúð sinni í Prag til að jafna sig á löngum dögum á skrifstofu tryggingarfyrirtækisins þar sem vann.

„Veturinn 1913-1914, leikfimi drengja í íþróttasal barnaskólans í Reykjavík. Ýmis áhöld til íþróttaiðkunar, hestur, kista, þverslá, rimlar, kaðlar og hringir í loftinu. Upp við vegginn er ofn til upphitunar og á veggnum eru teikningar sem sýna leikfimisæfingar, gætu verið svokallaðar Mullers-æfingar.“ Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Hnyklaði nakinn vöðvana

Prússneski kraftakarlinn Eugen Sandow var annar nafnkunnur heilsuræktarfrömuður í byrjun tuttugustu aldar. Hann hóf ferilinn sem lyftingamaður í sirkussýningum en varð heimsfrægur á ferðalögum sínum um heiminn, sérstaklega í Bretlandi.

Sandow er talinn faðir vaxtarræktar en hugtakið „bodybuilding“, kom fyrst fram í bók eftir hann árið 1904. Hann sýndi stæltan líkama sinn með lítið annað en fíkjublað til að skýla sér til að líkja eftir styttum frá fornöld.

Hreysti. Sandow hnyklar vöðvana.

Þegar hann var 10 ára gutti fór hann með pabba sínum til Rómaborgar þar sem þeir virtu fyrir sér grískar og rómverskar styttur af fögrum líkömum. „Hvers vegna eru menn ekki svona glæsilegir lengur, pabbi?“ Pabbinn svaraði um hæl að í gamla daga hefði nútímaþjóðfélagið ekki enn eyðilagt hina mikilvægu reglu um að hinir sterkustu kæmust af.

Líkamsræktarstraumarnir sem streymdu um Vesturlönd á þessum tíma tengdust hugmyndum um mannkynsbótastefnu (eugenics) og félagslegan darwinisma. Mannkyninu bar að leyfa hinum sterku að brjótast til áhrifa, en berjast gegn hverskyns úrkynjun og „kynspillingu“.

Æfingar í Stokkhólmi, 1910. Sænskar leikfimiaðferðir og heilsuræktarfræði voru áhrifamikil. Samkvæmt þeim bar ríkinu skylda til að mennta þegna sína á heilsuverndarsviðinu, ekki síður en á því fræðilega. Því varð leikfimi skyldugrein í skólum víða um heim.

Manninum væri þannig unnt að flýta fyrir darwinískri þróun og stýra náttúruvali. Með þessum leiðum yrði allt mannkyn um síðir hreint og sterkt. Þessar kenningar urðu síðar ein af undirstöðum og réttlætingum fyrir kynþáttahyggju nasista sem endaði með skelfingu.

En straumarnir höfðu líka önnur, nokkuð óvænt, áhrif.

Fortíðarþrá Breta

Boðskapur Sandows hitti beint í mark hjá Bretum. Breska heimsveldinu hnignaði smám saman í byrjun tuttugustu aldar og margir yfirstéttarmenn fóru að þjást af söknuði eftir hinum „einfaldari heimi“ fortíðarinnar, heilbrigðri sveitamenningu þar sem mannkynið ætti raunverulega heima. Þessar pælingar voru til þessar gerðar að réttlæta „nauðsynlega“ yfirburðastöðu hins ættgóða hvíta manns yfir heimsbyggðinni.

Sandow varð andlit alþjóðlegrar hreyfingar sem kennd var við líkamlega menningu. Valdamiklir Bretar boðuðu þessa heilsubyltingu því þeir trúðu einlæglega að hún gæti bjargað breska heimsveldinu og íbúum þess frá þeirri hræðilegu líkamlegu grotnun sem hin flókna heimsmynd nýs borgarsamfélags í heiminum olli.

Indverjar vildu líka verða sterkir

Bókin Yoga Body, eftir breska fræðimanninn og jógakennararann Mark Singleton, segir söguna af því hvernig hugmyndir Sandows og félaga urðu á furðulegan hátt, í árekstrum ýmissa afla, upphaf jóga eins og við þekkjum það í dag. Sandow ferðaðist um hnöttinn og kynnti æfingar sínar og skipulagði keppnina „The Empire and Muscle Competition“.

Gríðarlegur mannfjöldi mætti til að berja hann augum þegar hann kom til Indlands árið 1905. Þá geisuðu mikil átök á Indlandi. Bresku nýlenduherrarnir urðu sífellt óvinsælli. Boðskapur Sandows fékk hinsvegar óvænt mikinn hljómgrunn á meðal Indverja og fór nú að blandast á einkennilegan hátt við indverska þjóðernisstefnu.

Samsuða og þjóðernisást

Í lok þriðja áratugarins kom fram á sjónarsviðið heilsuræktarfrömuðurinn K.V. Iyer. Hann var nokkurs konar indversk útgáfa af Sandow. Vöðvar hans og líkamleg fullkomnun efldu indversku þjóðarsálina gegn ofríki Breta, sem höfðu ávallt litið niður á líkamlegt atgervi Indverja, töldu þá veikbyggða og spillta.

Indverski kraftakarlinn Iyer.

En þar sem þessi nýja heilsuræktarbylgja var í raun smituð frá Bretum sjálfum datt Iyer það snjallræði í hug að sjóða hana við aldagamla indverska siði til að málflutningur hans passaði betur við sjálfstæðisbaráttuna.

Til urðu ný samtök, „Yogic Physical Culture“. Í bók Singletons er farið í saumana á því hvernig jóga varð til úr þessari samsuðu vestrænna heilsuræktaraðferða – til dæmis vaxtarræktar Sandows og ýmsum aðferðum á borð við Müllersæfingarnar – við þjóðernishyggju í nútímaríki Indlands.

Jóga hafði auðvitað verið til um aldir á Indlandi og hafði, til dæmis, hlotið töluverða frægð á meðal menntamanna í Evrópu um aldamótin 1900. En hið hefðbundna forna jóga var af allt öðrum toga en sú gerð jóga sem frægust er í dag í heiminum.

Fróðleg bók.

Hið hefðbundna byggðist á sitjandi stöðum þar sem íhugun var lykilatriðið. Hið sögulega jóga var ekki þessi líkamlega íþrótt líkamsræktarstöðvarinnar sem við þekkjum svo vel í dag.

Maurar átu forna bók

Samverkamaður Iyer, jógakennarinn Tirumalai Krishnamacharya, kom fram með forna trúarlega speki sem í ljós hefur komið að var því miður uppspuni frá rótum. Tilgangurinn var að gefa þessari nýju blöndu jóga og heilsuræktar indverskan og dulspekilegan blæ. Krishnamacharya, sem síðar varð einn frægasti jógakennari sögunnar, sagði að jóga væri 5000 ára gömul hefð. Það hefði hann lært með því að lesa hina eldfornu bók Yoga Korunta, sem skrifuð var á sanskrít.

Hann sagðist hafa fundið bókina djúpt grafna í þjóðskjalasafni Indlands og þýtt hana yfir í munnlega útgáfu sem hann breiddi nú út á meðal fylgjenda sinna. Þegar reynt var að hafa upp á þessari gömlu bók sagði Krishnamacharya að maurar hefðu því miður étið hana upp til agna. Bók Singleton sýnir fram að speki Krishnamacharya var líklega ekkert annað en uppspuni og í raun hafi það jóga, sem hann boðaði, verið í anda vestrænnar heilsuræktar og átt lítið með hina fornu hefð að gera.

Vídjó

Krishnamacharya stundar jóga árið 1938.

Jóga fór í marga hringi

Ef marka má niðurstöður í bók Mark Singleton má ef til vill segja að nútímajóga sé á einkennilegan hátt sameiginlegt afkvæmi vestrænnar „Müllermenningar“ og indverskrar hefðar. Á tuttugustu öld sameinuðu menn eins og K.V. Iyer og Tirumalai Krishnamacharya hið forna jóga við ýmsar leikfimiæfingar sem þeir höfðu lært í gegnum breska valdhafa.

„Selastaðan“ í bók Mary Bagot Stack frá 1931 er nauðalík engisprettunni eða Shalabasana í jóga. (Building the Body Beautiful, the Bagot Stack Stretch-and-Swing System)

Þegar á leið tuttugustu öldina, sérstaklega upp úr 1970 þegar jóga breiddist út um allan heim, var fyrirbærið selt vestrænni menningu sem dularfull og dulspekileg asísk iðja.

„Dauðans aumingjar“

Þórbergur Þórðarson var landskunnur fyrir að stunda Müllersæfingar á adamsklæðunum einum. Færri vita ef til að hann iðkaði jóga. Í greininni „Ljós frá Austri“, sem birtist í Eimreiðinni árið 1919, sagði hann frá þeirri ástríðu sinni.

Þórbergur stundar Müllersæfingar í kvikmynd Ósvalds Knudsen.

Í ljósi þess sem komið hefur fram hér að ofan er ef til vill gaman að rifja upp nokkur orð sem hann skrifaði þar. Þó ber að geta þess að jógaiðkun hans bar til áður en hin mikla samsuða vestrænnar líkamsræktar og jóga varð að hina vinsæla alþjóðafyrirbæri sem það er í dag.

Yoga er reist á alt annari grundvallarskoðun á manneðlinu og umheiminum heldur en vestræn íþróttakerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp á þeirri flasfengnu staðhæfingu, að maðurinn sé líkami, samstarf skynrænna krafta. Yoga segir aftur á móti: maðurinn er „andi“, sem býr í og stjórnar skynrænum líkama. Á þessari staðhæfingu eða öllu fremur þekkingu er alt Yoga-kerfið reist. Yoga leggur með öðrum orðum megináherzluna á þroskun andans sem stjórnanda efnisins. Af þessum gagnólíka skilningi leiðir hinn mikla mun vestrænna líkamsæfinga og Yoga. Vestrænar líkamsæfingar eru fólgnar í vissum vöðvabreyfingum, ati, sem oft er frábærlega barbarískt og smekklaust, eins og t.d. grísk-rómverska glíman og fótboltinn, sem er orðinn landlæg plága hér í kveldroðarykinu á Melunum og sýnir, hverjir dauðans aumingjar vér erum enn í þekkingu og æðri og fínni menningu. Jafnæsandi óhemjuskapur heimskar ekki að eins og útslítur kröftum þeirra, sem halda honum uppi, heldur tryllir hann jafnvel fjölda fólks, sem lítið má missa, frá rósemd og skynsamlegu viti. Í margar þessar ánalegu hreyfingar fer óguðlega mikil orka forgörðum. Þær eru blátt áfram óhagrænar, miðað við nýtni náttúrunnar og nirfilsskap þjóðarinnar í garð þessara fáu vesalinga, sem hafa lagt sig niður við að hugsa. Menn láta eins og óðir, ef þeir vita af rennandi fossmigu einhvers staðar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið fyr en þeir hafa umturnað henni í mykju og hlutabréf. En mannlegur máttur er látinn fara út um hvippinn og hvappinn í allskonar fettur og brettur, pat og stapp, sem ekkert vit er í.

Þórbergur Þórðarson, „Ljós frá Austri“, 1919.

Ítarefni og heimildir:

Adam Curtis – Bodybuilding and Nation-building

Lalita Kaplish – Yoga gets physical

Birtist áður að hluta í Fréttatímanum, 19. maí 2016.

]]>
Er hasartryllirinn Snowpiercer framhald af Kalla og sælgætisgerðinni? http://lemurinn.is/2019/09/22/er-hasartryllirinn-snowpiercer-framhald-af-kalla-og-saelgaetisgerdinni/ 2019-09-22T19:57:31+00:00

Vídjó

Hér færir YouTube-notandinn Rhino Stew sannfærandi rök fyrir fjarstæðukenndri kenningu.

Blóðugi framtíðartryllirinn Snowpiercer frá 2013, eftir suðurkóreska leikstjórann Bong Joon-ho, er framhald af Kalla og sælgætisgerðinni. Að minnsta kosti kvikmyndaútgáfu þessarar sígildu bókar breska rithöfundarins Roald Dahl, Willy Wonka and the Chocolate Factory frá 1972, sem skartaði Gene Wilder í aðalhlutverki.

Reyndar er Snowpiercer líka byggð á bókmenntaverki, frönsku myndasögunni Le Transperceneige frá 1982. Snowpiercer gerist í járnbrautarlest sem brunar um eyðilönd, eftir að misheppnuð efnafræðileg tilraun til að stemma stigu við hlýnun jarðar hefur komið á ísöld. Bong Joon-ho er einn frumlegasti leikstjóri jarðar en hann hlaut Gullpálmann í Cannes 2019 fyrir myndina Sníkjudýr.

Er lestarstjórinn kannski Kalli sjálfur eftir að hafa breytt sælgætisgerðinni í síðasta björgunarbát jarðarbúa? Svo segir Nashyrningskássan.

Tómas Lemarquis í Snowpiercer
]]>
Síðasta ferðin: Vísindaskáldsöguleg smásaga frá 1964 eftir Ingibjörgu Jónsdóttur http://lemurinn.is/2019/09/16/sidasta-ferdin-visindaskaldsoguleg-smasaga-fra-1964-eftir-ingibjorgu-jonsdottur/ 2019-09-16T20:18:37+00:00 Í fjarlægri framtíð rekur ónefndur geimsiglingafræðingur raunir sínar eftir nöturlega geimferð. En ekki er allt sem sýnist.

Lesið íslenska „smásögu úr framtíðinni“ hér fyrir neðan. Tímaritið Fálkinn birti hana í júní 1964 með viðvörun um „að taugaveiklað fólk ætti að láta þessa sögu alveg eiga sig“.

Ingibjörg Jónsdóttir (1933-1986) var afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hún sendi meðal annars frá sér ástar- og spennusögur, barnabækur og þýddi fyrstu 30 bindi norska sagnaflokksins Ísfólksins eftir Margit Sandemo, þess mikla bálks sem fjallar um norrænt fólk í yfirnáttúrulegri fyrndinni.

Með sögunni sem við sjáum hér, Síðustu ferðinni, og fleiri verkum, hellti Ingibjörg sér einnig út í vísindaskáldskap. Og ekki bara fyrir fullorðna. Hún skrifaði líka leikritið Ferðina til Limbó sem var sýnt á fjölum Þjóðleikhússins 1966 og fjallar um tvær mýs sem sendar eru til plánetu á milli jarðarinnar og tunglsins.

Kjarnorkusprengju varpað á Reykjavík

Lítið var um útgáfu íslensks vísindaskáldskapar lengst af á 20. öldinni og langt leið á milli þeirra. Og sama gildir um furðusagnir almennt, til dæmis hrollvekjur og fantasíur. Á 21. öldinni hefur útgáfu íslenskra vísindaskáldsagna fjölgað. Ef til vill má spyrja hvers vegna ekki sé enn meira á boðstólum af slíku efni, nú þegar vísindaskáldskapur almennt litar menningu okkar sem aldrei fyrr, á sjónvarpsskjánum og náttborðinu. Finnst okkur kannski bjánalegt að lesa um geimferðir, vélmenni og gervigreind á okkar ástkæra ylhýra máli?

Sjálf virtist Ingibjörg gera lítið úr tilraunum sínum á furðusagnasviðinu, kallaði bækur sínar „steinsteypulitteratúr“ sem hún skrifaði til að auka tekjur heimilisins.

Vísindaskáldsögur skipuðu löngum lægri sess í heimsbókmenntunum. Þegar Síðasta ferðin birtist árið 1964 hafði það þó breyst. Geimkapphlaupið og tækniframfarir í hversdagslífi hins almenna borgara hjálpuðu til við að skjóta slíkum sögum í meginstraum vestrænnar menningar.

Bandaríski vísindaskáldsöguhöfundurinn Isaac Asimov sagði að kjarnorkusprengjurnar í Hiroshima og Nagasaki 1945 hefðu loksins gert sviðið virðingarvert. Og á sjöunda áratugnum blómstraði vísindaskáldskapur sem aldrei fyrr með bókum Arthur C. Clarke, Philip K. Dick, Robert Heinlein, Kurt Vonnegut, Ursula Le Guin, Stanislaw Lem og fleiri „alvöru“ höfunda.

Þó íslenskir rithöfundar hætti sér lítt inn á sviðið á tímabilinu má nefna þrjár bækur í flokki dystópía — það eru sögur um óhugnanlega framtíð — sem út komu með stuttu millibili. Snaran eftir Jakobínu Sigurðardóttur frá 1968 fjallar um Ísland í framtíðinni, landi sem er stjórnað af erlendum öflum og þar sem stóriðja helsti atvinnuvegurinn. Í Leigjandanum dregur Svava Jakobsdóttir upp dökka mynd af veru Bandaríkjahers á Íslandi, með myndlíkingu manns sem flytur inn á heimili ungra hjóna.

Bók Ingibjargar Jónsdóttur, Konurnar pukruðu og hvísluðust á frá 1971, hefur litla umfjöllun fengið, eins og Harpa Rún Kristjánsdóttir rekur í meistararitgerð sinni um íslenskar dystópíur. Verkið siglir undir „fölsku flaggi“ sem ástarsaga en sagan gerist eftir að kjarnorkusprengju hefur verið varpað á Reykjavík og borgarbúar streyma út á land. Sagan er til á bókasöfnum víða um land og við mælum með henni.

Sunnlendingar verða að plágu fyrir norðan, þeir búa í tjaldbúðum og draga fram lífið á nábjörgum. Yfir vofir óttinn við afleiðingar sprengjunnar, sjúkdóma, náttúruvá og vansköpuð börn. Sagan fylgir tveimur pörum sem eiga í flóknum ástarþríhyrningi, en lausung þeirra er eitt af upphafstáknum ógnarinnar sem seinna dynur á. Fólkið er óhamingjusamt og kalt og ástin sem sagan kennir sig við virðist í besta falli holdleg, ef nokkur. Aftur á móti er í bókinni að finna hatramma ádeilu á kjarnorkustríð og afleiðingar slíkrar ógnar. Samfélagið sem birtist í bókinni er sundrað og jaðrar við stjórnleysi hungurs og örvæntingar.

Harpa Rún Kristjánsdóttir, Er mannskepnan missir völdin, 2018.

Geimverur á Esjunni

Ferðin til stjarnanna, sem Kristmann Guðmundsson sendi frá sér undir dulnefni árið 1959, fjallar um miðaldra framhaldsskólakennarann Inga Vítalín sem numinn er brott af geimverum, var líklega þekktasta íslenska vísindaskáldsagan á síðustu öld.

Úr blaðaauglýsingu frá Almenna bókafélaginu 1959. „Sagan er spennandi frá upphafi til enda, fjörlega rituð og sýnir mikla þekkingu höfundar á stjarnfræði og geimvisindum.“

Eins og Ármann Jakobsson rakti í fróðlegum formála þegar Ferðin til stjarnanna var endurútgefin hjá Lesstofu árið 2012, voru geimferðir árið 1959 á hvers manns vörum. Sovétmenn höfðu sent tíkina Laiku út í geim nokkrum misserum fyrr og áhugi fyrir slíkum frásögnum mikill. Bókin hlaut þó minni velgengni en Kristmann vonaði, en efnistök hennar komu íslenskum lesendum líklega allfurðulega fyrir sjónir.

[Ingi Vítalín] finnur hjá sér óstjórnlega þörf til að ganga á Esjuna. Hún reynist vera viðkomustaður lífvera á hærra vitundarstigi, frá jarðstjörnunni Laí. Ingi ferðast síðan með Laímönnum um geiminn, sækir heim ýmsa hnetti og samfélög […] Aðalsögusviðið bókarinnar er fyrirmyndarsamfélagið á Laí þar sem glæpir og sjúkdómar eru útlægir. Laíbúar eru herraþjóð og ráða yfir frumstæðum samfélögum á öðrum hnöttum en íbúarnir sýna þeim fullkomna undirgefni. Þannig er þessi heimur samt sem áður stéttskiptur þó að græðginni hafi verið útskúfað. Eins og búast mátti við af Kristmanni skipta ást og kynlíf talsverðu máli í bókinni og þannig séð mætti flokka hana með rómantískum vísindaskáldskap.

Ármann Jakobsson, Ferðin til stjarnanna, formáli, 2012.

Kristinn skrifaði framhaldsverkið Ævintýri í himingeimnum 1960 og sjálfstæða vísindaskáldsögu Stjörnuskipið: Geimferðasaga, en hvorug bókin sló í gegn, frekar en sú fyrsta.

Nær óþekktar fyrri sögur

Ein allra fyrsta íslenska vísindaskáldsagan var Frá öðrum hnetti eftir Þorstein Stefánsson, sem út kom 1935. Höfundur segir frá lífi við íshaf á annarri plánetu sem líkist mjög jörðinni. Smásagan Norðanveðrið eftir Ólaf við Faxafen frá 1940 lýsir tímaferðalagi til ársins 1991 þegar íbúar Íslands eru orðnir 500 þúsund.

Eins og þetta stutta yfirlit sýnir voru bókaskápar ekki troðfullir af íslenskum vísindaskáldsögum þegar Ingibjörg skrifaði söguna hér fyrir neðan árið 1964.

Rétt er að taka fram að hinn dularfulli Þórarinn Gunnarsson er ekki íslenskur.

En hvernig finnst ykkur smásaga Ingibjargar?

Svipmyndir frá ritunartíma Síðustu ferðarinnar. Bandarísk sprengjuflugvél lendir á Keflavíkurflugvelli, mynd könnunarfars af tunglinu og stofnun Ríkissjónvarpsins. Og fyrsta tölva Háskóla Íslands árið 1964.

Síðasta ferðin eftir Ingibjörgu Jónsdóttur

Mér er svo sem sama, þó ég tali um þetta við ykkur. Ég… já, ég vil gjarnan segja ykkur, hvað skeði. Kannski mér líði betur á eftir.

Kannski ég segi ykkur það allt saman. Það er gott að létta á hjarta sínu, þó það sé svo sem ekkert áunnið við það.

Ég veit að þið hlæjið bara að mér.

Og þó… Kannski tekst mér að sannfæra ykkur. Þá verð það ég, sem hlæ.

Já, þá skal ég hlæja — mikið og lengi.

Eða gráta… kannski ég gráti heldur.

Ég veit vel, að það er heimskulegt að segja lausu starfi sínu eftir rúmlega tuttugu ára þjónustu, samt get ég ekki annað. Nei, ekkert, sem þið segið eða gerið getur breytt þessari ákvörðun minni.

Ekkert.

Jú, ég get vel skilið, að ykkur langi til að vita orsakirnar fyrir uppsögninni.

Auðvitað finnst ykkur einkennilegt, að maður, sem hefur verið svo lengi ánægður með starf sitt skuli allt í einu vilja breyta um og setjast í helgan stein.

Ég skil það eins og ég sagði áðan.

Það er bara ekki svo auðvelt að segja ástæðurnar fyrir uppsögninni. Það er nefnilega ekki neitt sérstakt — ekki neitt áþreifanlegt — það er bara eitthvað svona innra með mér, sem krefst þess að ég segi upp.

Mér fannst ég mega til.

Jú, ég geri mér ljóst, að ég fyrirgeri rétti mínum til eftirlauna með því að segja upp. Ég veit líka, að það verður erfitt fyrir mann á mínum aldri að fá jafn vel launað starf og þetta er. Og ég á það stóra fjölskyldu, að ég hef ekkert lagt fyrir.

Ekki baun.

Kannski var það fyrirhyggjuleysi, en ég hef alltaf verið því fylgjandi að lifa í dag en ekki á morgun. Ég tek ekki peningana með mér í gröfina og krakkarnir bjarga sér einhvern veginn.

Þau hafa ekki gott af því, að allt sé lagt upp í hendurnar á þeim síðar meir. Þau verða bara sterkari á að berjast sjálf.

Það er alls ekki ykkur að kenna, að ég skuli segja upp. Það segi ég dagsatt. Þið hafið alltaf komið vel fram við mig. Vitanlega er ég ekki svo lítill karl, að ég ætli að fara að vinna hjá einhverjum keppinaut ykkar.

Slíkt gerir maður ekki.

Ég er að segja upp til að hætta alveg.

Já, ég ætla að setjast í helgan stein eins og þið sögðuð svo fyrirlitslega áðan. Ég fer ekki í aðra langferð eftir það sem skeði í þessari.

Nei, ferðin var ekki svo mikið erfiðari en margar aðrar, sem ég hef farið í og þó…

Eitt er að berjast við erfiðar aðstæður og annað að eiga i stríði við félaga sína. Og ég reifst bæði við skipstjórann og lækninn.

Jú, þið hafið alltaf greitt mér góð laun fyrir mín störf enda veit ég ekki til þess að neinn hafi kvartað undan því, hvernig ég vann þau.

Ég held ég hafi bara staðið mig vel.

Svo það er þess vegna, sem ykkur er svona illa við að missa mig. Einmitt það já.

Jú, reyndir geimsiglingafræðingar eru ekki á hverju strái, en einhvern tíma þurfa þeir ungu og óreyndu að fá reynsluna.

Ráðið þá. Ætlið þið að hækka við mig kaupið? Hvers vegna haldið þið eiginlega, að ég hafi gefið mig í þetta? Haldið þið, að það hafi verið peningarnir — áhættuþóknunin og allt það, sem lokkaði mig?

Þá skjátlast ykkur illilega.

Ég hugsa, að enginn okkar myndi gefa sig í þetta vegna peninganna einna. Nei, það er ævintýralöngunin, sem knýr okkur áfram. Útþráin, sem er okkur öllum í blóð borin. Ykkur ekki síður en mér, þó þið hafið hamlað gegn henni, en ég látið undan.

Hvað lokkar jafn mikið og ókunn lönd?

Konan mín kvartaði oft undan þessu fyrst eftir að við giftum okkur. Svo vandist hún því.

Hún sagði stundum, að það hefði verið bærilegra að bíða ósigur fyrir annarri konu en fyrir geimnum, köldum og myrkum.

Kannski var það líka rétt, að geimurinn og geimferðirnar væru mín eina sanna ást. Kannski var allt hitt hjóm.

En þið ættuð að skilja það, herrar mínir, að mér er alvara, þegar ég segi ykkur í dag, að ást mín er horfin og ekkert er eftir.

Ekki neitt.

Mér finnst ég vera tómur, mig vantar eitthvað. Ég veit hvað það er, sem mig vantar, en ég get aldrei öðlast það aftur og ég verð að lifa það, sem eftir er sem hálfur maður. Innantómur.

Ég er orðinn heimakær.

Nei, ég tek ekki þessa ákvörðun vegna þess að skipstjórinn varð óður. Það getur komið fyrir beztu menn. Það gæti komið fyrir mig og ykkur.

Stundum finnst mér nú orðið, að ég eigi eftir að fara sömu leið og hann.

Nei, nei, nei. Ekki af sömu ástæðu og hann. Karlinn var skrítinn. Hann er alltof næmur sá maður.

Sjúklega næmur.

Jú, við neyddumst til að setja hann í bönd á heimleiðinni. Hann varð bandóður.

Má ég annars ekki segja ykkur alla söguna eins og hún er?

Sko, þetta hófst allt eftir að við kortlögðum þriðja sólkerfið okkar.

Við kortleggjum þrjú sólkerfi í hverri ferð. Ég veit, að þið vitið það, en þið megið ekki vera óþolinmóðir herrar mínir. Þetta kemur allt með tímanum.

Leyfið þið mér að segja söguna með mínum orðum og eins og mér hentar.

Það gengur bezt.

Þetta var ósköp venjulegt sólkerfi — eiginlega frekar ómerkilegt. Alls ekki á neinn hátt frábrugðið mörgum öðrum.

Það voru aðeins níu plánetur og nokkur tungl. Gul sól.

Við fundum fjölskrúðugt dýralíf á einni plánetunni. Á hinum fundum við bara þennan venjulega mosa, smávegis plöntugróður, bakteríur og annað álíka.

Ekkert, sem var þess virði að taka það með sem sýnishorn.

Sko svo rákumst við á dýrin. Þið hafið séð myndir af þeim og vitið því, að þau voru ekki ósvipuð okkur í útliti.

En alls ekki vitsmunaverur.

Nei, alls ekki. Það megið þið ekki halda, þó skipstjórinn hafi sagt eftir að hann varð óður… þó ég ímyndi mér stundum… nóg um það.

Við lentum á hálendinu. Á eyju. Það var fallegt þar. Hrikaleg fegurð. Há fjöll. Djúp vötn.

Við fundum dýrin við eitt vatnið. Sennilega voru þau að hvíla sig eftir að þau voru búin að drekka. Þau lágu þarna grafkyrr á bakinu og við höfðum lítið fyrir að handsama þau.

Skipstjórinn sá um það allt saman með sinni alkunnu snilld.

Hann firðflutti þau í búrin — öll á einu bretti — eins og ég sagði áðan er hann næmur karlinn. Næmari en gengur og gerist. Það eru ekki allir, sem hafa þann hugans kraft að geta firðflutt fjögur fullvaxta dýr í einu.

Ég hefði þurft að taka þau í tveimur ferðum.

Svo tókum við með okkur vatn handa þeim.

Nei, við gátum ekki notað okkar vatn handa þeim. Læknirinn efnagreindi vatnið og sagði að okkar vatn myndi drepa þau á skömmum tíma.

Ég veit ekki hvers vegna hann fann það út — ég er enginn efnafræðingur — sjálfsagt hafa verið í því einhver eiturefni, sem dýrin hefðu ekki þolað.

Læknirinn var sérfræðingurinn en ekki ég. Þetta voru annars einkennileg dýr. Það hefði mátt álíta, að þau væru ekki sem vitlaus.

Þau þutu alltaf upp að rimlunum, þegar við komum inn til þeirra. Stóðu þar og héldu utan um rimlana með krumlunum og gáfu frá sér undarleg hljóð með munninum.

Ég veit að það er sameiginlegt einkenni allra dýra að gefa frá sér undarleg hljóð með munninum. Það eru bara menn eins og við, sem tala saman með því að lesa hugsanir hvers annars.

Það eru líka aðeins dýr, sem láta rimla og veggi hindra sig í að fara allra sinna ferða.

En tók það okkur mennina ekki langan tíma að þroskast? Voru ekki forfeður okkar eins og þessi dýr? Gátu þeir flutt hluti borga á milli með huganum einum saman?

Nei, það gátu þeir ekki. Slíkt sanna sögurannsóknir okkar. Þeir notuðu bifreiðar, lestir og flugvélar.

Það er tiltölulega stutt síðan við urðum eins og við erum. En notum við eyrun til að hlýða á hljómlist og annað slíkt. Við tölum að vísu ekki lengur, en við myndum ekki hafa heyrn, ef við hefðum ekki einu sinm framleitt hljóð eins og þessi dýr til að tjá okkur hvort öðru.

Kannski var það geislavirknin eftir styrjöldina miklu, sem orsakaði þetta.

Ekki veit ég það. Ég er ekki sagnfræðingur og heldur ekki erfðafræðingur.

Ég er aðeins geimsiglingafræðingur.

Hins vegar fer ég ekki aftur með það, að mér fannst læknirinn óþarflega harður. Ég kenni honum satt að segja hvernig fór með skipstjórann.

En læknirinn áleit það skyldu sína að rannsaka dýrin eins vel og honum var unnt. Svona ef þau skyldu ekki lifa ferðina af.

Hann bauð okkur skipstjóranum að vera viðstaddir kvikskurð annars kvendýrsins.

Þetta skeði daginn áður en skipstjórinn missti vitið.

Nú, við stóðum þarna og horfðum á hann. Fyrst eftir að við komum inn þyrptust dýrin að rimlunum og ýlfruðu og öskruðu.

Óþægilega hátt. Alveg eins og þau væru að reyna að tala við okkur.

Læknirinn firðflutti annað kvendýrið — þau voru tvö og tvö karldýr — yfir á skurðborðið og ólaði það þar niður.

Svo hóf hann kvikskurðinn.

Fyrst í stað veinaði kvendýrið afskaplega og mér finnst satt að segja enn þá að læknirinn hefði átt að gefa því eitthvað svæfandi. Það er ekki skemmtilegt að hlusta á dýr kveljast svona.

En læknirinn benti mér á að þetta væri aðeins skynlaus skepna. Hann sagðist læra meira á því að deyfa ekki neitt.

Smátt og smátt urðu hljóðin í kvendýrinu veikari og veikari.

Loks hættu þau alveg.

Skipstjórinn varð eitthvað ókyrr. Hann er svo næmur fyrir tilfinningum annarra. Það fylgir með þegar menn eru móttækilegir eins og hann.

Stundum hefur hann lesið hugsanir dýra. Já, það er ótrúlegt en engu að síður satt.

Ég trúi því að minnsta kosti, þó enginn annar hafi fengist til að trúa honum.

En hann hafði verið viðstaddur kviðskurði fyrr.

Ég skil þetta eiginlega ekki. Ég á við, hvers vegna hann sleppti sér daginn eftir.

Hann reyndi að kyrkja lækninn. Hrópaði að hann hefði myrt konuna sína.

Ég varð að slíta hann af lækninum og við hjálpuðumst að við að leggja karlinn í bönd.

Hann veinaði og grét alla heimleiðina og mér skilst að hann veini enn.

En læknirinn getur gefið ykkur nákvæmari skýrslu um þetta en ég. Hann er sérfræðingurinn. Því ég segi þetta með svo mikilli fyrirlitningu. Hvort mér sé illa við lækninn eða hvað?

Ja, mér er að minnsta kosti ekki vel við hann. Ég veit eiginlega ekki hvers vegna, en mér er ekki beint hlýtt til hans sem stendur.

Kannski er það vegna þess hvernig hann lét, þegar ég…

Já, það er annað, sem ég verð að segja fyrst. Daginn eftir, þegar ég ætlaði að gefa dýrunum að drekka voru vatnsgeymarnir tómir.

Ég veit að fullir vatnsgeymar tæmast ekki af sjálfu sér og eftir að ég hafði gengið úr skugga um að þeir lækju ekki, talaði ég við messastrákinn.

Hann var eitthvað svo undurfurðulegur og sakbitinn á svipinn.

Strákræfillinn hafði verið forvitinn og legið á skráargatinu meðan læknirinn krufði kvendýrið.

Það var líka ógætni af lækninum að hafa ekki innri hurðina fyrir svo herbergið væri hljóðeinangrað. Hann hefði mátt vita að strákurinn gæti ekki á sér setið.

Og hann er bara unglingur. Og dýravinur eins og margir drengir.

Hann sagði mér, að hann hefði heldur viljað dýrin dauð en svona farið með þau.

Ég bið ykkur um að taka ekki hart á drengnum. Hann er ekki nema barn.

Hann hafði ekki enn nægilegan kraft til að flytja dýrin út í geiminn en vatnið gat hann flutt.

Hann vissi að engin dýr gætu lifað án vatns í hálfan mánuð og þá áttum við hálfsmánaðar ferð heim. Hann flutti vatnið út í geiminn í smáslöttum og við vorum alveg hjálparlausir.

Hérna heima hefðum við getað eimað eiturefnin úr vatninu, en um borð í skipinu höfðum við engin tæki til þess.

Læknirinn vildi rannsaka dýrin betur áður en við dræpum þau. Það var ekkert vit í að láta þau drepast úr þorsta.

En ég gat ekki hugsað mér að kvelja þau.

Ég laumaðist inn til þeirra meðan læknirinn svaf. Satt að segja var engu líkara en blessaðar skepnurnar skildu, hvað var á seyði.

Þau öskruðu ekki og ýlfruðu heldur stóðu grafkyrr upp við rimlana meðan ég firðflutti þau út fyrir skipið.

Þau frusu vitanlega í hel á örfáum sekúndum úti í helkulda geimsins.

En það var þó hreinlegur dauðdagi.

Ég byrjaði á kvendýrinu.

Læknirinn ætlaði að tryllast, þegar ég sagði honum, hvað ég hefði gert.

En mér stóð á sama. Ég sagði honum mína meiningu umbúðalaust.

Ég skal nefnilega segja ykkur eins og er. Því er þannig varið að enn þann dag í dag heyri ég hljóðin í karldýrinu meðan læknirinn kvikskar maka þess og gerði ekkert til að lina þjáningar hennar.

Ég vakna stundum í svitabaði og hugsa um það, hvernig mér hefði liðið, ef einhver hefði farið þannig með konuna mína.

Þó þetta séu skynlausar skepnur, þá eru takmörk fyrir öllu…

Ég ætla að spila fyrir ykkur af segulbandi hljóðin, sem karldýrið gaf frá sér.

Sko, þarna heyrið þið, hvernig þau ýlfra og öskra, þegar við komum inn og nú kemur þögnin, sem varð fyrst eftir að lækinirinn firðflutti kvendýrið yfir á skurðarborðið og nú fer kvendýrið að veina og nú — nú heyrið þið í karldýrinu: „INGA, INGA, Ó, GUÐ MINN GÓÐUR — INGA.“

Heimild: Fálkinn, 22. júní 1964. Myndskreytingu við söguna gerði Ragnar Lár.

]]>
Gullfoss siglir framhjá Surtsey http://lemurinn.is/2019/09/14/gullfoss-siglir-framhja-surtsey/ 2019-09-14T15:58:05+00:00 Farþegaskipið Gullfoss siglir framhjá Surtseyjargosinu árið 1963. Mynd: Eimskip.

Gullfoss hætti siglingum 1972 og var síðasta farþegaskip Íslendinga, sem notað var í millilandasiglingum.

]]>
Höfði í argentínskri hryllingsmynd http://lemurinn.is/2019/09/14/hofdi-i-argentinskri-hryllingsmynd/ 2019-09-14T14:23:22+00:00 Höfði í Reykjavík prýðir veggspjald fyrir La Casa en la Playa (Húsið á ströndinni), nýja argentínska hryllingsmynd.

Af stiklu kvikmyndarinnar að dæma kemur húsið fræga söguþræðinum ekkert við. Það er líklega einungis notað til að skreyta kynningarefni hennar. Leikstjóri er July Massaccesi. Óðinn Atlason tók ljósmyndina hér að ofan í neðanjarðarlest Buenos Aires.

Efnistök Hússins á ströndinni:

Abel kemur í sjávarþorp þar sem sjómaður býður honum vinnu í gömlu stórhýsi við ströndina þar sem amma býr með dóttur sinni og dótturdóttur.

Vídjó

Cristina Aguero, framleiðandi myndarinnar. Skjáskot/Twitter.
]]>
Borg háhýsanna, 1924 http://lemurinn.is/2019/09/12/borg-hahysanna-1924/ 2019-09-12T23:59:24+00:00 Þýski arkitektinn Ludwig Hilbersheimer teiknaði borg háhýsanna, „Entwurf für eine Hochhausstadt,” 1924.

Enn er deilt um hvort myndirnar séu af útópískri eða dystópískri borg.

Hvað finnst þér?

Teikning frá 1927 eftir Hilbersheimer.
Teikning fyrir fjölbýlishús í Berlín um 1930.
Teikning fyrir fjölbýlishús í Berlín um 1930.
]]>
Lögreglan, 1995 http://lemurinn.is/2019/09/12/logreglan-1995/ 2019-09-12T18:37:47+00:00 Lögreglan, Eiðistorgi, um 1995. Úr ljósmyndasafni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Forvarnir á Seltjarnarnesi. Eiður Eiðsson eldri og Toyota Corolla.“

Fyrir neðan, lögreglustöðin við Hverfisgötu, ónefndan vetrardag árið 1997.

]]>
„Stritandi vjelarnar í borg framtíðarinnar“: Frá tökum Metropolis, 1926 http://lemurinn.is/2019/09/12/stritandi-vjelarnar-i-borg-framtidarinnar-fra-tokum-metropolis-1926/ 2019-09-12T17:49:18+00:00 Hér fyrir ofan fær þýska leikkonan Brigitte Helm sér hressingu við tökur á Metropolis. Þarna er hún í búningi Maschinenmensch, vélmennis í meistarastykki Fritz Lang sem fjallar um dystópíu í framtíðinni.

Metropolis, sem frumsýnd var árið 1927, var ein dýrasta kvikmynd þögla tímans. Hún var ennfremur ein allra fyrsta vísindaskáldsögukvikmyndin í fullri lengd og lagði grunninn fyrir óteljandi myndir á því sviði. Blade Runner vísar sterkt í þessa mynd. Gotham-borg Batmans líka. C-3PO í Star Wars er nokkurs konar afkvæmi vélmennisins að ofan.

Lang gerði þessa mynd árin 1925 og 1926, á dögum Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi, áður en nasistar náðu völdum og þegar hinn svokallaði þýski expressjónismi var á hátindi sínum. Listamenn vörpuðu bjöguðum myndum af samfélagi og veröld, þar sem tjáning tilfinninga er aðalatriðið og flett er ofan af bældum hugsunum.

Metropolis segir frá hræðilega stéttskiptu þjóðfélagi í framtíðinni, þar sem þorri manna þrælar neðanjarðar í vélrænum störfum á meðan fámenn stétt ríkra býr í turnum ofanjarðar.

Vídjó

Metropolis í fullri lengd!

Skoðum fleiri myndir frá tökum Metropolis.

Leikmyndahönnuðir byggja borgina. (Hulton Archive/Getty Images)
Leikarar. (Hulton Archive/Getty Images)
Vatnssena. (Hulton Archive/Getty Images)
Vélmennið býr sig undir tökur. Fritz Lang fyrir miðju. (Hulton Archive/Getty Images)
Verkamenn á barnsaldri teygja sig í átt að myndavélinni. (Hulton Archive/Getty Images)
Neðanjarðar. (Hulton Archive/Getty Images)
(Hulton Archive/Getty Images)
Brigitte Helm ávarpar verkamenn. (Hulton Archive/Getty Images)
(Hulton Archive/Getty Images)
Flóð. (General Photographic Agency/Getty Images)
(Hulton Archive/Getty Images)
(Hulton Archive/Getty Images)

Svona sagði Morgunblaðið frá þessari brautryðjendamynd í vísindaskáldskap þegar hún var til sýninga í kvikmyndahúsum Reykjavíkur, í ársbyrjun 1928:

Metropolis er heimsborgin sem gnæfir hátt við himin með voldugum turnum, tilkomumikil og ógnarleg, eins og óhemjustór kastalaþyrping, þar sem miljónir manna starfa – í undirdjúpunum.

Vjelaiðnaðurinn hefir náð fullkomnunarstigi. Alt er unnið með vjelum, hvert handtak. Og vjelaöldin hefir mótað mennina. Niðri í jörðinni eru íverustaðir verkalýðsins, sem gæti vjelanna miklu og starfrækir þær, vjelanna, sem eru líffæri Metropolis – heimsborgarinnar, eins og þýskir hugvitsmenn gera sjer í hugarlund að hún verði árið 2000.

Þarf enginn að efast um, hve stórfróðlegt það er, að sjá starfsmennina og stritandi vjelarnar í þessari voldugu borg framtíðarinnar, eins og Þjóðverjar lýsa lífinu í henni í þessari merkilegu kvikmynd.

En hátt uppi á efstu hæðum og þökum Metropolis, þar sem sólskin er og hiti, þar eru hinir svo kölluðu „eilífðargarðar“, sem auðmennirnir hafa útbúið handa börnum sínum og erfingjum. Þar eru íþróttaskálar, bókasöfn o.s.frv. Óhófs of eymdarlífi er lýst, jafnt kjörum „sólskinsbarnanna“ og barna „undirdjúpanna“, en að lokum bent á leiðina til samlyndis og samveru.

Morgunblaðið, 12. febrúar 1928.

Heimildarmynd um gerð Metropolis:

Vídjó

]]>
Veiðiþjófurinn Steven Spielberg http://lemurinn.is/2019/09/11/veidithjofurinn-steven-spielberg/ 2019-09-11T20:50:58+00:00 Veiðiþjófurinn og illmennið Steven Spielberg fyrir framan bráð sína.

Nei, bara grín. Myndin er frá tökustað Jurassic Park, risaeðlumyndarinnar sem frumsýnd var árið 1993. Tegundin er triceratops eða ýmist horneðla eða nashyrningseðla á íslensku.

Margir féllu fyrir þessu spaugi fyrir nokkrum árum:

Þar á meðal bandaríski rithöfundurinn Joyce Carol Oates — eða hvað?

]]>
Ljós í Pyongyang http://lemurinn.is/2019/09/11/ljos-i-pyongyang/ 2019-09-11T16:09:42+00:00 Eina ljósið í blokk á Tongil-götu í Pyongyang, árið 2011. Mynd frá höfuðborg Norður-Kóreu eftir Hendrik Schwartz.

]]>
Þrjú stig töffaraskapar http://lemurinn.is/2019/09/08/thrju-stig-toffaraskapar/ 2019-09-08T23:02:46+00:00 Þrjú stig töffaraskapar. Úr bókinni Rokksaga Íslands – frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna eftir Gest Guðmundsson, 1990.

]]>
Þegar Robert Mugabe birtist á plötuumslagi Bob Marley http://lemurinn.is/2019/09/06/thegar-robert-mugabe-birtist-a-plotuumslagi-bob-marley/ 2019-09-06T11:27:46+00:00 Þegar Afríkuríkið Simbabve hlaut sjálfstæði 18. apríl 1980, söng Bob Marley og hljómsveitin The Wailers á Rufaro-leikvanginum í höfuðborginni Harare. Í áhorfendaskaranum voru Karl Bretaprins, Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands og fleiri fyrirmenni.

Marley söng nýtt lag, Zimbabwe, sem út kom á plötunni Survival, sem jamaíski listamaðurinn samdi til heiðurs Robert Mugabe, forsætisráðherra landsins. Mugabe, sem lést í dag 95 ára gamall, stjórnaði landinu með harðri hendi áratugum saman.


Vídjó


En um 1980 var Mugabe hetja margra Afríkumanna, þegar lönd þar í álfu brutust undan oki nýlenduvaldsins. Áður en landið fékk sjálfstæði frá Bretum, hét Simbabve Ródesía og var síðar stjórnað af hvítum minnihluta sem sjálfstætt land, þar sem hallaði mjög á réttindi svartra. Mugabe barðist með marxísk-lenínískum hersveitum gegn þessari stjórn í hinu svokallaða kjarrstríði (Bush War).

Tveir Róbertar. Bob Marley (1945-1981) og Robert Mugabe (1924-2019).


Hér eru tónleikar Marley á sjálfstæðishátíðinni 1980:

Vídjó

Svona er textinn við lag Marley:

Zimbabwe

Every man gotta right to decide his own destiny,
And in this judgement there is no partiality.
So arm in arms, with arms, we’ll fight this little struggle,
‘Cause that’s the only way we can overcome our little trouble.

Brother, you’re right, you’re right,
You’re right, you’re right, you’re so right!
We gon’ fight (we gon’ fight), we’ll have to fight (we gon’ fight),
We gonna fight (we gon’ fight), fight for our rights!

Natty Dread it in-a (Zimbabwe);
Set it up in (Zimbabwe);
Mash it up-a in-a Zimbabwe (Zimbabwe);
Africans a-liberate (Zimbabwe), yeah.

No more internal power struggle;
We come together to overcome the little trouble.
Soon we’ll find out who is the real revolutionary,
‘Cause I don’t want my people to be contrary.

And, brother, you’re right, you’re right,
You’re right, you’re right, you’re so right!
We’ll ‘ave to fight (we gon’ fight), we gonna fight (we gon’ fight)
We’ll ‘ave to fight (we gon’ fight), fighting for our rights!

Mash it up in-a (Zimbabwe);
Natty trash it in-a (Zimbabwe);
Africans a-liberate Zimbabwe (Zimbabwe);
I’n’I a-liberate Zimbabwe.

(Brother, you’re right,) you’re right,
You’re right, you’re right, you’re so right!
We gon’ fight (we gon’ fight), we’ll ‘ave to fight (we gon’ fight),
We gonna fight (we gon’ fight), fighting for our rights!

To divide and rule could only tear us apart;
In everyman chest, mm – there beats a heart.
So soon we’ll find out who is the real revolutionaries;
And I don’t want my people to be tricked by mercenaries.

Brother, you’re right, you’re right,
You’re right, you’re right, you’re so right!
We’ll ‘ave to fight (we gon’ fight), we gonna fight (we gon’ fight),
We’ll ‘ave to fight (we gon’ fight), fighting for our rights!

Natty trash it in-a Zimbabwe (Zimbabwe);
Mash it up in-a Zimbabwe (Zimbabwe);
Set it up in-a Zimbabwe (Zimbabwe);
Africans a-liberate Zimbabwe (Zimbabwe);
Africans a-liberate Zimbabwe (Zimbabwe);
Natty dub it in-a Zimbabwe (Zimbabwe).

Set it up in-a Zimbabwe (Zimbabwe);
Africans a-liberate Zimbabwe (Zimbabwe);
Every man got a right to decide his own destiny.

]]>
Woodstock 50 ára – Myndaþáttur frá frægustu útihátíð allra tíma http://lemurinn.is/2019/08/15/woodstock-50-ara-myndathattur-fra-fraegustu-utihatid-allra-tima/ 2019-08-15T13:36:03+00:00 Föstudaginn 15. ágúst 1969 hófst útihátíðin Woodstock Music Festival, á bóndabæ Max Yasgur í nágrenni við smábæinn Bethel í New York-ríki Bandaríkjanna. Skipuleggjendur hátíðarinnar bjuggust við um 200 þúsund gestum. Miðar kostuðu 18 dollara í forsölu og 24 dollara við hliðið, sem þótti nokkuð sanngjarnt fyrir þriggja daga hátíð þar sem 32 hljómsveitir og listamenn voru bókaðir.

Ekki leið þó á löngu uns hætt var að rukka inn. Fjöldinn varð talsvert meiri en skipuleggjendur bjuggust við, eða um 400 þúsund gestir að því að talið er. Hátíðin þótti hafa tekist vel miðað við aðstæður. Gestafjöldi og nokkuð rigningarveður setti allt úr skorðum og á tíma reynist erfitt að koma mat og drykkjarvörum til gesta. Mikil þolinmæði og auðmýkt fyrir aðstæðum einkenndi þó flesta gesti, sem voru upp til hópa friðelskandi ungmenni af hippakynslóðinni. Það var heldur ekki að kvarta undan úrvali listamanna sem komu fram, en þar má meðal annars minnast á Crosby, Stills, Nash & Young, Jimi Hendrix, Janis Joplin, Sly & the Family Stone, Santana, Jefferson Airplane, Creedence Clearwater Revival og svo mætti lengi telja.
Gestafjöldinn setti þó það strik í reikninginn að tímaáætlanir stóðust illa. Ómögulegt var fyrir listamenn að komast að tónleikasvæðinu öðruvísi en á þyrlu, þar sem göturnar voru yfirfullar af bílum og rútum tónleikagesta. Jimi Hendrix, sem átti að spila á sunnudagskvöldi, spilaði til að mynda á mánudagsmorgni þegar sólin var að koma upp. Mjög rómantískt allt saman, en flestir sem voru á annað borð enn á hátíðinni, voru vissulega sofandi.


Heimildarmynd Michael Wadleigh frá 1970, sem bar einfaldlega titilinn Woodstock, jók síðan enn goðsögn hátíðarinnar. Myndin sló öll aðsóknarmet fyrir heimildarmyndir og hlaut þar að auki óskarsverðlaun sem besta heimildarmynd ársins og fékk tilnefningar fyrir besta hljóð og bestu klippingu. Tónlistin úr myndinni var gefin út á þrefaldri vínylplötu og fór hún þráðbeint í efsta sæti Billboard vinsældalistans fyrir breiðskífur.


Vídjó
VídjóHér má síðan sjá myndir frá þessari þriggja daga hátíð friðar og tónlistar.

Hátíðin var sett með hugleiðsluathöfn, áður en Richie Havens steig fyrstur listamanna á svið.
Max Yasgur, bóndinn sem var fús til að leigja jörð sína fyrir hátíðina, heilsar hátíðargestum með friðartákninu.
Jerry Garcia, gítarleikari Grateful Dead, skítnettur.
Ravi Shankar í stuði.
Blaðamenn reyndu að gera gott úr sínum aðstæðum.
Janis Joplin fær sér verðskuldaðan kampavínssopa.
Joe Cocker ásamt hljómsveit þegar sólin skein, sunnudagseftirmiðdegið 17. ágúst.
John Fogerty í Creedence Clearwater Revival. Þess má geta að CCR var fyrsta hljómsveitin sem var bókuð á hátíðina.
Það rigndi oft duglega á meðan hátíðinni stóð og jarðvegurinn varð að moldarsvaði.
Fjölmörg kannast við þessa mynd en hún var einmitt notuð á framhlið Woodstock-tónleikaplötunnar. Myndir er eftir Burk Uzzle og er af pari sem þá var nýbúið að kynnast, Bobbi Kelly og Nick Ercoline. Þau giftust árið 1971 og eru enn gift í dag.
Gætuð þið raddað þetta aðeins betur? Nei, ekki hægt. Graham Nash og David Crosby.
Melanie Safka sló í gegn á hátíðinni með einlægum flutningi.
Jimi Hendrix lék eldsnemma á mánudagsmorgni.


-via AllThingsInteresting

]]>
Einstök merki fótboltafélaga í Austur-Þýskalandi http://lemurinn.is/2019/08/14/einstok-merki-fotboltafelaga-i-austur-thyskalandi/ 2019-08-14T14:07:11+00:00 Í ár fagna Þjóðverjar 30 ára afmæli hinnar friðsömu byltingar, þegar Berlínarmúrinn féll og fólk í Þýska alþýðulýðveldinu fékk loks að upplifa ferðafrelsi sem það hafði ekki áður þekkt. Ári síðar var Alþýðulýðveldið liðið undir lok sem langflestir íbúar þess fögnuðu mjög. Við þetta tilefni rifjaði þýska fótboltanördavefsíðan 11 Freunde upp nokkur merki austurþýskra fótboltaliða. Hönnun þeirra er einkar glæsileg. Hvert merki segir mikla sögu og lýsir félagslegum raunveruleika verkalýðsins sem studdi félögin af mikilli næmni og dýpt. Nöfn liðanna segja sömuleiðis til um hvaða starfsemi eða iðnaður var algengastur í hverri borg fyrir sig. BSG skammstöfunin stendur fyrir Betriebssportgemeinschaft, sem mætti lauslega þýða sem starfsgreina-eða fyrirtækjaíþróttafélög. Þannig tengdist atvinnustarfsemi hverrar borgar íþróttafélagi sínu órjúfanlegum böndum.

BSG Chemie Glas Ilmenau var íþróttafélag glerverksmiðjunnar VEB Werk für Technisches Glas í Ilmenau, höfuðborg glerframleiðslu í Austur-Þýskalandi.


Motor Weimar heitir í dag SC 1903 Weimar og spilar í Thüringendeildinni sem er 6. deild Þýska knattspyrnusambandsins. Motor segir til um að starfsemin sem hélt uppi liðinu var tengd véla-og/eða bílaframleiðslu.BSG Lautex Neugersdorf heitir í dag FC Oberlausitz Neugersdorf og leikur í Regionalliga Nordost, eða fjórðu efstu deild. Það er í raun ótrúlegt að 5000 manna smábær heldur úti atvinnumannaliði. Þekktasti leikmaður í sögu félagsins er líklega tékkneski landsliðsmaðurinn Jiri Stajner sem aðdáendur Þýsku markanna með Lárusi Guðmundssyni muna eftir úr Hannover 96.
Þetta tignarlega merki er Motor Germania Karl-Marx-Stadt segir til um öflugan vélaiðnað í Karl-Marx-Stadt, fæðingarborg Michael Ballack. Í dag heitir liðið TSV Germania Chemnitz.

TSG Bau Rostock, til vitnis um öflugan byggingariðnað í Rostock. Í dag er liðið í neðri deildunum undir nafninu Rostocker FC.
BSG Baumechanik Neubrandenburg. Þar var og er mikil framleiðsla verkfæra. Félagið heitir í dag 1. FC Neubrandenburg 04 og spilar í Verbandsliga í Mecklenburg-Vorpommern.

Þetta stórkostlega merki er lið kjarnorkuversins í Greifswald, BSG Kerkraftwerk Greifswald og sýnir atóm á fleygiferð. Kjarnorkuverinu var lokað árið 1990 og þar með leið félagið einnig undir lok.

FC Vorwärts Frankfurt spilaði í Frankfurt an der Oder við landamæri Póllands. Í dag heitir félagið 1. FC Frankfurt og leikur í Oberliga Nord.

BSG Aktivist Schwarze Pumpe er frá Hoyerswerda í Saxlandi. Félög með nafnið Aktivist tengdust námuvinnu og námuverkamönnum. Í dag heitir liðið Hoyerswerda FC.

BSG Stahl Silbitz sýnir hvernig járnið kólnar í vatninu en í smábænum Silbitz var mikill málmiðnaður. Þar er afar lítið að frétta í dag, íbúafjöldinn er um 600 manns en fótboltaliðið er enn til eftir nokkrar sameiningar við önnur félög. Í dag heitir það SV Elstertal-Silbitz-Crossen.


BSG Robotron Sömmerda var félag tölvufyrirtækisins Robotron sem var með framleiðslu í Sömmderda í Thüringen. Robotron framleiddi fullkomnustu tölvur Austur-Þýskalands og starfaði á árunum 1969 og allt uns múrinn féll. Þá kom í ljós að tölvur fyrir vestan tjald stóð Robotron-tölvunum talsvert framar og rekstrinum því sjálfhætt. Félagið er enn til, heitir í dag FSV Sömmerda og spilar í neðri deild í Thüringen.

Post Neubrandenburg hljómar ef til vill eins og listastefna en var félag póstsins í Neubrandenburg. Félagið sameinaðist á sínum tíma BSG Baumechanik og er því enn til undir nafninu 1. FC Neubrandenburg 04.


BSG Modedruck Gera var félag textíl-og fatalitunarverksmiðjunnar Modedruck í Gera sem er í dag yfirgefin draugabygging. Eftir fall múrsins hélt liðið áfram undir merkjum 1. FC Gera 03 og varð meðal annars Thüringenmeistari 2007 og 2011. Félagið varð hins vegar gjaldþrota árið 2012 og er ekki til lengur.
]]>
Uxi 95: Heimildarmynd um goðsagnakennda útihátíð http://lemurinn.is/2019/08/02/uxi-95-heimildarmynd-um-godsagnakennda-utihatid/ 2019-08-02T18:11:58+00:00

Vídjó

Uxi, Kirkjubæjarklaustur, verslunarmannahelgin 1995. Hér sjáum við stórskemmtilega heimildarmynd eftir Arnar Knútsson, Kristófer Dignus og Örn Marinó Arnarson, sem flytur okkur þennan hátind tíunda áratugarins í allri sinni dýrð.

Þrátt fyrir að hátíðin hafi klúðrast á marga vegu, sérstaklega hvað varðar aðsókn (gestir voru ekki nema um 4.000) hefur Uxi 95 lifað í minningunni sem einn helsti menningarviðburður tíunda áratugarins.

Fram komu Björk, Aphex Twin, The Prodigy, Drum Club, Technova, Chapterhouse, 3toOne, Poppland, Kusur, Atari Teenage Riot, Blue, GCD, Unun, Páll Óskar, J-Pac, Funkstrasse, T-World, Niður, Bandulu, Innersphere, Bubbleflies, SSSól, Olympia, Lhooq, Exem.

Morgunblaðið birti myndir frá Uxa fyrir nokkrum árum. © Einar Falur Ingólfsson.

Plötusnúðar: Charlie Hall, Tony Sapiano, J.Saul Kane, James Lavelle, Craig Walsh, Sherman, David Hedger, Kris Needs, Andrew Currley, Jón Atli og Þossi. Bobbie Gillespie, söngvari Primal Scream, kom einnig fram sem plötusnúður ásamt Andrew Innes, gítarleikara sveitarinnar.

Prodigy-maðurinn Keith heitinn Flint (1969-2019) var aðalmaðurinn á Kirkjubæjarklaustri. ©Einar Falur Ingólfsson.

Seinni hluti:

Vídjó

Eitt og annað:

Vídjó


Vídjó

Uxi, úr krana. Mynd: Rúnar Brynjar Einarsson‎


Aphex Twin

Aphex Twin á Uxa 95. Þessi mynd birtist af breska raftónlistarmanninum Richard D. James í Mogganum skömmu eftir útihátíðina. Árni Matthíasson ræddi við kappann.


„BAKSVIÐS á Uxatónleikunum við Kirkjubæjarklaustur um síðustu verslunarmannahelgi var örtröð fjölmiðlafólks, poppara, plötusnúða, rokkara og gjálífisfylgifiska. 

Eins og ævinlega við slíkar samkomur er tilgangurinn öðrum þræði að berja stjörnurnar augum, ekki síst á samkomu eins og Uxanum, þar sem fjölmargar erlendar stjörnur komu sem gestir eða skemmtikraftar. 
Öðru hvoru mátti sjá að nú var einhver merkilegur að koma; samræður lögðust nánast af og viðstaddir urðu eirðarlausir. Þegar stjarnan kom svo á staðinn í bílalest þyrptist fólk að til að betja hana augum og margir til að komast í nánari snertingu. 

Þegar hinsvegar Richard D. James kom á staðinn var það án húllumhæs, fölleitur hæglátur ungur piltur, síðhærður, með hárið í tagli, og skegghýjung. 

Hann barst ekki á og talaði í hálfum hljóðum við umsjónarmenn. Svo óstjörnulegur var hann að þegar komið var að honum að skemmta neitaði öryggisvörður að hleypa honum á svið; taldi víst að þetta væri einhver lúði utan úr bæ.

Stjörnuliðið sýndi honum og lítinn áhuga, vissi líklega ekki að þar fór einn merkasti tónlistarmaður síðustu ára að mati tónlistartímaritsins Rolling Stone, tónlistarmaður sem er að skapa klassík fyrir næstu kynslóðir að mati New York Times, tónlistarmaður sem bresk tónlistarblöð kalla hinn nýja Mozart og eina snillinginn sem danstónlistin hafi getið af sér.

„Ég gef bara út til að græða peninga,“ segir hann, „svo ég hafi næði til að semja tónlist og taka upp. Mér væri sama þó ég ætti aldrei eftir að gefa út annað lag, ég sem tónlist eingöngu fyrir mig,“ segir hann hiklaust.“

UXI 95 Hvar ertu????

Þessi notandi á undirsíðunni Djammið á Huga.is skrifaði um Uxa árið 2001:
]]>
Hvernig Reykvíkingar árið 1966 hlökkuðu til bílaborgar framtíðarinnar http://lemurinn.is/2019/07/22/hvernig-reykvikingar-arid-1966-hlokkudu-til-bilaborgar-framtidarinnar/ 2019-07-22T19:22:10+00:00 Árið 1966 birti Lesbók Morgunblaðsins grein þar sem lesendum var boðið í tímaferðalag til Reykjavíkur árið 1983.

Aðalskipulag höfuðborgarinnar 1962-1983 gilti til þessa árs og blaðið ímyndaði sér borgina þegar það hefði verið til lykta leitt.

Þetta var ferðalag til bjartrar framtíðar, til nútímalegrar höfuðborgar, þar sem „fullkomið hraðbrautakerfi hefur verið skipulagt fyrir bílaumferðina“. Miðborginni hefur verið gjörbreytt, þar sem gömlum húsum hefur verið rutt fyrir vegi og nýbyggingar risið.

Miðbærinn í skipulaginu.

Skrifin koma nokkuð undarlega fyrir sjónir í dag. Hugmyndinni um að móta Reykjavík fyrst og fremst sem bílaborg og fórna miklu byggingarlandi undir umferðarmannvirki er tekið með opnum örmum.

Við megum ekki gleyma að greinin endurspeglar samtíma sinn og þau hugmyndalegu sjónarmið sem réðu ferðinni. Skrif Morgunblaðsins má eflaust líka skilja sem nokkurs konar auglýsingu fyrir þessi áform.

En fyrst skulum við rifja upp sögu aðalskipulagsins 1962-1983, sem borgarstjórn í Reykjavík samþykkti einróma 1965.

Þéttleikinn sem ekki varð
Guðmundur Hannesson læknir, Guðjón Samúelsson húsasmíðameistari ríkisins og fleiri, höfðu lagt drög að heildarskipulagi fyrir Reykjavík innan Hringbrautar á árunum 1924-1927.

Þar var gert ráð fyrir lestarstöð í Norðurmýri og þéttri borgarbyggð í anda þess sem þá þekktist í Kaupmannahöfn og í öðrum borgum í nágrannalöndum.


Skipulagsdrög frá 1925. Heimild: Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg.

En þessi plön voru aldrei staðfest og umrótið sem fylgdi síðari heimsstyrjöldinni og meðfylgjandi framkvæmdum frestaði svo frekari stefnumörkun í skipulagsmálum.

Það var því kominn tími til að taka til hendinni á eftirstíðsárunum. Húsnæðisskortur var mikill á þessum tíma og við þjóðfélagsbreytingar flykktist fólk úr sveit í borg. Brýnt var að byggja heilu hverfin til að sporna við skortinum. Þetta var á tímum braggahverfanna, sem búið var í fram yfir 1970.

Aðalskipulagið
Viðamikil vinna lá að baki skipulaginu, en íslensk stjórnvöld fengu til verksins virtustu sérfræðinga Norðurlanda.

Peter Bredsdorff, prófessor í skipulagsfræðum við Kaupmannahafnarháskóla, og Anders Nyvig, umferðarverkfræðingur, leiðbeindu innlendum starfsbræðrum sínum við mótun framtíðar höfuðborgarinnar.

Á eftirstríðsárunum varð mikil fólksfjölgun í borgum um allan heim og skipulagsfræðum óx fiskur um hrygg. Dönsku fræðimennirnir komu með nýjustu strauma til Íslands.

Skipulagið færði Reykjavík til nútímans, lagði drög að nýjum hverfum í Árbæ og Breiðholti. Horft var langt fram í tímann með tilliti til fólksfjölgunar. Og síðast en ekki síst bílaumferðar.

Höfundarnir fengu í raun að móta nýja borg eftir sínu höfði, því bæði var Reykjavík enn smá í sniðum þegar þeir komu að borðinu og hafði aldrei verið færð undir heildstætt skipulag af þessari stærðargráðu.

Ólíkt öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum hafði Reykjavík ekki langa sögu sem annað en þorp við sjóinn sem nokkrum áratugum áður hafði tekið að vaxa fyrir alvöru.

Gullöld bílsins
Ríkjandi hugmyndir í borgarskipulagi um 1960 höfðu því úrslitaáhrif þegar Reykjavík var hönnuð. Á þeim tíma var bíllinn í öndvegi þegar kom að mótun borga í heiminum og þéttbýli skipulagt í kringum hann.

Miklabraut um 1960-1965.

Bandaríkjamenn voru í óðaönn að reisa hið mikla Interstate-hraðbrautakerfi og borgir Evrópu, sem margar höfðu verið rústir einar eftir síðari heimsstyrjöldina, uxu í takt við sömu þróun, þar sem mikil umferðarmannvirki voru í uppbyggingu á sjötta og sjöunda áratugnum.

Víða um heim voru nýjar borgir skipulagðar alveg frá grunni, þar sem samspil bílsins og mannsins voru í lykilhlutverki. Á sjötta áratugnum reistu Brasilíumenn nýja höfuðborg, Brasíliu, þar sem frjálst flæði bílsins var einn veigamesti þátturinn, ásamt stórum fjölbýlishúsum og grænum svæðum á milli, í anda módernískra hugmynda Le Corbusier um útópískar borgir.


Höfuðborg Brasilíu var skipulögð á svipuðum tíma og Reykjavík. (Mynd frá 1975 –
Urbain Kinet/Wikimedia Commons)


Í stuttu máli snýst aðalskipulag Reykjavíkur 1962-1983 um að skapa dreifða byggð með úthverfum og umferðarmannvirkjum sem eiga að tryggja flæði í gegnum borgina. Gerðar voru spár um fólksfjölgun í framtíðinni og hversu mörg ökutæki yrðu á götunum.


Að norrænni fyrirmynd var gert ráð fyrir mikilli fjölbýlishúsabyggð í úthverfum, með áherslu á félagslegt húsnæði, íþróttastarf og velferðarþjónustu. Þessi hverfi tengjast svo öðrum með bílasamgöngum.

Slíkt skipulag eykur fjarlægðina á milli vinnu og heimilis og kallar þar með á frekari umferðartengingar.

Geir Hallgrímsson borgarstjóri kynnir skipulagið. Vikan, september 1965.

Tilvitnanir úr skipulaginu sem segja sína sögu um áherslurnar:

Fyrir gatnakerfi Reykjavíkur hefur notkun einkabifreiða meginþýðingu, bæði nú og framvegis.

Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83, bls. 85.

Borgaryfirvöld hafa það sjónarmið gagnvart sívaxandi bifreiðaeign á íbúa, að taka verði svo mikið tillit, sem unnt er, til áhuga almennings á að eignast bifreið og komast leiðar sinnar af eigin rammleik.

Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83, bls. 131.

Umferðarkönnunin [var] einnig látin ná til farþegaflutninga almenningsvagna… Hins vegar var þess ekki að vænta, að sá hluti könnunarinnar myndi skipta miklu máli í vinnunni að aðalskipulaginu.

Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83, bls. 224.

Þrátt fyrir að skipulagið ræði um mikilvægi almenningssamgangna á sumum stöðum er eins og að þær áætlanir fjari strax út. Lítið er um raunverulegar hugmyndir um strætisvagnakerfi eða aðrar samgöngur, eins og Björn Ólafsson arkitekt benti strax á.

Aðalskipulagið lagði grunninn að borginni, smíðaði rammann og setti tóninn sem við nútímamenn bæði búum að og súpum seyðið af, eftir atvikum.

Miklabraut um 1970.

„Við mótum borgir, síðan móta þær okkur. Borgarþróun og skipulagning breytir lífsvenjum okkar og lífsviðhorfum,“ skrifaði Björn Ólafsson árið 1968.

Bjarni Reynarsson, doktor í skipulagsfræðum, hefur rakið sögu aðalskipulagsins:

Ein af afleiðingum skipulagsins var sú að áhugi á húsvernd fór vaxandi, því samkvæmt skipulaginu átti að rífa töluvert af húsnæði í gamla bænum til að rýma fyrir umferðargötum m.a. átti að framlengja Suðurgötu norður í gegnum Grjótaþorp. Eitt að mikilvægustu atriðunum í aðalskipulaginu var að tekið var frá ríflegt landrými fyrir nýjar stofnbrautir. Greinilega má sjá muninn á Miklubraut austan Kringlumýrarbrautar þangað sem byggin var komin um 1960. Hlíðahverfið sem byggt var í stríðslok er allt of nærri Miklubraut miðað við núverandi kröfur um hljóðvist. Áætlanir aðalskipulagsins um bíl á hvert heimili hefur svo sannarlega gengið eftir og er umferð í Reykjavík miðað við íbúafjölda mun meiri en í sambærilegum borgum á Norðurlöndum. 

Bjarni Reynarsson. „Niður tímans“, Morgunblaðið 19. ágúst 1998.

Vélmenningin

Í eftirfarandi grein skreppur Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðingur, í göngutúr í Reykjavík árið 1983. Hann ímyndar sér að borgin búi þá ekki aðeins við „fullkomið hraðbrautakerfi“ heldur einnig frambærilegt gangstígakerfi þar sem íbúar geta „hvílt sig á vélamenningunni“.

Í þessum hugarheimi er ganga því talin til afþreyingar, til að hvíla sig á bílunum.

Göngutúrinn er fróðlegur í meira lagi því hann leyfir okkur að skyggnast inn í hugarheim borgarbúa á miðjum sjöunda áratugnum og væntingar þeirra til skipulagsins.

Forsíða Lesbókarinnar, 22. maí 1966. Ólafur K. Magnússon tók þessa mynd af gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

GENGIÐ UM REYKJAVÍK 1983

Eftir Valdimar Kristinsson. Myndir teiknaði Halldór Pétursson. Lesbók Morgunblaðsins, 22. maí 1966.

Aðalskipulag Reykjavíkur 1962-83 er að dómi fróðra manna eitt ýtarlegasta og yfirgripsmesta skipulag, sem gert hefur verð af borgum sambærilegum við Reykjavík, og einnig þótt borið væri saman við mun stærri borgir.

Þetta skipulag markar stefnuna í uppbyggingu höfuðborgarinnar og nágrannabyggðanna tvo áratugi fram í tímann og mun reyndar hafa áhrif um ókomnar aldir.

Fróðlegt verður að sjá, hvernig Reykjavík lítur út árið 1983. Vegna aðalskipulagsins er á ýmsan hátt hægt að gera sér grein fyrir því.

Af einstökum þáttum skipulagsins mun gangstígakerfið, er liggja mun um allt borgarsvæðið, vekja einna mesta athygli.

Fullkomið hraðbrautakerfi hefur verið skipulagt fyrir bílaumferðina, en manninum, sem vill um stundarsakir hvíla sig á vélamenningunni, hefur ekki verið gleymt. Þvert á móti mun hann geta farið um öll hverfi án þess að verða fyrir óþægindum af umferðinni.

Við skulum nú fylgjast með víðförlum Íslendingi, er kalla mætti Víðförla, á gönguferð hans um borgina árið 1983. Víðförli hafði farið frá Íslandi 1966 og var nú kominn aftur heim eftir 17 ára útivist. Hann hafði farið frá Bagdad til Brazilíu og Alaska til Antarktíku og lét sér því ekki bregða við drjúga gönguferð.

Það var á sólbjörtum sunnudegi síðla sumars 1983, að Víðförli ætlaði að kynna sér yfirbragð Reykjavíkur, eftir því sem við yrði komið á einum degi. Hann ákvað að nota gangstígakerfið, sem teygði sig um alla borgina.

Bæði var það heilsusamlegt og líklegt til fróðleiks. Víðförli hafði komið til lands ins nokkrum vikum áður með Concorde-þotu frá Flugfélagi Íslands, er lenti á Keflavíkurflugvelli, en þær fljúga með meira en tvöföld- um hraða hljóðsins. Að vísu þótti það ekki mikill hraði, eftir að ferðir til tunglsins fóru að verða svo algengar, en hafði óneitanlega fært Ísland nær umheiminum.

Frá flugvellinum var ekið um Suðurnesjaveg og framhald hans, sem lá fyrir- ofan Hafnarfjörð, fyrir framan Vífilsstaði og sem leið liggur að Breiðholtshverfi, en ofarlega í þeim borgarhluta hafði Víðförli fengið húsnæði.

Hann lagði af stað í gönguferðina kl. hálf-níu um morguninn. Fljótlega var hann kominn á gangstíg og fór fyrst norður og síðan vestur með Elliðaánum.


Nokkru fyrir austan árnar gat að líta umráðasvæði hesta-manna. Þar voru hesthús mikil, víður skeiðvöllur og öldurhús knapa. Árbæjarhverfi blasti nú við í fögrum ramma Esjunnar og Elliðaáa, og hafði hvorugu farið aftur síðan 1966 og ánum raunar fram með lagfæringu á umhverfinu. Gamla stíflan myndaði eins og fyrr fallega uppistöðu og hafði gert í rúm 60 ár.


Víðförli leit inn í Árbæjarsafn og tók sína fyrstu mynd (1) í ferðinni, en myndir hans verða hér af sérstökum ástæðum birtar í formi teikninga. Á myndinni sjáum við gamla Árbæ og kirkjuna ásamt Dillonshúsi, Smiðshúsi og Sjóbúð. Og svo hefur margt bætzt við. „Víkurgata“ er orðin að veruleika, með Bernhöftsbakaríi og kaupmannshúsinu. Enn fremur er skólavarðan risin á ný, og vindmylla hefur verið reist. Byggður hefur verið skáli í fornum höfðingjastíl. Skortir þar aðeins langelda og hnútukast. — í baksýn er svo Árbæjarhverfið.


Áfram heldur gangan eftir náttúrulegum garði, og rétt við Elliðaárvoginn rekst Víðförli á um 15 ára gamla brú yfir árnar og dalinn (mynd 2), en hún hafði leyst af hólmi hina hvimleiðu Ártúnsbrekku og var í beinu framhaldi af Miklubrautinni. Þarna liggur vegurinn upp í Mosfellssveit og til Þingvalla og einnig vestur og norður í land. (Suðurlandsvegur liggur aftur vestan og sunnan Öskjuhlíðar, um Fossvogsdal og síðan upp með Elliðaánum, sem leið liggur að Lækjarbotnum).


Framundan veginum tók svo við garðurinn í Elliðaárvogi, en hann hafði verið myndaður með uppfyllingu á eyrunum. Árnar runnu svo með gömlu bökkunum, sín kvíslin hvoru megin.


Næst var haldið í norðvestur meðfram Suðurlandsbrautinni gömlu, er muna mátti fífil sinn fegri, þar eð hún náði nú aðeins inn að Langholtsvegi og taldist einungis til „tengi- og safnbrauta.“ Nýr aðall borgarinnar, hraðbrautirnar, hafði gjörsamlega skákað henni. En fyrir vikið var líka indælt að vera þarna í nágrenninu fyrir gangandi fólk. Græna svæðið mjókkaði, er Iðngarðar urðu á vinstri hönd, en brátt var komið í Laugardalinn.

Þar var nú enn fegursti garður borgarinnar. Margvíslegur gróður alla vegu og ber enn mest á frumkvæði Eiríks Hjartarsonar, því að þar voru trén hæst. Íþróttamannvirki og leiksvæði voru um allan dalinn og jafnvel hafði verið komið upp útileikhúsi, er minnti á Grikkland fornaldar. Frá íþrótta- og sýningarhöllinni (mynd 3) sjást stóri leikvangurinn með hatti yfir stúkunni og í baksýn sundstaðurinn, þar sem mikill fjöldi fólks getur hafzt við samtímis. Til hliðar er svo malarvöllur, aðalæfingarvöllur knattspyrnumanna borgarinnar.

Nú tók Víðförli á sig krók upp á Laugarásinn, en þangað náði garður upp úr dalnum. Var þaðan skammt yfir í Sundahöfn, en fyrsti hluti hennar var fullbúinn. Vöruskemmur og korngeymslur voru á hafnarbakkanum, og Viðey skartaði í baksýn (mynd 4). Skip, allt að 20-25 þús. tonna lágu í höfninni, og nýtízku löndunartæki gátu losað beint úr þeim í geymslurnar. Innar með voginum hafði verið komið fyrir dráttarbrautum og þurrkví, en utar voru ráðgerðar enn meiri hafnarframkvæmdir, og yzt var áætluð bryggja, þar sem stærstu farþegaskip heims gætu lagzt. Hið síðastnefnda sá Víðförli í huga sér, er hann gekk um lítinn garð vestast á Laugarnesi og leit yfir væntanlegt Hafnarstræti til norðurs.


Leiðin lá nú í vestur með ströndinni, og var sjórinn á aðra hönd, en hraðbraut á hina. Gamla Skúlagatan var að hálfu orðin að bílastæði en aðalumferðaræðin var norðan hennar. Við mót Kalkofnsvegar voru komin fullkomin gatnamót og þar lyftist hábraut, er lá í vestur yfir Geirsgötu með gömlu höfninni. Nú tók við Arnarhóll og grænt belti meðfram Lækjargötu. Hverfisgata var ekin í báðar áttir, eftir að hún hafði verið breikkuð til norðurs og Tryggvagata tengd beint við hana. En Laugavegur náði ekki lengur niður á Lækjargötu nema sem gangstígur. Laugavegur var ekki heldur tengdur við Snorrabraut, og var bílaumferð þar því orðin lítil og gatan að mestu ætluð gangandi fólki. Víðförli tók mynd (5) af austurverðri Lækjargötu. Komið var hús á bak við gamla stjórnarráðshúsið, er gaf því verðugan bakgrunn. Síðan tók við nýja stjórnarráðshúsið og þá gamli Menntaskólinn, en frá Laufásvegi var ekki lengur hægt að aka niður á Lækjargötu samkvæmt hugmyndunum um fullkomið, flokkað gatnakerfi.


Kirkjustræti hafði verið tengt Amtmannsstíg og hann aftur Grettisgötu, en milli Kirkjustrætis og Tryggvagötu gat fólk að mestu gengið í friði fyrir bílum. Hafði gamli miðbærinn fengið á sig þægilegra yfirbragð með þessu breytta fyrirkomulagi. Austurvöllur tengdist litlum garði í brekkunni við Túngötuna, en á þeim slóðum munu Ingólfur og Hallveig hafa reist sér bæ. Nú voru þar súlur miklar, er minntu á öndvegissúlurnar, sem réðu fyrstu örlögum Reykjavíkur. Og þá var komið inn í Aðalstræti sem orðið var að torgi (mynd 6). Var þar skjól gott og landrými nóg, er duga mundi 4-5 þús. manns til að stíga dansinn 17. júní.


Frá Aðalstræti lágu tvær mjóar götur upp í gegnum Grjótaþorp og að Garðastræti, en fyrir ofan þær hafði Suðurgata verið framlengd niður að höfn, er síðar verður getið. Tröppur voru í brekkunni og litlar verzlanir á báðar hliðar (mynd 7). Þarna fann Víðförli skemmtilegan veitingastað, og þar sem klukkan var orðin hálf-eitt, ákvað hann að fá sér hádegisverð og gera hlé á gönguferðinni.


Að loknum hádegisverði í Grjótaþorpi lagði Víðförli enn af stað. Hann gekk undir framlengingu Suðurgötu og upp í Garðastræti og síðan út á Vesturgötu, sem nú lokaðist við Naust. En Suðurgatan hélt áfram sem brú yfir Tryggvagötu og milli Hafnarhvols og vörugeymslu SÍS. Niðri við hafnarbakka mætti Suðurgata svo upphækkaða veginum, er byrjaði við Skúlagötu hjá Sænska frystihúsinu og fór aftur niður á jörðinaá Mýrargötu sunnan við Hamarshúsið. Voru þær greiðar leiðir bílum bæði í austur og vestur (mynd 8).


Leiðin lá nú vestur með gömlu höfninni, sem hafði lítið breytzt. Í fjörunni, við Ánanaust, hafði verið lagður gangstígur, er teygðist út á Nes norðan Eiðsgranda. En nú þótti Víðförla mál til komið að fara að halda í áttina heim, enda löng leið til baka. Urðu þá fyrst fyrir honum íþróttavellir KR, sem gerðir voru af hinum sérstaka þjóðflokki, Vesturbæingum, er röktu ættir sínar til þess tíma, er Reykjavík var enn bær, en ekki orðin borg. Og þaðan var stutt að Sundlaug Vesturbæjar, er hinir „þjóðræknustu“ fyrir vestan læk töldu bezta sundstað á Norðurlöndum. Og enn var stutt að Melatorgi, þar sem yngri kynslóðin var á barnaheimili, í barnaskóla og í gagnfræðaskóla, en hinir eldri auðguðu andann í samkomuhúsi háskólans, slökktu þorstann í Sögu og voru síðan jarðaðir í Neskirkju.

Í háskólahverfinu hafði margt breytzt frá því á árinu 1966. Bókasafn var risið, enn fremur náttúrugripasafn, félagsheimili stúdenta við Hringbraut, byggingar með fyrirlestrasölum og rannsóknarstofum og nýir stúdentagarðar. Fyrir framan Norræna húsið var komin stór tjörn, en sumar nýbygginganna voru þar fyrir sunnan (mynd 9).


Víðförli var nú kominn að umferðarmiðstöðinni, sem hafði verið stækkuð frá upphaflegri mynd sinni. Sá hann þaðan yfir gamla flugvallarsvæðið, er svo mikið hafði breytzt. Millilandaflugið hafði fyrir löngu verið flutt að öllu leyti til Keflavíkurflugvallar. Hins vegar þótti Keflvíkingum nóg um hávaðann að næturlagi af umferð hinna stóru þotna Loftleiða, sem taka 500 farþega. Innanlandsflugið hafði svo fyrir allmörgum árum flutzt út á Álftanes. Þar var flugvöllurinn hvorki svo stór né umferð svo mikil, að til baga væri fyrir Bessastaði eða aðra byggð á nesinu. Gamla flugvallarsvæðið hafði skipzt í marga hluta. Grænu svæði hafði verið aukið við garðinn á Öskjuhlíð, Tjarnargarðurinn hafði verið stækkaður til suðurs og háskólanum hafði bætzt land. Einnig voru þarna aðrir skólar og stofnanir, svo sem stór tækniskóli. Miðhlutanum var enn óráðstafað, en syðsti hlutinn var að byggjast háum íbúðarhúsum, þar sem útsýni var bezt út á Skerjafjörð. Garður var svo með ströndinni og sjóbaðstaður í Nauthólsvík, er hitaður var upp á sumrin með hitaveituvatni.

Áfram var haldið meðfram Landspítalanum og upp að Miklatúni. Aðalumferðaræð borgarinnar var Miklabraut og Hringbraut. Á níu gatnamótum hennar höfðu verið áætluð meiriháttar umferðarmannvirki með brautum á tveimur hæðum og nauðsynlegum lykkjum til hliðaraksturs. Á árinu 1983 voru flest þessara gatnamóta fullgerð. Miklatorg hafði verið fyrst, en þarna frá Miklatúni mátti sjá gatnamótin við Lönguhlíð. Kjarvalsstaðir höfðu risið á túninu, og þar var kominn einn fegursti garður borgarinnar, (mynd 10), með hljómsveitarpalli, höggmyndagarði, listamannaskála, veitingahúsi og fjölbreytilegasta gróðri.


Næsti áfangastaður var Öskjuhlíð. Ofan á gömlu hitaveitugeymana var komið veitingahús, er var þeirrar náttúru, að það snerist í sífellu, svo að gestir gátu notið útsýni í allar áttir, þótt þeir sætu á sama stað. Tók umferðin 15. mín. svo að fólk varð ekki vart við hreyfinguna, nema hvað útsýni snerti. Víðförli þóttist nú eiga skilið kaffi og meðlæti og ákvað að líta inn í þennan sérstæða veitingastað, (mynd 11).


Svo athyglisverður sem hinn hreyfanlegi efri hluti var, þá var neðri hlutinn það ekki síður. Svæðinu milli geymanna hafði verið lokað og því breytt í stórkostlegan aldingarð. Þarna voru bornar fram veitingar og haldnar skemmtanir, og hver hluti garðsins hafði sinn sérstaka svip, er var gerður enn ævintýralegri með hugvitssamri lýsingu. Var sem gestir væri komnir í hin sígrænu sólarlönd, nema hvað hitinn var hæfilegur, og enginn þurfti að óttast bit gleraugnaslöngu eða verða étinn af tígrisdýri. Var garðurinn sannarlega undur mikið á norðurhjara veraldar. Uppi var svo útsýnið, eins og áður segir. Gamla flugvallarsvæðinu hefur verið lýst, og svo gat að líta Flóann, Esjuna, Austurfjöllin, Hafnarfjörð og Keili. Og álverksmiðjan malaði í friðsæld við Straumsvík.

Klukkan var nú orðin hálffimm og einn drjúgur spölur eftir. Næst lá leiðin í nýja miðbæinn, sunnan Miklubrautar og austan Kringlumýrarbrautar. Þar hafði mikið verið byggt og nýtízkulega. Upp var risinn fjöldi stórra og smárra verzlunar- og skrifstofuhúsa. Einnig mörg félagsheimili, leikhús, gistihús og skemmtistaðir (mynd 12). Þarna var þægilegt að koma, hvort heldur akandi eða gangandi. Bílastæði voru neðanjarðar og allt í kring, en verzlanir og göngugötur fyrir ofan. Fólk gat því gengið milli allra húsa, án þess að þurfa nokkurs staðar að víkja fyrir bílum. Og þarna voru smágarðar og torg og mjóar skemmtilegar götur, þar sem fólk var í skjóli fyrir regni og vindi (mynd 13). Var þar gott að vera í hvers konar erindagjörðum, og skapaðist skemmtilegur blær af öllu fólkinu sem leitaði þangað til starfs og leikja. Víðförli var þarna á ferðinni síðdegis á sunnudegi, og virtust flestir vera að skoða í búðargluggana og labba um í góða veðrinu.


Sunnar var óbyggt svæði fyrir framtíðarstækkun miðbæjarins. En vestan Kringlumýrarbrautar, beggja vegna Bústaðarvegar, voru svæði, ætluð opinberum byggingum, og voru nokkrar þeirra þegar risnar.

Ferðin hélt nú áfram meðfram Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogsdalinn. Á hinni stóru spítalalóð höfuð risið ýmsar samsvarandi stofnanir, og aðrar voru ráðgerðar. Botninn í Fossvogsdalnum var samhangandi garður með miklum gróðri, og bar mest á gömlu gróðrarstöðvunum. Fyrir ofan var svo hin skemmtilega byggð í Fossvoginum (mynd 14).


Víðförli gekk austur allan garðinn og var þá kominn neðst í Breiðholtshverfi. Hann fór í gegnum mikla verzlunarmiðstöð hjá Suðurnesjaveginum og svo sem leið liggur upp hverfið og var þá kominn heim.

Klukkan var orðin hálf-átta, fréttirnar að byrja og kvöldmaturinn tilbúinn.

Ferðin hafði alls tekið 11 klukkustundir með einum tíma í mat og 40 mínútur í kaffi, og leiðin nær 28 km löng. Víðförli hafði því að meðaltali gengið 3 km á klst., enda gefið sér tíma til að skoða margt. Við yfirgefum nú göngugarpinn og óskum honum góðrar hvíldar fyrir framan sjónvarpstækið, en í kvöld á einmitt að sýna litkvikmynd um þróun Reykjavíkur 1966-1983.

Lesbók Morgunblaðsins, 22. maí 1966.

]]>
Aska og eyðilegging: Heimaey, júlí 1974 http://lemurinn.is/2019/07/07/aska-og-eydilegging-heimaey-juli-1974/ 2019-07-07T17:30:15+00:00 Heimaey í júlí 1974. Þá var ár liðið frá lokum eldgossins í Vestmannaeyjum og hreinsunarstarf var enn í fullum gangi.

Myndirnar tók Þjóðverjinn Christian Bickel en Íslandsmyndir hans frá sömu árum hafa áður birst á Lemúrnum.

Eldgosið hófst um miðja nótt 23. janúar 1973 og lauk 3. júlí það ár. Íbúar í Vestmannaeyjum voru þá um 5200 og voru flestir fluttir til fastalandsins.

Þegar gosinu lauk tók við mikið hreinsunarstarf þar sem gosefnunum var rutt í burtu úr bænum. Fjölmargir sjálfboðaliðar tóku þátt í starfinu, innlendir sem erlendir.


Hreinsunarstarf hófst strax að gosi loknu og a.m.k. 2,2 milljónum rúmmetra af gosefnum var ekið á brott úr bænum. Hluti af þessum efnum var notaður til að breikka flugbrautir. Þessu starfi var haldið áfram næstu tvö árin. Árið 1974 var borað í hraunið og 80-100°C heit gufan notuð til upphitunar ferskvatns frá landi til húshitunar með varmaskiptum í lokuðu kerfi. Hitaveitan entist í 15 ár. Gosefni, rauðamöl, vikur, gjall og nýmyndaðar sand- og malarstrendur leystu úr skorti á byggingarefnum. Nýja hraunið er mjög þykkt og það munu líða áratugir áður en það og Eldfellið verða að fullu kólnuð. Eins og stendur þarf ekki að grafa dýpra en 50 sm í hlíðum Eldfells til að koma niður á 200-300°C hita. Hitinn á toppi Eldfells (200m) mældist 630°C árið 1998.

nat.is

Christian Bickel – Wikimedia. Nálgist þessar myndir í fullum gæðum hér.

]]>
Jónatan, sem enn er á lífi, á mynd frá 1886 http://lemurinn.is/2019/07/06/jonatan-sem-enn-er-a-lifi-a-mynd-fra-1886/ 2019-07-06T13:15:25+00:00 Risaskjaldbakan Jónatan, til vinstri, sést hér á ljósmynd frá 1886. Þá var hann 54 ára gamall og var tiltölulega nýfluttur til núverandi heimkynna sinna á eyjunni St. Helenu, sem er eldfjallaeyja undir breskum yfirráðum í miðju Suður-Atlantshafinu.

Jónatan er fæddur árið 1832 á Seychelles, eyjaklasa sem liggur á Indlandshafi, hinum megin við Afríku. Hann var gjöf til ríkisstjórans á St. Helenu og hefur búið á landareign hans síðan við hið svokallaða Plantation House. Hann er af tegund Seychelles-risaskjaldbaka (Aldabrachelys gigantea hololissa).

Jónatan er elsta lifandi landdýr jarðar.

St. Helena er líklega frægust fyrir að hafa verið prísund Napóleons Bónaparte þegar hann var sendur þangað í hinstu útlegð sína árið 1815. Hann lést á eyjunni 1821, ellefu árum áður en Jónatan kom í heiminn.

Napóleon á St. Helenu. Vatnslitaverk eftir Franz Josef Sandmann.

Fjölmiðlar víða um heim birtu ljósmyndina fyrir ofan fyrir nokkrum árum en þá var talið að hún væri frá 1902, en nú hefur komið í ljós að hún var tekin mun fyrr, eins og áður segir.

Reglulega berast fréttir af Jónatan. Til dæmis sagði Morgunblaðið frá fyrsta baði hans fyrir nokkrum árum. Hann er orðinn 187 ára og nokkuð hrumur. Elsta skjaldbaka sem sögur fara af er Tu’i Malila, frá Tonga, sem drapst 188 ára árið 1965.

Jónatan, til vinstri og vinur hans, Davíð.
Jónatan.

Vídjó

]]>
Leynihljóðsnældurnar um Tsjernobyl: Legasov talar http://lemurinn.is/2019/07/05/leynihljodsnaeldurnar-um-tsjernobyl-legasov-talar/ 2019-07-05T19:51:42+00:00

Vídjó

Valeríj Legasov, efnafræðingur í Tsjernobyl-nefndinni, er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur eftir þáttaröðina um kjarnorkuslysið, þar sem Jared Harris lék hann.

Undir lok ævinnar talaði vísindamaðurinn inn á segulband um upplifun sína á slysinu, en hann var lykilmaður í tæknilegu björgunarstarfi í Tsjernobyl. Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á brot úr þessum merkilegu upptökum. Athugið að stilla á CC á YouTube fyrir enska texta.

Við vitum ekki hvort Legasov reykti jafn mikið í raunveruleikanum eins og hann gerði í Chernobyl, þegar hann las inn á hljóðsnældurnar.

Lemúrinn mælir með vandaðri og nýlegri bók: Midnight in Chernobyl eftir Adam Higginbotham. Hér ræðir höfundurinn, sem er blaðamaður hjá New Yorker og fleiri blöðum, um Tsjernobyl-slysið:

Vídjó

Politics and Prose. Góðir bókaþættir.

Craig Mazin, höfundur leiknu þáttanna, hefur sent frá sér lista með frekara efni um þetta mesta kjarnorkuklúður sögunnar.

Lesefni: 
1. Svetlana Alexievich – Raddir frá Tsjernobyl
2. Andrew Leatherbarrow – Chernobyl 1:23:40 
3. Piers Paul Read – Ablaze
4. Grigori Medvedev – Sannleikurinn um Tsjernobyl
5. Zhores Medvedev – The Legacy of Chernobyl 
6. Iurii Scherbak – Chernobyl: A Documentary Story 
7. Gerd Ludvig – The Long Shadow of Chernobyl

Myndir og þættir: 
1. Chernobyl 3828
2. Chernobyl – The Severe Days
3. The Voice of Luydmila 
4. Surviving Disaster
5. Zero Hour 
6. Seconds From Disaster

Hér er svo með myndaalbúm fyrir fróðleiksfíkla: https://imgur.com/a/TwY6q

Leikendur og persónur í þáttaröðinni um Tsjernobyl-slysið. 

Jared Harris – Valeríj Legasov, efnafræðingur í Tsjernobyl-nefndinni.
Stellan Skarsgård – Borís Stsjerbína, varaforsætisráðherra.
Paul Ritter – Anatolíj Djatlov, verkstjóri í kjarnorkuverinu.
Con O’Neill – Viktor Brjúkhanov, yfirmaður í Tsjernobyl.
Adrian Rawlins – Níkolaj Fomín, yfirverkfræðingur.
Sam Troughton – Aleksandr Akímov, vaktstjóri kvöldið örlagaríka.
Adam Nagaitis – Vasilíj Ignatenko, slökkviliðsmaður, lést tveimur vikum eftir sprenginguna.
Jessie Buckley – Ljúdmíla Ignatenko, kona Vasilíjs slökkviliðsmanns.
Ralph Ineson – Níkolaj Tarakanov hershöfðingi.
David Dencik – Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna 1985-1991.
]]>
Marilyn Monroe les Ódysseif eftir James Joyce, 1955 http://lemurinn.is/2019/07/05/marilyn-monroe-les-odysseif-eftir-james-joyce-1955/ 2019-07-05T17:30:11+00:00 Stórstjarnan Marilyn Monroe les Ódysseif eftir James Joyce á Long Island í Bandaríkjunum árið 1955. Mynd: Eve Arnold.

Bókavefurinn Druslubækur og doðrantar: „Samkvæmt öruggum heimildum er [myndin] tekin á leikvelli á Long Island um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar af Eve Arnold. Ljósmyndarinn og leikkonan hittust til að taka fremur dæmigerðar myndir af þeirri síðarnefndu. Á meðan myndasmiðurinn tók sér hlé til að skipta um filmu í vélinni greip Marilyn niður í Ulysses eftir James Joyce, sem hún var með í handtöskunni (betra kvenfólk er oftar en ekki með bækur í dömuveskinu), og var svo niðursokkin að Eve Arnold notaði tækifærið og smellti af.“

]]>
Lokum bannáranna fagnað http://lemurinn.is/2019/07/03/lokum-bannaranna-fagnad/ 2019-07-03T17:23:25+00:00 Konur fagna lokum bannáranna í Bandaríkjunum, 1933.

]]>
Yfirgefin blokk við hafið, Kamsjatka, Rússland http://lemurinn.is/2019/07/01/yfirgefin-blokk-vid-hafid-kamsjatka-russland/ 2019-07-01T17:09:54+00:00 Yfirgefin bygging við Okhotsk-haf á Kamsjatka, skaganum harðbýla sem liggur austast í Rússlandi, við Kyrrahafið, norðan við Japan.

Hafið brýtur blokkina smám saman niður en hún var byggð fyrir starfsfólk í fiskiðnaði árið 1964.

Kamsjatka á ýmislegt sameiginlegt með Íslandi. Þar eru eldfjöll, hverir og jöklar. Á sumrin er hitinn um 15 to 20°C. Íbúar eru um 320.000.

Minnir svolítið á þennan draum í Inception, kvikmynd Christopher Nolan frá 2010.

Ferðalag „djúpt inni í skógum“ Kamsjatkaskagans:

Vídjó

Eldfjallið Kronotsky. Það er 3.527 m há eldkeila. Gaus síðast veiku gosi 1923.
]]>
„Óvinurinn“ Jean-Claude Romand og bókin um morðið á fjölskyldunni http://lemurinn.is/2019/06/28/ovinurinn-jean-claude-romand-og-bokin-um-mordid-a-fjolskyldunni/ 2019-06-28T21:20:32+00:00 Frakkanum Jean-Claude Romand, sem myrti foreldra sína, konu og börn árið 1993, hefur verið sleppt úr fangelsi eftir 26 ár. 

Allir ættu að lesa meistaraverkið Óvininn, bókina sem fjallar um voðaverkin og persónuleika morðingjans frá ýmsum hliðum.

Áður en hann framdi morðin lifði Romand tvöföldu lífi í 18 ár. Fjölskyldan hélt að hann væri læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Sviss og rannsakaði æðakölkun.

En í raun hafði hann aldrei lokið námi og vann hvergi. Á meðan hann þóttist vera í vinnunni ráfaði hann stefnulaust á landamærum Frakklands og Sviss og sveik peninga úr ættingjum. Romand myrti fjölskyldu sína í janúar 1993 þegar ættingjar og vinir voru farnir að gruna að maðkur væri í mysunni.


Sigurður Pálsson þýddi
„L’Adversaire“ eftir
Emmanuel Carrère.

Fyrst barði hann konu sína til bana með kökukefli. Daginn eftir horfði hann á teiknimyndir og borðaði morgunkorn með sjö ára dóttur sinni og fimm ára syni. Hann skaut þau síðan til bana með rifli.

Næst keyrði hann 80 km heim til foreldra sinna. Þar drap Romand móður sína og föður. Heimilishundinn líka.

Hann kveikti svo í húsinu sínu þar sem kona og börn lágu í blóði sínu og gleypti svefnpillur. En Romand mistókst að fremja sjálfsmorð og var handtekinn og síðar dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Fréttablaðið 2003.

Rithöfundurinn Emmanuel Carrère skrifaði bókina „L’Adversaire“ (Óvinurinn) um mál Romands sem byggð er á bréfasamskiptum þeirra. Lemúrinn mælir með þessari frábæru bók, sem kom út á íslensku árið 2002 í þýðingu Sigurðar Pálssonar. Hún hefst svona:

Að morgni laugardagsins 9. janúar 1993, á sama tíma og Jean-Claude Romand var að myrða konu sína og börn, var ég með fjölskyldu minni á foreldrafundi í skólanum hjá Gabríel, elsta syni okkar hjóna. Þá var hann fimm ára, jafngamall Antoine Romand. Á eftir fórum við í mat heima hjá foreldrum mínum og Romand fór heim til foreldra sinna og drap þau eftir matinn. Enda þótt ég sé yfirleitt með fjölskyldunni um helgar var ég einn á vinnustofu minni laugardagseftirmiðdaginn og áfram á sunnudeginum því ég var að keppast við að klára bók sem ég var búinn að vinna að í heilt ár. Þetta var ævisaga Philips K. Dick sem skrifaði vísindaskáldsögur. Síðasti kaflinn segir frá því er hann lá banaleguna í dauðadái. Ég lauk við bókina á þriðjudagskvöld og á miðvikudagsmorgni las ég í dagblaðinu Libération fyrstu greinina um Romandmálið.

]]>
Finnska mannvirkið sem á að endast í 100.000 ár http://lemurinn.is/2019/06/23/finnska-mannvirkid-sem-a-endast-i-100-000-ar/ 2019-06-23T15:07:19+00:00 Elstu mannvirki heims eru um 6000 ára. Pýramídarnir í Egyptalandi telja 4500 ár. Elstu hlutar Kínamúrsins eru 2300 ára. Það er ekki neitt miðað við byggingaráætlanir í Finnlandi.

„Into Eternity“ (Til eilífðar) er heimildarmynd um mannvirki sem á að endast í að minnsta kosti 100.000 ár. Onkalo er kerfi jarðganga djúpt í iðrum jarðar á vesturströnd Finnlands, grafið í granítberggrunninn.

Í hellum þessum, á um 450 metra dýpi, verður varanlegur geymslustaður fyrir notað eldsneyti úr kjarnorkukljúfum Finnlands. Áætlað er að hin gríðarstóru göng Onkalo, sem hafist var handa við að grafa 2004, taki við kjarnorkuúrgangi til ársins 2120. Þá verður göngunum lokað um aldur og ævi og mokað fyrir inngang þeirra. Talið er að hætta stafi af úrgangnum í 100.000 ár.

Ekki harðhausinn Michael Madsen.

Heimildarmynd Michael Madsen (ekki Reservoir Dogs-harðhausinn heldur danskur leikstjóri) spyr ýmissa áhugaverðra spurninga um áætlunina. Hvernig vörum við menn í framtíðinni við að opna Onkalo? Hvernig segjum við þeim að hér séu engar Indiana Jones fornleifagersemar heldur stórhættuleg geislavirk efni?

Á hvaða tungumáli og með hvernig stafrófi eða merkjamáli tölum við nútímamenn við fólk eftir 10.000 ár? 50.000 ár? Og ef skilaboðin komast til skila, munu menn lengst í buska framtíðarinnar hlýða okkur? Höfum við einhvern tíma hugsað svona langt fram í tímann?

Kannski munu engir menn lifa lengur þá. En við verðum líka að hlífa arftökum okkar á þessari plánetu við geislavirka sullinu.

Hér er þessi magnaða heimildarmynd, Into Eternity, í fullri lengd (enskt tal):

Vídjó


Michael Madsen: „Þegar ég heyrði fyrst að einhver ætlaði að byggja eitthvað sem á að endast til 100.000 ára, fannst mér það segja ýmislegt um samtíma minn. Þetta hefur ekki verið reynt áður nema í trúarlegum víddum: dómkirkjur, pýramídar og svo framvegis. Þannig að mér fannst þetta merkilegra en bara að grafa holu í jörðina. Fólkið sem hér kemur við sögu þarf að skilja hvað felst í 100.000 árum, og það finnst mér mjög áhugavert því ég næ ekki utan um slíkan tímaskala sjálfur.“ –úr viðtali við Vice.

Vélar grafa í iðrum jarðar.
Onkalo.


]]>
„Bara fordómar“: Besti kvikmyndadómur Íslandssögunnar http://lemurinn.is/2019/06/19/bara-fordomar-besti-kvikmyndadomur-islandssogunnar/ 2019-06-19T13:37:56+00:00 Besti bíódómur Íslandssögunnar birtist 10. mars 1990 í DV. Gísli Einarsson, síðar kaupmaður í hinni frábæru verslun Nexus, sá stórvirkið „Braddock: Missing in Action III“ með hasarhetjunni og harðhausnum Chuck Norris.

SAIGON, 1975. STRÍÐIÐ BÚIÐ.

„Braddock flýgur. Hrapar fljótlega. Landamæri rétt hjá. Fyrst drepa verði. Fljótgert. Braddock særist mikið. Vondi Víetnaminn kemur. Á stórri þyrlu. Kanar bíða hinum megin, en þora ekki. Braddock þarf ekki hjálp. Lyftir varla byssu, en hittir samt. Braddock er langbestur. Happí endir. Auðvitað.“


Þið getið horft á þessa mynd hér:

Vídjó

]]>
Síðasta opinbera einvígið í Frakklandi, 1967 http://lemurinn.is/2019/06/18/sidasta-opinbera-einvigid-i-frakklandi-1967/ 2019-06-18T18:54:12+00:00 Frakklandi, apríl 1967. René Ribière úr flokki De Gaulle á franska þinginu skoraði Gaston Defferre, þingmann sósíalista, á hólm að fornum sið. Sá síðarnefndi hafði móðgað hann á þinginu.

„Eins og fyrr segir var ástæða þessa einvígis sú, að í miklum deilum í franska þinginu í gær, benti Defferre á Ribiere og öskraði: Fáið þennan asna til að halda kjafti.“

Defferre var lýstur sigurvegari eftir að ná að höggva andstæðinginn tvívegis. Báðir sluppu þó með skrámur.

Tíminn sagði frá þessu undarlega máli, 22. apríl 1967:FRANSKIR ÞINGMENN Í EINVÍGI MEÐ SVERÐUM!


Tveir franskir þingmenn, annar sósíalisti, hinn Gaullisti, háðu einvígi upp á gamla móðinn í dag, á berangri skammt fyrir utan París. Einvígið, sem háð var með sverðum stóð í fjórar mínútur, og lauk með sigri sósíalistans Gaston Defferre, borgarstjóra i Marseille. Andstæðingurinn var Rene Ribiere og hlaut hann tvær skrám ur á hægri handlegg. Mikil leynd hvíldi yfir þessari einstæðu viðureign.

Í umræðum í franska þinginu í gær hafði Deferre kallað Ribiere asna. Eftir einvígið sagði Defferre, að Ribiere hefði neitað sð taka í hönd sigurvegarans. Það er hlægilegt og gamaldags að heyja einvígi, en ef ég er neyddur til þess að berjast, berst ég, sagði Defferre.

Einvígið var háð á fögrum stað í útborginni Neuilly. Defferre sagði: Þegar ég hafði veitt Ribiere fyrstu skrámuna á handlegginn bað hann um, að einvíginu yrði hættt. En þegar ég komst að raun um, að andstæðingurinn var ekki raunverulega særður fór ég fram á, að haldið yrði áfram.

Læknar og einvígisvottar féllust á það. Ribiere sagði: Ég særðist ekki. Þetta voru aðeins rispur. Ég er ekki óánægður þegar litið er til þess, að þetta er fyrsta einvígi mitt. Í næsta skipti ferst mér kannski meðhöndlun vopna betur úr hendi.

Ég segi ekki þar með, að ég eigi eftir að berjast aftur. Ribiere sagði ennfremur, að Defferre hlyti að vera vanur skilmingamaður. Eins og fyrr segir var ástæða þessa einvígis sú, að í miklum deilum í franska þinginu í gær, benti Defferre á Ribiere og öskraði: Fáið þennan asna til að halda kjafti.

Ribiere hafði engin umsvif en skoraði Defferre á hólm og bauð honum að velja einvígisvopn, þegar Defferre neitaði að taka orð sín aftur. Þegar Deferre varð að því spurður eftir einvígið í dag, hvort hann héldi enn fast við ummæli sín sagði hann: Já hann er asni, fæddur asni.

Vídjó


]]>
Þegar Kim Jong-un var körfuboltakrakki í Sviss http://lemurinn.is/2019/06/18/thegar-kim-jong-un-var-korfuboltakrakki-i-sviss/ 2019-06-18T18:02:23+00:00 Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu sést hér í Nike-galla á miðri mynd, í Sviss árið 1998. Drengurinn, þá 14 ára, var nemi í Liebefeld-Steinhölzli skólanum í Köniz, og gekk undir dulnefninu Pak-Un. Pilturinn var mikill áhugamaður um körfubolta og krotaði myndir af hetjunni Michael Jordan í skólabækurnar.

Vera hans í Evrópu var leyndarmál og skólafélagar og kennarar héldu að hann væri sonur norðurkóreskra diplómata. Lemúrinn mælir með nýrri bók um leiðtogann, „The Great Successor: The Divinely Perfect Destiny of Brilliant Comrade Kim Jong Un“ eftir Önnu Fifield.

]]>
Guð er ekki til! http://lemurinn.is/2019/06/17/gud-er-ekki-til/ 2019-06-17T23:05:31+00:00 „Guð er ekki til!“ – sovéskt áróðursveggspjald frá 1975.

]]>
Jose Chung’s ‘From Outer Space’ http://lemurinn.is/2019/06/17/jose-chungs-from-outer-space/ 2019-06-17T22:50:42+00:00 Dana Scully les. „Jose Chung’s ‘From Outer Space’“ er fjörugur þáttur í þriðju seríu The X-Files sem leikur sér með bókmenntalega klæki á borð við nokkra óáreiðanlega sögumenn og misjafna túlkun á veruleikanum.

Þessi tækni er stundum kölluð „Rashomon áhrif“, í höfuðið á samnefndri kvikmynd Akira Kurosawa, þar sem fjögur vitni lýsa morði hvert á mismunandi hátt. Í þættinum er líka frásögn í bókarformi um sjálfa atburði sögunnar sem flækja málin enn frekar.

Manst þú eftir fleiri bókum sem komu við sögu í bíómyndum eða þáttum en voru ekki til í raun og veru?

Dagur-Tíminn hitaði upp fyrir sýningu þáttarins í Ríkissjónvarpinu 16. janúar 1997:

Geimverur safna liði!

Eins og alkunna er ágerist það heldur í seinni tíð að geimverur nemi saklaust fólk á brott og eins og dæmin sanna er þeim sem eiga ferð um Miklubrautina hollast að hafa sóllúguna lokaða og beltin spennt.

Í Ráðgátum í kvöld kemur rithöfundurinn Jose Chung að máli við Dönu Scully vegna bókar sem hann er að skrifa um geimgísla eða numa eins og Daníel Þorkell Magnússon myndlistarmaður kallar þá.

Dana segir honum sögu af ungu pari sem kveðst hafa verið uppnumið en vandinn er sá að vitnum ber ekki saman um atburðinn.

Er þetta bara uppspuni í hinum meintu numum eða eru þeir að segja satt, og ef svo er, hvort voru það þá geimverur sem námu fólkið á brott eða útsendarar hersins í einhverjum dularfullum tilgangi?“

]]>
Þjóðbúningur Rúríar, 1974 http://lemurinn.is/2019/06/17/thjodbuningur-ruriar-1974/ 2019-06-17T22:34:20+00:00 Nýr þjóðbúningur, Rúrí, 1974.

„Tillaga um breytingu á íslenska þjóðbúningnum til að laga hann að nútíma þjóðfélagsháttum. Háskólabíó, 1. desember fagnaður stúdenta, 1974.“ (ruri.is)

]]>
Jónas Hallgrímsson og léttklæddar konur http://lemurinn.is/2019/06/17/jonas-hallgrimsson-og-lettklaeddar-konur/ 2019-06-17T22:28:24+00:00 Í þjóðargrafreiti Íslendinga á Þingvöllum áttu að hvíla helstu þjóðhetjur og þjóðskáld nýsjálfstæðs lands. Árið 1946 voru bein Jónasar Hallgrímssonar flutt frá Danmörku (reyndar telja margir að röng bein hafi verið flutt) og grafin á þessum stað, sem Jónas frá Hriflu vildi að yrði „Westminster Abbey“ Íslands.

Fyrir hafði Einar Benediktsson verið grafinn þar. En með breyttum áherslum og hugarfari var horfið frá að grafa fleiri í þjóðargrafreitnum og hefur hann hvílt í friði síðan.

Verk Ragnars Kjartanssonar „Morgunn á Þingvöllum“ frá 2007 sýnir þrjár léttklæddar konur við leiði Jónasar. Ljósmyndin framkallar undarlegar tilfinningar og lætur okkur hugleiða merkingu þjóðararfs, ættjarðarástar, sjálfsímyndar og sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Og um leið minnumst við Jónasar.

Mynd Ragnars prýðir plötu Megasar og Senuþjófanna, „Hold er mold“.

Vídjó

]]>
Þegar Magic Johnson mætti í íþróttahúsið og tók montrassa í bakaríið http://lemurinn.is/2019/04/25/thegar-magic-johnson-maetti-i-ithrottahusid-og-tok-montrassa-i-bakariid/ 2019-04-25T09:43:54+00:00 Fyrir venjulegt fólk sem leikur sér í íþróttum er það líklega draumur að fá að leika uppáhaldsíþróttir sínar með hetjum sínum. Eiður Smári Guðjohnsen að spila leiki á Pollamótinu á Akureyri með venjulegum bumbuboltaleikmönnum er örugglega eftirminnileg reynsla, að minnsta kosti fyrir hina síðarnefndu, svo dæmi sé nefnt.

Ein vinsælasta saga sem gengið hefur um vefsíðuna Reddit birtist árið 2017 og fjallar einmitt um slíkt atvik. Sagan segir frá einum besta körfuboltamanni allra tíma, sem mætti óvænt í íþróttahús KFUM í Hollywood-hverfi Los Angeles í Kaliforníu. Í mörgum borgum Bandaríkjanna er algengt að KFUM og KFUK bjóði almenningi upp á aðstöðu til að stunda íþróttir á borð við sund, almenna líkamsrækt eða körfubolta – og það er einmitt það sem Reddit-notandinn toldyaso gerði í hádegishléinu sínu um sumarið 1997. Gefum honum orðið.

Ég átti alltaf aðildarkort að íþróttahúsi KFUM í Hollywood, þar sem var spilaður körfubolti á hverjum einasta degi. Iðulega mættu þangað nokkrir gaurar sem voru meira og minna alltaf þarna en stundum, einu sinni til tvisvar í viku, mættu alveg sjúklega góðir fyrrum háskólaleikmenn eða jafnvel fyrrum atvinnumenn í körfubolta.

Reglurnar voru þannig að fimm manna lið voru mynduð. Spilað var upp í 10 stig og sigurliðið hélt vellinum, tapliðið skipti við næsta lið sem var tilbúið að spila. Þegar þessir sjúklega góðu leikmenn komu, spiluðu þeir alltaf saman og gátu þannig hangið inni á vellinum klukkustundum saman (þeir voru líka algerir fávitar, þóttust eiga salinn o.s.frv.).

Það var einn maður á besta aldri (um 60 ára eða svo) sem spilaði mjög oft. Hann var ekkert sérstaklega góður en gat látið rigna þristum þegar hann var í stuði en þar að auki var hann oft að gorta sig af því að þekkja Magic Johnson. Að hann myndi einn daginn mæta með Magic og þeir myndu taka þessa sjúklega góðu gaura í bakaríið. Við hinir vorum bara jájá, ekki séns í helvíti. Síðan, viti menn, mæta einn daginn þessir sjúklega góðu gaurar og sigra hvern andstæðinginn á fætur öðrum. Einn þeirra spilaði fyrir UCLA-háskólann á sínum tíma og annar hafði verið atvinnumaður í Evrópu. Þeir voru með alls konar stæla, skipa öðrum fyrir verkum og biðja um aumar villur. Þangað til sextugi gaurinn flippar út og snöggreiðist. Hann fer úr salnum og segist ætla koma aftur eftir 20 mínútur. Og, 20 mínútum síðar, mætir hann aftur ásamt, án djóks, Magic Johnson.

Þetta var um sumarið 1997, þannig að Magic hefur verið hættur í atvinnukörfubolta í eitt ár eftir seinni endurkomu sína. [Innsk: Johnson tók fram körfuboltaskóna veturinn 1995-1996 eftir fjögurra ára hlé frá NBA-deildinni og lék vel sem sjötti maður með Los Angeles Lakers]. Hann var í mjög góðu formi og mér fannst eins og hann væri svona 10 metrar að hæð í samanburði við sjálfan mig, en ég er 188 cm að hæð. Þannig Magic og sá sextugi búa til fimm manna lið. Ég reyndi að fá þá til að velja mig en þeir vildu fá fljótari menn á meðan ég er þekkt skytta [innsk. rólegur, @toldyaso]. Að lokum kom að því að þeir stíga inn á völlinn. Magic tók að sér að vera leikstjórnandi, rakti boltann upp allan völlinn, og sagði að hann myndi aðeins taka tvö skot í hverjum leik. „Fyrstu körfu leiksins, og þá síðustu.“ Hinir gaurarnir brostu háðslega og sögðu honum að skjóta eins og honum sýndist. Þeir virtust ekki vitund stressaðir.

Til að gera langa sögu stutta, Magic gersamlega rústaði þessum leik og lét þessa sjúklega góðu gaura líta út fyrir að vera litla stráka. Eins og hann hafði sagt, þá skoraði hann einmitt fyrstu körfu leiksins, þriggja stiga körfu af mjöög löngu færi (sem taldi reyndar tvö stig eins og algengt er í þannig leikjum) en síðan fór hann bara að senda boltann. Það var eins og hann hafi tekið öll fráköstin í öllum leiknum og átti nokkrar sturlaðar sendingar. Einu sinni tók hann upp á því að rekja boltann allan völlinn með því að hlaupa aftur á bak, hlæjandi alla leiðina og greinilega ekki einu sinni að reyna á sig. Sextugi gaurinn sem kom með Magic hitti síðan úr þriggja stiga skoti til að gera stöðuna 9-3 eða 9-4, man ekki alveg, en þá sagði Magic, skælbrosandi, „jæja, þið fáið að vera með boltann einu sinni enn og síðan er þessum leik lokið.“

Hitt liðið tók boltann upp völlinn en skyndilega, upp úr þurru, eins og eldingu hafi lostið, Magic… hann hvarf bara, hann var það snöggur, hann gersamlega þaut af stað, stal boltanum af leikstjórnanda hins liðsins, rakti boltann upp völlinn eins hjartardýr á spretti, fór upp að körfunni og tróð. Ekkert sérstaklega fast, þetta var ekkert ótrúleg troðsla, þetta var meira eins og hann hafi troðið boltanum með svipaðri áreynslu og venjulegt fólk þarf til að opna hurð á bíl. Andlitssvipurinn breyttist ekki einu sinni. Game over.

Eftirskrift:

Hinir gaurarnir kröfðust þess auðvitað að fá annan leik en Magic minnti þá á að samkvæmt reglunum þyrftu þeir frá að hverfa og bíða eins og allir aðrir. Svo fór að Magic spilaði þarna í íþróttahúsinu í tvo tíma og vann að minnsta kosti 10 leiki á þeim tíma. Þessir sjúklega góðu gaurar fengu sitt tækifæri og spiluðu tvisvar í viðbót gegn liði Magic, sem sigraði aftur í bæði skiptin. Hitt liðið átti ekki séns.

Hér má lesa upprunalega sögu @toldyaso ásamt umræðuþræði sem er einnig mikil skemmtun fyrir körfuboltaáhugafólk.

]]>
Nína Sæmundsson í Los Angeles, 1934 http://lemurinn.is/2019/03/26/nina-saemundsson-i-los-angeles-1934/ 2019-03-26T20:25:01+00:00 Nína Sæmundsson og frumgerð styttunnar af Prómeþeifi í Los Angeles um 1934. Bronsverkið, lokagerð styttunnar, „Prometheus Bringing Fire to Earth“, stendur í MacArthur-garði í borg englanna. 

Nína var þekktasti myndlistarmaður Íslands á fjórða áratugnum og starfaði um árabil í Bandaríkjunum, til dæmis í Kaliforníu þar sem hún starfaði með ýmsum Hollywood-stjörnum. 

Hún lærði nýklassískan stíl á yngri árum í Frakklandi og Ítalíu, en síðar færðist hún yfir til art deco-stíls, eins og þessi stytta er dæmi um.

Frægasta verk hennar er líklega „Afrekshugur“, eða Spirit of Achievement, sem trónir ofan við inngang Waldorf Astoria hótelsins á Manhattan í New York.

Mynd: UCLA, Library Special Collections, Charles E. Young Research Library/Los Angeles Times Photographic Archives

]]>
Jón Trausti og brimgnýrinn á Melrakkasléttu http://lemurinn.is/2019/03/10/jon-trausti-og-brimgnyrinn-a-melrakkaslettu/ 2019-03-10T23:09:49+00:00 Árið 1910 tók þýskur fræðimaður merkilegar ljósmyndir á Melrakkasléttu. Rithöfundurinn Jón Trausti var í kjölfarið beðinn um að skrifa nokkur orð um myndirnar og æskustöðvar sínar við Rauðanúp, nyrst á sléttunni, þar sem ísköld úthafsaldan skellur á forna rauðleita eldstöð.


Jón Trausti var einn 500 Íslendinga sem létust úr spænsku veikinni 1918. Hann var aðeins 45 ára en hafði þó skrifað fjölmargar bækur, til dæmis sögulegar skáldsögur um Önnu á Stóruborg og Skaftáreldanna.

Þó að Jón Trausti sé nokkuð gleymdur í dag, var hann einn ástsælasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar á fyrstu áratugum tuttugustu aldarinnar. Nú á dögum er hann kannski fyrst og fremst þekktur fyrir sögurnar af Höllu á Heiðarbýlinu.


Guðmundur Magnússon, eins og hann hét réttu nafni, var fæddur 1873 í fátæka fjölskyldu á Melrakkasléttu. Fjölskyldan bjó sjálf um tíma í heiðarbýli, sem nú er í eyði, eins og flestir bæir á sléttunni.

En eftir að faðir Jóns Trausta lést, flutti móðir hans á bæinn Núpskötlu við Rauðanúp nyrst á vesturströnd sléttunnar þar sem stutt er til heimskautsbaugsins.

Árið 1910 ferðaðist þýski bókavörðurinn og fræðimaðurinn Heinrich Erkes til Íslands og tók merkilegar ljósmyndir sem varðveittar eru í Þjóðminjasafninu. Erkes ferðaðist átta sinnum til landsins, rannsakaði Öskju og fleiri eldfjöll. Hann fór líka á Melrakkasléttu, eins og sést á myndum hér í greininni.

Árið 1911 bað tímaritið Óðinn Jón Trausta að skrifa nokkur orð um myndir Erkes og minningar sínar um Melrakkasléttu sem hann hafði þá ekki séð í 12 ár.

Þá hafði Heinrich Erkes stungið upp á annar drangurinn við Rauðanúp, sem venjulega var kallaður „Karlinn“ yrði nú nefndur „Jón Trausti“. Það nafn er stundum notað enn um klettinn, sem er heimili fjölmargra fugla, þar meðal súla.

Guðmundur Magnússon, eða Jón Trausti, um hinar dularfullu æskustöðvar sínar við Rauðanúp, þar sem brimið skall á köldum klettum Melrakkasléttu (Óðinn, 1. tbl. 1911):

Myndirnar frá Rauðanúp vekja upp fyrir mjer kærar æskuminningar. Við ofurlitla vík austan undir núpnum stendur bærinn Núpskatla. Þar átti jeg heima frá því jeg var 10 ára og þar til jeg var 15 ára.

Núpskatla stendur á malargranda milli stöðuvatns og sjávar. Mölin er mjó og stórgrýtt, svo að ekki er fært yfir hana með hesta. Austast breikkar hún ofurlítið og þar er græddur upp túnskiki í kringum bæinn.

Vatnið er stórt og djúpt. Austurhluti þess liggur í djúpu jarðfalli og er austurbakki vatnsins gamall gjábarmur. Þar bjó huldufólkið, sem Göngu-Mangi (ömmubróðir minn) átti sífelt í höggi við, þegar hann bjó í Kötlu (líkl. um 1830).   

Jeg kunni þær sögur allar saman og marglifði þær upp í huganum. Jeg var tíður gestur í hömrum huldufólksins. Þar voru brattar brekkur, þaktar kafgrasi, undir hömrunum, en blágrænt hyldýpið fyrir neðan.

Oft lá jeg þarna í skjóli og bað huldufólkið um að birtast mjer, — marg-særði það um, að koma til mín út úr klettunum, ef það væri til, eða ljúka þeim upp fyrir mjer.  Og oft sofnaði jeg þar. En aldrei varð jeg huldufólksins var, hvorki í vöku nje svefni. Heyrði það ekki einu sinni skafa pottana sína inni í klettunum.

Á veturna lagði ágætan skíðaskafl af klettabrúnunum langt fram á ísinn á vatninu. Á vorin, þegar vatnið losnaði, brotnaði smám saman framan af skaflinum og stórir jakar sigldu um vatnið — sigldu stundum í silunganetin okkar og rifu þau öll í sundur.

Loks eyddist skaflinn með öllu og jakarnir líka.

En lang-vænst þótti mjer um núpinn. Jeg þóttist ekki lítill maður í fyrsta skifti sem jeg komst upp á hann. Síðan átti jeg þangað margar ferðirnar.

Núpurinn er ekki hár, um 450 fet. En vegna legu hans er þaðan afarmikil og fögur útsýn. Allur fjallaklasi Norðurlands, frá Siglunesi inn á Mývatnsöræfi, blasir við, og í mestu hyllingum sjást hnúkar vestur á Hornströndum. Grímsey er að sjá eins og gríðarstórt gufuskip vestur í hafinu. Austur um Sljettuna er útsýnin mikil að vísu, en ekki nærri því eins fögur.

Og mikils þótti mjer um vert að vera á núpnum þegar gufuskip fóru framhjá — að sjá nærri því beint ofan yfir þilfar þeirra fáa faðma frá fótunum á mjer. Jeg hef sjálfsagt tafist stundum frá smalamenskunni meira en góðu hófi gegndi þegar gufuskip voru að koma.

Ofan í miðjan núpinn er eldgamall gýgur, nefndur Ketill, aldeilis ódæma gímald. Hann hefur auðsjáanlega gosið eftir ísöld og hraunið runnið norðvestur úr honum ofan í sjóinn. Efri hluti núpsins er eintóm gjallhrúga úr »katlinum«.

Núpurinn er fagurlega þverhníptur að framan og mjög sundurjetinn af briminu. Þar stendur, laus frá höfuðbjarginu, drangur sá, er Heinrich Erkes frá Köln hefur nú hefið höfundarnafn mitt og nefnt Jón Trausta.


Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.

Áður var hann ekkert nefndur annað en »karlinn«. Það er líklega mesti drangur hjer við land, um 400 fet á hæð og eftir því á annan vöxt. Bjargið er alt kvikt af fugli og »nafni minn« alhvítur af fugladriti. Langt upp eftir bjarginu liggja grænar torfur af skarfakáli, og þekja urðina undir bjarginu, þar sem lundinn á heima.

Fremst í núpnum er bjargið alt úr blágrýti, en innan til koma fram í því bekkir af fagurrauðu móbergi, og inst er það í stórum skriðum. Það er þetta rauða móberg, sem gefið hefur fjallinu nafn. Minnistæðust af öllu, sem jeg sá í Kötlu, eru mjer haustbrimin þar. Aldrei hefur neitt þvílíkt borið fyrir mig.

Þar er að djúpt og í norðaustan-átt á haustin ganga hafsjóarnir óbrotnir alla leið upp í mölina og núpinn. Mölin veitir nokkurt viðnám, en þó gekk sjórinn yfir hana inn í vatnið, og heim á bæinn. Stórtrje rak stundum heim að bæjarveggnum hjá okkur, og með þessa einu byttukænu, sem stjúpi minn átti, var rjett að kalla hvergi friður.

Rekaviður við sjóinn á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.

Að lýsa berserksgangi brimsins er mjer um megn. Mjer finst orðin falla máttlaus til jarðar eins og vængbrotnir smáfuglar; en myndirnar standa ógleymanlega skýrar fyrir mjer enn þá, eftir 25 ár, og brimgnýrinn ómar mjer enn í hlustum.

Ferlegast var að sjá brimið við núpinn. Þá veitti »nafna mínum« ekki af traustleika sínum, að sjóirnir skildu ekki velta honum um koll.

Hann stóð þar eins og stefni á brindreka, alveg hlífðarlaus, og klauf sjóana. Inn með honum að norðanverðu er vogur, sem nefndur er »gjáin« og fyrir handan hana annar blágrýtisdrangurinn, sem enn er þó fastur við höfuðbjargið og heitir Sölvanöf.

Þegar sjóarnir skullu inn í þessi þrengsli, gaus upp hvítur brimstrókur, sem náði langt upp fyrir bjargabrúnirnar, eða 450 fet yfir sjóarflöt.

Það er 4-5 sinnum hærra en Geysir kemur vatnsstólpa sínum, sem þó er margfalt grennri og úr ljettara vatni. Slíkt heljar-afl hefur ekkert, sem jeg þekki, annað en brimið.

Sjórinn er búinn að sverfa dálítið slöður inn í dranginn neðantil og eru þar helliskútar, sem óskapadrunur heyrast í, þegar brim er. Undir ölduborðinu eyðist bergið minna og fótur drangsins er alvaxinn þangi.

Um þetta slöður tekur brimið dranginn einhvern tíma í sundur; en langt verður þangað til.

Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Æðafuglavarp á Grjótnesi. Erkes, 1910.

Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Á Melrakkasléttu. Erkes, 1910.
Frá heiðarbýlinu þar sem Jón Trausti bjó sem barn um 1875, og var löngu komið í eyði þegar Þjóðverjinn Erkes myndaði það 1910.


Kvæði Jóns Trausta um leikvöll æskunnar.

Mynd Geirs Zoëga af dröngunum um 1930.


]]>
Tsjekhov 34 ára http://lemurinn.is/2019/03/05/tsjekhov-34-ara/ 2019-03-05T22:17:14+00:00 Rússneska leikskáldið Anton Tsjekhov 34 ára gamall árið 1894. Hann lést tíu árum síðar. Lituð ljósmynd Alexanders, stóra bróður Antons.

]]>
Pýramídarnir í Giza og stórborgin http://lemurinn.is/2019/03/04/pyramidarnir-i-giza-og-storborgin/ 2019-03-04T22:18:00+00:00 Pýramídar gnæfa yfir Giza í Egyptalandi. Borgarsvæði Kaíró hefur vaxið hratt á síðustu áratugum eins og egypska þjóðin öll. Íbúar í landinu voru um 76 milljónir árið 2005 en eru um 102 milljónir í dag.

Ljósmynd: Paulo Azevedo.

]]>
Kalínín-breiðgatan í Moskvu, 1977 http://lemurinn.is/2019/02/27/kalinin-breidgatan-i-moskvu-1977/ 2019-02-27T15:10:46+00:00 Kalínín-breiðgata í Moskvu 1977 skartar rússnesku skammstöfun Sovétríkjanna, CCCP, Союз Советских Социалистических Республик eða Soyuz Sovetskikh Sotsialisticheskikh Respublik. Á hinni myndinni sjáum við götuna í nútímanum. Hún var endurnefnd Nýja Arbat-breiðgata eftir hrun Sovétríkjanna.

Mikhaíl Kalínín var einn af stofnendum Sovétríkjanna og þó að hann félli í skugga Leníns og Stalíns var hann að nafninu til forseti ríkisins frá 1919 til 1946.

Via Reddit.
]]>
Hulme Crescents í Manchester, IRA og saga unglings frá Grafarvogi http://lemurinn.is/2019/02/24/hulme-crescents-i-manchester-ira-og-saga-unglings-fra-grafarvogi/ 2019-02-24T19:53:24+00:00 „Hulme hálfmánarnir” voru vígðir 1972 í Manchester. Aðeins 12 árum síðar var húsaþyrpingin opinberlega yfirgefin. Fólk bjó þó í blokkunum fram til um 1991 og þar voru til dæmis haldin rave. Eftir hryðjuverk IRA sumarið 1996 var borgin enduruppbyggð og þá hurfu síðustu leifar hálfmánanna.

Ég gerði fyrirlestur um daginn um Hulme Crescents-blokkirnar í Manchester í námskeiði um félagslegt húsnæði í námi mínu í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi.

Þær voru með metnaðarfyllstu félagsbústöðum allra tíma og stærsta slíka verkefni í Evrópu þegar blokkirnar voru vígðar árið 1972.

Hér máttu börn ekki búa eftir 1974. Og síðustu árin voru ónothæfar íbúðirnar heimili útigangsfólks, glæpamanna og listafólks. Blokkirnar voru loks rifnar árið 1994.


Árið 1984 var ástandið á svæðinu hins vegar orðið svo slappt að ekki þótti lengur sanngjarnt að rukka leigu. Blokkirnar höfðu einnig verið „bannaðar börnum“ frá árinu 1974, eftir að barn hrapaði af svölum einnar götunnar í háloftunum.

Fólk bjó samt enn í íbúðunum til 1991 eða svo. Sumar íbúðir voru algerlega ónothæfar, öðrum var breytt í skemmtistaði til að halda rave-partý. Fyrir utan blokkirnar, sjálfa hálfmánana, var síðan PSV-klúbburinn, þar sem Factory Records var stofnað árið 1978.

PSV-klúbburinn við Hulme Crescents í Manchester. Þar stigu sveitir á borð við Joy Division sín fyrst skref og þar var útgáfan Factory Records stofnuð.

Allavega.
 

Hulme Crescents var loks rifið niður en það tók sinn tíma. Alveg helvíti mikil steypa sem þurfti að hreinsa upp.

Það var í raun ekki fyrr en um sumarið 1996 þegar IRA sprengdi 1,5 tonna sprengju í miðborg Manchester, sem lagði hluta hennar í rúst. Sprengingin var sú kraftmesta í sögu Bretlands eftir seinni heimsstyrjöldina. Enginn lést en 212 slösuðust. Tjónið var metið á um milljarð punda.

Sprengingin í Manchester 1996 átti sér stað 15. júní kl. 11.17 að staðartíma. Sem betur fer tókst lögreglu og borgaryfirvöldum að rýma svæðið í kringum sprengjuna, áður en hún sprakk.

Hryðjuverkið varð, í öllu falli, að nokkurs konar vendipunkti í sögu borgarinnar.

Manchester fékk mikið fjármagn til enduruppbyggingar og loks var farið í að hreinsa almennilega upp eftir Hulme Crescents, auk þess sem farið var í fjölmörg verkefni til að gæða borgina lífi á ný. Húsnæðis- og menningarverkefni sem borgin nýtur enn góðs af.

Vídjó


En þetta rifjaði einnig upp fyrir mér að ég sjálfur var einmitt í Manchester stuttu eftir þessa sprengju. Með föður mínum. Í september 1996.

Og ég man hvernig allar byggingar í miðborginni voru klæddar risavöxnum tjöldum og hafði ekki hugmynd hvers vegna.

En það sem ég mundi svo líka var að þessi ferð bauð upp á frábært tækifæri. Á þessum tíma voru að ryðja sér til rúms svokallaðir víngosdrykkir.

Svona eins og Breezer, nema ekki Breezer því það var ekkert ennþá til. Þetta voru drykkir eins og Hooch! Og ég man að ég hafði séð frétt um að þetta væri faraldur í Englandi og unglingadrykkja hafði færst í aukana og allt væri á niðurleið. 

Ég var því að sjálfsögðu búinn að ákveða löngu áður en við fórum að ég ætlaði að ná mér í smá af þessu Hooch!

Rétt áður en við pabbi fórum á flugvöllinn náði ég að blekkja hann. Sagðist ætla út í sjoppu að kaupa Skittles eða álíka, sælgæti sem ekki var fáanlegt á Íslandi á þeim tíma.

Ég fór í sjoppu nálægt hótelinu og komst yfir heilar fimm flöskur af Hooch! og eina flösku af Guinness-bjór. Setti þetta allt í bakpoka sem ég bar alla leiðina heim í Grafarvog.

Þetta var löngu fyrir 11. september og ekkert verið að leita í einu né neinu, hvað þá bakpoka hjá skjannahvítum unglingi frá Íslandi. En já. Þetta er sagan mín af Hulme Crescents, Corporation St. sprengingunni í Manchester og Hooch! (sem var frekar vondur drykkur ef ég man rétt).

Hooch var frekar slappur drykkur sem gerði allt vitlaust á Bretlandseyjum um miðbik 10. áratugar síðustu aldar.

]]>
Dóttir Bresnjevs slettir úr klaufunum http://lemurinn.is/2019/02/21/dottir-bresnjev-slettir-ur-klaufunum/ 2019-02-21T18:03:17+00:00 Galina Bresnjeva, dóttir Leóníds Bresnjev, dansar uppi á borði skömmu eftir hrun Sovétríkjanna. Faðir hennar, sem sést á mynd í bakgrunni, sat við stjórn landsins frá 1964 til 1982.

]]>
Íranska draugaborgin og legókubbarnir í eyðimörkinni http://lemurinn.is/2019/02/21/iranska-draugaborgin-og-legokubbarnir-i-eydimorkinni/ 2019-02-21T17:54:11+00:00 Fjórar milljónir Írana áttu að fá ódýrt húsnæði í nýjum blokkum um allt land, samkvæmt plönum Mahmoud Ahmadinejads forseta 2005-2013.

Þær áætlanir fóru hins vegar víða út um þúfur vegna efnahagskreppu og íranska ríkið hefur í síðustu ár verið sligað af kostnaði vegna hins gríðarstóra Mehr-verkefnis.

Þótt blokkirnar séu fullreistar á sumum stöðum, liggja aðrar rétt fokheldar, eins og týndir legókubbar í eyðimörkinni.

]]>
Ögmundur, Gorbatsjov og Eiður Hóratíussona http://lemurinn.is/2019/02/19/ogmundur-gorbatsjov-og-eidur-horatiussona/ 2019-02-19T20:09:10+00:00 Lesandi Lemúrsins skrifar: „Reyndi Ögmundur Jónasson að leika eftir Eiði Hóratíussona eftir David, þegar hann hitti Gorbatsjov á leiðtogafundinum 1986?“

Með þessum orðum sendir hann mynd sem birtist í Vikunni 1986 af Ögmundi, fyrrverandi ráðherra, sem þá var fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Líkamsstaða fréttamannsins minnir á eitt frægasta listaverk nýklassíska stílsins.

Fréttamaðurinn beinir hönd sinni beint upp að leiðtoga Sovétríkjanna, líkt og Rómverjarnir á málverki Davids. Þeir heilsa föður sínum að fornum sið, sem heldur á sverðum.


Málverk Jacques-Louis David frá 1784-85 hangir í Louvre í París og sýnir þrjá goðsagnakennda rómverska bræður af Hóratíusarætt sem ákveða að fórna sér fyrir borg sína í stríði við nágrannaborgina Alba Longa.


Um verkið skrifaði Björn Th. Björnsson listfræðingur eftirtalin orð. En þau birtust í bókinni Aldateikn árið 1973:

Björn Th. Björnsson

Hér þarf að mála mynd

Það er ekki oft sem sýning málverks telst til stóratburða í stjórnmálasögunni. Venjulegast spinnur myndlistin aðeins hið innra virki þjóðlífs og huglægra samskipta, en reisir ekki gunnfána ytri átaka. Þó gerðist einmitt þetta í París árið 1785, þegar málarinn Jacques Louis David, þá 36 ára að aldri, sýndi opinberlega málverk sitt, Eið Hóratíussona.

*

Myndin spurðist út og fólk streymdi daglangt fram hjá henni, ekki einasta Parísarbúar, heldur komu menn langleiðis að, og tendrandi afl hennar varð hvarvetna að umræðuefni, aðdáunar jafnt sem hneykslaðra andmæla. Koparstungur voru gerðar eftir henni og seldar um allt Frakkland.

*

En hvað var það sem gerði málverk þetta að þvílíkri kveikju? Að efni til vísar myndin til þeirrar rómversku sagnar, er synir Hóratíusar hins eldra sverja föður sínum þess dýran eið, við sverð sín, að berjast fyrir frelsið eða deyja ella. en um leið vefst inn í efni hennar minni úr einu leikrita Corneilles, þar sem frá því segir, að dóttir Hóratíusar hafi verið svívirt, og bræður hennar strengt þess heit að hefna sóma hennar. Því hallast hún hér hnípin að öxl móður sinnar og vekur grun áhorfandans um það, að bræður hennar muni verða að bana manninum sem hún ann.

*

Stjórnmálalegt inntak myndarinnar var þó ekki aðeins í frásagnarefninu, heitstrengingunni um að berjast fyrir frelsið eða láta lífið ella, heldur var um leið skírskotað til lýðveldishugsjónarinnar, sem Rómverjar hinir fornu hófu til vegs. Sjálft átti Frakkland enga sögulega fyrirmynd lýðfrelsis sem bent yrði til, og áhuginn beindist því að klassiskum fornminjum Grikklands og Rómarveldis, þar sem lýðfrelsi lyfti menningunni svo hátt sem raun bar vitni. Verið var að grafa fornborgirnar Pompei og Herkulaneum undan vikri aldanna, og hrifningin af því sem þar kom í ljós blandaðist hugsjóninni um byltingu og lýðveldi heima fyrir.

*

En Eiður Hóratíussona var enn annað og meira. Í myndinni var gunnþytur nýrrar stefnu, nýklassiska stílsins, sem reis hér öndverður gegn allri þeirri list sem tengdist hirðlífi og konungsveldi 18. aldar. Lýðveldissinnarnir, hugsjónasmiðir byltingarinnar, litu á allt hið flögrandi skraut rókokótímans sem tákn hnignandi yfirstéttar sem löngu hefði glatað öllu sambandi við þjóðina og fyrirgert forystuhlutverki sínu. Í stað þessa áhyggjulausa leiks, til skrauts í hallarsölum, kom nú hin harða lína og skarpa mótun í málverki Davids. Eiðurinn var því forboði byltingar á mörgum sviðum, þótt enn liðu fjögur ár þar til Bastillan félli, 1789.


Aldateikn bls. 117-118.
]]>
Lagerfeld 1973 http://lemurinn.is/2019/02/19/lagerfeld-1973/ 2019-02-19T14:22:45+00:00 Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld (1933-2019) árið 1973.

]]>
Pelé og nasistarnir http://lemurinn.is/2019/02/18/pele-og-nasistarnir/ 2019-02-18T17:58:48+00:00 Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pelé slakar á við tökur á kvikmyndinni Escape to Victory árið 1981, sem fjallar um hóp stríðsfanga í síðari heimsstyrjöldinni sem spila fótboltaleik við þýska fangara sína. 

Myndin var tekin í Ungverjalandi, sem þá var kommúnistaríki og leikvangurinn sem við sjáum hér var heimavöllur MTK, liðs frá Búdapest sem frægt er fyrir að hafa haft marga gyðinga í röðum sínum og í miklu uppáhaldi fólks af þeim uppruna. Það hlýtur að hafa verið stórundarlegt að sjá hakakrossa og nasistafána þekja völlinn. 

Jöfurinn John Huston leikstýrði Escape to Victory, sem þótti ekki besta mynd ferils hans. Auk Pelé skartaði myndin Sylvester Stallone, Michael Caine, Max von Sydow og fótboltastjörnum á borð við Bobby Moore og Osvaldo Ardiles.

Vídjó

]]>
Norðurkóreskt kvöld http://lemurinn.is/2019/02/15/nordurkoreskt-kvold/ 2019-02-15T18:07:47+00:00 Ljósi er varpað á veggmynd af Kim Il-sung, stofnanda Norður-Kóreu, í dimmri Pyongyang, höfuðborg kommúnistaríkisins. (Reuters 2011)

]]>
Snjáðar ljósmyndir Ungverja sýna Ísland sumarið 1974 og veturinn 1975 http://lemurinn.is/2018/12/30/snjadar-ljosmyndir-ungverja-syna-island-sumarid-1974-og-veturinn-1975/ 2018-12-30T23:55:57+00:00 Ungverskur ljósmyndari sem kallar sig Szilas ferðaðist til Íslands sumarið 1974 og veturinn 1975. Hér sjáum við afrakstur þeirrar ferðar í nokkrum missnjáðum myndum sem sýna landið í skemmtilegum sjónarhornum.

 

(meira…)

]]>
Jól hjá bandarískum hermönnum á Íslandi, 1942 http://lemurinn.is/2018/12/25/jol-hja-bandariskum-hermonnum-a-islandi-1942/ 2018-12-25T17:11:40+00:00 Bandarískir hermenn halda jól á Íslandi árið 1942. (U.S. Army Center of Military History)

(meira…)

]]>
Dularfull auglýsing 1912: „Farðu að skila úrinu, sem jeg lánaði þjer“ http://lemurinn.is/2018/11/13/dularfull-auglysing-1912-fardu-ad-skila-urinu-sem-jeg-lanadi-thjer/ 2018-11-13T14:00:10+00:00 Tómas Tómasson, trésmiður á Laugavegi í Reykjavík, birti fjórar auglýsingar í Vísi í ársbyrjun 1912 með sama textanum undir dálknum Tapað-Fundið.

 

Hann bað „kunningja“ að skila úri sem hann hafði lánað þeim ónefnda manni í pósthúsportinu við síðastliðin „lok“.  Hvaða undarlega atburðarás var þetta?

 

Vísir, 28. janúar 1912.

 

Vísir, 31. janúar 1912.

 

Vísir, 2. febrúar 1912.

 

Vísir, 6. febrúar 1912.

 

Tómas Tómasson drukknaði árið eftir í hörmulegu slysi við höfnina í Reykjavík sem þá var í byggingu. Hér á eftir er sorgleg frásögn af slysinu sem birtist í blaðinu Reykjavík í október 1913. Tómas datt af pöllum við járnbrautarlestina sem notuð var við hafnargerðina, féll í sjóinn og sogaðist út með hörðum straumum. Hann lét eftir sig konu og fimm börn.

 

 

Slys við hafnarvinnuna.
Maður dettur í sjóinn og drukknar.

Svo bar við seinni hluta dags á þriðjudaginn að þrír menn voru við vinnu á verkpalli einum framarlega í járnbrautarbrúargrindinni. Eru staurar miklir reknir niður í sjávarbotninn, sem eiga að halda uppi járnbrautinni, er flytur möl og stórgrýti í hafnargarðinn og eru staurarnir reknir niður og brúin þannig lengd, jafnótt og garðinum miðar áfram.

 

Þessir þrír menn, sem á pallinum stóðu, voru Tómas Tómasson trésmiður hér í bæ, Guðmundur Þorgrímsson og Þorlákur Magnússon úr Hafnarfirði. Stóðu þeir Tómas og Guðmundur á pallinum vestanverðum en Þorlákur austantil á honum. En alt í einu brotnaði planki, sem hélt pallinum uppi vestanmegin og varð þeim þá fótaskortur Tómasi og Guðmundi.

 

Guðmundur náði samt fljótt í einn af brúarstaurunum og gat haldið sér föstum, en Tómas rann út af pallinum og í sjóinn. Fallið var ekki hátt — liðug alin — en hann fór í kaf og skaut ekki upp fyr en þó nokkrum (á að gizka 5—10) föðmum fyrir vestan brúna; því að harður útstraumur var. Guðmundur og Þorlákur hlupu strax til og fleygðu út til hans tveim plönkum og einu borði — enda kallaði Tómas til þeirra að gera það.

 

En það var til einskis því að hann náði ekki í plankana þó að þeir kæmu mjög nálægt honum, og virtist sem þá væri svo af honum dregið að hann ekki hefði mátt til að handsama þá. En þeir Þorlákur hlupu þá upp brúna og fóru með öðrum í bát, sem lá þar í fjörunni við garðinn innanverðan, og reru sem mest þeir máttu út þangað, er þeir hugðu Tómas vera. Leituðu þeir að honum í fulla klukkustund en tókst ekki að finna hann. Var hann þá sokkinn. En seinna um kvöldið fannst hann liðið lík á Akureyjargranda.

 

Jón Magnússon bæjarfógeti hélt jafnskjótt próf út af slysinu og skýrðu sjónarvottar frá því eins og að framan er sagt. En um plankann, sem brotnaði og örsakaði slysið þá ber mönnum saman um að hann hafi virst hinn traustasti og átt að geta borið miklu meiri þunga en þessa 3 menn. Hann var 7 þumlungar á breidd, 2 þuml. á þykt og var á rönd undir pallinum og hafið tæp hálf sjötta alin.

 

Sárið þar sem hann brotnaði var hvítt og engir gallar að sjá í plankanum. Það er því í raun og veru lítt skiljanlegt hvernig hann fór að brotna, en efalaust hefir viðurinn í honum af einhverjum ástæð-um verið ónýtari en hann virtist vera, úr því telja má víst, að plankinn hafi verið heill þegar hann var festur. En mennirnir sem á pallinum stóðu höfðu sjálfir tekið hann og fest. Það á því enginn sök í þessu slysi. Það var ófyrirsjáanlegt og óviðráðanlegt. Tómas heitinn fór frá konu og fimm börnum. Vátrygður var hann sem aðrir, er að höfninni vinna.

]]>
Ráð undir rifi hverju: Framhaldslíf röntgenmynda í Sovétríkjunum sem hljómplötur http://lemurinn.is/2018/11/04/rad-undir-rifi/ 2018-11-04T15:35:58+00:00 Á eftirstríðsárunum varð fjölföldun á ýmsu menningarefni að andófsstarfsemi í Sovétríkjunum. Fróðleg birtingarmynd þess var þegar gamlar röntgenmyndir fengu framhaldslíf sem hljómplötur.

 

Á umbrotatímunum undir lok seinna stríðs, áður en járntjaldið umlukti Austur-Evrópu og leynilögreglan herti ritskoðun í Sovétríkjunum, fengu þegnar smjörþefinn af vestrænni menningu í gegnum hersetu á stríðshrjáðum svæðum.

 

Fyrst um sinn létu yfirvöld sig lítið varða hvaða bækur voru lesnar og hvaða tónlist var spiluð eða um kynhneigð og skoðanir listamanna.

 

Það breytist fljótt til hins verra með tilheyrandi ritskoðun, bannvæðingu og útskúfunum. Sovéskir menningarvitar dóu hinsvegar ekki ráðalausir heldur hófu víða að afrita með handskrift bannað ritefni og deila því leynt.

 

Sú iðja fékk nafnið Samizdat eða „sjálfsútgáfa“, sem andófsmaðurinn Vladimir Bukovsky lýsti á eftirfarandi hátt: „Ég skrifa það sjálfur, ritstýri því sjálfur, ritskoða það sjálfur, gef það sjálfur út, dreifi því sjálfur og sit í fangelsi fyrir það sjálfur.“

 

Prýðilegur svartur markaður grasseraði brátt en eðli málsins samkvæmt reyndist öllu erfiðar að afrita og fjölfalda tónlist. Boltinn fór fyrst að rúlla árið 1946 þegar Pólverjinn Stanislav Philo kom til Leningrad með litla Telefunken-upptökugræju hugsaða fyrir fréttaritara á stríðstímum.

 

 

Philo opnaði búð þar sem vegfarendur gátu litið inn, tekið upp stutta kveðju á vínyl og sent vinum eða ættingjum. Ekki leið á löngu þar til hann var farinn að halda samkomur á kvöldin þar sem hann afritaði bannaðar plötur á meðan tilvonandi kaupendur blönduðu saman geði.

 

Einn fastagesta Philos á þessum tíma var ungur maður að nafni Ruslan Bogoslovsky sem eyddi þar löngum stundum ásamt félaga sínum. Það voru ekki bara kurteisisheimsóknir því á meðan veru sinni stóð tókst honum að skrá niður ítarlegar upplýsingar um græjuna svo lítið bar á með það í huga að smíða sína eigin. Svo vildi nefnilega til að faðir hans var verkfræðingur og hafði aðstöðu í skúrnum heima hjá sér til framkvæmda.

 

Þeim tókst ætlunarverk sitt og gott betur, vélin var svo vel heppnuð að gæðin þóttu betri en hjá sjálfri frumútgáfunni og hófu þeir félagar þegar fjöldaframleiðslu og sölu á plötum undir nafninu Gullhundagengið, sem var tilvísun í frægt einkennismerki breska plötuframleiðandans His Masters Voice.

 

Fljótlega rákust þeir þó á vegg. Eftirspurnin var slík að þeir gátu illmögulega fundið efnivið til að skera plöturnar með löglegum hætti án þess að vekja eftirtekt yfirvalda. Þá vildi svo heppilega til að spítalar voru í óða önn að losa sig við gríðarlegt magn röntgenmynda sökum nýrrar reglugerðar þar sem myndirnar sköpuðu eldhættu.

 

Á þessum tímum var lítið hugsað um persónuvernd og iðulega var starfsmaður bara beðinn um að henda þeim í næsta ruslagám. Því gat Gullhundagengið einfaldlega valsað inn með örfáar rúblur, eða jafnvel vodkapela sem gjaldmiðil, og kippt með sér heilu bunkana af röntgenmyndum á leiðinni út. Röntgenmyndirnar skáru þeir síðan í hringlaga form og var gat brennt fyrir miðju með sígarettu en þaðan kemur jú einmitt nafnið Roentgenizdat. Stykkið kostaði að jafnaði eina til eina og hálfa rúblu.

 

Einn stærsti markhópur Gullhundagengisins voru hin svokölluðu Stilyagi. Hópur ungmenna með vestræna menningu á heilanum, klæddu sig á ýktan máta eftir vestrænni tísku þess tíma og hlustuðu á rokk, blús og djass.

 

En þótt að hin litríku Stilyagi og áhugi þeirra á vestrænni menningu hafi fengið mestan hluta sviðsljóssins við enduruppgötvun þessa fyrirbæris nú eftir fall Sovétríkjanna virðist sem svo að þeir innlendu listamenn sem höfðu orðið fyrir barðinu á ritskoðun, t.a.m. hinn samkynhneigði Vadim Kozin, voru ekki síður vinsælli og þá jafnvel söluhæstir.

Vídjó

Þetta framtak Bogoslovskys gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Á ferli sínum var hann fangelsaður þrisvar, og þá í nokkur ár í senn, en aldrei gafst hann upp heldur tók upp fyrri iðju af nýjum eldmóð í hvert skipti þegar út var komið. Þegar hann loks slapp út eftir þriðju fangelsunina voru tímarnir hinsvegar breyttir. Í kjölfar hinnar sjöttu alþjóðlegu ungliðahátíðar sem haldin var í Moskvu árið 1957 mýktust yfirvöld gagnvart erlendri tónlist og lyftu t.a.m. banninu gagnvart djassinum.

 

Stuttu síðar leyfðu yfirvöld einkaeigu á kasettutækjum þannig að markaðurinn hvarf endanlega fyrir vínylplötum Gullhundagengisins og voru dagar þess þar með taldir. Ekki er vitað til þess að gengið hafi haldið neina skrá yfir útgáfur sínar og þar fyrir utan entust þær ekki lengi. Hljómgæðin þóttu ekki góð nýpressaðar hvað þá heldur eftir ítrekaðar spilanir en þrátt fyrir það þykja Roentgenizdat plötur eigulegir safngripir í dag.

 

Vídjó

Húni Hilmarsson aka dj presmach

]]>
Steve Wozniak, stofnandi Apple, var annar maðurinn til að fara í teygjustökk á Íslandi http://lemurinn.is/2018/10/09/steve-wozniak-stofnandi-apple-var-annar-madurinn-til-ad-fara-i-teygjustokk-a-islandi/ 2018-10-09T15:13:49+00:00 Í júlí 1992 varð Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, fyrstur manna á Íslandi til að fara í teygjustökk. Það gerði hann fyrir utan Kringluna á fimm ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar og Hard Rock Café á Íslandi, sem hann rak. SSSól lék Rolling Stones lagið Start Me Up á meðan Tommi stökk.

 

En sá sem fór næstur í teygjuna, að sögn Tomma, var heimsfrægur. Það var enginn annar en Steve Wozniak sem stofnaði Apple með Steve Jobs. Sá var á nokkurs konar heimsreisu um Hard Rock-staði og varð við þetta tækifæri því annar maður Íslandssögunnar til að fara í teygjustökk.

Wozniak og Steve Jobs á árum áður.

 

Tommi sagði þessa lygilegu sögu í hlaðvarpsþætti Snorra Björns á dögunum. Steve Wozniak kom til Íslands í nóvember 1991 og kíkti þá á Hard Rock í Kringlunni. Milljarðamæringnum leist greinilega vel á staðinn því í júlí 1992 var hann aftur kominn.

 

„Daginn sem Hard Rock verður fimm ára er hringt í okkur frá Hótel Holt. Og sagt að þar væri staddur maður sem vildi endilega koma á Hard Rock Café,“ segir Tommi. „Þá var það Steve Wozniak, sem var þá í ferð með vinum sínum, voru átta saman. Og ég var með skrifstofu í turninum í Kringlunni og þar voru svalir. Steve Wozniak var þar og horfði á hljómleikana og horfði á mig stökkva í teygjunni.”

 

Eftir að sjá stökkið fann Wozniak son Tomma og sagði: „Mig hefur alltaf langað til að stökkva í teygju. Má ég stökkva?“

 

„Og Steve Wozniak var annar maðurinn til stökkva í teygjustökki á Íslandi,“ segir Tommi á Hamborgarabúllunni.

 

DV fylgdist með Tomma á afmæli Hard Rock.

]]>
Andrei Tarkovsky tók Polaroid myndir til að „stöðva tímann“ http://lemurinn.is/2018/09/25/andrei-tarkovsky-tok-polaroid-myndir-til-ad-stodva-timann/ 2018-09-25T17:23:18+00:00 Fyrir nokkrum árum fannst bunki af Polaroid myndum sem rússneski kvikmyndaleikstjórinn Andrei Tarkovsky (1932–1986) mun hafa tekið um 1979 til 1984.

 

„Árið 1977 birtist Tarkovsky með Polaroid vél í brúðkaupinu mínu í Moskvu. Hann hafði þá nýuppgötvað tækið og kætti okkur með brellum sínum með það. Hann og [Michelangelo] Antonioni voru vottar í brúðkaupinu. Venju samkvæmt þurftu þeir að velja tónlistina sem var leikin á meðan skrifað var undir hjónavígsluna. Þeir völdu Dónárvalsinn.

 

Antonioni notaði líka polaroid vél á þeim tíma. Ég man að þegar við skoðuðum staði í Úsbekistan, þar sem við ætluðum að gera bíómynd – en gerðum svo aldrei – gaf hann þremur eldri múslimum ljósmyndirnar sem hann hafði tekið af þeim. Um leið og sá elsti sá myndirnar skilaði hann þeim og sagði: „Til hvers eru þær, til að stöðva tímann?“ Svarið kom svo á óvart að við þögðum bara.

 

Tarkovsky hugsaði mikið um hvernig tíminn flýgur og einbeitti sér að því að stöðva hann – ef ekki væri fyrir augnablik með Polaroid myndavélinni.“ — Ítalska skáldið og handritshöfundurinn Tonino Guerra.

 

Tarkovsky var auðvitað meistari ljóss, drunga og þoku í kvikmyndum sínum og nýtti sér einnota og sjálfframkallandi vélina listilega. Þessar myndir og fleiri til hafa komið út í bók sem á ensku kallast Instant Light. Skoðið fleiri myndir á hinu stórgóða bloggi Poemas del Río Wang.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

]]>
Salvador Dalí mætir í sjónvarpssal með mauraætu http://lemurinn.is/2018/09/14/salvador-dali-maetir-i-sjonvarpssal-med-mauraaetu/ 2018-09-14T14:12:10+00:00 Vídjó

Súrrealistinn Salvador Dalí mætir í skemmtiþátt bandaríska sjónvarpsmannsins Dick Cavett árið 1970, með mauraætu í ól. Vonum að dýrið hafi ekki þurft að þvælast mikið með katalónska málaranum. Dalí ræðir meðal annars um gullinsnið.

 

Þáttur Cavetts var einn helsti vettvangur menningar og skoðanaskipta í sjónvarpi vestanhafs á áttunda áratugnum. Lemúrinn hefur áður birt viðtöl við Ingmar Bergman og Bobby Fischer úr þættinum og hægt er að gleyma sér á YouTube við að horfa á fleiri.

 

]]>
Lemúrinn er kominn á Instagram! http://lemurinn.is/2018/09/14/lemurinn-er-kominn-a-instagram/ 2018-09-14T13:38:27+00:00 Lemúrinn er kominn með síðu á Instagram og biður lesendur nær og fjær að fylgjast með! Þar mun kenna ýmissa grasa, sei sei já!

 

Slóðin er https://www.instagram.com/lemurinn_timarit/.

(meira…)

]]>
18 ára Diego Maradona spilar á spil í hverfinu, 1978 http://lemurinn.is/2018/09/14/18-ara-diego-maradona-spilar-a-spil-i-hverfinu-1978/ 2018-09-14T01:26:28+00:00 Fótboltasnillingurinn Diego Armando Maradona spilar á spil við nágranna sína í La Paternal-hverfi í Buenos Aires árið 1978. Hann var 18 ára gamall og spilaði með liði Argentinos Juniors, sem eiga heimavöll í sama hverfi. Hann skoraði 26 mörk í 35 deildarleikjum með liðinu það ár.

 

Argentína var á þessum tíma undir herforingjastjórn og þúsundir voru handteknar án dóms og laga á götum úti —sumir jafnvel á næsta horni um leið og þessi mynd var tekin í dagsbirtunni— og látnar hverfa í kerfisbundnum hreinsunum á pólitískum andstæðingum.

]]>
Þegar Adidas fékk heimsfrægu rendurnar frá Finnlandi http://lemurinn.is/2018/08/18/thegar-adidas-fekk-heimsfraegu-rendurnar-fra-finnlandi/ 2018-08-18T15:00:36+00:00 Adidas, merkið með rendurnar þrjár. „Die Weltmarke mit den 3 Streifen,“ eins og stendur undir íkónísku einkennismerki hins þýska íþróttarisa. En hvaðan komu þessar þrjár rendur? Flest höldum við að þær hafi einfaldlega komið frá Adi Dassler sjálfum, stofnanda fyrirtækisins. En svo er ekki. Á fyrstu árum Adidas einbeitti fyrirtækið sér að því að framleiða hlaupaskó og fótboltaskó. Um var að ræða keppnisskó, skór sem höfðu gadda eða takka. Þessir skór voru jafnan með tveimur röndum, ekki þremur. Það var ekki fyrr en eftir einn besta viðskiptasamning mannkynssögunnar árið 1951 sem Adidas tryggði sér réttinn á röndunum þremur. Þann rétt fékk fyrirtækið eftir að hafa samið við þáverandi risa í framleiðslu á keppnisskóm í íþróttum, finnska fyrirtækið Karhu. Andvirði samningsins nam um 200 þúsund íslenskum krónum að núvirði… en auk þess bætti Adi Dassler tveimur viskíflöskum við kaupverðið. Ágætis díll.

 

Adidas-hlaupaskór frá 3. áratug 20. aldar. Þarna voru aðeins tvær rendur á skóm fyrirtækisins.

 

 

Karhu, sem er finnska orðið fyrir björn, var stofnað árið 1916 í Finnlandi. Fljótlega varð fyrirtækið leiðandi frumherji í hönnun á íþróttaskóm svo eftir var tekið. Á sumarólympíuleikunum árið 1920 í Antwerpen náðu Finnar sér í heil fimm ólympíugull í hlaupagreinum og voru allir hlaupararnir auðvitað í Karhu-skóm, með þremur röndum. Þessi hlaupasveit Finna gekk jafnan undir viðurnefninu „hinir fljúgandi Finnar“ og vöktu þeir heimsathygli – og um leið gödduðu skórnir þeirra. Einn þessara fljúgandi Finna, Paavo Nurmi, gerði síðan gott betur árið 1924, á ólympíuleikunum í París, og fór heim með fimm ólympíugull. Hann hafði þá náð sér í átta gullverðlaun á tveimur leikum og vann til þeirra allra í Karhu-skóm.

 

Karhu-hlaupaskór frá 1940 með íkónískum þremur röndum.

 

Frægastur til að klæðast Karhu-skóm var þó ef til vill tékkneski hlauparinn Emil Zatopek, sem Lemúrinn hefur fjallað um áður. Hann hljóp í skónum með rendurnar þrjár á ólympíuleikunum í Lundúnum árið 1948 og vitaskuld einnig á ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952, á heimavelli Karhu-merkisins. Þess má geta að á ólympíuleikunum í Helsinki safnaði Karhu alls 15 gullverðlaunum. Sem verður að teljast magnað.

 

Emil Zatopek í forystu. Hann hljóp jafnan eins og hann átti lífið að leysa.

 

En það var árið áður, árið 1951, sem Adi Dassler samdi við Karhu um að fá að nota þrjár rendur á þýsku skóna. Þá var Adidas tiltölulega óþekkt fyrirtæki en það átti eftir að breytast á komandi árum. Ekki síst eftir úrslitaleikinn á HM í fótbolta árið 1954, þegar þýska landsliðið fór með sigur af hólmi. Vitanlega klæddust þýsku leikmennirnir Adidas skóm, með þremur röndum, og gerðu merkið ódauðlegt í heimalandi sínu. Þessar tvær viskíflöskur sem Dassler greiddi fyrir rendurnar þrjár voru því fljótar að borga sig.

 

Adidas-fótboltaskór sem notaðir voru í úrslitaleik HM 1954.

 

Karhu framleiðir enn íþróttafatnað og sérhæfir sig í sérstaklega fallegum strigaskóm. Síðan á 7. áratug síðustu aldar hefur fyrirtækið notað stórt „M“ á sína skó. Sem verður að teljast nokkuð vel heppnað svona miðað við allt.

 

Karhu Champion Air. Frekar nettir!

 

Adidas er hins vegar á allt öðrum stað. Stærsti íþróttavöruframleiðandi í heimi og er það ekki síst að þakka hinum klassísku þremur röndum og þeim hetjum sem hafa klæðst þeim. Eins og til dæmis Bob Marley!

 

Bob Marley var einn þeirra sem gerðu Adidas-skó að vinsælum götuskóm.

]]>
„Siðprúði fjöldamorðinginn“ á plani Haföldunnar: Vann Charles Manson í síld á Seyðisfirði sumarið 1963? http://lemurinn.is/2017/11/20/sidprudi-fjoldamordinginn-a-plani-hafoldunnar-vann-charles-manson-i-sild-a-seydisfirdi-sumarid-1963/ 2017-11-20T18:21:17+00:00 Sögusagnir hafa lengi verið á sveimi um að Charles Manson hafi unnið í síld á Seyðisfirði sumarið 1963. Nú þegar safnaðarleiðtoginn og morðinginn dularfulli er horfinn til feðra sinna er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp þær sögur. Bæjarbúar þeir sem mundu eftir Charlie á Austurlandi þetta sumar bera honum vel söguna, hann hafi verið siðprúður, kurteis og barngóður.

 

Manson var sakfelldur í réttarhöldum í Kaliforníu árið 1971 fyrir að fyrirskipa söfnuði sínum að fremja hrottaleg morð, þar á meðal á leikkonunni Sharon Tate. Sakamálið var eitt nafntogaðasta í sögu Bandaríkjanna og morðin vöktu óhug um allan heim, enda þóttu glæpir hins einkennilega söfnuðar sérstaklega hrottafengnir og óskiljanlegir.

 

Manson var einskonar trúarleiðtogi sem með dularfullum persónutöfrum náði að sannfæra tugi manna um að hjálpa sér í stórundarlegu ranghugmyndafræðilegu stríði. Síðar skrifaði Vincent Bugliosi saksóknari metsölubókina Helter Skelter um málið sem Lemúrinn mælir heilshugar með.

 

„Einstaklega lífseig saga“
„Réttarhöldin yfir Manson vöktu einnig mikla athygli á Seyðisfirði enda lengi verið á sveimi saga um að hann hafi verið þar eitt sumar skömmu eftir 1960. Þegar myndir af Manson tóku að birtast í fjölmiðlum sannfærðust margir Seyðfirðingar um að þarna væri á ferð sami maðurinn og hafði staðið á söltunarplani Haföldunnar nokkrum árum fyrr. Sagan um komu Mansons til Seyðisfjarðar er einstaklega lífseig og skýtur alltaf upp kollinum annað slagið.“

 

Þessi orð birtust 2003 í grein í helgarblaði DV um málið þar sem meðal annars var rætt við Jóhann B. Sveinbjörnsson bæjargjaldkera á Seyðisfirði sem vel mundi eftir Charlie í bænum sumarið 1963. Blaðið sagði einnig frá stuttri heimildarmynd um meinta Seyðisfjarðardvöl Manson, „Siðprúði fjöldamorðinginn“, sem hópur fólks gerði 2002, á námskeiði í kvikmyndagerð í tengslum við Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Ef einhverjir lesendur Lemúrsins hafa þessa heimildarmynd undir höndum eru þeir hér með beðnir um að smella henni á netið.

 

DV, 11. október 2003.

 

Kurteis og siðprúður
„Í myndinni er rætt við fimm Seyðfirðinga sem allir eru sammála um að Manson hafi verið í síld á Seyðisfirði einhvern tíma snemma á sjöunda áratugnum. Viðmælendurnir – Hrefna Sveinbjörnsdóttir, Jóhann Sveinbjömsson, Þorgeir Sigurðarson, Guðrún Katrín Árnadóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir – eru ekki á sama máli um hvaða ár Manson á að hafa verið á Seyðisfirði en árin 1963 til 1966 eru öll nefnd í því sambandi. Viðmælendurnir eru ekki heldur á einu máli um hvar hann bjó eða hversu margar konur voru í slagtogi með honum. Allir eru þó sammála um að Manson hafi komið vel fyrir, verið kurteis og siðprúður.“

 

Siðprúður, kurteis og barngóður fiskvinnsludrengur á Seyðisfirði?

 

Eins og DV benti á, getur þetta varla verið annað en þjóðsaga. Charles Manson var fangi í McNeil Island-fangelsinu í Washington fylki frá 1960 til 1967.

 

„Þó að sagan um dvöl Mansons á Seyðisfirði sé skemmtileg og sannorðir og vandaðir einstaklingar tilbúnir að leggja nafn sitt við hana verður hún þó að teljast vafasöm og í besta lagi lífseig þjóðsaga. Ekki skal dregið í efa að maður sem líktist Charles Manson í útliti hefur unnið í síld á Seyðisfirði í upphafi sjöunda áratugarins og ekki ólíklegt að hann hafi heitið Charles. Enginn sem haft var samband við hefur þó verið tilbúinn að staðfesta að eftirnafn hans hafi verið Manson.“

 

Vita einhverjir lesendur Lemúrsins um málið eða muna jafnvel sjálfir eftir Manson á Seyðisfirði eða síðhærðum manni sem var nauðalíkur honum? Segið okkur frá.

 

Jóhann B. Sveinbjörnsson sagði DV frá minningum sínum um Charlie sem bjó í tjaldi fyrir utan fjarðarþorpið undir Bjólfinum lungann úr sumrinu en fékk inni í verbúðinni eftir að fór að kólna um haustið.

 

 

Man vel eftir Charles Manson

„Ég man vel eftir Charles Manson og er alveg sannfærður um að þetta hafi verið hann,“ segir Jóhann B. Sveinbjörnsson, bæjargjaldkeri á Seyðisfirði og fyrrverandi lögreglumaður. Jóhann hóf störf sem bæjargjaldkeri á Seyðisfirði árið 1963, tuttugu og níu ára gamall, sama ár og sögusagnir herma að Manson hafi eytt sumrinu á Seyðisfirði.

 

Fékk lánaða hitaplötu
„Mig minnir að þetta hafi verið sumarið 1963 og ég vil taka fram að ég kynntist honum ekki mikið. Charlie, eins og hann var kallaður, vann í síld hjá Haföldunni og vakti nokkra athygli í bænum fyrir sítt hár og að yfirleitt voru tvær erlendar stúlkur með honum. Manni fannst hálfpartinn eins og hann ætti tvær konur.“

 

DV, 11. október 2003.

Jóhann segist muna vel eftir Manson þótt hann hafi svo sem ekki átt mikil samskipti við hann og að það hafi í raun ekki verið neitt sérstakt við hann. „Það var ekki fyrr en eftir að Manson komst í fréttir að fólk fór að rifja upp sögur um hann.“  Að sögn Jóhanns bjó Manson í tjaldi lungann úr sumrinu ofan við fjarðarþorpið undir Bjólfinum og mætti þaðan í vinnuna. „Þegar fór að líða fram á haust og farið var að kólna fékk hann inni í herbergi í verbúðinni og í framhaldi af því kom hann til mín upp á bæjarskrifstofu og bað mig að lána sér eldunartæki eða rafmagnshitaplötu.“

 

Jóhann segir að það hafi hist svo vel á hjá sér að hann hafi verið með tveggja hellna hitaplötu í kjallaranum heima hjá sér sem bróðir sinn hafi átt og það hafi verið komin „skjónuhefð“ á hana. „Ég gat því lánað Manson helluna en bjóst svo sem ekki við að fá hana aftur. Það kom mér því á óvart þegar Charlie kom með helluna upp á skrifstofu til mín og skilaði henni skömmu áður en hann fór, óskemmdri og allt.“ Aðspurður segist Jóhann telja að Manson hafi dvalið á Seyðisfirði í fjóra eða fimm mánuði. „Lungann úr sumrinu og fram á haust.“

 

Prúður og kurteis
Jóhann segir að eftir morðið á Sharon Tate hafi birst myndir af Manson í fjölmiðlum og að þá hafi margir Seyðfirðinga kannast við hann. „Hann var búinn að vera hérna svo lengi.“ Að sögn Jóhanns höfðu menn fyrir austan á orði að Manson hefði verið rólegheitamaður og prúður. „Hann var meðalmaður á hæð, rétt undir hundrað og áttatíu sentímetrum, dökkur yfirlitum, með skegg og sítt hár.“

 

Jóhann segir að Manson hafi verið barngóður og börnin í bænum laðast að honum við tjaldið. Þegar Jóhann er spurður hvort aldrei hafi læðst að honum efi um að þetta hafi í raun og veru verið Charles Manson segir hann svo ekki vera. „Ég er nokkuð viss um að þetta sé satt og margir á Seyðisfirði eru sannfærðir um að Charlie hafi í raun og veru verið Charles Manson.“

]]>
Lenín á billjarðstofu í Mongólíu http://lemurinn.is/2017/11/08/lenin-a-billjardstofu-i-mongoliu/ 2017-11-08T17:12:28+00:00 Hundrað árum eftir að Vladimir Lenín leiddi bolsévika til valda í Októberbyltingunni sést andlit hans enn í minnismerkjum víða. Til dæmis hér  á billjarðstofu í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, sem var leppríki Sovétríkjanna á árum áður.

 

Billjarðstofan mun áður hafa hýst mongólska Lenínsafnið.

 

Hér eru fleiri myndir af „Lenín-leifum“.

]]>
Októberbyltingin eins og skólakrakkar í Moskvu upplifðu hana og teiknuðu http://lemurinn.is/2017/11/07/oktoberbyltingin-eins-og-skolakrakkar-i-moskvu-upplifdu-hana-og-teiknudu/ 2017-11-07T20:12:56+00:00 Hvernig kom byltingin skólabörnum í Moskvu fyrir sjónir?

 

Októberbyltingin í Rússlandi hófst 7. nóvember 1917 (25. október að júlíanska tímatalinu sem Rússar notuðu) og leiddi til valdatöku bolsévika undir stjórn Vladimirs Lenín.

 

Bolséviki og menséviki.

Rússneska byltingin var keðja uppreisna og átaka sem steypti Nikulási II Rússakeisara af stóli og leiddi að lokum, eftir grimma borgarastyrjöld, til stofnunar Sovétríkjanna. Hún var einn þýðingarmesti atburður sögunnar.

 

Fyrir hundrað árum safnaði barnakennari í Moskvu teikningum eftir nemendur sína af upplausnarástandinu í þjóðfélaginu fyrir utan skólalóðina. Hörð átökin og ringulreiðin birtast okkur á einkennilega skýran hátt með augum barnanna.

 

Listamennirnir, sem munu hafa verið á aldrinum 8-14 ára, eru því miður óþekktir.

 

Vasily Voronov gaf Sögusafni Moskvu teikningarnar árið 1919.

 

Moskva 28. okt.- 5. nóv., 1917.

 

„Símstöð og dáið fólk.“

 

„Umsátur um hús.“

 

„Bolsévikar skjóta dáta.“

 

Verkefni nemenda var að teikna það sem þeir sáu á leiðinni í skólann.

 

„Borgarastríð í Moskvu.“

 

„Skothríð úti á götu.“

 

 

„Sprengd hús við Kreml.“

 

 

„Skotið á Kreml.“

 

„Vopnaleit bolsévika.“

 

„Kirkjugarður bolsévika.“

 

„Dátar og stúdentar greftraðir.“

 

Heimild: Russia Beyond.

]]>
Hitlersbrandarar í Heimilisritinu 1944 endurspegla skringilegt spaug í Þriðja ríkinu http://lemurinn.is/2017/11/01/hitlersbrandarar-i-heimilisritinu-1944-endurspegla-skringilegt-spaug-i-thridja-rikinu/ 2017-11-01T11:36:32+00:00 Árið 1944, á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð enn yfir, birti Heimilisritið nokkra brandara um Adolf Hitler.

 

Þessar einkennilegu skrýtlur voru ekki birtar til að gera lítið úr hörmungunum sem nasistar framkölluðu. Þær virðast frekar eiga að sýna að þýskur almenningur bæri eftir allt saman takmarkaða virðingu fyrir foringjanum og félögum. Spaugið væri tilraun til andófs. „Jafnvel einræðisherrarnir standa berskjaldaðir fyrir biturri fyndni.“

 

Indverjii, K. Krishnamurthi, segir frá. „Fyrir nokkru ferðaðist ég frá Liverpool til Indlands og varð þá samferða ungum skólamanni sem hafði dvalið í þrjú ár í Þýzkalandi. Við röbbuðum mikið saman á leiðinni og meðal annars sagði hann mér ýmsar kímnisögur um Hitler og eru þær orsök þess að ég gríp nú pennann. Þær eru sagðar hér eftir minni.“

 

 

 

 

 

 

 

 

Í bókinni Dead Funny: Telling Jokes in Hitler’s Germany, fjallar höfundurinn Rudolph Herzog — hann er sonur kvikmyndaleikstjórans góðkunna, Werners Herzog — um brandara í Þýskalandi nasismans.

 

Bókin spyr hvort hlæja megi yfirleitt að Hitler. Margir eru viðkvæmir fyrir slíku og þykir grínið gera lítið úr hryllingnum sem hann bar ábyrgð á. En kannski er svoleiðis kímni stundum bráðholl?

 

Herzog lýsir hvernig hugmyndin um hinn „fáránlega Hitler“, skrípafígúruna sem birtist oft í nútímamenningunni, var þegar þekkt í Þýskalandi nasismans. Hann safnar bröndurum frá þeim tíma, til dæmis „hvísluðum skrýtlum“ sem voru útgefnar rétt eftir stríðslok sem endurspegla hvað þýskur almenningur vissi um grimmdarverk nasistanna. Jafnvel útrýmingarbúðirnar komu fyrir í aulabröndurum.

 

Rudolph Herzog leikstýrði líka bráðskemmtilegri heimildarmynd á BBC með sama efni, Laughing with Hitler:

Vídjó

 

Í Þriðja ríkinu snérust brandararnir aðallega um persónur æðstu leiðtoga landsins. Hermann Göring var þannig vinsæll skotspónn brandarakarla, enda var hann stór og feitur, hégómlegur spjátrungur. Tveir góðir úr bók Herzog:

 

Göring bætti nýlega við enn einni orðunni á einkennisbúning sinn. Orðan er í laginu eins og ör og á henni stendur: Heldur áfram á bakinu.

 

Hinn sanni aríi er eins ljóshærður og Hitler, jafn hávaxinn og Göbbels og vel vaxinn og Göring.

 

Fyrir fórnarlömb nasismans var þessu auðvitað öðruvísi farið. Í fanga- og útrýmingarbúðum nasista ræktuðu gyðingar og aðrir fangar með sér kolsvartan húmor.

 

Tveir gamlir kunningjar hittast á götu.

Annar ávarpar hinn – „Nei, gaman að rekast á þig. Hvernig var svo í Dachau?“

„Það var bara ljómandi“ svarar hinn. „Við fengum morgunmatinn í rúmið, með nýmöluðu kaffi eða kakói. Svo stunduðum við íþróttir og hádegismaturinn var þrírétta með súpu, kjöti og eftirrétt. Eftir það spiluðum við á spil og lögðum okkur. Og eftir kvöldmatinn var kvikmyndasýning.“

Fyrri maðurinn trúir ekki sínum eigin eyrum. „Vá! Það eru þá meiri lygarnar sem ganga um þann stað. Ég var að tala við Meyer um daginn, hann var þarna líka. Hann hafði nú allt aðra sögu að segja.“ Seinni maðurinn kinkar kolli og segir: „Jú einmitt, þess vegna var hann líka sendur aftur.“

 

Undir lok heimsstyrjaldarinnar, þegar ljóst var að stríðrekstur Þjóðverja var dauðadæmdur, var byrjað að leggja þungar refsingar við því að hæðast að nasistum. Árið 1944 var Marianne Elise K, starfsmaður í stríðsgangaverksmiðju í Berlín tekin af lífi. Hún hafði verið dæmd til dauða fyrir það sem kallað var að grafa undan stríðsrekstrinum með meinfýsnum ummælum.

 

Sú ummæli voru brandari sem löghlýðinn samstarfsmaður hennar heyrði hana segja í matarhléi og sá tilkynnti brotið til yfirvalda.

 

Brandarinn hljóðaði svona:

 

Hitler og Göring standa efst í útvarpsturninum í Berlín og horfa út yfir borgina. Hitler segir að eftir allt þetta stríð vilji hann gera eitthvað fyrir Berlínarbúa til þess að gleðja þá. Nú, segir Göring. Af hverju stekkurðu þá bara ekki?

 

Hitler sjálfur átti það jafnvel til að segja brandara, þó þeir hafi kannski ekki verið upp á marga fiska enda verður hans líklega seint minnst fyrir mikla kímnigáfu. Þann 10. nóvember 1933 ávarpaði hann verkamenn í Siemens-verksmiðjunni í Berlín. Hann hafði þá aðeins verið kanslari Þýskalands í nokkra mánuði. Hitler segir: „Kannski eru einhverjir ykkar mér enn reiðir fyrir að hafa bannað marxistaflokkinn. En félagar, ég bannaði líka alla aðra flokka!“

 

Hér grínast hann í annarri verksmiðju árið 1940:

Vídjó

 

Spaugfuglinn Hitler gerir grín úr orðum Franklins D. Roosevelt Bandaríkjaforseta:

Vídjó

 

Grínmyndin Er ist wieder da frá 2015 er byggð á skáldsögu Timur Vermes og er sumpart uppgjör við ímynd Hitlers í nútímanum:

Vídjó

]]>
Áhrif Skotlands á sögu Íslands http://lemurinn.is/2017/09/24/ahrif-skotlands-a-sogu-islands/ 2017-09-24T11:22:46+00:00 Fyrri hluti 20. aldarinnar var hnignunartímabil Breska heimsveldisins. Helstu orsakir hnignuninar voru almenn tilhneiging, ef ekki lögmál, heimsvelda til þess að breiða of mikið úr sér og einangrun Breska heimsveldisins á alþjóðasviðinu samhliða eflingu bandarísks efnahags og auknum umsvifum þeirra á alþjóðavísu.

 

Þrátt fyrir að 20. öldin bæri í skaut sér endalok hins breska samveldis nauðungar og arðráns, sem teygði sig svo víða á jarðarkringlunni að sagt var að sólin settist ekki á því, var Bretland áfram leiðandi iðnaðar- og viðskiptaveldi í alþjóðlegum samanburði þó svo að hernaðarleg ítök þeirra færu þverrandi.

 

Lýðfræði

Til þess að geta fjallað um tengsl Íslands við Skotland þarf að setja stöðu landanna í samhengi. Þegar þróun fólksfjöldans á Írlandi, Íslandi og Skotlandi er borinn saman kemur áhugaverð saga í ljós.

 

Þróun fólksfjöldi Írlands, Íslands og Skotlands síðustu 150 árin, 1861-2011.

Um miðja 19. öld voru Írar um helmingi fjölmennari en Skotar , en þá gerist írska hungursneyðin mikla og um milljón Írar deyja úr hungri og önnur milljón flýr, meðal annars til Skotlands.

 

Á fyrri hluta 20. aldar nær fólksfjöldi Skotlands nokkurskonar jafnvægi við um 5 milljóna markið (við síðasta manntal sem var tekið 2011 töldu þeir 5,3 milljónir). Þetta jafnvægi komst á, um miðbik 20. aldar, ekki vegna lágrar fæðingartíðni né hárrar dánartíðni heldur vegna hárrar brottflutningstíðni. Áætlaður fjöldi brottfluttra Skota og afkomenda þeirra í dag er á bilinu 28-40 milljónir.

 

Í þessum samanburði komast Íslendingar ekki á blað fyrr en uppúr 20. öld. Undir lok 19. aldar verða Vesturferðirnar til þess að draga úr fólksfjölgun en með batnandi lífsgæðum eykst fólksfjöldi á 20. öld jafn og þétt. Saga Írlands og Skotlands er saga heftrar fólksfjölgunar, í tilfelli Íslendinga voru Vesturferðirnar mestmegnis farnar í blálok 19. aldar, en hjá Írum og Skotum var ferli fjöldabrottflutnings langdregnara og því samofið þjóðarsálinni.

Skotland

Ítarlegri samanburður við Ísland er freistandi. Landssvæði Skotlands (78 þúsund km²) og Íslands (103 þúsund km²) eru sambærileg að stærð.

 

Fyrst ber að nefna auðvitað að á löngu tímabili, ka. 8. – 15. öld tilheyrði strandlengja og eyjar undan Skotlandi Konungsríki Noregs. Með svipuðum hætti og flestum Íslendingum gramdist yfirráð Dana fyrir sjálfstæði burðast margir Skotar með minnimáttarkennd gagnvart Englendingum. Spurningin um sjálfstæði Skotlands er söguleg en Skotland hefur verið hluti Stóra-Bretlands frá 1603. Skrifa mætti langa umfjöllun um fjöldamorðin við Glencoe árið 1692, þegar 38 meðlimir MacDonald klansins voru myrtir af enskum hermönnum sem voru gestkomendur. Sagan af þeim minnir um margt á Íslendingasögur.

 

Glasgow

Á fyrri hluta 20. aldarinnar gat Glasgow gert tilkall til þess að vera „önnur borg Breska heimsveldsins“ (á eftir London) í krafti þess að vera framleiðin iðnaðar- og verslunarborg með góða hafnaraðstöðu. Sagt er að fimmta hvert skip sem var smíðað í heiminum hafi verið smíðað í Glasgow.

 

Kápa bókarinnar No Mean City

 

Skáldsagan No Mean City, sem segir sögu fjölskyldu í hinu alræmda fátækrahverfi Gorbals, fangar samtíma-andrúmsloft aðþrengjandi þéttbýlis, iðnvæðingar, fátæktar og ofbeldis í Glasgow. Fyrir þá sem muna eftir Taggart sakamálaþáttunum sem prýddu sjónvarpsskjái RÚV á seinni hluta tíunda áratugar 20. aldar er gaman að segja frá því að þemalag þáttarins heitir í höfuðið á bókinni.

 

Edinborg

Hafi Glasgow verið helsta iðnaðarborg Skotlands var Edinborg, höfuðborg Skotlands, fyrst og fremst háskólabær með sinn heimsþekkta Edinborgarháskóla sem var stofnaður 1582.

 

Edinborg var miðpunktur skosku upplýsingarinnar, hreyfingar hugsuða á 18. og 19. öld sem lögðu áherslu á vísindalegar aðferðir sem byggðust á reynsluhyggju og gerðu margar mikilvægar uppgötvanir á borð við framlag Maxwells til rafsegulfræði, gufuaflsvél Watts, síma Bells og sjónvarp Bairds.

 

Helstu kennileiti Edinborgar; 1: Edinborgarkastali 2: Princes Street 3: Princes Street Gardens (dalverpið) 4: Walter Scott minnismerkið 5: Waverley aðallestarstöðin 6: St. Andrews byggingin (skoska stjórnarráðið) 7: Calton hæðin

 

Guðmundur Hannesson læknir sagði frá ferð sinni til Edinborgar árið 1921 í Morgunblaðinu snemma árs 1922. Hann fjallaði sérstaklega um Princes Street Gardens sem hann nefndi einfaldlega dalverpið:

 

Dalverpið. Hefði þetta dalverpi milli Kastalans og Princess-street verið í Reykjavík, má hamingjan vita hvað menn hefðu gert við það. Líklega hefðu menn reynt að fylla það með ösku og skarni, og „spekulerað“ svo með lóðina á eftir. Skotinn hefir notað það til margra nytsamlegra hluta, en tekist það svo vel, að altsaman verður hin mesta borgarprýði. Á allstóru svœði neðst hefir hann blátt áfram bygt yfír dalinn, bygt þarna niðri í jörðinni stóreflis járnbrautarstöð, sölutorgs- hallir og hvað það nú alt er, sem þar er niður komið. Þakið á byggingum þessum er flatt steypuþak, í sömu hæð og gatan (Princess-street). Ofan á þakið hefir síðan verið fluttur jarðvegur, þar sem ekki eru skálagluggarnir eða gangstígar. Og enn eru þar ræktuð alkonar blómstur og skrautjurtir. Það verður enginn var við óþrifalegu járnbrautarstöðina, þó hún sje blátt áfram í miðjum bænum. Það sjest ekki annað af henni en þakið, og það lítur út sem skrautgarður, með blómum og skemtigöngum.

 

Edinborgarverzlun

Bretland, og Skotland nánar tiltekið, er almennt ekki mjög tengt íslenskri verslunarsögu. Fólki er líklega tamara að hugsa til danskra kaupmanna, þar sem þeir einokuðu verslun á Íslandi frá 1602-1787. Þó eru dæmi um umsvifamikla kaupmenn á borð við Louis Zöllner sem flutti út íslenskt sauðfé á fyrri hluta 20. aldar. Edinborgarverzlun var stofnuð í Reykjavík í lok nítjándu aldar og átti eftir að setja svip sinn á hina ört vaxandi höfuðborg.

 

Ljósmynd eftir Sigfús Eymundsson frá 1895, stuttu eftir að verslunin opnaði. „Í gluggum sér í verslunarvörur: Enos Frout salad, mixed drops brjóstsykur, mixed picles, Falconbrand Lobster, nautakjöt og súpur. 5 karlmenn standa fyrir framan verslunina. Bátur á hvolfi í forgrunni. Ásgeir Sigurðsson kónsúll fyrir miðju og tveir menn til beggja handa.“

 

Árið 1881, árið sem lokið var við byggingu Alþingishússins, eða þar um bil sneri Ásgeir Sigurðsson, þá um 16 ára gamall, aftur til Íslands eftir að hafa dvalið í um sex ár í Edinborg hjá föðurbróður sínum Jóni A. Hjaltalín. Í Edinborg hafði hann gengið í skóla og komist í kynni við örar framfarir, svo sem einkasímum sem byrjað var að nota á heimilum í Edinborg á 8. áratug 19. aldar.

 

Ásgeir Sigurðsson, Geo Copland og Norman Berrie.

 

Verslunin Edinborg var stofnuð árið 1895 af Íslendingnum Ásgeiri Sigurðssyni, og tveimur Skotum, George Copland og Norman Berrie. Edinborgarverslun auglýsti töluvert í þeim blöðum sem komu út og varð fljótt þekkt og vinsæl verslun. Helsta nýlunda verslunarinnar var að hún var fyrsta verslunin sem notaði eingöngu peninga í viðskiptum en ekki vöruskipti eins og hafði tíðkast fram að því. Verslunin hafði útibú á Akureyri, Ísafirði, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Akranesi, Keflavík og Stokkseyri.

 

1907 Byggingar, fataverslun Verslunin Edinborg í Hafnarstræti, skreytt vegna konungskomu, Hafnarstræti 2-4.

 

Verslunin gekk vel og þeir félagar stækkuðu við sig með því að byggja stórt timburhús árið 1905. „Í það var lögð fyrsta miðstöðvarlögn bæjarins. Á því voru einnig stærri sýningargluggar en þekktust hér áður. Var þetta fyrsta nýtízku verzlunarhúsið, sem reist var á landinu.“ Sagt er að blómatíð verslunarinnar hafi verið fyrir fyrri heimsstyrjöld og þá hafi þegar verið notast við sofistikeruð markaðssetningartrix fengin frá Ameríku:

 

Hver, sem keypti pund af kaffi, fékk með í pakkanum miða, sem bókstafur var prentaður á, og þegar húsmóðirin gat skilað miðunum þannig, að úr þeim mátti lesa orðin: „Edinborgar Excelsior-kaffi“, þá mátti hún kjósa sér einhvern nytsaman búshlut úr verzluninni.

 

Byggingin sem byggð var árið 1905 og sér á myndinni hér að ofan brann þó í brunanum mikla árið 1915 sem áður hefur verið fjallað um í greininni Einn versti dagur Reykjavíkur: Bruninn mikli árið 1915. Árið 1917 eignaðist Ásgeir Sigurðsson Edinborgarverslun að fullu.

 

Um 1930 Borgarmynd, götumynd Hafnarstræti 10-12. Verslunin Edinborg, Ásgeir Sigurðsson. Breska ræðismannsskrifstofan H.Ólafsson & Bernöft, vörubifreið og fólk á reiðhjólum.

 

Verandi nú orðinn einn eigandi að Edinborgarversluninni lét Ásgeir byggja stóra byggingu við Hafnarstræti 10-12 og var hún tilbúin 1925. Edinborgarverslun var rekin í marga áratugi og var Íslendingum að góðu kunn. Berrie hafði ekki önnur afskipti af viðskiptum á Íslandi en öðru máli gegnir um Copland sem var nokkuð umsvifamikill í fiskverslun og var af greinarhöfundi Alþýðublaðsins sagður höfuðpaurinn í Fiskhringnum sem seldi fisk til Spánar með miklum hagnaði að talið var.

 

Í nýlegri sagnfræðiritgerð við HÍ er ferill Coplands rakinn og bent á að hann hafi verið í aðstöðu til „að flytja hagnaðinn út en skilja tapið eftir á ríkisábyrgð hjá Íslandsbanka“ og sannarlega tapaði Íslandsbanki á viðskiptum við hann. Þegar fyrirtæki hans var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun árs 1931 var reiknað tap bankans „samtals kr. 3.250.872,95, eða sem næst sjötti hluti af samanlögðu tapi Íslands-banka á árunum 1920-1930“.

 

Heimildir

 

]]>
Valerian og Laureline: Feminískur vísindaskáldskapur sem George Lucas fékk lánaðan http://lemurinn.is/2017/07/19/valerian-og-laureline-feminiskur-visindaskaldskapur-sem-george-lucas-fekk-lanadan/ 2017-07-19T17:31:29+00:00 Endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. Jæja, kannski ekki fyrir svo löngu síðan og reyndar ekki í fjarlægri vetrarbraut. Það eru að verða 50 ár liðin síðan fyrsta myndasagan í myndasagnaflokknum Valerian og Laureline kom út, en bækurnar (sem enn er verið að gefa út) voru tímamótaverk í evrópskum vísindaskáldskap.

 

Og nú hefur franski leikstjórinn Luc Besson kvikmyndað þetta verk. Dane DeHaan og Cara Delevingne fara með aðalhlutverkin:

Vídjó

 

En um hvað er upprunalega sagan?

 

Les Mauvais Reves, eins og myndasagan heitir á frummálinu, segir frá geimtímaferðalanganum Valerian, frá borginni Galaxity á plánetunni Jörð, sem ferðast aftur til miðalda á geimskipi sínu XB27. Þar hittir hann unga stúlku, Laureline að nafni, sem hann tekur upp á sína arma. Saman ferðast þau síðan sem útsendarar Geimtíma-stofnunarinnar í gegnum tíma og rúm.

 

valerian

 

Höfundar myndasagnanna, þeir Jean-Claude Mézieres og Pierre Christin, flétta inn í sögur sínar ýmis konar þjóðfélagslega gagnrýni, svo sem á neysluhyggju og heimsvaldastefnu. Myndasögurnar hafa einnig feminíska undirtóna sem sést best á þeim breytingum sem verða á persónunum eftir því sem sögurnar urðu fleiri. Þannig breytist Valerian úr óaðfinnanlegri hetju í fyrstu bókunum yfir í hvatvísan kjána sem fellur auðveldlega fyrir freistingum á borð við áfengi og kvenfólk.

 

Laureline er aftur á móti heilinn í þeirra samstarfi og bjargar Valerian iðulega úr klípu sem hann hefur komið sér í. Hún tekur sjálfstæðar ákvarðanir, sýnir frumkvæði og lætur engan segja sér fyrir verkum. Í fyrstu tveimur myndasögunum er hún í hlutverki óvirks þáttakanda í ævintýrum Valerians en það breytist frá og með þriðju bókinni. Í sjöttu bókinni má síðan segja að hún sé orðin aðalhetja bókanna og að Valerian falli í skugga hennar.

 

ship-valerian

 

Margir vilja meina að George Lucas, skapari Stjörnustríðsmyndanna, hafi verið undir augljósum áhrifum frá myndasögunum um Valerian og Laureline. Líkt og í þeim líta geimskipin í myndunum út eins og þau séu mikið notuð, jafnvel úr sér gengin. Meira að segja svipar geimskip Han Solo (eða eigum við að kalla hann Hans Óla?) í Star Wars til geimskips Valerians. Um þetta voru höfundar myndasagnanna vel meðvitaðir eins og sést á mynd sem Mézieres teiknaði, en á henni má sjá þau Valerian og Laureline sitja til borðs með Princess Leia (Lilju prinsessu) og Luke Skywalker (Loga geimgengli).

 

val

Lilja prinsessa: Gaman að hitta ykkur hér. Laureline: Ó, við höfum verið hér lengi.

 

Valerian, Laureline og Stjörnustríð.

Valerian, Laureline og Stjörnustríð.

 

 

Besson er annar leikstjóri sem hefur sótt hugmyndir úr smiðju þeirra Mézieres og Christin, samanber The Fifth Element frá árinu 1997. Það var því við hæfi að honum var fengið að leikstýra myndinni nýju.

 

Ein myndasaga um þau Valerian og Laureline hefur verið gefin út á Íslandi. Sú heitir Þúsund stjarnaveldið og var gefin út árið 1979 af bókaútgáfu Fjölva. Á þeirri útgáfu sést að áherslan er á Valerian sem aðalsöguhetju myndasagnaflokksins enda heitir flokkurinn í íslensku þýðingunni, „Valerian, sendimaður í tímafirð”. Eflaust hefur það með að gera að myndasagan er sú þriðja í röðinni og hlutverk Laureline því ekki eins veigamikið og það átti síðar eftir að verða.

]]>
Mánudagsmyndin: Julio Iglesias, tortilla og Kentucky Fried Chicken http://lemurinn.is/2017/07/17/manudagsmyndin-julio-iglesias-tortilla-og-kentucky-fried-chicken/ 2017-07-17T19:51:49+00:00

Árið er 1986 og söngfuglinn Julio Iglesias skolar kjúlla frá KFC og tortillu niður með rauðvíni. (El Mundo)

]]>
Fyrsta „selfie“ ljósmyndasögunnar var tekin 1839 http://lemurinn.is/2017/06/15/fyrsta-selfie-ljosmyndasogunnar-var-tekin-1839/ 2017-06-15T14:43:18+00:00 Bandaríski ljósmyndarinn Robert Cornelius var frumkvöðull í ljósmyndun á sínum tíma. Hér sést ljósmyndarinn með krosslagðar hendur og kæruleysislega hárgreiðslu á ljósmynd sem hann tók sjálfur. Er hann því jafnan talinn sá fyrsti í ljósmyndasögunni til að taka sjálfu, eða „selfie.“

 

Cornelius var sonur hollenskra innflytjenda og starfaði lengst af í fyrirtæki föður síns sem smíðaði og seldi lampa og lampaskerma. Hann fékk snemma áhuga á efnafræði sem hann nýtti sér ásamt kunnáttu sinni í silfursmíði til að gera myndavélar sem studdust við daguerre-framköllunaraðferðina.

 

Talverðan metnað þurfti til að taka þessa sjálfu sem sjá má að ofan en daguerre-aðferðin krafðist þess að viðfangsefni myndanna þurftu að vera algerlega hreyfingarlaus í 10 til 15 mínútur. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2016 voru teknar um 240 milljarðar af sjálfum samkvæmt tölum frá Google, eða rúmlega 190 sjálfur á hverri mínútu.

 

-via Retronaut.

]]>
Forest Green Rovers er grænasta fótboltafélag heims http://lemurinn.is/2017/05/17/forest-green-rovers-er-graenasta-fotboltafelag-heims/ 2017-05-17T21:42:31+00:00 Forest Green Rovers og Tranmere léku til úrslita umspils í efstu deild ensku utandeildarkeppninnar, Vanarama deildarinnar, um laust sæti í 4. efstu deild ensku deildarkeppninnar.

 

Leikurinn, sem fram fór á Wembley lauk með 3-1 sigri Forest Green og mun liðið leika í deildarkeppninni á næsta tímabili í fyrsta skipti í 128 ára sögu liðsins sem það gerist.

 

Leikurinn var kannski ekkert merkilegri en hver annar árlegur úrslitaleikur um sæti í deildarkeppninni en þeim mun heldur er lið Forest Green Rovers áhugaverðara en mörg önnur lið í utandeildarkeppninni og jafnvel deildarkeppninni ef þess er að leita.

 

Vídjó

 

Forest Green Rovers er fyrsta fótboltalið í heiminum sem vinnur markvisst með græna staðfærslu í sínu markaðsstarfi.

 

Óháð allri rómantík um fótbolta þá eru fótboltalið vörumerki í fræðilegum skilningi – fótboltalið mynda tengingar í huga fólks alveg á sama hátt og Coca Cola og Google.

 

Græna staðfærsla Forest Green Rovers kom til árið 2010 þegar liðið rambaði á barmi gjaldþrots. Stjórnendur liðsins leituðu til Dale Vince, stofnanda og forstjóra orkufyrirtækisins Ecotricity og báðu hann um fjármagn sem myndi fleyta liðinu áfram í nokkra mánuði.

 

Dale varð við ósk þeirra og gott betur, fyrirtæki hans keypti liðið og settist hann í sæti formanns stjórnar.

 

Ecotricity var stofnað árið 1995 og státar sig af því að vera fyrsta græna orkufyrirtækið í heiminum – að minnsta kosti það fyrsta sem byrjaði markvisst að vinna með græna og sjálfbæra staðfærslu. Þrátt fyrir að vera enn lítið fyrirtæki á breskum orkumarkaði hefur það sýnt sig að græn staðfærsla er sjálfbær í öllum skilningi orðsins – talað er um Dale sem 100 milljóna punda hippann.

 

Vörumerkið sem hann hefur byggt upp er nokkuð áhugavert ef litið er til orkufyrirtækja. Orkufyrirtæki sem eiga ættir að rekja til gamalla veitufyrirtækja hafa eins og fyrirrennarar þeirra geta reitt sig á sofandi viðakiptavini sem skipta lítið sem ekkert yfir til samkeppnisaðila.

 

Fyrirtæki eins og Ecotricity hafa hins vegar þurft að vinna alla sína viðskiptavini með því að byggja upp sterk vörumerki. Fyrirtækið býður upp á orku á samkeppnishæfu verði en hefur umfram það náð að byggja upp mikið virði í hugum viðskiptavina sinna með staðfærslunni.

 

Hin græna staðfærsla fyrirtækisins nær mun dýpra en hinn hefðbundni grænþvottur orkufyrirtækja. Sterkt vörumerki ristir mun dýpra en lógóið – vörumerkið snýst um ákveðna sýn á hlutina eða ákveðna heimspeki. Ecotricity er gott dæmi um þetta.

 

Fyrirhugaður leikvangur.

 

Í Bretlandi vildi ekkert fyrirtæki setja upp net hleðslustöðva því enginn átti rafbíla og enginn keypti rafbíla því það vantaði hleðslunet – fyrirtækið ákvað því að taka af skarið og koma upp hleðsluneti. Allur hagnaður fyrirtækisins fer í nýjar vindmillur.

 

Einnig hefur fyrirtækið fundið aðferð til að nota gras til að framleiða gas sem fer inn á gaskerfið í Bretlandi. Ecotricity hefur mælst mjög ofarlega í opinberum könnunum á ánægju viðskiptavina orkufyrirtækja í Bretlandi og þess má geta að fyrirtækið fékk verðlaun sem besta græna vörumerkið á CHARGE orkuráðstefnunni sem var haldin var í fyrsta skipti á Íslandi síðasta haust.

 

Rétt eins og vörumerkið Ecotricity snýst um meira en grænt lógó þá snerist kaup félagsins á Green Forest Rovers um meira en að breyta um nafn á leikvanginum og fá auglýsingar á treyjuna. Þess ber að geta að nafnið hélst óbreytt.

 

 

Klúbburinn hefur tekið róttækum breytingum á síðustu árum. Hafist var handa við að setja upp sólarsellur á þakið á stúkunni og tekinn var í notkun róboti knúinn sólarorku sem sér um að slá grasið. Mestur hluti þess vatns sem er notaður við að vökva flötina rennur niður í jarðveginn án þess að næra grasið, tók félagið því í notkun búnaðar sem endurnýtir það vatn sem annars færi til spillis.

 

Þá kom Ecotricity upp hleðslustaurum við leikvanginn enda tilvalið að skella sér á völlinn á meðan bíllinn er hlaðinn. Dale Vince hefur nú tilkynnt um áform sem miða að því að byggja nýjan leikvang fyrir liðið sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að í stað steypu og stáls verður notast við timbur.

 

Helen Taylor frá Ecotricity tekur við verðlaunum fyrir besta græna orkuvörumerki heims úr höndum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þáverandi iðnaðarráðherra á CHARGE ráðstefnunni í fyrra.

 

Öll þessi upptalning er kannski eitthvað sem hvaða annars flokks auglýsingastofu hefði ráðlagt eigendum liðs sem ætlaði að ná til unga fólksins með því að grænþvo sig og lappa upp á ímyndina.

 

Til marks um að full alvara sé á bakvið grænu ímyndina fór liðið og umgjörðin í kringum það í gegnum róttækar breytingar á einhverju sem hefði þótt ómögulegt.

 

Breytingarnar voru það róttækar að stuðningsmenn liða í enska boltanum hafa tekið sig til og stofnað nýtt lið frá grunni fyrir minni sakir. Árið 2015 tilkynnti klúbburinn að Forest Green Rovers væri Vegan lið (stuðningsmenn Tranmere geta því bölvað helvítis Vegan liðinu).

 

Á vellinum er aðeins vegan fæða í boði fyrir áhorfendur og leikmenn liðsins eru komnir á strangt vegan fæði. Stuðningsmenn liðsins tóku þessum breytingum fagnandi og eru jafnan langar raðir í matsölunni á leikdegi.

 

Það fylgir ekki sögunni hvort liðið sé fjárhagslega sjálfbært en þessar róttæku breytingar hafa þó skilað liðinu miklum meðbyr í nærumhverfinu.

 

Liðið er staðsett í 2000 manna bæ í Gloucesterskíri. Að koma frá litlum bæ er ákveðið mótmæli upp á fjölda þeirra sem sækja leiki liðsins heim en landfræðileg staðsetning liðsins er einnig ákveðin hömlun – svæðið er það sem kallað er rúgbí og krikketland – íbúasamsetningin er semsagt þeir sem ættu að hafa mestan áhuga á siðmenntuðum íþróttum á meðan skítugur verkalýðurinn ætti að hafa áhuga á fótbolta.

 

Þrátt fyrir þetta koma fleiri áhorfendur á leiki liðsins en almennt gerist í 5. neðstu deild enskrar knattspyrnu og 2-300 manns fylgja liðinu á útileiki.

 

Þess má til gamans geta að áður en Tomi Ameobi gerði garðinn frægan hjá BÍ/Bolungarvík og Grindavík undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, lék hann eitt tímabil með Forest Green Rovers. Tomi leikur nú við góðan orðstír hjá FC Edmonton í N-Amerísku NASL deildinni.

 

Sólarorkuróbótinn sem slær grasið og vallarstjórinn sem verður kannski óþarfur.

]]>
Tíu þúsund daga stríðið: Ítarleg heimildarþáttaröð um stríðið í Víetnam http://lemurinn.is/2017/05/01/tiu-thusund-daga-stridid-itarleg-heimildarthattarod-um-stridid-i-vietnam/ 2017-05-01T14:27:33+00:00 Vietnam: The Ten Thousand Day War (1980) er stórgóð kanadísk heimildarþáttaröð um Víetnam-stríðið. Þáttaröðin er framleidd af kanadíska blaðamanninum Michael Maclear og rekur atburðarás sjálfstæðisbaráttu Víetnam frá nýlendutíð Frakka fram til vopnahlésins 1975. Maclear ferðaðist til Víetnam við gerð þáttanna og var fyrstur erlendra blaðamanna til þess að vera hleypt inn í landið að stríðinu loknu.

 

Höfundur þáttanna er Peter Arnett, sem starfaði í Víetnam á vegum AP fréttastofunnar á árunum 1962 til 1975. Þáttaröðin vakti athygli og hlaut verðlaun á sínum tíma, og það að má með sönnu segja að hér sé á ferðinni lengsta og ítarlegasta myndefnið um Víetnam-stríðið sem Lemúrinn hefur komist í kynni við.

 

Þættirnir eru 26 talsins. Hver þeirra er um 48 mínútna langur.

 

Vídjó

]]>
Frábær heimildarþáttaröð um samskipti Bretlands og Bandaríkjanna á 20. öld http://lemurinn.is/2017/04/30/frabaer-heimildarthattarod-um-samskipti-bretlands-og-bandarikjanna-a-20-old/ 2017-04-30T19:13:43+00:00 Vídjó

An Ocean Apart (1988)

BBC fræðsluþættirnir An Ocean Apart (1988) eru framleiddir af Adam Curtis.

Í upphafi 20. aldar var Bretland valdamesta ríki heims en hinu megin við Atlantshafið stóðu Bandaríkin á hliðarlínunum. Í dag er þessu öfugt farið. Bandaríkin eru langvoldugasta ríki veraldar en Bretar syrgja „glæsta fortíð“ í skugga risans í vestri.

 

Frábæru BBC heimildarþættirnir An Ocean Apart greina frá samskiptum Bretlands og Bandaríkjanna frá fyrri heimsstyrjöldinni fram að síðari hluta 9. áratugarins, og rekja menningarleg, efnahagsleg og pólitísk tengsl þessara tveggja enskumælandi ríkja. Þættirnir eru frá árinu 1988 og kynntir af sjónvarpsmanninum David Dimbleby.

 

Framleiðandi þáttanna er Adam Curtis, sem Lemúrinn hefur áður fjallað um.

]]>
„GOL DE SCHOLES!“ Besti fótboltalýsandi allra tíma fagnaði mörkum með söng í beinni útsendingu http://lemurinn.is/2017/04/23/gol-de-scholes-besti-fotboltalysandi-allra-tima-fagnadi-morkum-med-song-i-beinni-utsendingu/ 2017-04-23T15:37:05+00:00 Þó það kunni að hljóma ótrúlega, þá hefur enska úrvalsdeildin ekki alltaf verið vinsælasta íþróttaefnið í heiminum. Í Argentínu er ofgnótt af fótbolta og gífurlega mikið framboð af liðum og deildum sem fólk horfir á í sjónvarpi. En í dag eru vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar óumdeildar og það er ekki síst vegna framlags sjónvarpslýsanda nokkurs, Bambino Fons.

 

Fólk þarf að átta sig á nokkrum atriðum. Þetta er ekki grín. Í alvöru, þetta er ekki grín. Bambino tók það á sig að spinna upp lög, hann söng, þetta var í beinni. Þetta var leið til að gera ensku deildina heillandi fyrir Argentínumenn þegar fáir þekktu deildina. Og auðvitað virkaði það! Hann var tilbúinn með lög fyrir hvern leikmann. Þessi leikur milli erkifjendanna Manchester United og Liverpool, árið 2006, var gott dæmi. Paul Scholes, einn besti miðjumaður í sögu úrvalsdeildarinnar, skoraði mark. Og þá kom þetta.

 

 

Vídjó

 

Þetta er einfaldlega of fyndið.

 

Friðrik Steinn Friðriksson var ungur maður á ferðalagi í Argentínu og hann sá þetta í beinni. Án djóks, hann upplifði þetta.

 

„Það var mikil spenna fyrir leiknum á  götunni Paraguay, númer 1296. United var að fá Liverpool í heimsókn. Minnir að það hafi ekki mikið gengið á fyrr en Scholes skorar en þegar hann skorar þá fylgir þetta venjulega suður-ameríska GOOOOOOAAAAL en það sem eftir fylgldi var ótrúlega minnisstætt. Lýsandinn byrjar að að syngja upphafsstefið úr Eye of the Tiger en er með sinn eigin texta um Scholes. Svo á 65 mínútu þegar Rio Ferdinard skorar þá heldur hann uppteknum hætti og syngur við lagið Gloria sem Laura Branigan gerði frægt. Ég er ennþá að hugsa um af hverju hann söng ekki við Duran Duran smellinn Rio?“

 

 

Friðrik er hægra megin ásamt Helga Hrafni Guðmundssyni eftir „nokkra“ svellhrímaða snillinga.

 

Og þetta var ekki eina sem hann söng. Hér er samansafn af bestu lögunum.

 

Vídjó

]]>
Sænska ríkissjónvarpið árið 1962: Fáðu lit í sjónvarpið með nælonsokkum http://lemurinn.is/2017/04/01/saenska-rikissjonvarpid-arid-1962-fadu-lit-i-sjonvarpid-med-naelonsokkum/ 2017-04-01T13:28:27+00:00 Árið 1962 hlupu fjölmargir sænskir sjónvarpsáhorfendur apríl þegar sérfræðingur á vegum ríkissjónvarpsins útskýrði hvernig mætti fá litmynd á annars svarthvítt viðtæki með einu mjög einföldu ráði.

 

Eftir stutta kynningu birtist sérfræðingurinn Kjell Stensson á skjánum og útskýrði á mjög tæknilegan hátt hvernig hefði að tekist að leysa þetta flókna úrlausnarefni með tilvísunum í bylgjuvíxl og ljósbrot.

 

Með því að leggja yfir sjónvarpsskjáinn eitthvað efni með réttri möskvastærð mætti framkalla þessi bylgjuvíxl þannig að hvíta ljósið frá skjánum yrði litað.

 

Svo heppilega vildi til að nælonsokkar hentuðu vel til þess og því gætu áhorfendur heima í stofu sannreynt þetta sjálfir einungis með því að klippa þá í sundur og leggja yfir skjáinn.

 

1962colortv

 

Áhorfendur þyrftu svo að finna réttu fjarlægðina til að litirnir virtust réttir, annars væri hætt á að ljóshærðir kvenkyns þulir sænska ríkissjónvarpsins litu út fyrir að vera rauðhærðir til dæmis. Til að hjálpa áhorfendum að finna rétta fjarlægð birtist litaspjald á skjánum með heiti litanna sem áttu að sjást.

 

Auðvitað birtist aldrei litur á skjánum hvernig svosem fólk staðsetti sig en þúsundir Svía hlupu til og klipptu í sundur nælonsokka húsmóðurinnar og færðu sig fram og til baka fyrir framan skjáinn í von um það. Það var ekki fyrr en átta árum síðar, 1. apríl 1970, sem sænska ríkissjónvarpið hóf reglulegar útsendingar í lit.

 

Fleiri dæmi vorum á þessum tíma um að fólk léti gabbast í von um að hægt væri að fá lit á svarthvít sjónvörp. Sérstakir skermir voru seldir sem áttu að skauta ljósið frá sjónvarpinu til að það kæmi út í lit en útkoman var langt frá því að vera sannfærandi. Norska ríkissjónvarpið gabbaði áhorfendur líka með svipuðum hætti og hið sænska en staðhæfði að slökkva þyrfti á öllum öðrum raftækjum en sjónvarpinu til að fá litinn fram.

 

Hér fyrir neðan má svo horfa á gabbið í heild sinni

Vídjó

]]>
NBA-stjörnurnar í White Men Can’t Jump http://lemurinn.is/2017/03/29/nba-stjornurnar-i-white-men-cant-jump/ 2017-03-29T10:13:32+00:00 Kvikmyndin White Men Can’t Jump er fyrir löngu orðin að nokkurs konar költ-fyrirbæri meðal körfuboltaáhugafólks um allan heim. Tímasetning hefur þar mikið að segja. Myndin, sem var leikstýrð af Ron Shelton, var frumsýnd þann 27. mars að vori ársins 1992 eða einmitt um þær mundir sem NBA-æðið var að ná hápunkti með Michael Jordan í fararbroddi – svo ekki sé minnst á æðið sem fylgdi sigurför bandaríska Draumaliðsins á sumarólympíuleikunum í Barcelona sama ár.

 

Fyrir tíma internetsins var erfitt fyrir unga NBA-aðdáendur að leita sér fróðleiks um allar þær stjörnur sem koma fram í myndinni, fyrir utan aðalleikarana sjálfa, þá Wesley Snipes (sem þá hafði slegið í gegn í Spike Lee myndinni Jungle Fever og meistaraverki Marios Van Peebles New Jack City) og Woody Harrelson (þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn treggáfaði Woody í Staupasteini). White Men Can’t Jump var nefnilega framleidd með aðstoð nokkurra farsælla NBA-leikmanna sem voru ef til vill ekki heimsþekktir, í öllu falli ekki á Íslandi.

 

white_men_cant_jump_27647_medium

 

Þar má fyrstan nefna miðherjann Bob Lanier, sem lék lengst af með Detroit Pistons (1970-1980) og síðar Milwaukee Bucks (1980-1984). Lanier var stjörnuliðsleikmaður átta sinnum og var valinn besti leikmaður stjörnuleiksins árið 1974. Hann var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans árið 1992, líklega æðsti heiður sem körfboltamanni getur hlotnast. Á ferli sínum skoraði Lanier 20,1 stig að meðaltali, tók 10,1 frákast og var með 51,4% skotnýtingu sem verður að teljast einkar frambærilegt.

 

Margar góðar sögur fara af Lanier sem leikmanni, til að mynda sú að hann reykti ávallt sígarettur í hálfleik. Kareem Abdul-Jabbar, einn besti körfuboltamaður allra tíma, reyndi að nýta sér þennan ósið Laniers þegar miðherjarnir mættust með því að láta hann hlaupa meira en venjulega í síðari hálfleik. Bjóst Jabbar við að Lanier væri talsvert andstyttri eftir reykingarnar.

 

Lanier í leik með Detroit Pistons árið 1970.

Lanier í leik með Detroit Pistons árið 1970.

 

Lanier starfaði sem einkaþjálfari þeirra Harrelson og Snipes í sérstökum körfuboltabúðum þar sem leikararnir lærðu og skerptu á grunnatriðum íþróttarinnar. Hann hélt því fram að eftir einkaþjálfunina höfðu leikararnir náð svo góðum tökum á körfubolta að þeir hefðu getað staðið sig vel í þriðju deild NCAA-háskólaboltans. Lanier lét einnig hafa eftir sér, að milli leikaranna tveggja, væri Harrelson betri leikmaður.

 

Næstur á blað er aukaleikarinn Marques Johnson, sem fór eftirminnilega með hlutverk Raymonds. Hann var vel „höstlaður“ af þeim Sidney Deane og Billy Hoyle eftir að hafa veðsett skambyssu sína skömmu fyrir leik til að eiga fyrir veðmáli. Hann átti þá hina ódauðlegu setningu:

 

„I’m going to my car, get my other gun. Shoot everybody’s ass.“

Vídjó

 

Johnson átti glæsilegan feril í NBA-deildinni eftir að hafa átt frábæran tíma hjá háskólaliði UCLA hjá John Wooden. Þar varð hann NCAA-meistari árið 1975 og var, eftir lokaár sitt í háskólaboltanum, valinn leikmaður ársins árið 1977. Johnson var valinn þriðji í nýliðavalinu sama ár og lék með Milwaukee Bucks frá 1977 til 1984 en var þá skipt til Los Angeles Clippers fyrir Terry Cummings, sem er mörgum NBA-aðdáendum að góðu kunnur. Johnson lagði skóna á hilluna árið 1987 en tók þá aftur fram um stutt skeið árið 1989 og lék þá 10 leiki fyrir Golden State Warriors.

 

Af Johnson fara einnig skemmtilegar sögur en sú besta er líklega að hann hafi fundið upp hugtakið um „point forward“, sem er jafnan notað um fjölhæfa framherja sem geta borið boltann upp og stýrt sóknarleiknum. Að hans eigin sögn kom hugtakið fram í leik í úrslitakeppninni 1984 þegar báðir leikstjórnendur Bucks voru meiddir. Don Nelson, þáverandi þjálfari, sagði Johnson að henn þyrfti því að bera boltann upp og stýra sóknarleiknum.

 

„Ertu að segja að ég eigi að vera point forward,“ spurði Johnson við tilefnið.

Marques Johnson í leik með Milwaukee Bucks, gullfallegur á velli.

Marques Johnson í leik með Milwaukee Bucks, gullfallegur á velli.

 

Síðasti NBA-leikmaðurinn sem kemur við sögu að einhverju ráði í myndinni er Freeman Williams en hann fór með hlutverk Ducks Johnson, hluti hins goðsagnakennda tvíeykis myndarinnar; The King & the Duck!

 

Williams lék sem vængmaður fyrir San Diego Clippers frá 1978 til 1982 og lék þar til að mynda með Joe Bryant, þá nýbökuðum föður pilts að nafni Kobe. Williams vakti strax athygli fyrir einstaka hæfileika til að skora en hans besta tímabil var 1980-1981. Þá skoraði hann 19,3 stig að meðaltali í leik á einungis 24,1 mínútu – sem er auðvitað algert rugl. Honum var síðar skipt til Atlanta Hawks en þar átti hann eftir að setja sitt dýpsta spor í sögu deildarinnar. Það spor var í stuttu máli að vera notaður sem skiptimynt fyrir goðsögnina Dominique Wilkins, sem hafði verið valinn af Utah Jazz í nýliðavalinu en neitaði að leika með liðinu. Freeman Williams náði sér aldrei á strik eftir þau skipti og lék aðeins 18 leiki með Jazz.

 

Freeman Williams brýst að körfunni í leik gegn Nets um 1980.

Freeman Williams brýst að körfunni í leik gegn Nets um 1980.

 

Þess má síðan til gamans geta að sá sem fór með hlutverk King Faroo, í áðurnefndu tvíeyki, var tónlistarmaðurinn Louis Price. Hans 15 mínútum af frægð (fyrir utan White Men Can’t Jump, vitaskuld) var sennilega varið við að vera einn aðalsöngvara The Temptations á stuttu tímabili hljómsveitarinnar hjá Atlantic Records á árunum 1977 til 1980 eftir að Dennis Edwards hafði yfirgefið hljómsveitina. Hann lék aldrei körfubolta sem atvinnumaður þótt áhorfendur gætu haldið annað. Tónlistarferli hans lauk, eða svo gott sem, þegar Edwards sneri aftur í Temptations. En, reyndar, í útlegðinni hafði Edwards samið lag, sem kom þó ekki út fyrr en 1984, og varð alger smellur. Svona höfum við öll einhverju hlutverki að gegna.

 

Smellurinn var að sjálfsögðu: „ Don’t Look Any Further.“

 

Vídjó

 

 

 

 

 

]]>
Leiðir til að sjá: Frábær heimildarmynd um myndlist eftir John heitinn Berger http://lemurinn.is/2017/01/03/leidir-til-ad-sja-frabaer-heimildarmynd-um-myndlist-eftir-john-heitinn-berger/ 2017-01-03T11:57:38+00:00 Vídjó

Breski listrýnirinn og rithöfundurinn John Berger er látinn, níræður að aldri.

 

Lemúrinn birtir því hér heimildarþáttaröðina „Ways of Seeing“ sem Berger gerði fyrir BBC árið 1972. Í þáttunum, sem eru fjórir talsins, dregur Berger á snilldarlegan hátt fram hvernig fólk horfir á listaverk sögunnar út frá ólíkum sjónarhóli á hverjum tíma. Berger gaf síðar út bók með sama nafni þar sem sömu hugmyndir koma fram.

 

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, útskýrir hugmyndir Bergers svona:

 

Í tímamótabók sinni um myndlist, Ways of Seeing – eða Leiðir til að sjá – bendir einhver mesti hugsuður tuttugustu aldar, John Berger, á þá staðreynd að sýn okkar á heiminn kemur á undan orðum okkar um heiminn. Barnið horfir og þekkir löngu áður en það getur talað.

 

stories_rock_968

Berger bendir ennfremur á hvernig sýn okkar kemur á undan orðum í öðrum skilningi. Þ.e.a.s. í þeim skilningi að það er sýnin sem leggur grunninn að stöðu okkar í heiminum sem umlykur okkur. Við útskýrum þann heim með orðum, en orðin geta samt aldrei vegið upp á móti þeirri staðreynd að heimurinn er allt um kring. Sambandið á milli þess sem við sjáum og þess hvað við vitum verður m.ö.o. aldrei útkljáð.

 

Vídjó

 

Vídjó

 

Vídjó

 

Hér er svo spjall Johns Berger og Susan Sontag um frásagnarlistina:

Vídjó

]]>
Lemúrinn hitti aftur lemúra http://lemurinn.is/2016/10/02/lemurinn-hitti-aftur-lemura/ 2016-10-02T14:05:56+00:00 Lemúrar, dýrin sem veftímaritið Lemúrinn dregur nafn sitt af, búa aðeins á eyjunni Madagaskar við austurströnd Afríku.

 

Það er þó hægt að komast í návígi við þessar merkilegu verur án þess að ferðast yfir hálfan hnöttinn. Vera Illugadóttir, einn af ritstjórum Lemúrsins, heimsótti til dæmis lemúrahóp í Skansen-garðinum í Stokkhólmi um árið.

 

Það vildi svo til að annar blaðamaður Lemúrsins, undirritaður, var nýlega staddur í dýragarðinum í Prag í Tékklandi og honum til mikillar ánægju kom í ljós að garðurinn hafði að geyma lítinn hóp af hringrófu-lemúrum sem gestir gátu heimsótt og komist í návígi við. Hér má sjá nokkrar ljósmyndir úr heimsókninni.

 

1

 

2

 

3

 

4

 

5

 

6

Blaðamaður Lemúrsins kátur að hitta lemúra í fyrsta sinn.

]]>
John Mearsheimer útskýrir Víetnam-stríðið fyrir syni sínum http://lemurinn.is/2016/10/02/john-mearsheimer-utskyrir-vietnam-stridid-fyrir-syni-sinum/ 2016-10-02T12:30:18+00:00 Vídjó

Áður en hann lagði af stað í Víetnam-reisu ákvað Bandaríkjamaðurinn Max Mearsheimer að spyrja föður sinn nánar út í sögu landsins og orsakir stríðsins fræga sem stóð yfir nokkur veginn frá lokum seinni heimsstyrjaldar fram til 1975.

 

John Mearsheimer, faðir Max, starfaði fyrir Bandaríkjaher á síðustu árum stríðsins þegar hann var ungur maður. Í dag gegnir hann prófessorsstöðu við Chicago-háskóla og er einn þekktasti talsmaður raunhyggju í bandarískum utanríkismálum. Í þessu skemmtilega myndbandi fer hann beinskeytt yfir forsögu og atburðarás stríðsins í Víetnam, og setur það í samhengi við bandarísk stjórnmál og samfélag.

]]>
Hallbjörg slær í gegn í bandarískum sjónvarpsþætti árið 1960 http://lemurinn.is/2016/09/27/hallbjorg-slaer-i-gegn-i-bandariskum-sjonvarpsthaetti-arid-1960/ 2016-09-27T21:02:45+00:00 Vídjó

Söngkonan Hallbjörg Bjarnadóttir (1915-1997) skemmti Bandaríkjamönnum í þættinum I’ve Got a Secret árið 1960.

(meira…)

]]>
Svuntuþeysara-Bretland: Skemmtileg heimildarmynd um breska synthpoppið http://lemurinn.is/2016/09/27/svuntutheysara-bretland-skemmtileg-heimildarmynd-um-breska-synthpoppid/ 2016-09-27T17:10:18+00:00 Vídjó

Synth Britannia er skemmtileg heimildarmynd um tilkomu rafrænnar tónlistar og áhrif hennar á breska poppmúsík.

 

Bresk ungmenni upplifðu sig undir lok áttunda áratugarins sem þegna í framtíðarríki á borð við það sem birtist í kvikmyndinni Clockwork Orange. Þau fóru að nota framtíðartól á borð við hljóðgervla til að skapa tónlistina sem passaði við umheiminn þeirra: Brútalísk háhýsi í breskum úthverfum og hraðbrautir. Skáldsögur J.G. Ballard höfðu líka áhrif.

 

Þegar tónlist Kraftwerk skall á ströndum Stóra-Bretlands small eitthvað og til varð ný tónlistarstefna, synthpoppið.

 

Leikstjóri er Ben Whalley, sá sami og gerði hina frábæru heimildarmynd um krautrokkið sem Lemúrinn hefur fjallað um.

 

Einn helsti smellur svuntuþeysarapoppsins var án efa Are „Friends“ Electric? með sveitinni Tubeway Army sem Gary Numan leiddi:

Vídjó

 

Hér er svo tónlist úr myndinni:

]]>
11. september 2001 á sex sjónvarpsstöðvum í einu http://lemurinn.is/2016/09/27/11-september-2001-a-sex-sjonvarpsstodvum-i-einu/ 2016-09-27T16:24:38+00:00 Vídjó

11. september 2001 rennur okkur seint úr minni. Hér er áhugavert myndband sem sýnir okkur atburði morgunsins á sjónvarpsstöðvunum ABC, BBC, CBS, CNN, FOX og NBC, allt á sama tíma.

 

Úr verður mósaík sem er mikilvæg heimild um hvernig þessar helstu fréttastofur brugðust við þessum ótrúlegu atburðum í beinni.

 

Á hvaða stöðvar horfðu lesendur Lemúrsins á þennan örlagaríka dag? Hvar voruð þið og hvernig var dagurinn?

 

Hér má sjá dagskrá hverrar stöðvar fyrir sig:

 

ABC:

Vídjó

 

BBC World News:

Vídjó

 

CBS:

Vídjó

CNN:

Vídjó

FOX News:

Vídjó

NBC:

Vídjó

]]>
Eiffelturninn í byggingu. LITMYND http://lemurinn.is/2016/09/27/eiffel-turninn-i-byggingu-litmynd/ 2016-09-27T14:09:18+00:00 Bandaríski ljósmyndavefurinn Retronaut er um þessar mundir að vinna að bókinni The Paper Time Machine, í samstarfi við Jordan Lloyd og fyrirtækið Dynamichrome – sem sérhæfir sig í endurvinnslu svarthvítra ljósmynda í lit.

 

Bókin mun samanstanda af 130 ljósmyndum af byggingu sögufrægra mannvirkja en þar geta lesendur bæði virt fyrir sér upprunalegu svarthvítu myndirnar sem og litmyndirnar – en vinnsla þeirra er einstaklega metnaðarfull. Hér er hægt að styrkja útgáfu bókarinnar.

 

Hér má sjá mynd af Eiffelturninum í París sem var tekin í júlí árið 1888 þegar 2. áfanga turnsins var rétt ólokið. Upprunalegan lit turnsins má sjá á myndinni en hann var dýrðlega vínrauður fyrstu áratugina. Síðan þá hefur turninn verið málaður í hinum ýmsu litum.

 

Í baksýn má sjá ókláraða sýningarskála fyrir heimssýninguna í París en skálarnir hafa síðar þurft að víkja. Árið 1889, þegar byggingunni var lokið, var Eiffelturninn hæsta mannvirki á jörðinni, 324 metrar að hæð.

 

eiffel2

 

Hér má sjá fleiri myndir úr bókinni af vef Mashable.

 

]]>
Án matar og drykkja í niðamyrkri dögum saman: Mannskæðasta námuslys Evrópu http://lemurinn.is/2016/09/11/courrieres-namuslysid-mannskaedasta-namuslys-evropu/ 2016-09-11T09:18:46+00:00 Undir lok nítjándu aldarinnar eru ýmis teikn á lofti á meginlandinu. Einkennandi fyrir þetta tímabil er bæði fegurð, andspænis hryllingi fyrri heimsstyrjaldarinnar eftir á að hyggja, en einnig menningarleg undiralda bölsýni. Snemma á 20. öld verða hin ýmsu afskipti nýlenduveldanna af Afríku til þess að auka á úlfúð milli Frakka og Þjóðverja.

 

Í mars 1905 hafði  Vilhjálmur II, keisari Þýskalands, siglt til Tangier-borgar í Marokkó og haldið innblásna ræðu um möguleika ríkisins á að öðlast sjálfstæði.  Svo segir Skírnir frá Marokkómálinu:

 

Friður hefir verið um álfuna alla þetta nýliðna sumar, enda færi ekki vel á öðru, rétt á meðan friðarþingið er háð. En vopnum brugðið og vakið blóð lítils háttar utanmarka, í þrœtulandinu Marokko.

Nú unnu [Bretar] það til samlyndis, að þeir gerðu þann sáttmála við Frakka, 8.apríl 1904, að Frakkar mættu átölulaust af þeirra hendi, Breta, »gæta friðar þar í Marokkó og veita fulltingi til þeirra umbóta, er landið þarfnaðist, hvort heldur væri í stjórnarháttum, búnaði, fjárhagsmálum eða hernaðarmálum; þeir mundu, Bretar, láta það hlutlaust, þótt Frakkar gerðu sem þeim líkaði í þeim efnum«.

 

Þar með hugðu flestir allri þrætu lokið um forlög Marokkóríkis.

 

En einn af höfuðdrotnum álfunnar kunni því ekki vel, að vera gerður forspurður um annað eins stórmál.

 

Það var Vilhjálmur keisari.

 

Vilhjálmur II keisari taldi sig geta hlutast um málefni Marokkó en hann hafði misreiknað stuðning við sig því öll Evrópuveldin, þar með talið Rússland og Bandaríkin líka, einungis að Austurríska-Ungverska keisaradæminu undanskildu, studdu áframhaldandi yfirráð Frakka í Marokkó. Vonarneistinn um sjálfstæði og fullveldi, sem Vilhjálmur 1 hafði kveikt hjá Abdelaziz soldáni var því fljótt slökktur (Marokkó öðlaðist sjálfstæði 1956).

 

Niðurstaðan varð því sú, eftir alþjóðlega ráðstefnu í Algericas á Spáni, að undirritaður var samningur þar sem Frakkar höfðu áfram tögl og hagldir í Marokkó en framseldu umboð til löggæslu til Spánverja.

 

07 Apr 1906, Algeciras, Spain --- El-Hadj el-Mokri, Ambassador to Spain, signs the treaty at the Algeciras Conference allowing France to patrol the border with Algeria and Spain to police Morocco. --- Image by © Hulton-Deutsch Collection/CORBIS

7. apríl 1906, Algeciras, Spáni. El-Hadj el-Mokri, sendiherra Marokkó á Spáni skrifar undir alþjóðasamninginn á Algericas-ráðstefnunni sem veitti Frökkum áframhaldandi yfirráð á Marokkó.

 

En áður en el-Mokri sendiherra skrifaði undir samning til þess friðþægja heimsveldin, og á meðan Algeciras-ráðstefnan stóð ennþá á Spáni gerðist hræðilegur atburður í Frakklandi sem varð um stund til þess að færa Þjóðverja og Frakka saman.

 

Sagnfræðingar hafa löngum hrósað því hversu hröð iðnvæðingin var í Bretlandi, en það var að miklu leyti að þakka góðu aðgengi að kolum. Frakkar voru eftirbátar Breta og Þjóðverja og árið 1905 framleiddu þeir um 36 milljón tonn af kolum á ári samanborið við 236 milljón tonn í Bretlandi og 121 milljón tonn í Þýskalandi.

 

Helstu kolavinnslusvæði Frakklands voru í Norður-Frakklandi og við Courrieres nálægt Lens hafði kolavinnslufyrirtækið Compagnie des Mines de Courrieres látið grafa 14 námur og hjá því störfuðu hátt í tíu þúsund manns.

 

Gabiots1

Börn voru látin starfa við kolavinnslu á fyrri hluta 20. aldar.

 

Ein helsta hættan sem steðjar að kolanámumönnum er að samssetning andrúmsloftsins breytist snögglega þannig að hlutfall eitraðra loftegunda verði of hátt. Evrópsku stórveldin sem leiddu iðnvæðinguna hafa hvert fyrir sig búið til orð yfir mismunandi samsetningar gasa í kolanámum. Bretar töluðu um raka eða damp og Þjóðverjar um veðurfar í námum. Einna hættulegast var ef loftið varð hreinlega eldfimt (oftast metangas), þá gat stakur neisti orðið til þess að setja af stað keðjuverkun sprenginga. Bretar nefndu slík fyrirbrigði firedamp, Frakkar Grisou en Þjóðverjar Schlagwetter. Enn ógnvænlegra er þó að strax í kjölfar slíkra neðanjarðargassprenginga verður til blanda af af eitruðum lofttegundum; koltvísýringur, kolmónoxíð og köfnunarefni sem bretar nefndu afterdamp og Íslendingar loftbrest.

 

Davy lampi

Davy lampi

Sú aðferð kolanámumanna að hafa kanarífugla með sér í búri ofan í kolanámum er vel þekkt en hún var þó ekki notuð fyrr en 1913 eða síðar. Önnur aðferð til þess að kanna loftgæðin er að nota svokallaðan Davy-lampa en það er lampi sem var hugvitsamlega hannaður fyrir kolanámur þannig að utan um kveikiþráðinn í lampanum er fínt net, með svo smáum loftgötum, að eldurinn nær ekki út fyrir.

 

Þeir 1665 starfsmenn Compagnie des Mines de Courrieres sem hófu nýja vakt klukkan 5:30 að morgni 10. mars 1906 höfðu engan öryggisbúnað. Án nokkurs fyrirvara varð hrikalega sprenging um klukkan 7. Út úr opum kolanámanna bárust reykský og eldtungur, lyftur sem notaðar voru til þess að ferja menn niður þeyttust upp. Neðanjarðarsprenging hafði ferðast allt að 110 km leið um göngin.

 

explosion

 

Hræðilegar lýsingar eru til af hendi fréttamanns Le Gaulois sem varð vitni að því þegar aflimuð, afskræmd og brennd lík og líkamshlutar voru færð upp á yfirborðið. Einhverjir hamingjusamir endurfundir urðu þó.

 

Að deginum loknum voru enn yfir þúsund námamenn neðanjarðar og litlar líkur taldar á að einhverjir myndu finnast á lífi.

 

Le-10-Mars-1906-pres-1-200-mineurs-trouvent-mort-dans-communes-francaises-Billy-Montigny-Sallaumines-Mericourt-Noyelles-sous-Lens-fond-mines-appartenant-Compagnie-mines-Courrieres_0_730_460

Samfélagið á svæðinu var lítið og á skömmum tíma þustu að opum kolanámanna fjölskyldumeðlimir og aðrir vandamenn.

 

Það er tæpast hægt að ímynda sér aðstæðurnar sem blöstu við björgunarmönnunum. Sumsstaðar höfðu burðarbitar gefið sig og þakið hrunið niður, eldar geysuðu víða og lyktin af brenndu og rotnandi holdi og eitruðum gastegundum fyllti vit þeirra.

 

catastrophe_de_courrieres_-_les_sauveteurs_decouvrent_un_amoncellement_de_cadavres

 

Þann 11. mars komu björgunarmenn frá Hibernia-námunum í Vestfalíu. Þeir höfðu nokkra reynslu af björgunarstörfum og sérhannaðan öndunarbúnað.

 

 

catastrophe_de_courrieres_-_appareil_guglielminetti-drager_01

Guglielminetti-Drager öndunarbúnaður sem komið var með.

 

Þessi samstaða milli Frakka og Þjóðverja varð austurríska kvikmyndagerðarmanninum G.W. Pabst innblástur til þess að búa til myndina Kameradschaft (1931), sem mætti útleggja sem Bróðerni, sem byggir á Courrieres námaslysinu.

 

Undir lok mánaðarins höfðu erfiðar aðstæður gert það að verkum að aðeins var búið að færa 189 lík upp á yfirborðið. Ekki voru taldar nokkrar líkur á að fleiri myndu finnast á lífi. Það kom því stórkostlega á óvart þegar 13 eftirlifendur fundust þann 30. mars.

 

Í heila 20 daga höfðu þeir vafrað um neðanjarðar og lifað af með því að drekka eigin þvag, borða barkann af trjáspýtum, dauð hrossahræ og mat úr nestisboxum sem þeir fundu. Þessir eftirlifendur voru náfölir, máttlitlir og með svarta bauga í kringum augun en þeir höfðu haldið geðheilsunni. Óttaslegnir ættingjar og aðrir þustu að opum kolanámanna og þurfti lögreglan að stemma för þeirra.

 

Lögreglan heftir för mannfjöldans að kolanámuopum.

Lögreglan heftir för mannfjöldans að kolanámuopum.

 

Tveimur hinna þrettán manna sem lifðu af, Henri Nény og Charles Pruvost var veitt orða fyrir afrekið. Í viðtali nokkrum árum síðar sagði annar úr hópnum sem lifði af, César Danglot, að Nény hefði orðið móðursjúkur í námunni, beðið aðra um að skilja sig eftir og jafnvel lagt til að myrða yngsta strákinn í hópnum og éta.

 

 

Þann 4. apríl, 25 dögum eftir sprenginguna fannst síðasti eftirlifandinn, Auguste Berthon. Sá hafði misst meðvitund við sprenginguna og vafrað stefnulaust þar til honum var bjargað. Ekki varð fleiri mönnum bjargað og tók það marga mánuði að hreinsa námurnar.

 

Auguste Berthau eða Berthon þann 5. apríl 1906 eftir að hafa dvalið í 25 sólahringa samfellt neðanjarðar án matar né drykkjar.

Auguste Berthau eða Berthon þann 5. apríl 1906 eftir að hafa dvalið í 25 sólahringa samfellt neðanjarðar án matar né drykkjar.

Heimildir

]]>
„Endurfæðing Þýskalands“: Frábær heimildarmynd um Krautrock og eftirstríðsárin http://lemurinn.is/2016/09/09/endurfaeding-thyskalands-frabaer-heimildarmynd-um-krautrock-og-eftirstridsarin/ 2016-09-09T18:43:23+00:00 Vídjó

 

Þýskaland 1945. Árið er núll.

Borgir, menning og allt annað eru rústir einar.

Það var komið að því að endurbyggja.

 

Þetta eru inngangsorð heimildarmyndarinnar Krautrock: The Rebirth of Germany. Hún segir söguna af hinum óhemju fersku tónlistarstraumum í Þýskalandi undir lok sjöunda áratugarins og þeim áttunda. Á bak við hana var kynslóð eftirstríðsáranna, fólk sem fæddist í kringum síðari heimsstyrjöldina og ólst svo upp í rústum þriðja ríkisins.

 

Þetta er saga um leit að nýrri sjálfsmynd og uppgjöri við fortíðina. Og um fólk sem vildi skapa eitthvað á eigin forsendum en ekki bara apa eftir erlendum stjörnum. Til varð ein frumlegasta og magnaðasta tónlist sögunnar.

 

Hér koma fram hljómsveitir á borð við Neu!, Can, Faust og Kraftwerk.

 

Tónlistin í myndinni:

 

https://play.spotify.com/user/allvoxman/playlist/0gUjY0VUviCnVs9ZWkxb9b

]]>
Síldarkona á Siglufirði http://lemurinn.is/2016/08/30/sildarkona-a-siglufirdi/ 2016-08-30T12:00:47+00:00 Hér sést húsfreyjan og síldarkonan Hólmfríður Sigurlaug Davíðsdóttir (1906-1999) að salta síld á Siglufirði einhvern tímann á 5. eða 6. áratugnum. Hún gerði það samtals í 42 sumur.

 

Dætur Sigurlaugar færðu nýlega Síldarminjasafninu að gjöf skúlptúr úr smiðju Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur. Skúlptúrinn er byggður á þessari ljósmynd af Sigurlaugu og situr á bryggjunni í Bátahúsinu á safninu á Siglufirði.

(meira…)

]]>
Kona Bandaríkjaforseti? Hahaha! Verður vesalings karlinn hennar þá „The First Lady“? http://lemurinn.is/2016/07/31/kona-bandarikjaforseti-hahaha-verdur-vesalings-karlinn-hennar-tha-the-first-lady/ 2016-07-31T19:41:25+00:00 „Bráðskemmtileg og fjörug ný bandarísk gamanmynd um fyrsta kvenforseta Bandaríkjanna, og vesalings eiginmanninn, sem auðvitað verður „The First Lady“.“

 

Þannig hljómaði auglýsing frá Hafnarbíói í blöðunum árið 1971. Gamanmyndin var Kisses for my President. Það voru ýkjur að myndin væri ný, því hún kom fyrst út árið 1964, en svo gerðust kaupin á eyrinni í bíómálum Íslendinga á þeim árum.

 

Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli á þessa leið: Konan Leslie McCloud (Polly Bergen) verður óvænt forseti Bandaríkjanna. Válynd veður eru í stjórnmálunum eins og oft vill verða og nýr forseti þarf að kljást annars vegar við forhertan öldungardeildarþingmann og hins vegar við rómanskamerískan einræðisherra sem leikinn er af Eli gamla Wallach.

 

Brot úr myndinni:

Vídjó

 

Þetta er allt hið óheppilegasta mál fyrir „vesalings“ Thad (Fred MacMurray), eiginmann forsetans og „forsetafrú“. Aumingja karlgarmurinn hefur ekkert fyrir stafni nema að hanga allan liðlangan daginn á þeim kvenlegu og bleiku vistarverum sem eiginkonum forsetans er jafnan látið í té í Hvíta húsinu. Sérstaklega er klósettherbergið kerlingarlegt. Til að toppa þessa „niðurlægjandi“ stöðu Thads skartar hann stundum kvenhatti.

 

Þrátt fyrir að Leslie reynist klók á forsetastóli – meðal annars sýnir hún mikla stjórnvisku við hinn suðræna einræðisherra – endar myndin með þeirri „lausn“ að hún verður ólétt. Hún verður auðvitað að láta af störfum í þessu karlræðissamfélagi sem Hollywood endurspeglar svona greinilega árið 1964.

 

AEJ-897_F__48087.1464982252.1280.1280

 

Hvað verður um „vesalings“ Bill ef Hillary Clinton verður næsti forseti Bandaríkjanna?!?!?

 

Vídjó

 

kisses-10

]]>
Taugaveiki á Íslandi: Var ónæmur taugaveikis-smitberi á Skálholti? http://lemurinn.is/2016/07/31/taugaveiki-a-islandi/ 2016-07-31T11:46:43+00:00 Taugaveiki hljómar eins og dularfullur og ógnvænlegur sjúkdómur. Hún er orsökuð af bakteríunni Salmonella enterica sem vex í innyflum eða blóði hýsils og smitast ef saur úr hýsli mengar mat eða drykkjarvatn. Taugaveikin dregur nafn sitt af því óráði sem fólk getur fengið á síðustu stigum sjúkdómsins.

 

Þessi sjúkdómur hefur fylgt manninum um allar aldir.

 

Til að mynda er það talið mögulegt að plágan mikla í Aþenu 430 f.Kr. hafi verið orsökuð af taugaveiki, en um það er tæpast hægt að fullyrða. Í dag má meðhöndla sjúkdóminn og við honum eru misjafnlega áhrifaríkar bólusetningar en fyrir öld síðan dóu að minnsta kosti einn af hverjum tíu sem sýktust.

 

Þessi sjúkdómur er í vissum skilningi einkenni á frumstæðu samfélagi manna áður en vatnsveitur eru lagðar og kröfur um hreinlæti koma í veg fyrir smit.

 

Skýringarmynd úr danskri bók um sýkingarleiðir taugaveiki frá 1939.

Skýringarmynd úr danskri bók um sýkingarleiðir taugaveiki frá 1939.

 

Oftast á sýkingin sér stað í jarðveginum en til er ein önnur leið til að smitast, það er ef ónæmur smitberi á við mat eða drykk sem er innbyrtur. Frægasti ónæmi smitberinn bar einmitt með sér taugaveiki og var nefnd Taugaveikis-Mæja.

 

En nú víkur sögunni til Reykjavíkur. Í lok árs 1906 varð vart við taugaveiki í Skuggahverfinu. Reykjavík var á þessum tíma tæplega tíu þúsund manna bær í örum vexti. Matthías Einarsson læknir (1879-1948) var starfandi læknir við franska spítalann í Skuggahverfinu sem hýsir Tónmenntaskóla Reykjavíkur í dag.

 

Matthías Einarsson læknir við skurðaðgerð um 1908, að öllum líkindum á Franska spítalanum, ef til vill að hleypa út sulli eða að taka gallblöðru.

Matthías Einarsson læknir við skurðaðgerð um 1908, að öllum líkindum á Franska spítalanum, ef til vill að hleypa út sulli eða að taka gallblöðru.

 

Undir lok nóvembers 1906 voru um tuttugu manns smitaðir af taugaveikinni, allir búsettir miðsvæðis. Matthías sagði frá grunsemdum sínum um að rekja mætti faraldurinn til brunns í Læknablaðinu í grein sem hann skrifaði árið 1947:

 

Hvað Móakotslindina snertir þá voru peningshús og salerni rétt austan við hana ofar í hallanum og veitti ég því athygli, þegar ég athugaði vatnsbólin, eftir að taugaveikin tók að magnast, að sprungur voru miklar í brunnhleðslunni. Vakti ég nú máls á því við héraðslækni, Steingrím Matthíasson og landlækni, Guðmund Björnsson, að þarna gæti verið uppspretta sóttarinnar, en þeir töldu það ólíklegt, þetta væri venjuleg haust-taugaveiki, öllu magnaðri þó en venjulega gerðist.

 

Haust-taugaveikin, útskýrði Matthías, var vísun til þess að „undanfarin ár hafði oft borið meir á taugaveiki að haustinu, um það bil, sem búið var að taka upp úr görðunum (garðáburðurinn var venjulega tekinn úr salernafor).

 

Á tímabilinu nóvember 1906 til febrúar 1907 sýktust 98 manns og má leiða líkum að því að um tugur manna hafi látist af völdum taugaveikinnar. En það jafngildir að um 1150 manns sýktust í dag (2016), og a.m.k. hundrað manns myndu láta lífið.

 

Gervihnattarmynd af Skuggahverfi Reykjavíkur

Gervihnattarmynd af Skuggahverfi Reykjavíkur

Uppdráttur af útbreiðslu taugaveiki í Reykjavík 1906

Uppdráttur af útbreiðslu taugaveiki í Reykjavík 1906-7 eftir Matthías Einarsson. Þau heimili eru hringmerkt sem sóttu vatn í Móakotslind, með þríhyrningi þau sem sóttu í Barónspóst og með ferhyrningi sem sóttu vatnið annað.

 

Móakotslind var lokað 16. desember árið 1906 eftir ábendingar Matthíasar. En áratug seinna skrifaði Matthías í blöðin á ný, nú um taugaveikistilfelli í Skálholti í Biskupstungum.

 

Um síðastliðin aldamót fluttist Skúli læknir búferlum frá Kópsvatni í Hrunamannahreppi að Skálholti. Skömmu áður hafði margt fólk legið í taugaveiki á Kópsvatni, en allir voru þeir heilbrigðir, sem að Skálholti fluttu; þó hefir taugaveikin legið þar við síðan. Árlega hafa einn eða fleiri sýkst þar á bænum (oftast hefir það verið aðkomufólk — verkafólk og ferðafólk — sem sýkst hefir). Veikin hefir yfirleitt lagst þungt á, sumt hefir dáið.

 

Í sveitinni hefir borið meir á taugaveiki þessi árin en í nágrannasveitum, og venjulega verið hægt að rekja sporin að Skálholti. Í sumar hefir taugaveiki verið á þremur bæjum í Tungunum og 12 manns veikst, þar af tveir dáið, ungir bændur báðir. Sá, sem fyrst veiktist, bóndinn á Brú, hafði komið að Skálholti c. 1/2 mánuði áður en hann veiktist. Frá Brú álíta menn að veikin hafi borist á hina tvo bæina.

 

Matthías setti þarna fram tilgátu um ónæman smitbera en frásagnir af Taugaveikis-Mæju höfðu þá mögulega borist til eyrna Íslendinga. Löngu seinna eða árið 1954 skrifaði Ólafur Guðbrandsson frá Stóru-Völlum „um vatnið á Skálholti“ og taugaveikina þar:

 

Sumir fullyrtu að veikin stafaði af vatninu úr hinum fornu brunnum í túninu, og aðrir fullyrtu að gömul kona á heimilinu væri smitberi. Þó þótti það all athyglisvert að enginn varð veikur í hinum bænum og þó var þar alltaf samgangur daglega. Það sannaðist síðar að smitberinn var gamlar fiðursængur sem fluttar höfðu verið þangað frá bæ nokkrum, þar sem taugaveiki hafði áður gengið, en eftir að Skúli læknir hafði loks brennt sængunum hefur engrar taugaveiki orðið vart í Skálholti.

 

Heimildir

]]>
Fataskápur Fridu Kahlo opnaður http://lemurinn.is/2016/07/02/fataskapur-fridu-kahlo-opnadur/ 2016-07-02T16:24:17+00:00 Til að lýsa fatastíl Fridu Kahlo nægir engan veginn að segja að hún hafi verið glæsileg til fara. Sem hún var að sjálfsögðu. Val hennar á fatnaði hafði dýpri merkingu, leið til listrænnar tjáningar, leið til að lýsa æviskeiði sem var fullt af sársauka, gleði, vonbrigðum og mögnuðum sköpunarkrafti. Hvort sem um var að ræða klæðnað sem var innblásinn af Tehuana-menningu Mexíkó eða vestrænni klæðnaður, fatnaðurinn var öflug leið til sjálfstjáningar – eins og má til dæmis sjá glöggt á verkinu Tvær Fríður (s. Las dos Fridas).

 

the-two-fridas-las-dos-fridas-frida-kahlo-1939-0ccc8580

 

Frida lenti í alvarlegu umferðarslysi árið 1925 þegar vörubíll skall á strætóbifreið þar sem hún var farþegi. Slysið átti eftir að hafa varanleg áhrif á Fridu en í því brotnaði hryggjarsúla hennar, mjaðmagrind, viðbein og fjölmörg rifbein. Líkamlega átti hún aldrei eftir að jafna sig að fullu og bjó við mikinn sársauka, sársauka sem má lesa í andlitsdráttum fjölmargra sjálfsmynda. Sífelld notkun Fridu á lífstykkjum og misháum skóm má rekja til afleiðinga slyssins, hún hreinlega batt þannig um líkamann – að hann gæti staðið uppréttur. Andlitsdrættir Fridu bera auðvitað á sama tíma merki um ótrúlegt baráttuþrek og elju, hún ætlaði ekki að láta eitthvað rútuslys stöðva sig.

 

Frida lést árið 1954, aðeins 47 ára að aldri. Eiginmaður hennar, Diego Rivera, ákvað að læsa alla persónulega muni Fridu inni á baðherbergi í Bláa húsinu, heimili þeirra í Mexíkóborg. Réttum 50 árum síðar var herbergið opnað. Myndirnar af klæðnaði Fridu voru teknar af japanska ljósmyndaranum Miyako Ishiuchi og eru til sýnis í Michael Hoppen-ljósmyndagalleríi í Lundúnum til 12. júlí 2016.

 

 

tehuana_dress_203943242_465_699_int

Hefðbundinn Tehuana-kjóll. Geggjaður!

 

 

glasses_23049282_465_310_int

„Cat-Eye“-sólgleraugu.

 

 

body_cast_230948234242_465_699_int

Rautt pils á gifs-eftirmynd af líkama Fridu. Sem hún gerði sjálf. Takið eftir hamrinum og sigðinni.

 

 

corset_2039482342_465_698_int

Grænt lífstykki úr gifsi sem Frida gerði sjálf. 

 

 

fringed_boots_239482342_465_308_int

Misháir skór.

 

 

green_silk_lace_skirt_465_685_int

Grænt silkipils.

 

 

makeup_compact_2093842342_465_695_int

Förðunaraskja með mynd af logandi sígó.

 

 

mint_green_bathing_suit_20938411_465_692_int

Myntugrænn sundbolur. Fullkominn.

 

 

mustard_skirt_29183131_465_663_int

Sinnepsgult pils með mögnuðum útsaumi.

 

 

nail_polish_29384231312_465_695_int

Naglalakk.

 

 

prosthetic_leg_with_boot_203948242_465_702_int

Rautt stígvél á gervifæti.

 

-Via Dangerous Minds

]]>
Ritvél framtíðarinnar árið 1971 http://lemurinn.is/2016/06/03/ritvel-framtidarinnar-arid-1971/ 2016-06-03T20:24:07+00:00 Hér sjáum við ritvél framtíðarinnar á Business Efficiency sýningunni í Lundúnum haustið 1971.
 

Nánar er fjallað um sýninguna í eftirfarandi myndbandi úr British Pathé safninu:

(meira…)

]]>
Furðulegir geimtónar Leonard Nimoy: „Mr. Spock Presents: Music From Outer Space“ http://lemurinn.is/2016/05/31/furdulegir-geimtonar-leonard-nimoy-mr-spock-presents-music-from-outer-space/ 2016-05-31T20:52:14+00:00 Leonard heitinn Nimoy var einn af skemmtilegri risum vísindaskáldsögu- og geimmenningar á síðustu öld.

 

Hér er plata með geimtónum þar sem Nimoy svífur um alheiminn í líki Mr. Spock úr Star Trek. Það er skemmtilegur „60s lounge“-andi í þessu.

 

(meira…)

]]>
Grillkarlinn í House of Cards og Atli Freyr Steinþórsson lesa upp úr klósettbæklingi fyrir ketti http://lemurinn.is/2016/05/31/grillkarlinn-i-house-of-cards-og-atli-freyr-steinthorsson-lesa-upp-ur-klosettbaeklingi-fyrir-ketti/ 2016-05-31T18:40:55+00:00 Bandaríski djasstónlistarmaðurinn heimsfrægi Charles Mingus var mikill unnandi katta. Hann skrifaði á sjöunda áratugnum kennslubækling um hvernig venja ætti ketti á að nota klósett.

 

Lemúrinn birti þetta meistaraverk í heild sinni fyrir nokkrum misserum – eins og lesa má hér.

 

Að þessu sinni skulum við hlusta á bandaríska leikarann Reg E. Cathey, sem leikið hefur í The Wire og sem grillmeistarinn í House of Cards, lesa þennan bráðskemmtilega texta.

Vídjó

 

Og hér er svo upplestur hins sama texta á íslensku. Lesari er Atli Freyr Steinþórsson, landskunnur útvarpsþulur. Brot úr fimmta þætti Lemúrsins á Rás 1.

 

„Ekki láta þér koma á óvart að heyra sturtað niður um miðja nótt.“

]]>
„Tíska framtíðarinnar“: Kostuleg framtíðarspá um tísku frá 1893 http://lemurinn.is/2016/05/31/tiska-framtidarinnar-kostuleg-framtidarspa-um-tisku-fra-1893/ 2016-05-31T15:14:36+00:00 Árið 1893 birtist skemmtileg grein í breska tímaritinu The Strand eftir W. Cade Gall nokkurn. Í greininni setur höfundurinn fram nokkuð einkennilegar hugmyndir um tísku framtíðarinnar. Hann ímyndar sér að bók frá árinu 1993 hafi á ótrúlegan hátt fundist í bókasafni. Bókin sýnir myndir af klæðnaði fólks í gegnum tuttugustu öldina. Ekki liggur almennilega fyrir hvernig bók þessi, The Past Dictates of Fashion, ferðaðist 100 ár aftur í tímann, en Gall er ekkert að flækja málið með bollaleggingum um það.

 

Hlægilega ósannspár

Hann skrifar að tíska í framtíðinni sé flókin vísindagrein sem sé stunduð af miklu kappi í háskólum, enda sé henni stjórnað af alheimslögmálum líkt og stjörnufræði. Það er líklega eini spádómurinn sem rætist. Enda er fatahönnun háskólagrein í dag. Gall var öðru leyti gjörsamlega ósannspár um tísku tuttugustu aldar eins og við sjáum á þessum myndum. Þessi klæði minna helst á miðaldatísku eða búninga í ævintýrakvikmyndum.

 

Í aðalatriðum þróast tískan, samkvæmt þessari framtíðarspá, geysilega stutt frá tískunni 1893. Tekið skal fram að spádómur Gall var eflaust bara grín og gaman. En greinin sýnir enn og aftur að það er ómögulegt að spá í framtíðina, kannski fyrst og fremst vegna þess að við hugsum ávallt með augum samtímans sem við lifum í.

 

1900-1920. Trúðaleg föt einkenna þessi ár, og raunar má finna þau áhrif frá aldamótum langt fram eftir öldinni. Eins og blanda af Sherlock Holmes og Galdakarlinum í Oz.

1900-1920. Trúðaleg föt einkenna þessi ár, og raunar má finna þau áhrif frá aldamótum langt fram eftir öldinni. Eins og blanda af Sherlock Holmes og Galdakarlinum í Oz.

 

2

1920-1930. Suðurevrópskir straumar virðast vinsælir þarna, en trúðaandinn er enn til staðar.

 

3

1930-1940. Var þetta krúttkynslóð tuttugustu aldar eða er fólkið á myndinni hugsanlega hræðilega illt? Það er ómögulegt að segja.

 

4

1940-1950. Ef stríðsárin hefðu verið svona! Hvað er í gangi með 17. aldar fötin árið 1948? Hefðu Íslendingar þá klætt sig eins og Brynjólfur Sveinsson biskup og Ragnheiður Jónsdóttir biskupsfrú gera á peningaseðlunum?

 

5

1950-1960. Enn blása fornir vindar í fatahönnun.

 

1960-1970. Bítlarnir hefðu verið töff í þessu.

1960-1970. Bítlarnir hefðu verið töff í þessu.

 

1970-1980. Sama gamla sirkusstemningin.

1970-1980. Sama gamla sirkusstemningin.

 

1980-1990. Níundi áratugurinn var dálítið barrokk.

1980-1990. Níundi áratugurinn var dálítið barrokk.

 

1993. Hundrað árum síðar er tískan orðin svona.

1993. Hundrað árum síðar er tískan orðin svona.

]]>
„Ekkert sumar hér“: Norilsk í Rússlandi er kaldasta og mengaðasta borg heims http://lemurinn.is/2016/05/30/ekkert-sumar-her-norilsk-i-russlandi-er-kaldasta-og-mengadasta-borg-heims/ 2016-05-30T17:04:02+00:00 Borgin Norilsk í Rússlandi er merkileg fyrir margar sakir. Hún er nyrsta borg í heimi með yfir hundrað þúsund íbúa og stærsta borgin norðan heimskautsbaugs fyrir utan Murmansk. Tengsl íbúa Norilsk við umheiminn eru takmörkuð þar sem engir vegir né lestarkerfi tengja hana við aðrar borgir Rússlands og árið 2001 lokuðu rússnesk stjórnvöld borginni fyrir öllum útlendingum, öðrum en Hvítrússum.

 

Íbúar Norilsk, sem eru frá 175-220 þúsund eftir árstíma, lifa því í einangrun í einni af menguðustu borgum heimsins árið um kring. Langflestir íbúarnir vinna við námuvinnslu á nikkel en ekkert svæði í heiminum er jafnt ríkt af nikkel og svæðið í kringum Norilsk. Það er brætt á staðnum og mengunin sem af því hlýst er gríðarleg, en reiknað hefur verið út að um 1% af öllum útblæstri brennisteinsdíoxíðs í heiminum komi frá námuvinnslunni í Norilsk.

 

En það er ekki nóg með að mengunin sé ein sú mesta í heiminum í Norilsk, borgin er einnig ein sú kaldasta í heiminum. Borgin er ein af þremur í heiminum sem er byggð á freðmýri og hún er þakin snjó í um 250-270 daga á ári. Þar af eru snjóbyljir í um 110-130 daga.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þann 27. maí síðastliðinn. Fjórir dagar í sumarið og enn er allt á bólakafi í snjó. Meðalhitinn í maí er -1.7° en í júlí rýkur hann upp í 18,2°. Súrt regn og viðvarandi mengunarský draga þó sennilegu mestu sumargleðina úr íbúum borgarinnar.

 

Myndirnar birtust á vefsíðunni English Russia.

 

may_norilsk_05

 

may_norilsk_03

 

may_norilsk_02

 

„Ekkert sumar hér“ - krotað á vegg í Norilsk.

„Ekkert sumar hér“ – krotað á vegg í Norilsk.

]]>
Einvaldar Egyptalands: ávallt á milli steins og sleggju http://lemurinn.is/2016/05/14/einvaldar-egyptalands-avallt-a-milli-steins-og-sleggju/ 2016-05-14T12:48:28+00:00 Líkt og hjá flestum öðrum Afríkulöndum er nútímasaga Egyptalands saga torsóttrar sjálfstæðisbaráttu gegn heimsveldunum. Egyptar voru undirokaðir af breska heimsveldinu frá seinni hluta 19. aldar og fram yfir miðja 20.

 

Sjálfstæðishetja Egypta var Gamel Abdel Nasser (1918-1970) sem tók völdin af konungi Egyptalands eftir byltingu 1952. Nýlenduheimsveldunum, Bretlandi og Frakklandi, stafaði sérstök ögn af sjálfstæðistilburðum Nasser því ráðamenn þar vildu ekki að íbúar kúgaðra nágrannalanda á borð við Alsír eða Súdan fengju svipaðar hugmyndir.

 

Stjórnunarhættir Nassers voru einhliða. Hann ruddi meðal annars Bræðralagi múslima, sem voru fjölmenn og vinsæl samtök í Egyptalandi úr vegi. Einn helsti leiðtogi þeirra, Sayyid Qutb (1906-1966), var í nánu samstarfi við Nasser fyrst eftir byltinguna 1952. Svo varð honum ljóst að Nasser ætlaði ekki að stjórna eftir Kóraninum og skipulagði ásamt öðrum launmorð Nassers. Qutb sat því í fangelsi 1954-1966 og skrifaði áhrifamiklar bækur um íslam. Fræjum róttækrar íslamskrar hugmyndafræði í andstöðu við frjálslynd vestræn gildi var þar með sáð í Egyptalandi.

 

Árið 1955 lýsti Nasser yfir hlutlausri afstöðu í Kalda stríðinu og árið 1956 stóð Nasser af sér tilraun Ísraela, Breta og Frakka til að ná yfirráðum yfir Súez-skurðinum, sem hafði gífurlegt efnahagslegt mikilvægi. Almennt var litið svo á að átökin um Súez-skurðinn hefðu veikt mjög stöðu Breta og Frakka á alþjóðavettvangi en að sama skapi styrkt Nasser heima fyrir. Segja sumir að Súez-deilan marki endalok Breska heimsveldisins.

 

Simchoni_Dayan_Yafe_in_Sharm_El_Sheikh

Eineygði ísraelski hershöfðinginn Moshe Dayan ávarpar ísraelska hermenn í Sharm el-Sheikh, syðsta odda Sínaí-skaga árið 1956.

 

Nasser var mjög dáður um allan Arabaheim fyrir að boða arabíska þjóðernisstefnu, sem náði hámarki með stofnun ríkjasambands Egyptalands og Sýrlands undir heitinu Sameinaða arabíska lýðveldið (1958-1961) og fyrir að þjóðnýta á land, þ.e. úthluta landi til almennings sem áður hafði tilheyrt egypsku konungsfjölskyldunni.

 

Í júní árið 1967 hófst Sex-daga-stríðið með innrás Ísrael á Sínaí-skaga. Mannfall Egypta var gífurlegt og lauk því með tapi Egyptalands og yfirlýsingu Nassers um afsögn. Sir Alan Gordon Munro (f. 1935), breskur diplómati, segir svo frá upplifun sinni:

 

„Ég var í Líbýu þegar Sex-daga-stríðið geysaði. Hópi heimamanna, vopnaðir útvörpum sem færðu þeim fréttaflutning frá Egyptalandi, var heitt í hamsi gagnvart okkur „heimsvaldasinnunum“ sem studdu Ísrael. Þeir reyndu að gera áhlaup á sendiráðið og tókst næstum því að ná því á sitt vald. Tveimur dögum síðar eftir niðurlægjandi tap tilkynnti Nasser um afsögn sína. Meira að segja í Trípólí voru fjölmennar samkomur örvæntingafullra stuðningsmanna hans. Læknir við sjúkrahús borgarinnar sagði frá einstökum innlögnum stjarfra einstaklinga í eins konar dáleiðsluástandi. Svo sterk tilfinningaleg viðbrögð gat Nasser vakið, kannski sambærileg viðbrögðum Breta við fráfall Díönu prinsessu.”

 

Frásögn Sir Alan Gordon Munro (f. 1935), bresks diplómata.

 

En varaforseti Nassers neitaði að taka við embættinu og fjölmennar samkomur stuðningsmanna Nassers sannfærðu Nasser um að draga afsögn sína til baka. Nasser lést af völdum hjartaáfalls haustið 1970.

 

Sadat kúvendir utanríkisstefnu Egyptalands

 

Anwar Sadat (1918-1981) tók við af Nasser eftir að Nasser lést og var forseti Egyptalands í rúman áratug, frá 1970 til 1981. Sadat var umbótasinnaður,  hann leysti upp egypska stjórnmálaflokkinn Bandalag sósíalískra Araba sem hafði einkarétt á allri stjórnmálastarfsemi og kom upp fjölflokkakerfi. Bræðralagi múslima hafði verið haldið niðri í tíð Nassers en fengu nú að gefa út málgagn. Sadat styrkti tengslin við Vesturlönd um leið og hann bakkaði frá sósíalískri stefnu Nassers og nánu samstarfi við Sovétríkin.

 

Henry_Kissinger_with_Anwar_Sadat_cph.3b13868

Sadat ásamt Henry Kissinger árið 1975 sem var á þeim tíma þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta.

 

Árið 1973 réðust Arabar með Egypta í fararbroddi á Ísrael sem kallað er Yom Kippur-stríðið. Stríðið kom Ísraelum að óvörum og neyddi þá til þess að afsala sér Sínaí-skagann aftur í hendur Egypta árið 1975. Við það jukust vinsældir Sadats meðal Egypta. Vinsældir Sadats voru þó ekki eingöngu tilkomnar vegna endurheimt Sínaí-skaga. Sadat hafði einnig aukið hagsæld í Egyptalandi með því að nútímavæða egypska hagkerfið eftir vestrænni forskrift og opnað fyrir viðskipti við önnur lönd. En þá gerði hann nokkuð sem átti eftir að reynast örlagaríkt.

 

Í nóvember 1977 tók hann upp á því að heimsækja Ísrael, fyrstur leiðtoga Arabaríkja, og í heimsókninni fólst viðurkenning á tilvist Ísraelsríkis. Ekki nóg með það heldur tók hann líka til máls á Knesset-löggjafarþingi Ísraela og gaf til kynna vilja frekari samningaviðræðna. Tæpu ári seinna höfðu hann og Menachem Begin, forsætisráðherra Ísraels, skrifað undir friðarsamninga, Camp David-samningana sem kenndir eru við sumarbústað Bandaríkjaforseta, sem var milliliður í samningaviðræðunum.

 

Menachem Begin, forseti Ísraels, Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna og Anwar Sadat, forseti Egyptalands.

Menachem Begin, forsætisráðherra Ísraels, Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna og Anwar Sadat, forseti Egyptalands. Við undirritun Camp David-friðarsamningana árið 1978.

 

Í augum Araba hafði Sadat farið frá því að vera verðugur arftaki Nassers, leiðtogi Araba gagnvart umheiminum sem stóð keikur gagnvart yfirgangi nýlenduveldanna og stofnun Ísraelsríkis og yfir í að gerast undirlægja þeirra og um leið eyðileggja samheldni Araba gagnvart Ísraelum. Egyptalandi var vísað úr Arababandalaginu og átti ekki afturkvæmt í það aftur fyrr en 1989.

 

Assad tekinn af lífi

 

Í byrjun árs 1979 gerðist Íranska byltingin, sögulegur atburður sem átti eftir að hafa víðtæk áhrif á allan múslimaheiminn. Fjölmenn mótmæli almennings í Íran hröktu Mohammad Reza Shah Pahlavi Íranskeisara í útlegð og múslimaklerkurinn Ruhollah Khomeini tók völdin eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla hafði kosið að stofna Íslamskt lýðveldi. Íranska byltingin markar þau sérstæðu tímamót í nútímasögu íslams, að Sádi Arabíu undanskildu, að bókstafstrúuð túlkun á Kóraninum varð grundvöllur að stjórnun ríkisins. Þaðanaf stóð íslam, og sjáldsmynd múslima, í meiri andstöðu við frjálslynd, vestræn gildi.

 

Þann 6. október 1981 var haldin hersýning til þess að minnast sigrana í Yom Kippur-stríðinu 1973. Stríðinu sem varð til þess að Egyptaland vann aftur á ný Sínai-skagann, sem Ísraelar höfðu tekið af þeim í Sex daga-stríðinu árið 1967. Byggður var stór pallur þar sem Sadat sat ásamt fylgdarliði í fullum herskrúða. Þúsundir hermanna marséruðu framhjá, skriðdrekar og brynvarðir bílar keyrðu framhjá og franskar Mirage-herflugvélar úr egypska flughernum flugu yfir. Án nokkurs fyrirvara stöðvaði einn hertrukkurinn og útúr honum þustu hermenn sem hófu skothríð á pallinn og vörpuðu handsprengjum. Atburðurinn náðist á myndskeið og sem má sjá hér að neðan:

 

Í frétt bandarísku fréttastöðvarinnar ABC News frá október 1981 var sýnd upptaka af launmorðinu en það var fyrst og fremst sett í samhengi við kalda stríðið.

 

Árásin entist í um tvær mínútur. Sadat dó fljótlega og hafði verið skotinn oft. Tíu aðrir gestir létu lífið. Leiðtogi hermannanna sem réðust að Sadat, Khalid Islambouli (1955-1982), var handtekinn og dæmdur til dauða. Hann sagði ástæðuna fyrir morðinu vera viðurkenning Sadats á Ísraelsríki. Múslimaklerkurinn alræmdi Omar Abdel-Rahman hafði gefið út fatwa, eða eins konar trúarlega tilskipun um að Sadat væri réttdræpur. Herforingjarnir (og frændurnir) Abbud al-Zumar og Tarek al-Zumar voru fangelsaðir fyrir að skipuleggja ódæðið. Abbud sagðist raunar í viðtali við Reuters árið 2011 í tilefni af Egypsku mótmælunum það ár sjá eftir því að hafa skipulagt launmorðið og afneitaði nú beitingu ofbeldis.

 

Á meðal þeirra 28 sem særðust voru varaforsetinn Hosni Mubarak, sem átti eftir að sitja sem fastast sem forseti Egyptalands í þrjátíu ár eða til ársins 2011, James Tully (1915-1992) varnarmálaráðherra Írlands og fjórir bandarískir hermálaráðgjafar.

 

Sadat myrtur

Sadat myrtur

 

Sadat myrtur

Sadat myrtur

 

James Tully (1915-1992), þáverandi varnarmálaráðherra Írlands

James Tully (1915-1992, annar frá hægri), þáverandi varnarmálaráðherra Írlands, var staddur á pallinum og fékk sprengjubrot í andlitið.

 

Heimildir

]]>
Hrottafengnir páskahérar http://lemurinn.is/2016/03/28/hrottafengnir-paskaherar/ 2016-03-28T15:34:23+00:00 Hér eru nokkrar skemmtilegar ljósmyndir úr gömlum fjölskyldualbúmum og öðrum glatkistum, sem dreifast nú um netið. Þetta er hryllilegustu páskahérar fortíðarinnar!

 

via A Different Type of Art.

(meira…)

]]>
Þegar Mikhaíl Gorbatsjev lék í Pizza Hut-auglýsingu http://lemurinn.is/2016/02/16/thegar-mikhail-gorbatsjev-lek-i-pizza-hut-auglysingu/ 2016-02-16T19:09:35+00:00 Vídjó

Rauða torgið, Kremlarturnar. Það er vetur. Ískaldur vetur í Moskvu. Og þarna er Mikhaíl Gorbatsjev. Síðasti leiðtogi Sovétríkjanna. Hvert skal haldið? Nú, ha á Pizza Hut?

 

Já, árið er 1997 og Sovétríkin eru hrunin. Þökk sé Gorba gamla er alþýðan frjáls og hámar í sig pitsur.

(meira…)

]]>
Lenín á Manhattan: Furðulegt samstarf Diego Rivera og Nelson Rockefeller http://lemurinn.is/2016/02/16/lenin-a-manhattan-furdulegt-samstarf-diego-rivera-og-nelson-rockefeller/ 2016-02-16T17:56:21+00:00 Það er ekkert nýtt að vinstrisinnaðir og frjálslyndir listamenn vinni fyrir auðmenn sem deila ekki sömu pólitísku hugsjón og þeir sjálfir.

 

Maðurinn sem hýsti byltingarleiðtogann Leon Trotskíj í útlegð hans í Mexíkó vann einnig fyrir bandaríska kapítalista úr hinum moldríku fjölskyldum Ford og Rockefeller á fyrri hluta 20. aldar.

 

Hann var því litinn hornauga frá vinstrinu og hægrinu en jafnframt dáður af fólki úr báðum áttum hins pólitíska rófs.

 

fridaanddiego

Skötuhjúin. Diego og Frida giftu sig 1929, skildu 1939 og giftu sig aftur 1940.

 

Diego Rivera var fæddur í Mexíkó 1886. Hann var eitt sinn þekktari en eiginkona sín Frida Kahlo en nú á tímum hefur Frida skriðið fram úr manni sinum í heimsfrægð. Þau áttu í stormasömu sambandi, sem margir ástmenn- og konur komu að og giftu sig t.a.m. tvisvar. Þau voru afskaplega ólík ásjónar, Diego stórgerður, feitur og rúmum tveimur áratugum eldri en Frida sem var ung, falleg og fíngerð.

 

Þau voru bæði listmálarar en heldur frábrugðin í stíl. Meðan Frida er þekktust fyrir litlar sjálfsmyndir stundaði Diego að mála risavaxnar veggmyndir. Helsti gallinn við slík verk er að þau eru dýr í framleiðslu. Rivera þurfti því eins og margir listmálarar í gegnum tíðina að sækja til auðugra velgjörðarmanna til að greiða fyrir verk sín.

 

Sem dæmi um það fékk Edsel Ford, sonur bílaframleiðandans Henry Ford, Rivera til að mála veggmyndir í Detroit Institute of Art sem urðu tilefni mikillar umræðu þar sem Diego var einarður kommúnisti sem hafði t.a.m. heimsótt Sovétríkin og veitt mexíkósku byltingunni, sem hófst 1910, móralskan stuðning.

 

Trotsky, Diego og franski rithöfundurinn André Breton sem var einn af upphafsmönnum súrrealismans.

Trotsky, Diego og franski rithöfundurinn André Breton sem var einn af upphafsmönnum súrrealismans.

 

Henry Ford var hins vegar táknmynd ameríska draumsins en jafnframt þekktur fyrir gyðingahatur, dáður af Adolf Hitler og er t.a.m. minnst á Ford í Mein Kampf, sjálfsævisögu Hitlers. Annað dæmi um störf Rivera fyrir auðmenn var að hann málaði veggmynd í verðbréfahöll San Fransisco borgar.

 

Diego Rivera var þó engan veginn óumdeildur innan hreyfingu kommúnista. Hann var rekinn úr mexíkóska kommúnistaflokknum 1928 vegna þess að hann var talinn hallur undir sjónarmið Leóns Trotskíj sem hafði orðið undir í valdabaráttu við Jósef Stalín í Sovétríkjunum.

 

Bílaverksmiðja Henry Ford séð með augum Rivera.

Bílaverksmiðja Henry Ford séð með augum Rivera.

 

Diego lét þó ekki þar staðar numið, heldur beitti hann sér fyrir því að yfirvöld í Mexíkó veittu Trotskíj hæli 1937. Trotskíj hjónin bjuggu með Diego og Fridu og segja sögur að León og Frida hafi átt í ástarsambandi. Það og sú staðreynd að Diego og Frida fóru þegar leið á að hallast undir stalínisma leiddi til þess að sambúðin gekk ekki til lengdar.

 

image-258Detroit Industry - north wall detail

Bílaverksmiðjan í nærmynd.

 

Eftir að Hitler og Stalín gerðu griðarsamning 1939 snérist Rivera gegn Stalín og sýna gögn frá bandarísku alríkislögreglunni að hann gerðist uppljóstrari fyrir bandarísk yfirvöld í seinni heimsstyrjöldinni.

 

Þó að Rivera hafi verið kommúnisti sjáum við að hann fylgdi aldrei flokkslínunni. Hann var óhlýðinn kommi. Skemmtilegasta dæmið um óhlýðnina og tvíræðnina í persónuleika Rivera má finna í því þegar hann fékk atvinnutilboð frá heldur ólíklegum aðila á fjórða áratug 20. aldar.

 

Nelson Rockefeller, sem átti seinna eftir að verða varaforseti Bandaríkjanna í forsetatíð Gerald Ford, vantaði listamann til að mála stóra veggmynd í háhýsi sem Rockefeller fjölskyldan var að byggja í New York á kreppuárunum.

 

Frábær sena í kvikmyndinni Cradle Will Rock um Lenín á Manhattan:

Vídjó

 

Hann vildi helst fá Henri Matisse eða Pablo Picasso en þar sem þeir voru ekki á lausu ákvað hann að velja Diego Rivera. Eitt af því sem leiddi til þess að Rivera hlaut starfið var að hann var einn af uppáhaldsmálurum móður hans.

 

Rivera var falið ákveðið þema að vinna eftir. Það var: „Maðurinn á krossgötum horfir með von og háum hugsjónum til þess að velja sér nýja og betri framtíð.“ Nokkuð háfleygt hjá Rockefeller en Rivera haskaði sér að verki.

 

Rockafeller hefði mátt gera sér í hugarlund hvernig Rivera myndi túlka verkefnið þar sem hann lá yfirleitt ekki á pólitískum skoðunum sínum. Þegar verkið var vel á veg komið var ljóst að það mundi líklega ekki falla alveg í kramið hjá kaupandanum. Það fékk nafnið Man at the Crossroads.

 

Ljósmynd af upprunalega verkinu, tekin rétt áður en það var eyðilagt árið 1933.

Ljósmynd af upprunalega verkinu, tekin rétt áður en það var eyðilagt árið 1934.

 

Verkið er mjög fjölbreytt og glæsilegt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en það eru nokkur atriði sem stinga sérstaklega í stúf. Á verkinu má sjá auðugar yfirstéttarkonur reykja og spila á spil grandvaralausar meðan blásnauðugir öreigar ganga fylktu liði undir rauðum fánum. Til að bíta höfuðið af skömminni málaði Rivera Vladimír Lenín, fyrverandi leiðtoga Sovétríkjanna á myndina.

 

Sama saga í kvikmyndinni Frida:

Vídjó

 

Mynd af Lenín boðandi byltingu uppi á vegg í byggingu sem nefnd var í höfuðið á valdamestu ætt Bandaríkjanna, helstu holdgervingum kapítalismans í þessum heimi, var einum of mikið fyrir Nelson Rockefeller. Hann bað Rivera um að fjarlægja Lenín af myndinni. Rivera neitaði en bauðst í staðinn til þess að bæta Abraham Lincoln inn í myndina sem móttilboð. Það gekk ekki eftir.

 

Á endanum fékk Rivera greitt að fullu en veggmyndin var ókláruð og var hún eyðilögð af iðnaðarmönnum snemma árs 1934, listvinum New York borgar til mikillar gremju. Aðstoðarmaður Rivera tók þó ljósmynd af veggmyndinni áður en hún var eyðilögð og Rivera málaði endurgerðir af verkinu nokkrum sinnum síðar.

 

man-at-the-crossroads

Í þessari endurgerð sem má finna í Mexíkóborg hefur Rivera bætt Trotskíj, Karl Marx, Friedrich Engels og Charles Darwin við verkið. Endurgerðin fékk nafnið Maðurinn, stjórnandi alheimsins.

]]>
Mt. Rushmore og hin ókláraða Crazy Horse-stytta sem reist var því til höfuðs http://lemurinn.is/2016/02/15/mt-rushmore-og-hin-oklarada-crazy-horse-stytta-sem-reist-var-thvi-til-hofuds/ 2016-02-15T20:27:44+00:00 Rushmore-fjall í Suður-Dakóta fylki í Bandaríkjunum þekkja sennilega flestir í sjón. Enda er ein af þekktari höggmyndum veraldar höggvin í graníthlíðar fjallsins. 18 metra há andlit fyrrum forseta Bandaríkjanna, þeirra George Washington, Thomas Jefferson, Theodore Roosevelt og Abraham Lincoln, hafa löngum verið áberandi í kvikmyndum og margskonar afþreyingu og koma því flestum kunnuglega fyrir sjónir þó svo að viðkomandi hafi aldrei séð fjallið með berum augum.

 

Fjölmargir skoða þetta tilkomumikla verk með berum augum. Rúmlega tvær milljónir ferðamanna leggja leið sína að fjallinu á ári hverju. En færri muna sennilega eftir fjallinu eins og það leit út fyrir árið 1927, en það ár hófst myndhöggvarinn Gutzon Borglum handa við að höggva og sprengja í bergið.

 

 Svona sá Borglum fyrir sér verkið fullklárað en aðeins Washington fékk meira en bara andlitsmynd.

Svona sá Borglum fyrir sér verkið fullklárað en aðeins Washington fékk meira en bara andlitsmynd.

 

Framkvæmdir við höggmyndina stóðu frá árinu 1927 til ársins 1941. Borglum hafði á því tímabili sér til aðstoðar um 400 verkamenn, en entist þó ekki aldur til að ljúka verkinu þar sem hann lést árið 1941.

 

Mt. Rushmore áður en forsetarnir komu þangað.

Mt. Rushmore áður en forsetarnir komu þangað.

 

Dánarorsök var blóðtappi en enginn verkamaður lét lífið við framkvæmdirnar. Sonur Borglum tók við verkinu af föður sínum en ekki tókst að tryggja frekari fjármagn í verkið enda seinni heimsstyrjöldin hafin og stórar túristagildrur sennilega ekki efst á forgangslista Bandaríkjaþings.

 

Þá kom einnig í ljós að bergið neðar í fjallinu þoldi illa dýnamítsprengingar og hentaði í raun alls ekki fyrir verk af þessari stærðargráðu.

 

Dean_Franklin_-_06.04.03_Mount_Rushmore_Monument_(by-sa)-3_new

Mt. Rushmore í dag. Leiddar hafa verið að því lýkur að líftími verksins án viðhalds hlaupi á 100-200 þúsund árum og það verði því það mannanna verk sem lengst lifir.

 

Sagnfræðingurinn Doane Robinson, heimamaður frá Suður-Dakóta, er sagður hafa átt hugmyndina að því að gera höggmyndir af frægum einstaklingum í Rushmore fjall, og var tilgangurinn sá að efla ferðamennsku á svæðinu.

 

Forsetarnir fjórir voru ekki hluti af hans hugmyndum en hann vildi bandarískar alþýðuhetjur á fjallið, landkönnuðina Lewis og Clark, kúrekann Buffalo Bill og indjánahöfðingjann Red Cloud (Rauða Ský).

 

Borglum vildi frekar höfða til þjóðarstolts Bandaríkjamanna og valdi forsetana fjóra. Meðan á verkinu stóð kom fram sú hugmynd að bæta mannréttindafrömuðinum Susan B. Anthony í hópinn en ekki fékkst fjármögnun fyrir því.

 

Mt. Rushmore á sér þó sínar skuggahliðar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að höggvið hafi verið í fjallið og flokka verkið einfaldlega sem náttúruspjöll.

 

Þá voru Sioux indjánar afar ósáttir við framkvæmdina, enda er svæðið heilagt í þeirra augum og bandaríska ríkið hafði gefið þeim loforð um að þeir mættu hafa það í friði. Það loforð fauk útum gluggann þegar í ljós kom að gull fannst í jörðu á svæðinu.

 

Crazy_Horse_Memorial_(closeup_view)

Nærmynd af Crazy Horse.

 

Sem nokkurs konar svar við verkinu hófust þeir handa við sinn eigin minnisvarða í nágrenninu, risastóra höggmynd af indjánastríðsmanninum Crazy Horse, þar sem hann situr á hesti og bendir.

 

Höfuðið á honum er miklu stærra en höfuðin á forsetunum, eða 27 metrar. En höfuðið er líka eini hluti verksins sem er tilbúinn. Framkvæmdir hófust árið 1948 og standa enn, og verkinu miðar lítið áfram.

 

Ef verkið verður einhvern tímann klárað verður það stærsta stytta heims sem og sú stærsta sem ekki verður af trúarlegri veru.

 

Svona var draumurinn. Borg átti að rísa í kringum glæsilega styttuna.

Svona var draumurinn. Borg átti að rísa í kringum glæsilega styttuna.

 

Crazy_Horse_Memorial_Model

 

05212015Blast15008copyrightCHM4

Svona er verkið í dag. Langt í land og engin borg í kring.

 

Mt. Rushmore og Crazy Horse eru bæði á svæði sem kallast Svörtu hæðir (Black hills) en um 27 km eru þó á milli þeirra. Granít er algengasta bergtegundin á svæðinu sem gerir það mjög heppilegt fyrir höggmyndir.

Mt. Rushmore og Crazy Horse eru bæði á svæði sem kallast Svörtu hæðir (Black hills) en um 27 km eru þó á milli þeirra. Granít er algengasta bergtegundin á svæðinu sem gerir það mjög heppilegt fyrir höggmyndir.

]]>
Bókin sem tekur 230 ár að skrifa (ef áætlanir standast) http://lemurinn.is/2016/02/04/bokin-sem-tekur-230-ar-ad-skrifa-ef-aaetlanir-standast/ 2016-02-04T17:51:20+00:00 Í Svíþjóð er verið að skrifa bók. Bókin er frekar löng, nú þegar orðin margir hillumetrar og enn bætist við eftir því sem meira kemur úr prentun.

 

Þetta er orðabók Sænsku akademíunnar. Hún er að líkindum það bókmenntaverk sem hvað lengst hefur verið í vinnslu. Vinnan hófst árið 1786 að beiðni konungs og fyrsta bindið kom út rúmri öld seinna, eða árið 1898. Nú, 117 árum síðar (og 230 árum frá því að vinna hófst), hefur síðasta bindið enn ekki verið prentað. Þó ku ekki ýkja langt í land, svona miðað við allt og allt; áætlað er að síðasta bindið komi út í kringum árið 2017. Rúmlega tuttugu manns vinna við skrifin í fullu starfi.

 

Fyrsta bindið fjallaði um orð sem byrja á A. Síðan hafa málfræðingar á vegum akademíunnar rakið sig orð fyrir orð, bókstaf fyrir bókstaf. Í desember árið 2014 kom út fyrri hluti 37. bindis, sem inniheldur orðin utsug til og með vedersyn. Lengsta orðskýringin er við vatten, rúmlega 250.000 slög. Vefútgáfa bókarinnar er komin aðeins skemur, eða að orðinu tövla (plöntutegund af körfublómaætt). Bókin telur nú rúm 53.000 flettur, auk tæplega 400.000 samsettra orða.

 

Capture

Forsíða vefjar SAOB. Orðabókin hefur verið á netinu síðan 1997 og heldur enn sínu sjarmerandi snemm-netsútliti.

 

Orðabókinni er ætlað að lýsa sænsku ritmáli frá árinu 1521 til okkar daga. Er þetta gert með því að skoða mikinn og fjölbreyttan texta. Og þetta á semsagt að verða klárt einhverntímann á næsta ári. Slík bjartsýni hefur þó áður komið fram. Árið 1893 lýsti ritstjórinn því yfir að verkið yrði klárt 45 árum seinna. Og árið 1920 þegar verklaginu var breytt við skrifin, var talið að 25 ár til viðbótar myndu nægja. Það reyndist þó ekki rétt; bara S tók 40 ár.

 

Þar sem rúm hundrað ár eru liðin síðan fyrstu heftin komu út, er augljóst að í þau vantar ýmislegt sem telst nauðsynlegt í orðabókum í dag. Ekkert er talað um blogg undir b-inu og ekkert er fjallað um tölvur undir d (dator). Kvennaorð eru af afar skornum skammti af ýmsum ástæðum, og sé flett upp að orðum sem byrja á forliðnum „neger-“ koma mörg skringileg orð, eins og negerlukt (lykt af negra), negerliknande (ástralíunegrar) og negerläpp (rauðu og þykku negravarirnar).

 

Þegar verkinu lýkur mun orðabókin verða uppfærð, orð fyrir orð, þar sem byrjað verður á A aftur, þó ekki verði önnur útgáfan prentuð. Það verk er talið munu taka töluvert minni tíma en fyrsta umferðin, en þó þannig að nokkrir áratugir muni líða þangað til önnur umferð klárast.

]]>
Enginn læknir fer í ferðalag án þess að hafa með cigarettur http://lemurinn.is/2016/02/03/enginn-laeknir-fer-i-ferdalag-an-thess-ad-hafa-med-cigarettur/ 2016-02-03T12:16:11+00:00 Þessi auglýsing birtist á kápu Læknablaðsins í maí 1915 og prýddi hana til 1918. Heimild: Læknablaðið.

]]>
Lemúrinn fjögurra ára! http://lemurinn.is/2015/11/21/lemurinn-fjogurra-ara/ 2015-11-21T11:37:03+00:00 Lemúrinn var stofnaður í október 2011 og varð því fjögurra ára um daginn. Ritstjórn þakkar frábærar viðtökur síðastliðin ár.

 

Lesendahópurinn heldur áfram að vaxa. Við minnum ykkur á að fylgjast með Lemúrnum á Facebook, en hópurinn þar telur nú hátt í sjö þúsunds manns. Við erum einnig á Twitter og með RSS veitu. Lesendur eru auðvitað hvattir til þess að segja vinum og vandamönnum frá okkur.

 

Hér eru sjö vinsælustu greinar undanfarið ár:

 
 

1. Ellefu ljósmyndir sem sýna ótrúleg og ógnvekjandi augnablik

Ljósmyndir eru oftar en ekki mikilvæg sönnunargögn um atburði því þær frysta auðvitað ákveðin augnablik um aldur og ævi. Stundum eru ljósmyndir einmitt teknar á ótrúlegum augnablikum sem okkur finnst ógnvekjandi að skoða.

2. Djammviskubit um aldamótin 1900

Sumir þekkja þessa tilfinningu: Að dröslast skömmustulegur á fætur eftir óhóflega neyslu áfengra drykkja. Timburmenn hefja störf og með þeim hellist yfir kvíði og eftirsjá. Og samviskubit. Hvað gerði ég af mér? Hvað var ég að röfla aftur? Og við hvern?

3. Var kynlífið betra í Austur-Þýskalandi?

Fjölmargir kynfræðingar hafa komist að því að íbúar Þýska alþýðulýðveldisins, eða Austur-Þýskalands, áttu mun innihaldsríkara og ánægjulegra kynlíf en íbúar Sambandslýðveldins í vestri. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til stöðu kvenna í austurhlutanum en þar var jafnrétti kynjanna fest í lög.

4. Robert Z‘Dar: Maðurinn með kjálkann

Þeir sem áttu það til að sækja sér afþreyingu úr hundraðkallarekkanum á myndbandaleigum bæjarins, einhvern tímann fyrir aldamót, hafa vafalaust rambað á bíómynd með manninum með kjálkann ógurlega, Robert Z‘Dar.

5. Flóttadulargervi Adolfs Hitlers

Skömmu eftir innrás bandamanna í Normandí fór valdamesta fólkið innan bandarísku leyniþjónustunnar OSS að velta fyrir sér þeim möguleika að kanslari Þýskalands, Adolf Hitler, kynni að flýja fyrir lok síðari heimsstyrjaldar.

6. Makaskipti og ólifnaður í Mánudagsblaðinu

Lemúrinn rifjar upp Mánudagsblaðið, sem hlýtur að vera með athyglisverðari fyrirbærum íslenskrar fjölmiðlasögu en heyrist ekki oft getið í dag. Mánudagsblaðið var vikurit sem kom út í Reykjavík í frá 1948 til 1982.

7. Hversdagsleg andlit karla og kvenna sem unnu í útrýmingarbúðum nasista í Bergen-Belsen

Þegar Bretar frelsuðu útrýmingarbúðir nasista í Bergen-Belsen blasti við þeim skelfileg sjón. Sextíu þúsund fangar fundust á lífi, flestir alvarlega veikir vegna vannæringar. Þrettán þúsund lík lágu eins og hráviði út um allt. Eftir stríðslok var réttað yfir 45 af 480 starfsmönnum búðanna. Hér sjáum við myndir af nokkrum þeirra ásamt nöfnum og refsingu.

]]>
Djammviskubit um aldamótin 1900 http://lemurinn.is/2015/11/11/djammviskubit-um-aldamotin-1900/ 2015-11-11T22:08:04+00:00 Sumir þekkja þessa tilfinningu: Að dröslast skömmustulegur á fætur eftir óhóflega neyslu áfengra drykkja. Timburmenn hefja störf og með þeim hellist yfir kvíði og eftirsjá. Og samviskubit. Hvað gerði ég af mér? Hvað var ég að röfla aftur? Og við hvern?

 

Djammviskubit er skemmtilegt nýyrði sem margir eru farnir að nota um akkúrat þetta. Þessi tilfinning er líklega mjög algeng á Íslandi miðað við önnur lönd. Enda er nokkuð stíft drukkið á klakanum – og oftast mikið í einu. Fámennið magnar svo djammviskubitið, enda eru oft tugir manna, sem viðkomandi áfengisneytandi þekkir, viðstaddir ósköpin.

 

Djammviskubitið nagaði forfeður okkar greinilega líka. Því um aldamótin 1900 sá fjöldi manna ástæðu til þess að ganga svo langt að kaupa pláss í blöðum og tímaritum til þess að gefa út opinberar yfirlýsingar þar sem þeir „tóku til baka“ orð sem látin voru falla í „ölæði“. Þessi siður var svo algengur að spurningar vakna um hvort sérstök viðmið hafi ríkt um þessi mál.

 

JohannPPetursson

 

thorarinnHalfdanarson

 

JonEinarsson

 

GudmundurRunolfsson

 

GudmundurKristjansson

 

JohannBjarnason

 

RandverPetursson

 

Ísafold, maí 1908.

Ísafold, maí 1908.

 

Reykjavík, september 1909.

Reykjavík, september 1909.

 

Maður ranglega sakaður um drykkju á jólunum:

 

thjodolfurjanuar1886ElisJoseph

Þjóðólfur, janúar 1886.

 

„Hneigðr um of fyrir ölfaung“:

Þjóðólfur, 16. september 1865.

Þjóðólfur, 16. september 1865.

 

Þjóðólfur, 24. apríl 1869.

Þjóðólfur, 24. apríl 1869.

 

Norðanfari, fimmta tölublað 1866.

Norðanfari, fimmta tölublað 1866.

 

Yfirlýsing um bindindi:

 

thjodolfurjuni1815jbbjalmholti

Þjóðólfur, 15. júní 1865.

 

Yfirlýsing um bindindisslit:

 

Þjóðólfur, 13. júlí 1866.

Þjóðólfur, 13. júlí 1866.

 

Var Jón fullur á Eskifirði sumarið 1877?

]]>
„Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti“: Ljóð eftir 16 ára gamlan Stalín http://lemurinn.is/2015/11/10/laevirkinn-thenur-vaengi-sina-hatt-i-heidlofti-ljod-eftir-16-ara-gamlan-stalin/ 2015-11-10T16:09:44+00:00 Stalín var fæddur árið 1878 í Georgíu. Þegar hann var 16 ára prestaskólanemi orti hann eftirfarandi ljóð. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi:

 

Frá Georgíu

 

Rósahnappurinn er að ljúkast upp
og bláklukkurnar líka allt umhverfis hann.
Hið fölva írisblóm er einnig vaknað
– og öll kinka þau kolli í andvaranum.

 

Lævirkinn þenur vængi sína hátt í heiðlofti
– kvakar hann og syngur.
Næturgalinn kveður kyrrum rómi
– syngur heitu hjarta:

 

„Megir þú blómgast, ástkært föðurland,
þú land mitt, Iberia, í gleði og giftu,
og einnig þér Georgiumenn,
megi lærdómsiðkanir
tengja yður einnig ættlandinu.“

 

Tiflis (Tblisi) í Georgíu um 1910. (Prokudin-Gorskii)

Tiflis (Tblisi) í Georgíu um 1910. (Prokudin-Gorskii)

 

Athugasemd þýðanda: „Höfundur er georgískur prestaskólanemi, Josef Djúgashvili Stalin, sextán ára eða þar um bil. Kvæðið þýddi úr georgísku á ensku Harrison Salisbury, m.a. ritstjóri tímaritsins alkunna Time, og er það hér tekið úr bók hans An American in Russia. (Iberia er fylki í Georgiu.)“ (Andvari 1998)

 

Georgísk kona um 1910. (Prokudin-Gorskii)

Georgísk kona um 1910. (Prokudin-Gorskii)

 

Bók breska sagnfræðingsins Simon Sebag Montefiore um Stalín unga var þýdd yfir á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún fjallar um uppvaxtarár Stalíns og hvernig hann hóf feril sinn sem andófsmaður og marxisti.

]]>
Skemmdarverk á skrifstofunni: Úr leynilegum leiðbeiningum bandarísku leyniþjónustunnar http://lemurinn.is/2015/11/05/skemmdarverk-a-skrifstofunni-ur-leynilegum-leidbeiningum-bandarisku-leynithjonustunnar/ 2015-11-05T09:43:00+00:00 Ímyndaðu þér, ágæti lesandi, að árið sé 1944, og þú sért starfsmaður á skrifstofu þýska efnarisans IG Farben í Frankfurt. Þó þú sért bara skrifstofumaður ertu nokkuð fríþenkjandi og hefur gert þér grein fyrir því að málstaður Þjóðverja í heimsstyrjöldinni er óverjandi.

 

En þú ert jú bara skrifstofumaður, svo þú ferð leynt með andóf þitt, segir ekki sálu frá og reynir að einbeita þér bara að vinnunni — það er hvort eð er lítið sem þú gætir gert til að hafa áhrif á gang styrjaldarinnar.

 

Eða hvað?

 

Í ársbyrjun 1944 gaf Office of Strategic Services (OSS), forveri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, út bækling upp á um þrjátíu síður um það sem kallað er „einföld skemmdarverk“, Simple Sabotage Field Manual.

 

„Einföld“ skemmdarverk voru þau sem auðvelt að fremja, áttu ekki að stefna skemmdarvarginum í mikla hættu og vekja litla athygli, allavega í fyrstu.

 

Leiðbeiningarnar voru hugsaðar fyrir njósnara OSS í fyrirtækjum og stofnunum óvinaríkis — en ekki síst fyrir hinn „almenna skemmdarverkamann“, menn eins og hinn ímyndaða starfsmann IG Farben sem við kynntumst hér áðan, sem er ósáttur við stefnu stjórnvalda en hefur ekki aðstöðu til, eða þorir einfaldlega ekki, að grípa til róttækra aðgerða.

 

Með því að fylgja leiðbeiningum og hvatningum OSS gæti hann þó lævíslega grafið undan starfsemi vinnuveitenda síns — meðal annars með því að vinna hægt og illa, vera ósamvinnuþýður og flækja hlutina óþarflega. Hugsunin var að þessum leiðbeiningum yrði dreift í óvinaríkinu með flugriti eða í útvarpi.

 

Hver er skemmdarvargurinn?

Hver er skemmdarvargurinn?

 

Leynd var svipt af skjalinu fyrir nokkrum árum og er það nú birt í heild sinni á ágætum vef CIA.

 

Bæklingurinn er ansi ítarlegur og eru þar tillögur að skemmdarverkastarfsemi fyrir ýmsar starfsstéttir. Verksmiðjustarfsmenn eiga þannig til dæmis að sleppa því að taka til eftir sig eða ganga frá verkfærum, safna saman eldfimu rusli og stífla klósettin í verksmiðjunni með svampi og skipta ekki um klósettpappír.

 

Starfsmenn í miðasölu á lestarstöðvum eiga að selja sömu miðana tvisvar til að reyna að stofna til rifildis á milli farþega. Starfsmenn á símaskiptiborðum ættu að gefa sífellt upp röng númer eða skella á. Tæknimenn í útvarpi, sem neyðast til að senda út áróðursræður, eru svo hvattir til að stilla tækin þannig að sá sem tali hljómi eins og hann sé undir teppi með munninn fullan af glerkúlum, og svo má lengi telja.

 

En sá hluti leiðbeiningabæklingsins sem virðist geta átt vel við enn í dag er án efa sá sem snýr að skrifstofuvinnu — hvernig hvítflibbar, óbreyttir jafnt sem yfirmenn, geta unnið skemmdarverk á vinnustað sínum, og dregið úr framleiðni og vinnumóral svo lítið beri á. Lítum á leyniskjölin — gæti ef til vill leynst njósnari á þínum vinnustað?

 

 • Krefjist þess að gera allt í gegnum „réttar boðleiðir“. Ekki leyfa fólki að stytta sér leið til að flýta fyrir.

 

 • Haldið ræður. Talið eins oft og mögulegt er, í löngu máli. Skýrðu mál þitt með löngum útúrdúrum og persónulegum frásögnum.

 

 • Vekið máls á einhverju alls óviðkomandi eins oft og hægt er.

 

 • Þrefið yfir orðalagi minnisblaða, fundargerða og ályktana.

 

 • Vísið til ákvarðana sem teknar voru á síðasta fundi og reynið að taka aftur upp umræðu um réttmæti þeirra ákvarðana.

 

 • Misskiljið öll fyrirmæli. Spyrjið endalausra spurninga eða efnið til mikilla bréfaskipta um hver fyrirmæli. Snúið út úr þeim ef hægt er.

 

 • Til að draga úr framleiðni og gera vinnuandann verri, verið þá góðir við lélega starfsmenn og gefið þeim stöðuhækkanir sem þeir hafa ekki unnið fyrir. Verið verri við duglega starfsmenn og kvartið ranglega yfir störfum þeirra.

 

 • Þegar brýn þörf er á því að sinna mikilvægu verki, boðið þá til fundar.

 

 • Fylgið öllum reglum til hins ýtrasta.

 

 • Flækið allt verklag og sjáið til þess að þrír starfsmenn þurfi að samþykkja allt sem væri nóg að einn gerði.

 

 • Setjið öll mál í nefnd til frekari „athugunar og umhugsunar“, hvenær sem hægt er. Reynið að hafa nefndirnar eins stórar og hægt er — aldrei færri nefndarmenn en fimm.
]]>
Górillan Kókó leikur sér við kettlinga á 44 ára afmælisdeginum http://lemurinn.is/2015/10/16/gorillan-koko-leikur-ser-vid-kettlinga-a-44-ara-afmaelisdeginum/ 2015-10-16T21:25:10+00:00 Vídjó

Kókó er rúmlega fertug górilla sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún hefur birst á forsíðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur.

 

Hin merka Kókó er í miklum metum hjá ritstjórn Lemúrsins og við höfum nokkrum sinnum fjallað um hana.

 

Í sumar varð hún 44 ára gömul og nú hefur rannsóknarstöðin birt myndband sem sýnir Kókó leika sér við kettlinga á afmælisdeginum.

 

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Kókó hitti ketti.

 

Kókó er nefnilega mjög hænd að kisum. Þegar hún var 12 ára eignaðist hún fyrsta kettlinginn sinn.

 

Henni fannst gaman að leika sér við þennan loðna og litla vin sinn. Hún gaf honum nafnið All Ball, því hann var alveg kringlóttur. Górillunni fannst skemmtilegast að halda á kisanum og klappa honum.

 

All Ball slapp einn daginn úr húsinu þar sem Kókó býr og stökk út á götu. Þar varð kötturinn fyrir bíl og drapst.

 

Vídjó

 

Kókó brást mjög illa við þeim tíðindum. Patterson, kennari hennar, þurfti að segja henni frá slysinu. Hún segir að górillan hafi gefið frá sér hljóð sem samsvari gráti hjá okkur mönnunum. Eftir atvikið dró hún þá ályktun að górillur syrgi þá sem deyja og geti haft mun dýpra tilfinningalíf en menn höfðu gert sér grein fyrir.

 

Górillur eru auðvitað náskyldar mönnum og eru álitnar ákaflega gáfaðar skepnur. Tilfinningalíf þeirra er flókið, górillur geta hlegið, syrgt ástvini og myndað sterk vináttubönd. Þó ýmislegt sé á reiki um hugarstarfsemi þeirra eru sumir á því máli að górillur geti til dæmis hugsað í fortíð og framtíð.

 

Í heimildarmynd Frakkans Barbet Schroeder, Kókó: Górillan sem talar, frá 1978 er fylgst með Kókó og Penny Patterson við leik og störf. Hér eru hins vegar ýmsar skemmtilegar klippur af YouTube:

 

 

Vísindamennirnir sem ólu Kókó upp náðu með ótrúlegum hætti að kenna henni að tjá sig. Málvísindamenn deila reyndar nokkuð um hvers eðlis málskilningur hennar er. Það er þó hægt að slá föstu að górillan kann að beita táknum um fyrir ólíka hluti, til dæmis ólíkar tegundir af mat, dýr, hlutina sína, liti og ýmislegt fleira.

 

Leikarinn góðkunni William Shatner, sem frægastur er fyrir að leika Kirk skipstjóra í Star Trek-þáttunum, kynntist Kókó á sínum tíma og skrifaði um kynnin í sjálfsævisögu sinni Up Till Now. Shatner skrifar að Kókó hafi kunnað orðin „vatn“ og „fugl“. Þegar hún sá önd lenda á tjörn í fyrsta skipti hafi hún blandað orðunum saman í „vatns-fugl“ og notað það fyrir þennan furðulega fugl.

 

Vídjó

 

Sálfræðingurinn og fræðimaðurinn Penny Patterson hefur verið helsti kennari Kókó. Hún hefur skráð fjöldamörg nýrði sem górillan skapar með táknum sínum.

 

Þegar Kókó bragðaði melónu í fyrsta skipti kallaði hún hana „drykkjarávöxt“. Górillur hefur hún kallað „dýra-manneskjur“.

 

Fyrir Kókó er mjólkurís „kalda skálin mín“. Hringur er „fingurarmband“. Jógúrt með appelsínubragði er „appelsínugul blómasósa“. Þegar Kókó verður reið kallar hún fólkið á rannsóknarstofunni „skítugu, heimsku klósett“. Og svo mætti lengi telja.

]]>
Mikill trúarblær, erótískur undirtónn, eða bara algert ógeð? http://lemurinn.is/2015/09/24/mikill-truarblaer-erotiskur-undirtonn-eda-bara-algert-oged/ 2015-09-24T17:07:40+00:00 Íslenskar riddarasögur eru, eins og allir vita, óþrjótandi uppspretta lestraránægju og lífsgleði. Ein af skemmtilegri sögum úr þeim hópi er Mírmanns saga, sem áður hefur verið fjallað lítillega um í þessu hlaðvarpi Lemúrsins og Kjarnans. Sagan heitir eftir aðalpersónunni Mírmanni, sem er sonur jarlsins Hermanns í Saxlandi og eiginkonu hans Brígíðu frá Ungverjalandi. Eitt af meginviðfangsefnum sögunnar er munurinn á kristni og „heiðni“ (en hugmyndir Íslendinga á miðöldum um það hvað heiðni eiginlega væri voru mjög óljósar). Mírmann er ungur maður þegar hann tekur þá mikilvægu ákvörðun að vanrækja blót og þegar fóstri hans Frakkakonungur tekur síðar kristni þá fylgir Mírmann honum, þvert á vilja foreldra sinna. Hin „rétta“ trú á síðan góðan þátt í því að gera Mírmann að einum fræknasta riddara sinnar samtíðar og hann vinnur ófáa röska heiðingja í einvígjum með hjálp Guðs. En þó Mírmann hafi tekið trú þá á hann engu að síður stundum erfitt með að sýna af sér kristna hegðun og söguþráðurinn hverfist í kringum það þegar hann brýtur alvarlega af sér. Snemma í sögunni verður Mírmann nefnilega föður sínum að bana í deilu um trúarmál og líður fyrir það miklar samviskukvalir. Í útgáfu sinni árið 1949 sagði Bjarni Vilhjálmsson að yfir allri sögunni væri „mikill trúarblær“ og fræðimenn hafa fundið margar hliðstæður við dýrlingasögur í atburðarásinni.

 

Það er vissulega rétt að miðaldakristni er alltumliggjandi í Í Mírmanns sögu en það hefur ekki stöðvað höfund hennar í því að láta aðalsöguhetjurnar, Mírmann og konungsdótturina Cecilíu, ganga í gegnum vægast sagt undarlega hluti í tilhugalífi sínu. Eftir að Mírmann drepur föður sinn byrlar móðir hans honum eitraðan drykk sem veldur því að Mírmann verður holdsveikur. Vinur hans konungurinn í Frakklandi útilokar hann samt ekki frá hirðinni, ekki einu sinni eftir að drottningin kvartar undan návist Mírmanns, en áður hafði hún gengið á eftir honum með grasið i skónum. Mírmann fær engu að síður ekki afborið þessa skömm, hann lætur það berast út að hann sé dáinn og heldur til Sikileyjar í dulargervi og kallar sig Jústínus. Á Sikiley býr nefnilega Cecilía sem er ekki bara gáfuð og falleg heldur besti læknir sem völ er á. Mírmann, sem þá er ekki bara afmyndaður af holdsveiki heldur orðinn of máttfarinn til að ganga og að dauða kominn, grátbiður hana um hjálp í kirkjudyrum og hún samþykkir að reyna að bjarga honum. Hún sér fljótt að honum hefur verið byrlað eitur og lýsir því yfir að í kviði hans hafi kviknað „sá illskukraftur, að hann má líkari þykja ormi en maðki, og blæs hann og angrar allan þinn líkama.“ Þessi hræðilegi ormur muni aldrei yfirgefa líkama hans fyrr en honum bjóðist annar hýsill.

 

Mírmann er skiljanlega mjög efinst um að nokkur finnist sem bjóði sig fram til þeirra örlaga, en vanmetur bæði góðmennsku og visku Cecilíu. Hún útbýr lyf og leiðir svo Mírmann inn í lítið herbergi þar sem þau eru einsömul fyrir utan þjónustusvein hennar. Síðan fylgir eftirfarandi atburðarás:

 

„Nú tók hann við drukknum og drakk, og vonum bráðara fann hann, að illskukvikindi renndi í háls honum og lá þar um stund, en hún mælti til hans nokkur orð og særði hann í nafni drottins Jesú Krists hins krossfesta að fara þá lengra. En þau lögðu þá saman sína munna. En þetta illkvikindi varð að hlýða orðum hennar og guðs vilja, og renndi þá í munn henni. En hann beit þá í sporðinn en hún geymdi höfuðhlutinn, en hún hélt á knífi og hleypti í sundur orminum í millum þeirra og tók nú þegar báða hlutina og kastaði í eld.

Þá mælti hún: „Hvað ætlar þú, Jústínus, hversu margar unnustur þú átt þær í Frakklandi, er slíkt mundi við þig gera?“

En hann var þá svo máttlítill, að hann mátti öngu svara.“

 

Ég meina, hversu sexí er það?

]]>
Ískonungurinn og albínóarnir sem gerðu Íslendinga æfa http://lemurinn.is/2015/08/20/iskonungurinn-og-albinoarnir-sem-gerdu-islendinga-aefa/ 2015-08-20T20:32:34+00:00 Ætla má að einhverjir þeirra sem lögðu leið sína um Austurstrætið í Reykjavík, laugardaginn 21. júlí 1934, hafi rekið augun í ljósmynd sem hékk í glugga á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins ofarlega í götunni.

 

Kannski söfnuðust jafnvel saman litlir hópar fólks við gluggann, af og til yfir daginn, því þetta var ansi sérkennileg mynd. Við vitum ekki nákvæmlega hvaða mynd þetta var, en það getur vel hafa verið þessi hér:

 

023_001

 

Skýringu á þessari uppstillingu Morgunblaðsmanna mátti finna á þriðju síðu blaðsins þennan laugardag. Var þar endursögð nýleg frétt úr austurríska dagblaðinu Telegraf af kynlegum kvistum sem komnir voru til höfuðborgarinnar Vínar.

 

„Annars kalla þeir sig „ísfólk“ á auglýsingum sínum, en þeir eru hinir svonefndu Albinos, eða „hvítir“ menn. Þeir koma frá hinu fjarlæga heimkynni sínu, hinu sagnauðga Íslandi, og ætla að ferðast um Evrópu og sýna íslenska þjóðsiðu, þjóðdansa og leika. Þeir ganga í hinum skrautlegu þjóðbúningum sínum og ætla að sýna í Zirkus-Zentral-Gebäude í Prater (Tivoli). En þeir þjást svo mikið af hita, að það var að sækja lækni í dag handa tveimur konum, sem eru í flokknum.“

 

Segir Morgunblaðið ennfremur frá því að austurríska blaðið hafi rætt við forsprakka þessara „Íslendinga“ sem haldi því fram á að á landinu þrífist enn nokkrar fjölskyldur „hvítra“ manna, einangraðar.

 

„Þeir sjeu mjög næmir fyrir hita, því að hörund þeirra vanti lit. Og svo sjeu augasteinarnir í þeim rauðir, og þoli þeir ekki sterkt ljós. Fjelagar sínir, sem sje nýkomnir frá Íslandi, geti ekki lifað, nema þeir fái stöðugt fjallagrös og fjallagrasaseyði. Sjálfur kveðst hann hafa farið þriggja ára gamall frá Íslandi og vera orðinn öllu vanur.“

 

Þetta glens féll ekki í kramið hjá blaðamanni Morgunblaðsins, sem í lok greinarinnar spyr: „Finst íslensku stjórninni ekki ástæða til þess, að koma í veg fyrir að þessi flokkur flaggi með því út um allan heim, að hann sje frá Íslandi?“

 

En hverjir voru þessir undarlegu ísmenni, sem þóttust vera Íslendingar á alþjóðavettvangi?

 

Leiðtogi loddaranna, sem austurríska blaðið Telegraf ræddi við, var meðal merkustu sirkuslistamanna síns tíma og átti langan feril að baki. Hann kallaði sig Tom Jack en var fæddur Karl Breu í Dubňany, sem nú er í Tékklandi.

 

Foreldrar hans voru Þjóðverjar, báðir glerskerar, en framtíð í þeirri iðn átti ekki eftir að liggja fyrir syninum. Hann var albínói, og þóttu viðkvæm augu hans henta illa til glerskurðar — og þar að auki fékk hann í æsku brennandi áhuga annari grein, sirkus.

 

tomjack

 

Þar vann skringilegt útlitið með honum. Á táningsaldri fór hann að heiman og gekk til liðs við sirkus, fyrst sem trúður, lagði svo fyrir sig galdrabrögð. Hann heillaðist sérstaklega af Harry Houdini, sem um þessar mundir, á fyrstu árum tuttugustu aldar, var á hátindi frægðar sinnar.

 

Með þrotlausum æfingum sérhæfði Jack sig í kúnst Houdinis — að sleppa úr ýmisskonar fjötrum og prísundum, að því er virtist með undraverðum hætti. Hann safnaði miklu hvítu hári og skeggi og fékk viðurnefnið „Ískonungurinn“ sökum kuldalegs útlitsins.

 

Ískonungurinn Jack náði talsverðum frama í Evrópu og þjénaði ágætlega. Hann giftist albínóastúlku sem einnig var í sirkusbransanum. Á fjórða áratugnum söðlaði hann svo um og kynnti nýtt atriði til leiks: „To-Ya og Ísfjölskylduna“, meðlimir hverrar voru allir hvítir eins og Jack í útliti, þó ekki hafi allir verið albínóar í raun — hvít hárkolla þótti nægja.

 

Og sögunni fylgdi að þetta væru sjaldgæfir afdala-Íslendingar sem nærðust aðeins á mosa og fjallagrösum.

 

AB-1-H

 

Ískonungurinn var reyndar ekki alls ókunnur alvöru Íslendingum. Þann 25. júlí 1934 segir Morgunblaðið frá því að Jóhannes Jósefsson, glímukappinn frækni sem reisti Hótel Borg hafi rekið augun í myndina af loddurunum alræmdu í Vín í glugga Morgunblaðshússins í Austurstræti.

 

Þekkti hann þar strax Tom Jack, sem hafði verið samtíða honum í fjölleikahúsi í Pétursborg árið 1909. Þá hafði Jack enn aðallega stundað ýmisskonar Houdini-brögð. Jóhannes hafði og ekkert frétt af honum síðan, og gat því engar skýringar gefið á nýjasta uppátæki hans.

 

tumblr_n6589kGKVW1tbswuho7_1280

 

Morgunblaðið notaði þó enn tækifærið og hvatti íslensk stjórnvöld til þess að grípa til aðgerða gegn loddurunum: „Ekki hefir blaðið ennþá frjett, að gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að láta þessa náunga hætta því uppátæki að nefna sig Íslendinga.“

 

Þremur dögum síðar komst Ísfjölskyldan aftur á síður Moggans. Ræddi blaðið þá við Gunnar Guðjónsson skipamiðlara sem hafði rekist á „hvítu Íslendingana“ í Amsterdam þá um vorið ásamt vélamanninum Gísla Jónssyni. Blöskraði þeim báðum ósvífni þessara þykjustu-Íslendinga, og kröfðu einn þeirra um svör:

 

Við ávörpuðum hann á íslensku, en í henni skildi hann ekki eitt orð. En dönsku kvaðst hann kunna. Við sögðum, að á Íslandi væri ekki töluð danska. Þá spurði hann okkur, hvaðan við værum.

— Frá Reykjavík.
— Já, það lá að. Við erum frá Norðurlandi og þar er töluð alt önnur mállýska heldur en á Suðurlandi!
— Hvaðan eruð þið þá?
— Við erum upprunnir rjett hjá Akureyri.

Hvaðan eða úr hvaða sveit vissu þeir ekki. En sá sem talaði við Gunnar og Gísla, sagðist vera prófessor.

 

Íslendingunum „ofbauð þessi frekja“ albínóanna svo mjög að þeir reyndu að vekja áhuga hollenskra dagblaða á því að „fletta ofan af þessum svikahröppum“. Það tókst ekki en Morgunblaðið lét ekki sitt eftir liggja og krafðist þess enn og aftur að „íslenska stjórnin taki í taumana svo rækilega, að loddarar þessir hætti þessum skrípaleik.“

 

eiskonig

 

Segir næst af málinu í Mogganum 18. ágúst. Þá hafði austurríski baróninn Hans von Jaden, sem var giftur Ástu Pétursdóttur, systur Helga Pjeturss, tekið það á sig að fara á fund loddaranna sem staddir voru í heimaborg hans:

 

Segir hann m.a. að han hafi bent þeim á þá óhæfu, að ganga þannig undir fölsku nafni. „Þjóðbúningur“ þeirra er, segir hann, rauðröndóttir sokkar, bláar treyjur með röndum og skringilegar húfur. Þá segir v. Jaden, að sami flokkur muni hjer áður hafa sýnt sig sem „svarta dvergþjóð“ („búskmenn“).

 

Líklega varð þessi síðasta staðreynd ekki til þess að auka vinsældir Ísfjölskyldunnar á Íslandi. En Morgunblaðið fjallaði ekki frekar um málið og þrátt fyrir herferð blaðsins aðhöfðust íslensk stjórnvöld ekkert í því að fletta ofan af þessum kræfu svika-Íslendingum, sem hentu gaman að landi og þjóð.

 

Ekki veit Lemúrinn hversu lengi Tom Jack og fölu félagar hans dvöldu í Vínarborg, en þaðan lá leið þeirra til Spánar og Belgíu. Allavega er ljóst að þeir fengu að halda uppteknum hætti einhver ár enn. Líklega varð það síðari heimsstyrjöld sem batt enda á feril Ísfjölskyldunnar, frekar en þrýstingur frá ósáttum íslenskum stjórnvöldum eða blaðamönnum Morgunblaðsins.

 

e8a3f23de73ff3ca637bfcceba604442

 

Þeim sögum fer af konunginum sjálfum, Tom Jack, að eftir heimsstyrjöldina ætlaði hann að setjast í helgan stein með konu sinni og börnum, á landspildu sem hann hafði keypt fyrir sirkuslaun sín á heimaslóðum í Tékklandi. Hann starfaði þá fyrir bandaríska herinn í Tékklandi sem túlkur, því hann hafði náð góðum tökum á ensku á flakki sínu um Evrópu sem sirkuslistamaður.

 

Það fór þó ekki svo vel því eins og fleiri Þjóðverjum var honum og fjölskyldu hans ekki stætt í Tékklandi eftirstríðsáranna. Þau fluttust að lokum yfir landamærin til Þýskalands. Ískonungurinn Tom Jack bar beinin í þýskum smábæ í október 1953, 69 ára að aldri — en hvað varð um aðra meðlimi Ísfjölskyldunnar er óvíst.

 

 

]]>
Heimildarþættir um spænsku borgarastyrjöldina http://lemurinn.is/2015/08/18/heimildarthaettir-um-spaensku-borgarastyrjoldina/ 2015-08-18T16:38:19+00:00 Borgarastyrjöld braust út á Spáni árið 1936 þegar fasísk íhaldsöfl — falangistarnir svokölluðu — risu upp gegn lýðræðislega kjörinni vinstristjórn landsins. Styrjöldin stóð yfir í þrjú ár, kostaði um hálfa milljón manns lífið og hefur haft afgerandi áhrif á stjórnmál, sögu og menningu Spánar fram til dagsins í dag.

(meira…)

]]>
Logandi smádýr og lolkettir http://lemurinn.is/2015/08/18/logandi-smadyr-og-lolkettir/ 2015-08-18T15:38:20+00:00 Alnetið er undarlegur staður. Á sakleysislegum spássitúr mínum um einn helsta höfuðstað þess, Fjasborg, urðu skyndilega á vegi mínum kettir með rakettur á bakinu. Svo undarlegur staður er Alnetið að þetta í sjálfu sér var ekki undarlegt, ekki á þessu póstlolkattaskeiði þar sem 13. aldar handritalýsingar af köttum eru hafðar til sambærilegra hlátraskalla og hin margvíslegustu kattamyndbönd í þeirri miklu skuggsjá er nefnist YouTube.

 

Kettir úr Ashmoledýrafræðinni frá 13. öld. Sá lengst til vinstri sem sleikir auga hins illa er nánast símískur, en apar voru taldir vera djöfullegir á miðöldum.

 

Það undarlega var að þær voru frá 16. öld, einhverjum 400 árum áður en mannkyninu datt fyrst í hug að festa Sean Connery við rakettu (og síðan aldrei meir, því miður), hvað þá húsdýr.

 

Sean Connery, svalur sem þotuköttur.

Sean Connery, svalur sem þotuköttur.

 

Enn sérkennilegra er að ekki er einasta um að ræða ketti, heldur einnig fugla, sem að öllu jöfnu þurfa ekki annað eldsneyti til flugtaks en viljann. Ef annað er mannvonska þá er hitt hið minnsta tvíverknaður ef ekkert fleira.

 

Þotufugl og þotuköttur

Þotufugl og þotuköttur

 

Svo hvað kemur til? Nær þessi hefð jafnvel aftur til miðalda? Sátu munkar löngum stundum við agnarsmáa ljóstíru klausturskrifstofa við að lýsa handrit nostursamlega máluðum myndum af dýrum þjótandi um himinhvolfin með þotupoka til þess eins að undirrita þær með fagurlega rituðu karlungaletri: lœl? Og hvað um þessar rakettur allar? Er hér um að ræða áður óþekkt menningaráhrif frá sköpurum púðursins, Kínverjum?

 

Svarið er, því miður, öllu einfaldara. Megi lesandi nú hætta lestrinum og halda í gleðina sem fylgir þessum skýringum, ellegar fræðast og fyllast hryllingi (eða hryllilegri gleði, eftir innræti lesandans).

 

Þotuköttur úr Folger Shakespeare Library, V.b.311, f. 129r.

Þotuköttur úr Folger Shakespeare Library, V.b.311, f. 129r.

 

Þótt engar myndskreytingar af svipuðum athöfnum fallegra smádýra sé að finna í íslenskum handritum (svo ég viti til, að minnsta kosti), þá eigum við vissulega til texta, t.d. Morkinskinnu og Haralds sögu Sigurðssonar úr Heimskringlu:

 

En er Haraldur kom til Sikileyjar þá herjaði hann þar og lagði þar með liði sínu til einnar borgar mikillar og fjölmennrar. Settist hann um borgina því að þar voru sterkir veggir svo að honum þótti ósýnt að brjóta mundi mega. Borgarmenn höfðu vist gnóga og önnur föng þau er þeir þurftu til varnar.

Þá leitaði hann þess ráðs að fyglarar hans tóku smáfugla, þá er hreiðruðust í borginni og flugu á skóg um daga að taka sér mat. Haraldur lét binda á bak fuglunum lokarspónu af tyrvitré og steypti vaxi og brennusteini og lét slá eldi í. Flugu fuglarnir, þegar er lausir urðu, allir senn í borgina að vitja unga sinna og híbýla er þeir áttu í húsþekjum þar er þakt var reyr eða hálmi. Þá laust eldinum af fuglunum í húsþekjurnar. En þótt einnhver bæri litla byrði elds þá varð það skjótt mikill eldur er margir fuglar báru til víða um borgina í þekjur og því næst brann hvert hús að öðru þar til er borgin logaði. Þá gekk fólkið allt út úr borginni og bað sér miskunnar, þeir hinir sömu er áður höfðu margan dag drembilega mælt og háðulega til Grikkjahers og höfðingja þeirra. Gaf Haraldur öllum mönnum grið, þeim er þess beiddu, fékk síðan vald yfir þeirri borg.

 

Úr Ms. Codex 109, f137r.

Úr Ms. Codex 109, f137r.

 

Ojá. Nú er að vísu ekki hægt að halda því fram að Haraldur harðráði hafi nokkru sinni beitt þessu kænskulega bragði í raun og veru (ég verð líka að játa að ég skil ekki alveg hvernig þetta á að virka í praxís). Þegar rit eins og Morkinskinna og Heimskringla eru rituð er þessi aðferð fyrir löngu orðin að bókmenntalegu minni sem gengur aftur í margs konar hetjusögum af fræknum konungum og hershöfðingjum. Í útgáfu sinni á Morkinskinnu bendir Ármann Jakobsson á að sams konar frásögn sé að finna í Roman de Brut eftir Wace, sem sé nokkru eldra rit en Morkinskinna (Íslenzk fornrit XXIII, nmgr. 3, bls. 101) og Sigfús Blöndal hefur einnig bent á hliðstæðar sögur í Væringjasögu sinni (sjá bls. 131-32). Haraldur lætur ketti svo sem alveg eiga sig og mér er ekki kunnugt um það heldur að köttum sé svo hryllilega misbeitt í þágu hernaðar í íslenskum heimildum (ekki að það sé endilega skárra að beita fyrir sig „tröllum“ og „blámönnum,“ en siðfræði miðaldabókmennta er efni í heila aðra grein).

 

Úr handritinu LJS 442: Leiðbeiningarbæklingur fyrir fallbyssumann, f. 60r

Úr handritinu LJS 442: Leiðbeiningarbæklingur fyrir fallbyssumann, f. 60r

 

Síðustu fjórar myndirnar sem fylgja þessari grein eru allar fengnar af þessari vefsíðu sem hefur þær aftur úr ýmsum hernaðarbæklingum frá 16. og 17. öld. Þar er því haldið fram að upphafsmaður slíks hernaðar sé Franz nokkur Helm frá Köln sem ku hafa barist gegn Tyrkjum um miðja 16. öldina, samanber verk hans Buch von den probierten Künsten. Af ofangreindu er aftur á móti ljóst að hann hefur annað hvort haft mun eldri fyrirmynd þar sem hugmyndin þekkist á miðöldum, eða þá að hann hefur fundið upp á þessu án vitundar um brautryðjendur þessarar göfugu hernaðarlistar. Mætti þá spyrja sig hvort hugmynd getur talist jafngalin ef tveir fá hana hvor í sínu lagi.

 

Einhverjum kann að virðast þetta fjarstæðukennd hernaðartaktík. Þeim hinum sömu skal vísað á kvikmyndina um Júraveröldina. Eftir hana munu allir geta séð að logandi kettir og fuglar, mýs, tapírar eða flóðhestar eða hvað sem hægt er að senda logandi í átt að óvininum, er alls ekki svo galið í samanburðinum.

 

Smjörfjallið getur á hinn bóginn ekki mælt með að lesendur prófi þetta á óvinum sínum.

]]>
Franska læðan Félicette, fyrsti og eini kötturinn í geimnum http://lemurinn.is/2015/08/08/franska-laedan-felicette-fyrsti-og-eini-kotturinn-i-geimnum/ 2015-08-08T18:53:20+00:00 Allir þekkja sovésku tíkina Laiku sem fór á sporbraut um Jörðu fyrst Jarðarbúa og sömuleiðis höfum við flest heyrt sögur af geimferðum fleiri kvikinda, frá ávaxtaflugum til simpansa. En hvað með ketti — hafa þeir ekkert látið til sín taka á þessum vettvangi?

 

Jú, að sjálfsögðu. Reyndar hefur aðeins einn köttur gerst svo frægur að fara út í geim, og sá var franskur.

 

Franska geimvísindastofnunin (Centre national d’études spatiales, CNES) var stofnuð árið 1961, á valdatíð Charles de Gaulle.

 

Vísindamenn CNES fóru fljótt að gera tilraunir með að varpa smádýrum upp í himingeimana. Eftir að þrjár rottur — þeir Hector, Castor og Pollux — höfðu fengið að bregða sér út í geim var árið 1963 ákveðið að prófa stærri dýr, og varð þá köttur fyrir valinu.

 

Geimrottan Hector ræðir við einn af köttunum í þjálfunarbúðum CNES.

Geimrottan Hector ræðir við einn af köttunum í þjálfunarbúðum CNES.

 

Til að byrja með voru fjórtán villikettir af götum Parísar settir í sérstakt æfingaprógramm til að finna hæfustu geimfarana. Kettirnir voru þá meðal annars látnir dvelja í háþrýstiklefa til að líkja eftir aðstæðum við geimflug, og einnig rannsakað hvernig þeir þyldu að ferðast á miklum hraða eða í miklum hávaða.

 

Kettirnir voru látnir dvelja í þessum kössum til að venja þá við plássleysið í eldflauginni.

Kettirnir voru látnir í þessa kassa til að venja þá við plássleysið í eldflauginni.

 

Að lokum stóð einn köttur uppi sem hinn útvaldi: svarthvít læða sem síðar fékk nafnið Félicette. Og þann 18. október 1963 var henni skotið á loft um borð í franskri Véronique-eldflaug frá Hammaguir í alsírsku eyðimörkinni.

 

geimkettir17

Félicette.

 

Flugið stóð í 13 mínútur. Kisa flaug 157 kílómetra upp í hitahvolf Jarðarinnar, og sveif svo niður, heilu og höldnu aftur niður á jörðina. Þaðan var hún svo flutt aftur til Parísar þar sem vísindamenn CNES rannsökuðu áhrif geimferðarinnar.

 

CNES gerði svo aðra tilraun til að koma ketti út í geim þann 24. október, en því miður fór eitthvað úrskeiðis og eldflaugin með kisa innanborðs brotlenti skömmu eftir flugtak. Kötturinn sá, sem hafði ekki fengið nafn, fórst í slysinu.

 

Síðan hefur ekkert ríki reynt að senda kött út í geim — þó að árið 2013 hafi Íran reyndar lýst því yfir að þeir hefðu hug á að senda kött út í geim, en margir sérfræðingar efast um burði Írana til þess. En það yrði auðvitað persneskur köttur.

 

Skoðum fleiri svipmyndir frá þjálfunarbúðum frönsku geimkattanna:

 

 

geimkettir3

 

geimkettir4

 

geimkettir5

 

geimkettir6

 

geimkettir7

 

geimkettir8

 

Og frá geimferð Félicette hinnar fræknu:

 

Eldflaugaskotpallurinn í Hammaguir.

Eldflaugaskotpallurinn í Hammaguir.

 

Geimhylkið sem Félicette ferðaðist í.

Geimhylkið sem Félicette ferðaðist í.

 

Kisu komið fyrir í hylkinu.

Kisu komið fyrir í hylkinu.

 

Kveikt í.

Kveikt í.

 

Véronique-eldflaugin í flugtaki.

Véronique-eldflaugin í flugtaki.

 

CNES-liðar á leið að ná í Félicette á þyrlu.

CNES-liðar á leið að ná í Félicette á þyrlu.

 

Þarna inni leyndist kisa.

Þarna inni leyndist kisa.

 

Vísindamenn CNES stilla sér upp með geimfaranum.

Vísindamenn CNES stilla sér upp með geimfaranum.

 

Sjá má alla sögu Félicette í þessu stutta myndbandi:

Vídjó

 

03

 

Myndir af nospremieresannees.fr.

]]>
Hríðskotabyssu-beikon í boði forsetaframbjóðandans Ted Cruz http://lemurinn.is/2015/08/08/hridskotabyssu-beikon-i-bodi-forsetaframbjodandans-ted-cruz/ 2015-08-08T18:22:55+00:00 Vídjó

Ted Cruz, öldungardeildarþingmaður frá Texas, keppir við Donald Trump, Jeb Bush og fleiri repúblíkana um að verða forsetaefni flokksins í kosningunum 2016. Hér framreiðir hann beikon með Texas-aðferð. Hann steikir það á brennandi heitu skafti hríðskotabyssu.

]]>
Tolstoj hjólaði allan daginn og var sama hvað öllum fannst http://lemurinn.is/2015/08/01/tolstoj-hjoladi-allan-daginn-og-var-sama-hvad-ollum-fannst/ 2015-08-01T17:55:16+00:00 Mikið hjólreiðaæði reið yfir heimsbyggðina um og upp úr 1890 þegar reiðhjól með keðjudrifi komu fyrst fram. Rússland var ekki undanskilið þessum tíðaranda og margir Rússar eignuðust sín fyrstu reiðhjól um þetta leyti. Meðal þeirra var rithöfundurinn mikli Lev Tolstoj sem fékk reiðhjól að gjöf frá nýstofnuðum samtökum reiðhjólaunnenda í Moskvu.

 

Tolstoj hafði þá nýlega misst yngsta son sinn sem var bara sjö ára þegar hann dó úr sótt í febrúar 1895, og var hjólið ætlað til að stytta honum stundir í sorginni.

 

Lev og Soffía með hjólið góða.

Lev og Soffía með hjólið góða.

 

Tolstoj var 67 ára en lagði mikið upp úr útivist og fullyrða má að hjólið hafi hann fílað í botn. Eftir nokkrar kennslustundir — því hann hafði jú aldrei hjólað áður — var hann farinn að hjóla á hverjum degi, og raunar svo mikið að Soffía, eiginkona hans, var fljótt farin að hafa áhyggjur af hamslausum hjólreiðum eiginmannsins. Hún skrifaði í bréfi til sonars síns, Lev Tolstojs yngri, síðar árið 1895:

 

„Hann hjólar allan daginn, það er þess vegna sem ég hef áhyggjur, því allir segja að hjólreiðar séu skaðlegar. Læknirinn kemur á hverjum degi og skoðar pabba þinn en hann hefur ekki fundið að þetta hafi nein slæm áhrif.“

 

Hjólið hans Tolstojs er nú geymt á safni honum tileinkuðu í Moskvu.

Hjólið hans Tolstojs er nú geymt á safni honum tileinkuðu í Moskvu.

 

Hjólaæði Tolstojs vakti blendnar tilfinningar hjá fleirum í návígi hans. Vinur hans og lærlingur Vladimír Tsjertkov mun hafa velt fyrir sér hvort að hjólreiðar stönguðust ekki á einhvern hátt á við kristnar hugsjónir skáldsins. En Tolstoj sjálfur hlustaði ekki á gagnrýnisraddir og skrifaði í dagbók sína:

 

„Ég veit ekki af hverju ég er svona hrifinn af [hjólreiðum]. [Tsjertkov] er móðgaður og gagnrýnir mig fyrir það, en ég held áfram að hjóla og skammast mín ekki. Þvert á móti finnst mér ég eiga rétt á ákveðinni náttúrulegri léttúð, að skoðanir annarra skipti mig engu máli, og að það sé ekkert að því að njóta lífsins á einfaldan hátt, eins og drengur.“ (úr Tolstoy e. Henri Troyat, 2001, bls. 511)

 

Tolstoj stundaði fleiri dægrastyttingar en bara hjólreiðar. Hann var til dæmis einn af fyrstu tennisfrömuðum í Rússlandi. Í Önnu Karenínu er minnst á tennis og Tolstoj sjálfur gat spilað tennis klukkustundum saman á sumardögum. Hér fylgja nokkrar myndir af Tolstoj við ýmis störf.

 

Tolstoj og félagar í tennis. Mynd frá 1878.

Tolstoj og félagar í tennis. Mynd frá 1878.

 

Tolstoj spilar keiluspil við son Vladimírs Tsjertkov, maí 1909.

Tolstoj spilar keiluspil við son Vladimírs Tsjertkov, maí 1909.

 

Tolstoj á skautum í Moskvu, mars 1898.

Tolstoj á skautum í Moskvu, mars 1898.

 

Tolstoj á sleða, 1903.

Tolstoj á sleða, 1903.

]]>
Kettir eru kolómögulegir njósnarar — jafnvel hjá CIA http://lemurinn.is/2015/07/31/kettir-eru-kolomogulegir-njosnarar-jafnvel-hja-cia/ 2015-07-31T13:22:15+00:00 Á miðjum sjöunda áratugnum hafði bandaríska leyniþjónustan CIA mikinn áhuga á einkafundum þjóðhöfðingja nokkurs í Asíu. Leyniþjónustumönnum á svæðinu gafst ekki tækifæri til að koma fyrir hlerunarbúnaði á skrifstofu hans en í skýrslu eins þeirra kom fram að þeir einu sem gátu farið frjálsir ferða sinna um skristofukynni þjóðhöfðingjans voru flækingskettir sem hann hafði mikið dálæti á.

 

Einhver snillingurinn heima í höfuðstöðvunum las skýrsluna og fékk við það þessa líka frábæru hugmynd: Hvað ef við setjum hljóðnema á kettina? Stjórnendur CIA féllu fyrir þessu og næstu mánuði vann hópur tæknimanna þrotlaust að því sem nefnt var „Operation Acoustic Kitty“.

 

Tæknimennirnir gerðu sér grein fyrir því að það mætti alls ekki sjást að kettirnir væri með hljóðnema á sér og þaðan af síður mætti hann detta af og laskast. Það var því ákveðið að koma hljóðnemanum fyrir innan í dýrunum.

 

Köttur nokkur var skorinn upp og tveggja sentimetra breiðu, sérsmíðuðu senditæki komið fyrir undir húðinni á hálsinum á honum. Senditækið var í sérstökum umbúðum til að þola hitann og rakann í kattarlíkamanum. Það gekk fyrir batteríum og til þess að skipta um batterí þurfti að gera aðgerð á kettinum upp á nýtt. Úr senditækinu lá svo leiðsla í hljóðnemann sjálfan, sem var komið fyrir í hlust dýrsins og gægðist út úr öðru eyranu. Loftnetinu var að sjálfsögðu komið fyrir í skottinu.

 

Aumingja kisi.

Aumingja kisi.

 

Ekkert var til sparað í rannsókn og þróun tilraunarinnar með hljóðnemaköttinn og alls kostaði ævintýrið bandaríska skattgreiðendur víst meira en 20 milljónir dollara. CIA gerði sér miklar vonir um að hér væri loksins komið leynivopnið sem myndi skipta sköpum í kalda stríðinu. Her katta myndi ganga óáreittur um götur Sovétríkjanna og hlera ýmis hernaðarleyndarmál.

 

En þetta gekk ekki alveg eins vel og aðstandendur Operation Acoustic Kitty höfðu vonað. Tilraunadýrið, svarthvít læða, reyndist afar ósamvinnuþýtt þar sem læðan var sísvöng, eins og katta er venja, og vildi heldur gæða sér á kattamat en að eltast við kommúnista.

 

Læðunni var loks byrlað lyf sem bældi niður hungrið. Síðan var farið með hana í almenningsgarð þar sem hún átti að hlera samtal tveggja sovéskra sendiráðsstarfsmanna sem sátu þar á bekk. En CIA-menn höfðu ekki fyrr sleppt henni lausri en að hún varð fyrir leigubíl og dó.

 

Kettir ku hafa meiri áhuga á mat en ríkisleyndarmálum.

Kettir ku hafa meiri áhuga á mat en ríkisleyndarmálum.

 

Eftir þennan harmleik gerði CIA sér grein fyrir að ekki væri hægt að reiða sig á ketti til að stunda njósnir og Operation Acoustic Kitty var lokað.

 

„Views of Trained Cats“. Leyniskýrsla CIA um notkun katta til njósna.

„Views of Trained Cats“. Leyniskýrsla CIA um notkun katta til njósna.

]]>
„Viðbjóðslegt að ropa“ og „hræðilegt að stanga úr tönnum sér“: Íslensk mannasiðabók frá 1920 http://lemurinn.is/2015/07/16/vidbjodslegt-ad-ropa-og-hraedilegt-ad-stanga-ur-tonnum-ser-islensk-mannasidabok-fra-1920/ 2015-07-16T20:04:54+00:00 Árið 1920 kom út bókin Mannasiðir eftir Jón Jacobson landsbókavörð. Í henni eru útlistaðar fjölmargar reglur sem höfundur taldi nauðsynlegar fyrir allt siðað fólk. Sumt í þessari bók er ansi skemmtilegt (og gagnlegt!) og annað hlægilegt.

 

Að lita hár sitt er blátt áfram viðbjóðslegt. Grá hár sóma sér jafnvel sem hver annar litur og silfurhærur meira að segja oft afbragðsfagrar á að líta.

 

Hræðilegt er að sjá menn fara að stanga úr tönnum sér eftir máltíð.

 

Hrókaræður í veizlum eða viðtali um búnað eða vísindi, listir, skáldskap eða stjórnmál geta verið góðar, þarflegar og skemtilegar, þegar menn eru í sínum hóp, en afar svæfandi og hjáleitar innan um fólk, þar sem hver er af sínu sauðahúsi. Það hlýtur t.d. að hafa verið dauf skemtun fyrir vesalings vinnufólkið á prestsetrinu hér um árið, þegar blessaður sveitapresturinn var að þylja upp fyrir því latnesku málfræðina hans Madvigs – því til skemtunar á vökunni!

 

Leggið ekki handleggina upp á borðin. Nuddið ekki höndum um hné. Róið ekki í sessi. Varist skellihlátur; kastið yður ekki aftur á bak með galopinn hlæjandi munninn og sláið ekki á lærin eða hnén. Forðist að hnerra hátt ef unnt er því að þá afskræmist andlitið, hafið munninn lokaðan þegar þér eruð ekki að nota hann. Notið vasaklútinn gætilega og snýtið yður ekki svo hrottalega að við kveði Þórdunur. Sleikið ekki af matforki né hníf að loknum málsverði.

 

Ropar eru viðbjóðslegir, og engin vörn í máli, að ekki sé hægt að gera við þeim. Það er ógeðslegur ávani, sem hægt er að venja sig af, og aldrei þarf að verða nokkrum tamur.

 

Ógeðslegri sjón getur ekki, en að sjá tvífættar mannskepnurnar skríðandi á fjórum fótum fyrir yfirboðurum sínum eða öðrum, sem standa þeim ofar í metorða stiga og valda, en getandi í hvoruga löppina stigið fyrir ofmetnaði og reigingi gegn undirmönnum sínum og öðrum, sem lægra eru settir í lífinu.

 

En Lemúrinn ætlar ekki að mata lesendur sína með fleiri svæfandi tilvitnunum úr bókinni. Því hér fyrir neðan er hægt að lesa þessa bók í heild sinni, en hún er geymd á síðunni Internet Archive:

]]>
Hvítabirnir sem eru ekki hvítabirnir http://lemurinn.is/2015/07/15/hvitabirnir-sem-eru-ekki-hvitabirnir/ 2015-07-15T15:52:15+00:00 Hvítabirnir eru ekki einu birnirnir í dýraríkinu sem hafa hvítan feld. Ættingjar þeirra sem halda til í norðvesturhluta Kanada gera það einnig, undirtegund ameríska svartabjörnsins sem gengur undir nafninu Kermode-björn (Ursus americanus kermodei).

 

kermode

 

Kermode-birnir eru taldir til helgustu dýra meðal innfæddra í Bresku kólumbíu, vestasta fylki Kanada. Samkvæmt þjóðsögu um tilurð tegundarinnar ákváðu guðir innfæddra að tíundi hver björn skyldi vera hvítur að lit, til að minna á síðustu ísöld. Vísindamenn eru í öllu falli sammála að ástæðan fyrir hvíta feldinum sé stökkbreyting sem megi einmitt rekja til síðustu ísaldar. En það er ekki einungis liturinn sem fær Kermode-birni til að skera sig úr.

 

kermode2

 

Meðal innfæddra eru Kermode-birnir taldir gæfari og mannblendnari en svartabirnir. Fjölmargar munnmælasögur sem gengið hafa kynslóð fram af kynslóð greina frá því að Kermode-birnir hafi margsinnis komið mannfólki til bjargar og jafnvel útvegað því mat þegar hungur steðjaði að. Því ganga Kermode-birnir undir nafninu „andabirnir“ (e. the spirit bear).

 

 

Heimaslóðir andabjarna er í risafuruskógum Bresku kólumbíu, einna helst í Risabjarnarregnskóginum (e. Great Bear Rainforest). Stofninn telur einungis um 400 dýr um þessar mundir og hafa bæði innfæddir, sem og fjöldi náttúruverndarsamtaka, lýst yfir áhyggjum þar sem stofninn þykir viðkvæmur. Áhyggjurnar snúast ekki síst um fyrirhugaðar risavaxnar gasleiðslur sem stendur til að leggja þvert í gegnum heimkynni andabjarna sem gætu gengið að stofninum dauðum.

 

Hér má að lokum sjá heimildarmynd frá National Geographic um hina sjaldgæfu andabirni.

 

Vídjó

]]>
Kafbátahernaður í fyrri heimsstyrjöldinni: Ótrúleg mannbjörg http://lemurinn.is/2015/07/11/kafbatahernadur-i-fyrri-heimsstyrjoldinni-otruleg-mannbjorg/ 2015-07-11T23:48:17+00:00 Jackie Fisher, yfirmaður breska sjóhersins 1904-1910 og svo 1914-15, sagði eitt sinn að mikilvægustu lyklar að breska heimsveldinu, og efnahag gjörvalls heimsins í raun, væru siglingaleiðirnar fimm um Gíbraltar, Alexandríu og Súez-skurðinn, Singapúr, Góðrarvonarhöfða, og Doversund (þar sem styst er á milli Englands og Frakklands). Fisher hafði rétt fyrir sér. Allt frá lokum 19. aldarinnar hafði Bretland verið öflugasta herveldi í heiminum. Yfirburðir Bretanna fólust öflugum sjóher. Sjóherinn vaktaði og varði verslunarleiðir til nýlendna þeirra og til annarra markaða.

 

Bók Mahans The Influence of Sea Power upon History hafði svo aftur mikil áhrif á beitingu sjóhers næstu áratugi.

Bók Mahans The Influence of Sea Power upon History hafði mikil áhrif á beitingu sjóhers næstu áratugi.

Heimsvaldastefna stórveldanna var í hámarki um þetta leyti, þau skiptu Afríku upp á milli sín á Berlínar-ráðstefnunni árið 1884. Árið 1890 gaf bandaríski aðmírállinn Alfred Mahan út bókina The Influence of Sea Power Upon History: 1660–1783. Í henni fjallaði hann um mikilvægi sterks sjóhers til þess að heimsveldi gæti stjórnað nýlendum sínum með styrkri hendi. Vangaveltur Mahans höfðu nokkur áhrif á leiðtoga Vesturlanda.

 

Herskip voru kröftugustu vopn 19. aldarinnar. Stríð Rússa og Japana árið 1904-5 var háð vegna nauðsynar Rússa á hafnaraðstöðu við Kyrrahafið allt árið (Vladivostok fraus yfir veturinn) svo og – í stærra samhengi –  vegna baráttu við Japani um áhrifasvæði í Kóreu og Mansjúríu. Sigur Japana á Rússum kom verulega á óvart en hann var einna helst eignaður nútímalegum sjóher Japana (sem Bretar höfðu þjálfað). Þetta var í fyrsta sinn sem Evrópuland laut í lægra hald fyrir asísku ríki.

 

Óragur meiri

 

Bretland var öflugasta heimsveldið bæði í hernaðarlegum og efnahagslegum skilningi um þetta leyti og var raunar í ákaflega svipaðri stöðu og Bandaríkin eru í dag. Vilhjálmur II Þýskalandskeisari og Alfred von Tirpitz, yfirmaður þýska sjóhersins, voru mjög áfram um að bæta stöðu Þjóðverja á úthöfunum. Þá hófst sjóvopnakapphlaup á milli Breta og Þjóðverja (og fleiri stórveldi bættust við). Árið 1909 þegar kapphlaupið stóð hvað hæst krafðist breskur almenningur fleiri herskipa undir slagorðinu „We want eight and we won’t wait“. Churchill á að hafa sagt um þetta leyti: „The Admiralty had demanded six ships; the economists offered four; and we finally compromised on eight.

 

 

orag

Fjallað var um nýja tegund brekskra herskipa, órag meiri í Vísi, 10. apríl 1911.

 

Íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um þetta mál málanna, t.d. í ofangreindri grein í Vísi árið 1911 og fundu prýðisgóða þýðingu á enska heitinu Dreadnought, sem var nýjasta tegund herskipa, Óragur. Eftir fyrri heimsstyrjöld, nánar tiltekið árið 1922, var vopnasáttmáli undirritaður í Washington og kapphlaup stórveldanna um byggingu stórra herskipa skrapp saman (þetta sést mjög vel á þessu grafi).

 

Þjóðverjar gáfust fljótlega upp á að keppa við Breta og einbeittu sér þess í stað að smíði kafbáta. Í orrustu hafa kafbátar þann kost að geta vegið úr launsátri en þeir geta aðeins verið neðansjávar tímabundið og vopnabúnaður þeirra er verri en vopnabúnaður orrustuskipa, sem eru búin fjölda fallbyssna. Kafbátar gátu aðeins skotið nokkrum tundurskeytum í einni atrennu og þurftu að reiða sig á getu sína til þess að ráðast að skotmarki sínu óviðbúnu.

 

U-Boote_Kiel_1914

Þýskir kafbátar við Kíl í Slésvík-Holtsetalandi 17. febrúar 1914. Á hliðum bátanna má sjá númer þeirra, hægt er að greina U 22, U 20, U 19, and U 21 (fyrsta röð, vinstri til hægri); U 14, U 15, U 12, U 16, U 18, U-17, og U 13 (önnur röð, vinstri til hægri); U-11, U-9, U-6, U-7, U-8 og U-5 (þriðja röð, vinstri til hægri). Alls 17 kafbátar.

 

Í fyrri heimsstyrjöldinni beindu Þjóðverjar kafbátum sínum gegn veikasta hlekki Breta á úthöfunum sem voru skip sem fluttu vistir frá Bandaríkjunum. Þetta er sérlega umdeilt form hernaðar því birgðaflutningarnir voru framkvæmdir af venjulegum flutningaskipum en ekki herskipum og voru því mannaðir almennum borgurum. Þjóðverjar nefna þetta Handelskrieg eða viðskiptastríð.

 

Aboukir, Hogue og Cressy

 

Í september 1914, stuttu eftir byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar, voru þrjú skip af Cressy-tegund; Aboukir, Hogue og Cressy, sem öll voru smíðuð í kringum aldamótin 1900, látin vakta svæði í Norðursjónum undan ströndum Hollands. Hlutverk þeirra var að vera öflugri skipum, tundurspillum til halds og trausts við að halda Þýskalandi í herkví. Skipin máttu öll muna sinn fífil fegurri og voru núorðið aðeins varaskeifur og æfingaskip fyrir nýliða.

 

Launching_of_the_HMS_Hogue_(1900)

Hogue hleypt af stokkunum árið 1900

 

 

Að morgni hins 22. septembers 1914 kom Otto Weddigen, kafbátaforningi U-9 auga á Aboukir, Hogue og Cressy siglandi í beinni línu á svæði sem var þekkt sem Breiðu fjórtánarnar, vegna þess hversu grunnt var þar, aðeins um 14 faðmar (um 26 m). Þá hófst ótrúleg atburðarrás sem á sér engan líka í mannkynssögunni.

 

scan00135

Otto Weddigen skipstjóri U-9 sem sökkti þremur skipum þennan saman dag.

 

 

Klukkan um það bil 6:20 skaut Weddigen tundurskeyti sem hæfði Aboukir. Skipstjóri Aboukirs átti sér einskis ills von, taldi að skipið hefði siglt á tundurdufl og fyrirskipaði björgunaraðgerðir. Wenman Wykeham-Musgrave, nefndur Kit, fimmtán ára sjómaður um borð í Aboukir stökk frá borði og tókst að synda til Hogue sem var næsta skip. Á þessum tímapunkti grunaði engann að kafbátur hefði ráðist á skipið.

 

 

Kit Wykeham-Musgrave lifði þessa þolraun af.

 

 

Hogue reyndi að nálgast Aboukir og áhafnir beggja skipanna lögðu út björgunarbáta og vörpuðu frá borði hverju því sem gat flotið. Skipstjóri Hogue áttaði sig líklega um þetta leyti á því að kafbátur væri að ráðast á skipin og sendi boð til Cressy um að hafa varann á. Rétt fyrir klukkan sjö hvolfdi Aboukir og sökk skömmu seinna.

 

U-9 skaut tveimur tundurskeytum á Hogue um sama leyti og Kit klifraði um borð. Um leið og tundurskeytin yfirgáfu kafbátinn reis stefni hans nægilega mikið til þess að menn um borð í Hogue gátu komið auga á kafbátinn. Hogue hóf skothríð á kafbátinn sem kafaði niður til þess að forðast skothríðina. Bæði tundurskeytin hæfðu Hogue sem sökk í kringum 7:15.

 

Reuterdahl_-_HMS_Cressy_Sinking

Cressy sekkur, teikning eftir Henry Reuterdahl.

 

Í annað sinn komst Kit frá borði. Nú synti hann í áttina að eina skipinu sem enn var á floti, Cressy. Skipstjóri Cressy hafði hafið skothríð á U9 og reynt að sigla á kafbátinn en sneri aftur að því að bjarga eftirlifendum sem flutu í sjónum. U9 skaut tundurskeytum sem hæfðu Cressy og rétt fyrir klukkan 8 um morguninn sökk Cressy.

 

HMS Cressy var engin smásmíði.

HMS Cressy var engin smásmíði.

 

Um hálftíma seinna bar að hollenska togara sem höfðu haldið sér til hlés, af ótta við sömu örlög, og björguðu þeir 837 mönnum þeirra á meðal Kit Wykeham-Musgrave, en 1.459 manns fóru niður með bátunum. Kit Wykeham-Musgrave er, og verður að öllum líkindum eini maðurinn sem lifað hefur að vera sökkt á skipi vegna tundurskeytaárásar kafbáts þrisvar sinnum sama daginn.

 

Duncan Stubbs drukknaði þennan dag, aðeins 15 ára.

Duncan Stubbs drukknaði þennan dag, aðeins 15 ára.

 

Samferðamaður Kit Wykeham-Musgraves, annar 15 ára strákur, Duncan Stubbs, hafði komist af Aboukir þegar hún fór að sökkva og yfir í Cressy. Þegar Cressy sökk reyndi hann að hjálpa manni að halda sér á floti en var dreginn ofan í dýpið af honum. Dagbók föður hans, majors sem var staðsettur í Newcastle, hefur varðveist og segir í færslunni fyrir 22. september 1914:

 

 I had been out with the Battery on the moor, and I wrote several postcards, one to my mother another to Lucas I remember, in both of which I told how our little Duncan had been getting on.  Madge, Hugh, Peggy, Katharine came on to the moor while we were drilling, it was a lovely day and we were all so jolly and happy, little did we think that our dear Duncan had that morning given his life for his country when the Aboukir, Cressy and Hogue were torpedoed in the North Sea off Holland.

 

I went down to 84 St Georges Square about 5pm to take Madge and Katharine out for a walk, as I entered the gate Mr Bell, the owner of the house, had a newspaper in his hand which he shewed to Mrs Grieg, he was very white and looked much distressed when he saw me.  I guessed in a moment, he asked me to go into the house and then asked the name of the ship our boy was on.  I told him.  He shewed me the paper in which the stop press news stated in a couple of lines that the Aboukir had been struck by a torpedo.  Nothing further.  I wired the Admiralty for news and he very kindly took the telegram.  I then went out having left Madge writing a letter without telling her until I could get more certain news.

 

I met Grieg and we got another paper which published an official report that the three vessels had been struck and that a considerable number had been saved and lists would be published as soon as possible.  We arranged not to tell Madge anything about it for the moment and to keep newspapers from her.  I returned to camp and waited for news.  While in the Mess tent Mr Bell came to say that Madge had received a telegram from Averil asking whether we had news and consequently she knew that the Aboukir was lost.  I immediately returned to St Georges Terrace to be with her.

 

I wired Mrs Wilson the mother of one of the other boys asking if she had news and stayed that night at St Georges Terrace.  Neither of us slept and the suspense was too terrible, Mrs Wilson wired about 1.30 am to say she had no news yet.

 

Heimildir

]]>
Lemúrinn hjá Kjarnanum, 6. þáttur: Dultittlingur, syndsamlegasta máltíð heims http://lemurinn.is/2015/06/28/lemurinn-hja-kjarnanum-6-thattur-dultittlingur-syndsamlegasta-maltid-heims/ 2015-06-28T20:32:26+00:00 Lemúrinn fjallar um matháka sem fela sig undir munnþurrku til að forðast fordæmingu guðs. Ortolan eða dultittlingur er gjarnan talin syndsamlegasta máltíð heims en veiðar á þessum smáfugli hafa verið bannaðar víðast hvar.

 

Frakkar voru löngum stórtækir í áti á dultittlingum en eldun á honum er sérlega grimmileg. Fyrst þarf að handsama fuglinn lifandi. Eftir það er hann geymdur í myrku búri til þess að rugla hann. Í myrkrinu borðar hann stanslaust.  Þegar dultittlingurinn er orðinn hæfilega stór til neyslu fær hann heldur ljótan dauðdaga. Honum er drekkt í glasi af gómsætu brandýi.

 

Umsjónarmaður er Kristófer Eggertsson.

]]>
106 ára kona ver heimilið með AK-47 http://lemurinn.is/2015/06/26/106-ara-kona-ver-heimilid-med-ak-47/ 2015-06-26T16:41:53+00:00 106 ára gömul kona ver heimili sitt með AK-47 hríðskotariffli í þorpinu Degh, í grennd við borgina Goris í suðurhluta Armeníu, árið 1990. Eftir hrun Sovétríkjanna brutust út hörð átök milli Armeníu og Aserbaídsjan um héraðið Nagorno-Karabakh. Það lá innan landamæra Aserbaídsjan en var heimahérað margra Armena.

]]>
Lemúrinn hjá Kjarnanum, 5. þáttur: Hefðarmaður í blakkáti á Íslandi hélt að lundi væri kanína http://lemurinn.is/2015/06/21/lemurinn-hja-kjarnanum-5-thattur-hefdarmadur-i-blakkati-a-islandi-helt-ad-lundi-vaeri-kanina/ 2015-06-21T20:14:21+00:00 Reykjavík er í dag þekktur áfangastaður veisluglaðra ferðamanna. Erfitt er að meta hvenær höfuðborgin varð fræg djammborg. Það var þó löngu eftir þá daga þegar breskir hefðarmenn sigldu til Íslands á miðri nítjándu öld til að kynna sér náttúru landsins og þjóðmenningu.

 

Lemúrinn segir söguna af Dufferin lávarði sem lenti á blindafylleríi með æðsta leiðtoga Íslands og fór svo á flakk í Kollafirði. Þar fann hann „kanínur“ í þoku ölvunarinnar.

 

Umsjónarmenn eru Guttormur Þorsteinsson og Helgi Hrafn Guðmundsson.

]]>
Lemúrinn hjá Kjarnanum, 4. þáttur: Klæðskipti, konur í buxum og reykvískir sebrahestar http://lemurinn.is/2015/06/14/lemurinn-hja-kjarnanum-4-thattur-klaedskipti-konur-i-buxum-og-reykviskir-sebrahestar/ 2015-06-14T19:50:25+00:00 Í þetta sinn skoðar Lemúrinn ólíkar birtingarmyndir kynjanna. Við ferðumst með útlenskum ungum konum sem bjuggu í Reykjavík fyrir hundrað árum og klæddust buxum, sem í þá daga þótti hneykslunarvert.

 

Lemúrinn skoðar líka klæðskipti á öldum áður, en transvestismi á sér mun lengri sögu en flestir halda.

 

Umsjónarmenn þáttarins eru Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson.

]]>
Lemúrinn hjá Kjarnanum, 3. þáttur: „Svínastían“ og maðurinn sem seldi lík sitt http://lemurinn.is/2015/06/07/lemurinn-hja-kjarnanum-3-thattur-svinastian-og-madurinn-sem-seldi-lik-sitt/ 2015-06-07T19:48:09+00:00 Lemúrinn heimsækir Svínastíuna, helstu krá Reykjavíkur í lok nítjándu aldar, sem var ekki mjög geðslegur staður.

 

Einn fastagesta þar seldi læknanemum líkið af sér. Hann fékk borgað fyrirfram og drakk fyrir andvirði skrokksins á sér á Svínastíunni.

 

Læknanemar þurftu nauðsynlega á líkum að halda fyrir krufningar, því erfitt var að þekkja líkamann nema með því að skera hann í sundur og skoða hann þannig hátt og lágt. Vesenið var að fá lík voru á lausu og því gat þessi fastagestur Svínastíunnar komið sínu líki í hátt verð.

 

Eitt sinn barst sú fregn að hann væri dauður og læknanemar hlupu af stað til að ná í líkið. En þá var maðurinn bara áfengisdauður.

]]>
Lemúrinn hjá Kjarnanum, 2. þáttur: Kólumbíska morðkærastan og svikulasti biskup Íslands http://lemurinn.is/2015/05/31/lemurinn-hja-kjarnanum-2-thattur-kolumbiska-mordkaerastan-og-svikulasti-biskup-islands/ 2015-05-31T18:43:28+00:00 Lemúrinn veltir fyrir sér ævintýrum. Það er dáldið skrýtið orð, ævintýri. Í íslenskri orðabók er orðið útskýrt sem óvæntur, æsandi (og stundum hættulegur) atburður.

 

Lemúrinn segir sögu af breska ljósmyndaranum og ævintýramanninum Jason Howe sem starfaði í Kólumbíu fyrir um áratug. Hann kynntist stelpu þar en síðar kom í ljós að þessi kærasta hans var fjöldamorðingi.

 

Og um stórfurðuleg og kostuleg ævintýri Marcellusar, sem var biskup á Íslandi frá 1448 til 1462. Hann lenti fimm sinnum í fangelsi og var einu sinni niðurlægður á torgi og hengdur á táknrænan hátt og bannfærður af sjálfum páfanum.

 

Umsjónarmenn eru Helgi Hrafn Guðmundsson og Guttormur Þorsteinsson.

]]>
Nýjasta Instagram-stjarnan: Silvio Berlusconi knúsar hvolp http://lemurinn.is/2015/05/27/nyjasta-instagram-stjarnan-silvio-berlusconi-knusar-hvolp/ 2015-05-27T16:13:01+00:00 Hinn ástsæli ítalski stjórnmála- og kaupsýslumaður, Silvio Berlusconi, notar ljósmyndaforritið Instagram grimmt. Hér má sjá þennan fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu athafna sig við ýmislegt, knúsa hunda og horfa á hluti.

 

Berlusconi reynir nú að endurreisa Forza Italia, stjórnmálaflokk sinn.

 
Silvio og hundur:

Roma palazzo Grazioli: a lavoro per #laliberta #noalrazzismo #diritticivilipertutti #italuaunita #popolosovrano

A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Silvio káfar á málverki:

#silvioberlusconi a palazzo Grazioli #entusiasmo #sempreconsilvio

A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

  Silvio og Francesca Pascale, kærasta hans:

  Liguria #silvioberlusconi per #giovannitoti   A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Silvio horfir á vél:

Saronno #silvioberlusconi per il candidato sindaco #pierluigigilli

A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Mjög ítalskt pasta:

  #menù tricolore palazzo Grazioli #silvioberlusconi #casaberlusconi #regionali2015   A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Silvio kökukarl:

#silvioberlusconi #forzaitaliagiovani #sempreconsilvio #azzurraliberta

A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

 

Silvio nærist:

  #Puglia #silvioberlusconi, Francesca Pascale per #adrianapolibortone presidente   A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Silvio krotar:

#silvioberlusconi a lavoro a villa San Martino Arcore #sempreconsilvio #entusiasmo

A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

  Silvio situr:

In #forzaItalia il dibattito è maturo: siamo pronti a dire sì alle #unioni #civili #regionali2015 #azzurralibertà #Europa #libertá #futuro #gay #libertá #diritti #portaaporta #rai #raiuno A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Silvio leikur myndastyttu:

La voglia di fare ancora di più, insieme per una #Campania che sa vincere Dalla conferenza stampa di oggi a #Napoli #forzaitalia #regionali2015 #azzurralibertà #Caldoro

A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

 

Silvio horfir á Eurovision:

#forzaitalia #escita #ilvolo #eurovision @ilvolomusic A photo posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

 

Hundarnir hans Berlusconi leika sér:

Dudu', Dudina & Harley #amoreaquattrozampe #casaberlusconi #silvioberlusconi

A video posted by Silvio Berlusconi (@silvioberlusconi2015) on

]]>
Lemúrinn hjá Kjarnanum, 1. þáttur: Ferðalag til Umskurðarhöfða http://lemurinn.is/2015/05/24/fyrsti-thattur-lemursins-hja-kjarnanum-ferdalag-til-umskurdarhofda/ 2015-05-24T12:52:55+00:00

Lemúrinn er fastur á kaldri eyðieyju í Suður-Atlantshafi. Hann hefur ekkert fyrir stafni nema að glugga í skrýtnar sögur um furðulegar smáeyjar.

 

Hann kynnir sér ráðgátu um yfirgefinn árabát sem fannst á Bouvet-eyju, norskri nýlendu í Suður-Atlantshafi, afskekktustu eyju heims. Hún bar eitt sinn hið fremur ógeðfellda nafn Umskurðarhöfði.

 

Lemúrinn kynnir sér líka stórfurðulegt landnám á eyjunni Tristan da Cunha, sem er einangraðasta byggða eyja heims. Þar bjuggu í byrjun nítjándu aldar nokkrir karlar en aðeins ein kona og því var hvalveiðiskipstjóri beðinn um að koma með konur næst þegar hann kæmi með vistir.

 

Fylgist með!

]]>
Umdeildir músaveiðarar ríkisins: Kettirnir í Downing-stræti http://lemurinn.is/2015/05/08/umdeildir-musaveidarar-rikisins-kettirnir-i-downing-straeti/ 2015-05-08T14:09:52+00:00 Um þessar mundir berast fregnir frá Bretlandi þar sem menn hafa vikum saman keppst um að fá að búa og starfa við Downing-stræti 10 í Lundúnum. Allt það karp er þó nokkuð ómerkilegt — þar sem eins og allir vita eru það kettir sem sinna mikilvægustu störfunum í Downing-stræti.

 

Nokkuð er nefnilega um músagang í Downing-stræti — þar er í raun mjög litríkt dýralíf og meira að segja refir venja þangað komur sínar. Allt frá dögum Hinriks VIII Englandskonungs hafa starfað þar sérstakir músaveiðarar af kattarkyni, Chief Mouser to the Cabinet Office.

 

Þeir fá borgað úr ríkissjóði og teljast því ríkisstarfsmenn. Á skjalasöfnum má finna heimildir um fjölda katta í breskum stjórnarbyggingum í gegnum árin, og alls hefur breska ríkið um hundrað þúsund ketti í vinnu við að halda meindýrum í skefjum í opinberum byggingum.

 

Churchill var mikill kattavinur.

Churchill var mikill kattavinur.

 

Kötturinn Humphrey, sem starfaði í Downing-stræti frá 1989 til 1997, er vafalítið sá frægasti þessara opinberu músaveiðara, og einnig sá umdeildasti.

 

Hann var rúmlega ársgamall villiköttur þegar starfsmaður hjá forsætisráðuneytinu fann hann á ráfi nálægt Downing-stræti. Þá vildi svo til að fyrrverandi aðalmúsaveiðari, kötturinn Wilberforce, var nýlátinn og fékk Humphrey því stöðu hans.

 

Hann sannaði sig fljótt í starfi og lýsti forsætisráðuneytið því yfir að hann stæði sig betur en hinn rándýri, mennski meindýraeyðir sem einnig starfaði í Downing-stræti og hafði aldrei veitt eina einustu mús.

 

Humphrey var ekkert lamb að leika sér við.

Humphrey var ekkert lamb að leika sér við.

 

Forsætisráðherra fyrsta ár Humphreys í starfi var Margaret Thatcher og kom þeim vel saman. Síðan tók John Major við og var hann einnig öflugur málsvari Humphreys. Þegar dagblaðið Daily Telegraph birti árið 1994 frétt þess efnis að Humphrey væri grunaður um svívirðilegan glæp, dráp á fjórum þrastarungum í hreiðri fyrir utan ráðherrabústaðinn, kom Major kettinum til varnar.

 

Enda játaði blaðamaður Telegraph löngu síðar að hafa klínt sök á köttinn, þar sem hann grunaði að það væri forsætisráðherrann sjálfur sem bæri ábyrgð á dauða þrastarunganna.

 

Hver drap þrastarungana?

Hver drap þrastarungana?

 

Sumarið 1997 tók Tony Blair við forsætisráðherrastólnum. Blair hafði varla búið í Downing-stræti í viku þegar sögur af ósætti milli Humphreys og Cherie Blair, eiginkonu forsætisráðherra, birtust í fjölmiðlum.

 

Ljósmyndir af Humphrey í örmum Cherie gerðu lítið til að slá á þessar sögur.

 

Bestu vinir, eða hvað?

Bestu vinir, eða hvað?

 

Í nóvember yfirgaf svo Humphrey Downing-stræti og flutti til gamalla hjóna í úthverfi Lundúna. Umsjónarmaður Humphreys sagði þetta vera vegna þess hve heilsulítill kötturinn væri orðinn en stjórnarandstaðan sakaði Cherie Blair um að hafa bolað honum burt eða jafnvel látið myrða hann.

 

Í samtali við Daily Telegraph sagði Alan Clark, þingmaður Íhaldsflokksins og góðvinur Humphreys: „Ef hann hefur ekki samband við mig eða kemur fram opinberlega, þá fer mig að gruna að hann hafi verið skotinn.“

 

Myndir af Humphrey á dagblöðum dagins áttu að sanna að hann væri enn á lífi eftir að hann fór á eftirlaun úr Downing-stræti.

Myndir af Humphrey á dagblöðum dagins áttu að sanna að hann væri enn á lífi eftir að hann fór á eftirlaun úr Downing-stræti.

 

Litlar fréttar bárust svo af Humphrey fyrr en í mars 2006, þegar talsmaður forsætisráðherra tilkynnti fjölmiðlum að hann hefði látist á heimili sínu í Lundúnum.

 

Downing-stræti var kattarlaust í tíu ár, þar til Gordon Brown tók við forsætisráðherrastólnum og Blair-hjónin fluttu út, árið 2007. Alistair Darling fjármálaráðherra hafði þá með sér köttinn Sybil frá Edinborg.

 

Því miður kunni Sybil ekki vel við sig í Downing-stræti — og einnig var orðrómur um að Gordon Brown væri ekki sérstaklega hrifinn af henni. Hún snéri því aftur til Edinborgar eftir aðeins tvö ár í starfi.

 

Sibyl var ekki hrifin af valdamakkinu í Lundúnum.

Sibyl var ekki hrifin af valdamakkinu í Lundúnum.

 

En ekkert lát er á ásókn músa og annarra meindýra í gamlar byggingarnar við Downing-stræti og þegar David Cameron var fluttur í ráðherrabústaðinn voru háværar kröfur um að ráðinn yrði nýr músaveiðari.

 

Í kattholti einu í Battersea var því fundinn kötturinn Larry sem flutti inn í húsið við númer 10 og hóf þar störf í febrúar 2011.

 

Larry í einkennisbúningi aðalmúsaveiðara.

Larry í einkennisbúningi aðalmúsaveiðara.

 

Embættistíð Larrys hefur ekki verið tíðindalaus. Hann þótti fyrst um sinn ekki standa sig í stykkinu, enda liðu nokkrar vikur þar til hann veiddi sína fyrstu mús, og var sagt frá því í fjölmiðlum að virtist vera hrifnari af því að sofa á ýmsum stöðum og blanda geði við aðra ketti í nágrenninu en að sinna skyldustörfum.

 

Neyddist hann því til að deila starfstitlinum aðalmúsavörður Downing-strætis með nágrannanum Freyju í Downing-stræti 11, ketti George Osbornes fjármálaráðherra, sem ku vera afar lunkin við músadráp.

 

Til átaka hefur komið milli Larry og Freyju.

Til átaka hefur komið milli Larry og Freyju.

 

Árið 2013 var því svo haldið fram í bók að David Cameron og fjölskyldu hans væri illa við Larry, og forsætisráðherrann þyldi ekki kattarhár á jakkafötunum sínum og lyktina af kattarmat Larrys. Cameron vísaði þó þessum ásökunum öllum á bug.

 

Hann segir sjálfur að Larry sé ekki sá allra mannblendnasti, enda gæti hann hafa þurft að þola margt áður en hann flutti í Downing-stræti. Hann sé þó hrifinn af Barack Obama Bandaríkjaforseta.

 

Efnt var til veislu þegar Larry hafði verið eitt ár í starfi.

Efnt var til veislu þegar Larry hafði verið eitt ár í starfi.

 

Larry, sem hefur nú búið í fjögur ár í Downing-stræti og fer væntanlega hvergi í bráð, er sívinsælt umfjöllunarefni breskra fjölmiðla. Á Wikipedíu má lesa ítarlega umfjöllun um feril hans og Telegraph tók saman myndaseríu með myndum af Larry við leik og störf.

 

Hann er að sjálfsögðu einnig með eigin síðu á vef bresku ríkisstjórnarinnar og þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af keppinautinum Freyju, sem var látin fara eftir að fjármálaráðherrann og fjölskylda fengu sér hund.

]]>
Kakóbóndi á Fílabeinsströndinni bragðar súkkulaði í fyrsta sinn http://lemurinn.is/2015/05/07/kakobondi-a-filabeinsstrondinni-bragdar-sukkuladi-i-fyrsta-sinn/ 2015-05-07T22:06:34+00:00 Vídjó

]]>
Berlín í júlí 1945 í lit http://lemurinn.is/2015/05/04/berlin-i-juli-1945-i-lit/ 2015-05-04T22:29:19+00:00 Sólin skín, enda er hásumar og margir Berlínarbúar njóta veðursins, fækka kannski fötum og horfa til himins. En borgin sjálf eru rústir einar því þetta er í júlí 1945 þegar örfáar vikur eru frá ósigri Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Berlín var sprengd í tætlur af flugvélum bandamanna og stórskotaliði Sovétmanna.

 

Það er stórmerkilegt að bera myndbandið, sem við sjáum hér fyrir neðan, saman við samskonar myndband frá sömu borg árið 1936. Skoðið líka myndband í lit frá Berlín um 1900.

 

Vídjó

 

Color Photographs of Berlin in Summer of 1945 (2)

 

Color Photographs of Berlin in Summer of 1945 (3)

 

Color Photographs of Berlin in Summer of 1945 (4)

 

Color Photographs of Berlin in Summer of 1945 (5)

 

Color Photographs of Berlin in Summer of 1945 (6)

 

Color Photographs of Berlin in Summer of 1945 (7)

]]>
William H. Macy, mesti lúser kvikmyndasögunnar http://lemurinn.is/2015/05/04/william-h-macy-mesti-luser-kvikmyndasogunnar/ 2015-05-04T19:28:17+00:00 Vídjó

Í þessu skemmtilega myndbandi sjáum við stórleikarann William H. Macy, sem leikið hefur í mörgum frábærum kvikmyndum, niðurlægðan á ótal vegu í 27 ólíkum myndum. Macy fer oftast með hlutverk lúsera og aumingja. Fáir leikarar hafa verið niðurlægðir oftar.

 

Klippurnar eru úr eftirtöldum kvikmyndum:

 

The Last Dragon (1985)
Homicide (1991)
Being Human (1994)
Oleanna (1994)
Roommates (1995)
Mr. Holland’s Opus (1995)
Fargo (1996)
Boogie Nights (1997)
Psycho (1998)
Pleasantville (1998)
A Civil Action (1998)
Magnolia (1999)
Happy Texas (1999)
State and Main (2000)
Panic (2000)
Focus (2001)
Welcome To Collingwood (2002)
The Cooler (2003)
Stealing Sinatra (2003)
In Enemy Hands (2004)
Cellular (2004)
Edmond (2005)
Wild Hogs (2007)
Marmaduke (2010)
Dirty Girl (2010)
A Single Shot (2013)
Cake (2014)

]]>
Áróðursmálaráðuneytið: Írsk karlmennska að veði http://lemurinn.is/2015/04/29/arodursmalaraduneytid-irsk-karlmennska-ad-vedi/ 2015-04-29T01:00:42+00:00 Írsk kona með riffil í hönd bendir í áttina að Belgíu í logum og spyr karlmann „Ætlar þú að fara, eða mun ég neyðast til þess?“ Áróðursmynd þessi birtist á opinberum stöðum í Írlandi skömmu eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út haustið 1914. Höfundur er ókunnur.

 

Írland allt heyrði á þessum tíma undir Stóra-Bretland. Rúmlega tvö hundruð þúsund Írar, bæði mótmælendur og kaþólskir, hlýddu kalli breska ríkisins og skráðu sig í herinn. Um 35 þúsund þeirra létust í skelfilega mannskæðu átökum vesturvígstöðvanna.

 

]]>
Barnsfæðing árið 1490 http://lemurinn.is/2015/04/23/barnsfaeding-arid-1490/ 2015-04-23T12:25:57+00:00 Í skjalasöfnum leynast margir stórkostlegir hlutir. Fyrir ekki svo mörgum árum fannst skjal á Spáni sem er einstakt á heimsvísu. Það lýsir barnsfæðingu hefðarkonu árið 1490. Þetta er heimild sem veitir innsýn í ótal hliðar daglegs lífs á miðöldum, sem alla jafna eru okkur glataðar. En umfram allt þá slær hún mann út af laginu, allt við heimildina er stórfurðulegt og tekst að ögra því sem maður taldi sig vita um líf fyrr á öldum, en það er það langskemmtilegasta og gagnlegasta sem rannsóknir á fortíðinni geta fært okkur. Ég birti því heimildina í heild sinni hér, í amatörlegri þýðingu minni, en frumtextinn var gefinn út í bókinni Taller de historia. El oficio que amamos árið 2006. 

 

„Die X Janurii anno M° CCCCLXXXX. Cesarauguste. In Dei nomine. Amen. Sé það öllum ljóst að á eittþúsund-fjögurhundruð-og nítugasta ári frá fæðingu herra vors Jesú Krists, á degi sem taldist tíundi dagur janúarmánaðar, á milli tíundu og elleftu stundar fyrir hádegi, inni í herbergi þar sem gluggarnir vísa að götunni og taka við ljósi, í háum vistarverum, staðsettum innan húsakynna hins mikilfenglega herra Martins Gil de Palomar y de Gurrea, herra yfir Argavieso, staðsettum í sókn heilags Jóhanns del Puent í borginni Zaragoza, en fyrrnefnd húsakynni snúa að húsakynnum Sancho d´Aylala, bóksala, ásamt húsakynnum Martin de Pertusa, og eru opinberlega kölluð la Guchilleria; þar var hin göfuga Ysabel de la Cavalleria, dóttir hins merka og virta herra Alfonso de la Cavalleria og eiginkona hins merka Pedro de Francia, sem er nú látinn, frá Burueta, gangandi um fyrrnefnt herbergi, að gluggunum opnum og kveikt á nokkrum blessuðum kertum, í fylgd tveggja kvenna sem héldu undir handarkrika hennar, kveinkandi sér undan þungun sinni, hún undirbjó sig og vildi fæða.

 

Hér er þetta ekkert mál, það þarf ekki einu sinni að taka ofan húfuna.

Hér er þetta ekkert mál, það þarf ekki einu sinni að taka ofan húfuna.

Við vorum viðstaddir í eigin persónu ég, Domingo Cuerla, skrifari, og vitnin sem eru skrifuð og nefnd hér fyrir neðan, kallaðir til af mikilli ákveðni fyrrnefndrar Ysabelu svo við værum viðstaddir fæðingu hennar og persónulega og með eigin augum sæjum þá veru sem fyrrnefnd Ysabel, dóttir (…) fæddi af sér; og hún sagði að hún þarfnaðist mín, skrifara, og hún krafðist þess að um framgang fæðingu hennar, sem og um veruna sem hún fæddi af sér, yrði gert og sýnt opinbert skjal.

 

Auk þess, að ofantöldu sögðu, voru einnig viðstaddar í eigin persónu í hinu fyrrnefnda herbergi og fyrir framan fyrrnefnda Ysabellu, Catalina de Cutanda, öðru nafni í daglegu tali nefnd de Salinas, ekkja, fyrrum eiginkona Gabríels de Salinas, sem nú er látinn, og Aina de Medina, eiginkona Goncalvo Tizon, múrsmiðs, ljósmæður eða í daglegu tali kallaðar guðmæður fæðinga, að sama skapi tilkallaðar til að sjá um fæðingu fyrrnefndrar Ysabel. Á hverjum hinum sömu Ysabelu de la Cavalleria og ljósmæðrum, ég, fyrrnefndur Domingo Cuerla, skrifari, að skipan Ysabel og að viðstöddum vitnunum sem nefndir eru fyrir neðan, þreifaði með höndunum á líkömum þeirra og milli fótleggjanna, og að upplyftum pilsum þeirra upp að treyjum sá og gekk úr skugga um hvort með nokkurri kænsku eða svikum ljósmæðurnar hefðu haft með sér nokkra veru og hvort fyrrnefnd Ysabella undir sínum pilsum hefði nokkra veru. Og ég, fyrrnefndur skrifari og vitni, sver að engan annan hlut, fyrir utan föt þeirra, klæði og persónulega muni, fyrrnefnd Ysabel og ljósmæðurnar höfðu sýnilega.

 

Ljósmæðurnar, að beiðni fyrrnefndrar Ysabel de la Cavalleria, krjúpandi báðar á jörðunni með hendurnar á formi og ímynd herra vors Jesú Krists og hinna fjögurra heilögu guðspjallamanna, sóru af alvöru, kyssandi og tilbiðjandi fyrrnefnda ímynd og guðspjöll, að starfa vel og falslaust, án kænsku eða nokkurra blekkinga í fæðingu fyrrnefndrar Ysabel.

 

Að þessu loknu uppgötvaðist rúm sem var í fyrrnefndu herbergi og við, ég, fyrrnefndur skrifari og vitnin, sáum að ekki einu sinni undir þessu var nokkur hlutur, fyrir utan nauðsynleg föt og það sem hentaði til skrauts.

 

Að þessu loknu, á meðan hin sama Ysabella de la Cavalleria kveinkaði sér stöðugt og undirbjó sig til að fæða, vorum ég, fyrrnefndur skrifari og vitni nefnd fyrir neðan, viðstaddir og aðstoðuðum og horfðum á hina sömu Ysabellu de la Cavalleria, guðmæður og aðrar persónur sem þar voru, með þeim vilja og meðvitaðri hugsun að þær gerðu ekki né gætu gert nokkur svik né komið með nokkra veru og skipt einni út fyrir aðra. Hin sama Ysabel de la Cavallería, sem kveinkaði sér undan sársauka fæðingarinnar, lá á bakinu í örmum og á fótleggjum fyrrnefnds Martins de Palomar y de Guerra, herra yfir Argavieso, (el cual stava forco y en cenyo)[1], sitjandi á stól haldandi á hinni sömu Ysabellu ásamt nokkrum helgigripum sem hún hafði yfir kviðnum og mörgum logandi kertum sem brunnu þar. Og þar voru guðmæðurnar, Ayna á hnjánum fyrir framan fyrrnefnda Ysabel de la Cavalleria og hin fyrrnefnda Catalina Salinas á milli fótleggja Ysabellu de la Cavalleria, sitjandi á kolli (scadero). Hin sama Catalina hafði klæði strengt milli hnjánna til að sjá um fæðinguna og taka við verunni sem myndi fæðast, og setti hreina málmskál, sem við sáum með eigin augum, milli fótleggja fyrrnefndrar Ysabel de la Cavalleria, þar sem ég, skrifari, og vitni, heyrðum og sáum falla blóð og vatn frá hinni sömu Ysabel de la Cavalleria, sem ásamt sársaukahljóðum fæðingarinnar þegar hún vatt upp á líkamann, komu frá henni.

 

Ef til vill aðeins raunsærra

Ef til vill aðeins raunsærra

Og þannig, eftir mikinn og þungan sársauka sem fékk á hina sömu Ysabel de la Cavalleria, sáum við í eigin persónu ég, skrifari, og vitnin sem nefnd eru fyrir neðan, og nokkrar aðrar persónur sem þar voru viðstaddar og vildu sjá, fæða hina sömu Ysabel de la Cavallería, og koma út, þegar það fór út og kom frá líkama hennar vera öll blaut, með augun lokuð. Þá veru tók í hendur sér og í fyrrnefnt klæðið sem hún hafði milli þeirra hin fyrrnefnda Catalina de Cutanda, einnig Salinas, guðmóðir. Og hún hafði veruna milli handanna, og við sjáandi með eigin augum, ég, skrifari og vitni, sáum hanga streng frá fylgju sem innan líkama fyrrnefndrar Ysabel var tengdur við nafla hinnar fæddu veru. Og að hin fyrrnefnda guðmóðir Salinas, sem sá um þessa sömu fæðingu, hófst handa við að taka við og taka út, eins og hún svo tók við og tók út, fylgjuna þar sem fyrrnefnd vera hafði nærst á í líkama fyrrnefndrar Ysabel de la Cavallería, þessa fylgju sáum við, ég, fyrrnefndur skrifari, og vitni, detta ofan í fyrrnefnda skál ásamt því mikla blóði sem þar var.

 

Að öllu ofangreindu skeðu, þá sýndi hin fyrrnefnda Catalina de Cutanda, einnig Salinas, guðmóðir, hina fyrrnefndu veru nýfædda sem hún hafði vafða inn í klæðið sem hún hafði tekið á móti því með, opinberlega og með eigin augum sáum við, ég, fyrrnefdur skrifari, og vitnin sem nefnd eru fyrir neðan og aðrir sem þar voru og vildu sjá, að fyrrnefnd nýfædd vera var karlkyns, þar sem hún hafði alla karlkyns limi sem karlmenn hafa, og sérstaklega lim sinn og félaga, einnig í almennu tali nefnd typpi og eistu.

 

Og þannig, er það var séð og viðurkennt að fyrrnefnd nýfædd vera var karlmaður, eins og sagt er, þá klippti hin fyrrnefnda Catalina, guðmóðir, í viðurvist minni, skrifara, og vitna sem nefnd eru fyrir neðan, á þráð þessa sama barns og nýfæddrar veru og vafði hann inn í klæðið sem hún hafði.

 

Og að öllu ofangreindu loknu, hin fyrrnefnda Ysabel verandi sofandi og næstum fjarri sér vegna áreynslu fæðingarinnar sem hún hafði þolað, hinn fyrrnefndi herra Martin de Gurrea, herra af Argavieso, sagði í eigin nafni, og sem umsjónarmaður sem hann var fyrir hina fyrrnefndu Ysabel de la Cavalleria sængurkonu, til að vernda réttindi hinnar sömu Ysabel de la Cavalleria, og í rétti þess í hvers umboði hann var eða yrði umsjónarmaður, bað hann mig, fyrrnefndan opinberan skrifara, að gera og sýna um fyrrnefnda atburði eitt og fleiri opinber bréf, eða eins mörg og nauðsynlegt yrði.

 

Þetta gerðist í borginni Zaragoza á fyrrnefndum degi, mánuði, ári, húsi og stað sem sagt er. Allir viðstaddir voru vitni að þessum atburðum: meistari Pedro de Juana, skósmiður, og Ferrando Dominguez, skrifari, íbúar í Zaragoza.“.

 

[1] Óskýrt orðlag, þýðandi gafst upp.

 

Hið kaldhæðnislega við heimildina er að þrátt fyrir það hvað hún er kvenlæg, þá snýst hún á endanum um typpi og eistu. Ysabel de la Cavalleria var ekkja ríks manns, en hún gat ekki erft hann. Sonur hins látna manns var hins vegar löglegur erfingi, og sem fjárhaldsmaður hans gat Ysabel haldið öllum þeim eignum sem hún hafði fengið tilkall til við hjónabandið. Hefði hún eignast dóttur hefðu eignirnar erfst til tengdafjölskyldu hennar. Því hafa hún og umboðsmaður hennar viljað gulltryggja sig gegn ásökunum um að hafa skipt út stúlkubarni fyrir einhvern strák utan úr bæ. Ásakanir af þessu tagi voru ekki óþekktar því aðrar álíka heimildir hafa varðveist, sem ætlað var að sporna gegn þeim. Vitnisburður kvenna var tekinn gildur fyrir dómstólum í málum sem vörðuðu eingöngu konur, eins og fæðingar, en það hefur í flestum tilfellum þótt öruggara að gulltryggja sig með karlkyns vitni. Þessi heimild sker sig hins vegar úr öðrum, því hún er sú eina þar sem vitnin horfðu beinlínis á barnið koma út um leggöngin og fylgjuna detta ofan í blóði fyllta skál, yfirleitt fóru karlmennirnir út eftir að hafa leitað að gauksunga undir húsgögnunum og í klæðum ljósmæðranna. Í þessu tilviki hafa væntanlega verið óvenju miklir peningar í húfi, eða óvenju viðskotaillur tengdafaðir.

]]>
„Ýkt stuð“: Fórst þú á Rage Against the Machine í Kaplakrika? http://lemurinn.is/2015/04/16/ykt-stud-forst-thu-a-rage-against-the-machine-i-kaplakrika/ 2015-04-16T15:56:00+00:00 „Við útgöngudyrnar stóðu nokkrir foreldrar að sækja börn sín og margir ansi þungbrýndir, enda komu flestir skjögrandi og ringlaðir út, en hjá velflestum var það bara af gleðivímu og allir úrvinda eftir magnaða tónleika, eða eins og ung stúlka sagði dösuð við vinkonu sína í tröppunum á leið út: „Ýkt stuð“.“

 

Svona lýsti Árni Matthíasson, rokkblaðamaður á Morgunblaðinu, því þegar íslensk ungmenni streymdu út úr íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði eftir tónleika bandarísku rokksveitarinnar Rage Against the Machine í júní 1993.
Hér má sjá þessa tónleika í heild sinni:

 

Vídjó

 

Varst þú á staðnum? Hvernig var?

]]>
Lúinn lemúr http://lemurinn.is/2015/04/02/luinn-lemur/ 2015-04-02T17:53:29+00:00 Frétt í 24 stundum þann 23. febrúar 2008:

 

Lúinn lemúr Á aðfangadag síðastliðinn fæddist þessi lemúrungi í Vincennes-dýragarðinum í París. Hann er einn 20 einstaklinga sinnar tegundar sem lifa í evrópskum dýragörðum, en úti í náttúrunni er þá aðeins að finna í norðvesturhluta Madagaskars.

]]>
Makaskipti og ólifnaður í Mánudagsblaðinu http://lemurinn.is/2015/04/01/makaskipti-og-olifnadur-i-manudagsbladinu/ 2015-04-01T23:32:51+00:00 Það er viðeigandi á þessum ágæta miðvikudegi í aðdraganda heilagra páska að rifja upp Mánudagsblaðið, sem hlýtur að vera með athyglisverðari fyrirbærum íslenskrar fjölmiðlasögu en heyrist ekki oft getið í dag. Mánudagsblaðið var vikurit sem kom út í Reykjavík í frá 1948 til 1982, fyrst á mánudögum en síðar á föstudögum.

(meira…)

]]>
The Mayfair Set: Fjórar sögur um valdabreytingar í Bretlandi á eftirstríðsárunum http://lemurinn.is/2015/03/30/the-mayfair-set-fjorar-sogur-um-valdabreytingar-i-bretlandi-a-eftirstridsarunum/ 2015-03-30T15:45:46+00:00 Vídjó

„We are concerned with making money. That is what we are trying to do.“

 

Bretinn Adam Curtis hefur gert fjölmarga skemmtilega og fróðlega heimildarþætti í gegnum árin. Lesendur kannast ef til vill við þáttaraðir hans The Trap, The Power of Nightmares og Century of the Self, svo eitthvað sé nefnt.

 

The Mayfair Set frá árinu 1999 eru merkilegir heimildarþættir Curtis um þjóðfélags- og valdabreytingar í Bretlandi á áratugunum eftir stríð. Sigur í heimsstyrjöldinni síðari reyndist breska heimsveldinu dýrkeyptur og að stríðinu loknu var Stóra-Bretland stórskuldugt ríki að þrotum komið. Á árunum 1950-1980 slitu nýlendurnar sig frá heimsveldinu hver á fætur annarri með þeim afleiðingum að efnahagsmáttur landsins hnignaði og áhrif þess á alþjóðavísu fóru dvínandi. Á þessu umbreytingaskeiði hrifsaði ný kynslóð kapítalista og spákaupmanna til sín efnahagsvald í Bretlandi og gerbreytti þjóðfélaginu.

 

David Stirling, James Slater, Jimmy Goldsmith og Margaret Thatcher.

Þættirnir greina frá nokkrum litríkum ævintýramönnum sem áttu þátt í að hrinda af stað þessum breytingum, en þeir voru allir um tíma meðlimir í Clairmont klúbbnum í Mayfair í Lundúnum. Fyrsti þátturinn fjallar um sérsveitarmanninn David Stirling, sem barðist sem málaliði fyrir Bretland á eftirstríðsárunum og seldi vopn til Miðausturlanda. Annar þátturinn segir sögu fjárfestisins David Slater, sem vildi stokka upp í efnahagslífi Bretlands og taka völdin frá hefðbundnu ráðamannastétt landsins. Þriðji þátturinn rekur feril herskáa spákaupmannsins Jimmy Goldsmith, sem varð einn ríkasti maður heims af því að taka yfir fyrirtæki og leysa þau upp í hagnaðarskyni. Síðasti þátturinn fjallar svo um valdatíð Margaret Thatcher og efnahagsumbreytingar níunda áratugarins.

]]>
„Ólafs-Ragnars-borg“: Verður Astana, höfuðborg Kasakstan, nefnd eftir forseta landsins? http://lemurinn.is/2015/03/28/olafs-ragnars-borg-verdur-astana-hofudborg-kasakstan-nefnd-eftir-forseta-landsins/ 2015-03-28T14:24:04+00:00 Árið 1997 var Astana gerð að höfuðborg Miðasíu-ríkisins Kasakstan. Höfuðstaðurinn var fluttur frá Almaty, borg í suðurhluta landsins, inn í miðju landsins. Astana liggur á steppu þar sem fimbulkuldi ríkir á veturna og miklir hitar verða á sumrin.

 

Eitt helsta kennileiti borgarinnar er 30 þúsund fermetra pýramídi sem breski arkitektinn Sir Norman Foster hannaði og nefnist Höll friðar og sáttar. Við sjáum bygginguna hér að ofan.

 

Bayterek-turninn.

Bayterek-turninn.

 

Bayterek-turninn er önnur fræg bygging.  Hann er 97 metra hár, til minningar um ártalið 1997.  Hönnun hans byggir á þjóðsögu um töfrafugl sem verpti eggi í goðsögulegt tré. Efsti hluti turnsins líkist gullegginu.

 

Á efstu hæðinni hefur far eftir hönd Nursultan Nazarbayev, fyrsta forseta landsins, verið steypt í gull. Gestir leggja hönd sína í hönd forsetans og óska sér. Nazarbayev hefur verið forseti frá 1989, þegar Kasakar hlutu sjálfstæði frá Sovétríkjunum, og er enn við völd.

 

Nursultan Nazarbayev forseti.

Nursultan Nazarbayev forseti.

 

Lagt hefur verið til að breyta nafni borgarinnar (nafn Astana þýðir einfaldlega „höfuðborg“) í „Nursultan“ til heiðurs Nursultan Nazarbayev forseta. Ættum við kannski að breyta nafni Reykjavíkur í „Ólafur Ragnar“?

 

Fleiri myndir frá Astana:

 

ZFBxtAP

 


 

7569549872_a7c3d6e705_h

 

8149692808_2f350a1a93_z

 

7360569094_1b210da230_k

 

9347083571_f191f0f4ed_z

 

1280px-Palace_of_Arts_Shabyt

]]>
Hauskúpu-Reagan á veggmynd í þjóðarsafni Kirgistans http://lemurinn.is/2015/03/25/hauskupu-reagan-a-veggmynd-i-thjodarsafni-kirgistans/ 2015-03-25T11:06:24+00:00 Hauskúpukúrekinn Ronald Reagan situr á kjarnorkuflugskeyti umvafinn bandaríska fánanum, líkt og T. J. Kong flugforingi í kvikmyndinni Dr. Strangelove. Kistuberar dauðans halda eldflauginni uppi á meðan sovésk alþýða mótmælir kjarnorkuvánni og ber boðskap friðar.

 

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Lenín-safnið í Bishkek, þjóðarsafn Kirgistans.

Þetta er aðeins ein af fjölmörgum veggmyndum á Lenín-safninu í Bishkek, höfuðborg fyrrum Sovétlýðveldisins Kirgistan í Mið-Asíu. Safnið opnaði ólguárið 1984, um það leyti sem Reagan Bandaríkjaforseti kom fyrir miðdrægum Pershing kjarnorkuvopnum í Evrópu, og geymir eins konar myndrænt ferðaleg um sögu Kirgistans. Þar sjást meðal annars myndir af ógnarstjórn rússnesku keisaranna, byltingu bolsévika, sovésku hermönnum seinni heimsstyrjaldar og kjarnorkuvá kalda stríðsins.

 

Menningarmálaráðherra Kirgistan hefur farið fram á að veggmyndirnar verði fjarlægðar. Hann telur að safnið eigi að leggja meiri áherslu á sögu landsins áður en það varð hluti af Sovétríkjunum og nýtur stuðnings Almazbek Atambayev forseta í þeim efnum. Ekki er ljóst hvað verður um þessar merkilegu myndir ef áformin ganga eftir.

 

„Ópíum fólksins.“ Kommúnisminn bjargar alþýðunni undan oki trúarbragða.

„Ópíum fólksins.“ Kommúnisminn bjargar alþýðunni undan oki trúarbragða.

 

Sovéskir hermenn bjarga fórnarlömbum útrýmingabúða nasista.

Sovéskir hermenn bjarga fórnarlömbum úr útrýmingabúðum nasista.

 

Sovéskir hermenn og sjóliðar fagna lokum seinni heimsstyrjaldar.

Sovéskir hermenn og sjóliðar fagna lokum seinni heimsstyrjaldar.

 

mural-bishkek-state-museum-communism

Köttur, dúkka án handleggja og kona sem flýr undan ógnarstjórn rússneska keisarans.

 

Fyrir byltinguna: Flugumenn keisarans pynta alþýðufólk..

Embættismenn keisarans kúga og pynta alþýðufólk á árunum fyrir byltingu.

 

Kirgískt brúðkaup sýnir hin ýmsu þjóðarbrot Sovétríkjanna.

Kirgískt brúðkaup sýnir hin ýmsu þjóðarbrot Sovétríkjanna.

 

Kirgísk alþýða fagnar afrekum geimfarans Júrí Gagarín, sem var fyrstur manna út í geim.

Kirgísk alþýða fagnar afrekum geimfarans Júrí Gagarín, sem var fyrstur manna út í geim.

 

Stríð.

Stríð.

 

Lenín í byltingunni 1917.

Lenín í byltingunni 1917.

 

Karl Marx og Friedrich Engels, lærimeistarar kommúnismans.

Karl Marx og Friedrich Engels, lærimeistarar kommúnismans.

 

Haldið upp á kirgíska menningu.

Haldið upp á kirgíska menningu.

 

Frelsaður úr hlekkjum rússneska keisaraveldisins.

Frelsaður úr hlekkjum rússneska keisaraveldisins.

]]>
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta við íslamista: „Málstaður ykkar er réttur og Guð er með ykkur“ http://lemurinn.is/2015/03/25/oryggisradgjafi-bandarikjaforseta-vid-islamista-malstadur-ykkar-er-rettur-og-gud-er-med-ykkur/ 2015-03-25T11:06:04+00:00 Vídjó

Árið 1979 flaug Zbigniew Brzezinski, öryggisráðgjafi Jimmy Carter Bandaríkjaforseta, til Pakistan þar sem hann ávarpaði hóp af mujahideen skæruliðum á landamærunum við Afganistan: „Málstaður ykkar er réttur og Guð er með ykkur.“

 

Eins og kunn­ugt er nutu þessir íslamistar — þ.á.m. Osama bin Laden — stuðn­ings Bandaríkjanna, sem sendu þeim vopn og víg­búnað til þess að berjast gegn sovéska hernum í Afganistan á árunum 1979-1989.

 

Brzezinski iðrast einskis og telur að það hafi verið rétt ákvörðun að vopna íslamistana á sínum tíma. Í dag er hann einn af ráðgjöfum Barack Obama Bandaríkjaforseta.

 

Myndbrotið er fengið úr frábæru heimildarþáttaröðinni Cold War, sem Lemúrinn hefur áður fjallað um.

]]>
„Hvers getur ung stúlka óskað sér fremur?“: Fyrstu fegurðardrottningar Íslands http://lemurinn.is/2015/03/23/hvers-getur-ung-stulka-oskad-ser-fremur-fyrstu-fegurdardrottningar-islands/ 2015-03-23T17:44:04+00:00 Fegurðarsamkeppnir hafa löngum verið umdeildar og margir telja þær tímaskekkju í dag. Þó verður ekki deilt um að slíkar keppnir áttu drjúgan þátt í að móta sjálfsmynd Íslendinga á seinni hluta 20. aldar. Á Íslandi bjuggu jú fegurstu konur í heimi. Þetta var „staðreynd“ sem Íslendingar, hvort sem var í gríni eða í alvöru, þreyttust ekki á að minnast á.

 

Þessi hugmynd um yfirburði íslenskrar kvenfegurðar á sér langa sögu. Hana má t.d. sjá í greininni „Fríðustu dætur Íslands” sem birtist í Vikunni árið 1939:

 

Það er mál þeirra manna, sem víða hafa farið, og margar konur séð, að hvergi geti fegurri konur en á voru landi, Íslandi. Og þetta er ekki skrum, því að íslenzka stúlkan er hvort tveggja í senn: fagurlimuð og andlitsfríð. En þar við bætist sú sjaldgæfa gjöf guða, er þær hafa í ríkari mæli en nokkrar stallsystur þeirra, er í öðrum þjóðlöndum lifa, þá náðargjöf, sem á flestum Evrópu-málum nefnist: charmé. … Glæsileiki hennar á sjaldnast skilt við fágaðan kvenleika yfirstéttarkvenfólks erlendis, en er runninn frá öðrum og heilbrigðari rótum.

 

Grein þessi var ætluð í auglýsingaskyni fyrir fegurðarsamkeppni sem Vikan stóð fyrir og var sú fyrsta sem haldin var á Íslandi. Fyrir valinu varð tvítug Reykjavíkurmær, Lóló Jónsdóttir, sem var þá nýkomin úr listnámi í Þýskalandi. Keppnin virðist þó ekki hafa staðið undir væntingum því hún var ekki haldin öðru sinni.

 

Lóló Jónsdóttir. Mynd: Vigfús Sigurgeirsson

Lóló Jónsdóttir. Mynd: Vigfús Sigurgeirsson

 

Mögulega lýsti Lóló stemningunni í kringum keppnina best í viðtali við Vikuna með þessu tilsvari sínu:

 

[Blaðamaður:] Finnst yður ekki heiður að því að vera kjörin sem laglegasta stúlka landsins með svona yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða?

[Lóló Jónsdóttir:] Hvorugt.

 

Þann 17. júní 1948 var stofnað hið svokallaða Fegrunarfélag Reykjavíkur. Í stjórn þess sátu m.a. Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Ragnar Jónsson í Smára og Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri Verzlunarskóla Íslands og síðar útvarpsstjóri. Markmið félagsskaparins var að fegra borgina og „kenna [íbúum hennar] smekkvísi og háttsemi”, eins og það var orðað í dagblaði Tímans.

 

Gunnar Thoroddsen borgarstjóri í Reykjavík 1947-1959

Gunnar Thoroddsen borgarstjóri í Reykjavík 1947-1959

Tveimur árum eftir stofnun Fegrunarfélagsins stóð það fyrir fyrstu fegurðarsamkeppninni sem haldin var í skemmtigarðinum Tívólí í Vatnsmýrinni en aðgangseyrinn að keppninni átti að nota til hinna ýmsu verkefna, meðal annars að lagfæra lóðina í kringum Iðnó. Sigurvegarinn átti síðan að hljóta nafnbótina Ungfrú Reykjavík.

 

Alls tóku fjórtán stúlkur þátt í keppninni og sá dómnefnd um að velja fegurstu stúlkuna. Í dómnefndinni sátu valdir fulltrúar úr menningar- og æskulýðsstarfi Reykjavíkur. Ævar Kvaran var t.d. fulltrúi leikara, Kjartan Guðjónsson, fulltrúi listmálara, Sif Þórz, fulltrúi listdansara og þeir Guðjón Einarsson og Benedikt Jakobsson voru fulltrúar íþróttafólks. Ungfrú Reykjavík átti sem sagt að sameina allt það besta sem prýða gæti eina konu. Hún átti að vera glæsileg, hraust, listræn og búin góðum hæfileikum. Reykjavík æskist einskis minna.

 

Fyrir valinu varð fulltrúi Austurbæjar, Kolbrún Jónsdóttir myndhöggvari, en hún hafði numið höggmyndalist við Mills College í Kaliforníu og var dóttir Jóns Þorleifssonar listmálara.

 

Ekki allir voru sáttir við hvernig staðið var að keppninni. Í aðsendri grein í Mánudagsblaðinu var keppnin sögð skrípaleikur þar sem fríðleika keppenda var verulega ábótavant. Greinarhöfundi þótti það frekar hart þar sem Reykjavík væri fræg fyrir fallegt kvenfólk.

 

Kolbrún Jónsdóttir

Kolbrún Jónsdóttir

 

Árið 1954 var fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland haldin í fyrsta sinn, en sú sem hlaut nafnbótina var ung Akureyrarmær að nafni Ragna Ragnars. Einhver óánægja var með þáttöku Rögnu þar sem Samband norðlenskra kvenna hafði samþykkt áskorun til stúlkna um að taka ekki þátt í keppninni. Sjálf sagðist Ragna ekkert hafa heyrt af þeirri áskorun og ekki séð neitt því til fyrirstöðu að taka þátt.

 

Valið fór þannig fram að aðgöngumiðinn að Tívólí gilti líka sem atkvæðaseðill. Ólíkt þeim keppnum sem áður höfðu farið fram var því engin dómnefnd sem ákvað sigurvegarann. Í fyrstu verðlaun var ferð til Parísar.

 

Ragna Ragnars

Ragna Ragnars

 

Árið eftir sigur Rögnu hlaut önnur Akureyrarmær, Arna Hjörleifsdóttir, nafnbótina ungfrú Ísland. Þetta varð Þjóðviljanum tilefni til þess að spyrja hvort það gæti verið að stúlkurnar frá Akureyri væru fegurri en þær í Reykjavík. Eins og nærri má geta var þeirri spurningu ekki svarað enda með eindæmum eldfim. Arna hélt um haustið til London þar sem hún keppti fyrst íslenskra kvenna í Ungfrú heimur (e. Miss World).

 

Guðlaug Guðmundsdóttir við komuna aftur heim til Reykjavíkur.

Guðlaug Guðmundsdóttir við komuna aftur heim til Reykjavíkur.

Árið 1956 hélt Guðlaug Guðmundsdóttir til Long Beach í Kaliforníu til að keppa í Ungfrú alheimur (e. Miss Universe). Um komu sína þangað sagði Guðlaug í viðtali við Tímann:

 

Það voru ljótu slagsmálin. Frekja og dónaskapur ljósmyndaranna var svo dæmalaus. Strax á tröppunum við flugvélina réðust þeir á mig þrír og heimtuðu að ég drægi pilsin upp fyrir hné. Eg neitaði þessu, en þeir tóku þá til sjálfir og skiptust á um að kippa pilsunum upp á meðan hinir tóku myndirnar. Annars finnst mér ljósmyndararnir frekar hugmyndasnauðir, því að flestar myndir, sem birtust voru sama uppstillingin. Ég sagði við Njál [Símonarson, fylgdarmann], að ef við fengjum fleiri slíkar móttökur, væri ég ákveðinn í að fara heim strax.

 

Þetta viðhorf Guðlaugar var dæmigert fyrir þær íslensku stúlkur sem kepptu í fegurðarsamkeppnum erlendis, en margar þeirra gáfu lítið fyrir umstangið í kringum keppnirnar.

 

Guðlaug kom fram nokkrum sinnum í amerísku sjónvarpi á meðan á dvöl hennar stóð í Bandaríkjunum, en á meðal þeirra sjónvarpsþátta þar sem henni brá fyrir var hinn geysivinsæli skemmtiþáttur The Ed O’Sullivan Show.

 

Að keppni lokinni bauðst Guðlaugu leiklistarnám sem hún hafnaði. Hún var ekki fyrsta íslenska stúlkan sem hafnaði slíkum gylliboðum. Bryndís Schram, sem kjörin var Ungfrú Ísland árið 1957, hafnaði tveimur kvikmyndahlutverkum hjá bandaríska kvikmyndarisanum Metro Goldwyn Meyer. Það þarf svo sem ekki að koma að óvart, þar sem flest þessara hlutverka voru lítilvæg og einungis ætluð til málamynda svo hægt væri að græða á keppninni. Að skuldbinda sig kvikmyndafyrirtækjunum í nokkra mánuði eða lengur þótti því ekki fýsilegur kostur.

 

Þær fegurðardrottningar sem tóku þátt í ungfrú alheimur dvöldu flestar hjá Vestur-Íslendingnum Ólafíu Swanson. Hér stillir hún sér á mynd með Bryndísi Schram.

Þær fegurðardrottningar sem tóku þátt í ungfrú alheimur dvöldu flestar hjá Vestur-Íslendingnum Ólafíu Swanson. Hér stillir hún sér á mynd með Bryndísi Schram.

 

Fyrsta fegurðardrottningin sem hugðist á einhvern frama erlendis var Sirrý Geirs, en hún var kjörin Ungfrú Ísland árið 1959. Sirrý varð í þriðja sæti keppninnar Ungfrú alheimur árið 1960 og líkt og aðrir keppendur bauðst henni tækifæri í Hollywood. Sirrý kom meðal annars fram í sjónvarpsþáttunum The Beverly Hillbillies, auk þess sem hún fékk lítil hlutverk í kvikmyndunum The Crawling Hand og Hitler, en síðari myndin fjallaði um síðustu æviár Hitlers. Systir Sirrýar, Anna Geirsdóttir, keppti einnig í Ungfrú alheimi og lenti í öðru sæti.

 

Vídjó

 

Systurnar Anna og Sirrý Geirsdætur

Systurnar Anna og Sirrý Geirsdætur

 

Árin 1961 til 1963 áttu eftir að verða drjúg fyrir íslenska fegurðardrottningar.

 

María Guðmundsdóttir

María Guðmundsdóttir

Ungfrú Ísland 1961 var María Guðmundsdóttir. María ólst upp á Djúpavík til 11 ára aldurs en Guðmundur Guðjónsson faðir hennar var framkvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar á Djúpavík. Eftir að María komst í úrslit keppninnar Ungfrú alheimur, opnuðust fyrir henni ný tækifæri í París þar sem hún varð eftirsótt fyrirsæta. María varð brautryðjandi fyrir margar íslenskar stúlkur sem fylgdu henni á eftir í fyrirsætubransann.

 

Og Íslendingar vildu svo sannarlega hampa henni Maríu sinni. Þegar Júrí Gagarín kom í heimsókn til Íslands þann 23. júlí 1961 höfðu blaðamenn Vísis samband við fyrirsætuna og báðu hana um að koma með sér til að taka á móti sovéska geimfaranum. Mörgum þótti það eflaust kynleg sjón þegar María rétti Gagarín blómvönd, þar sem María var 1,74 metrar á hæð en Gagarín einungis 1,57. Vísir hafði sérstaklega orð á því að Gagarín hefði starað á Maríu af undrun „því að fegurðardrottning Íslands [var] jafnvel enn fallegri en sjálf [ítalska leikonan] Gina Lollobrigida“.

 

María Guðmundsdóttir og Júrí Gagarín á Keflavíkurfluvelli.

María Guðmundsdóttir og Júrí Gagarín á Keflavíkurfluvelli.

 

Það hlaut svo að koma að því að heimsbyggðin áttaði sig á því sem Íslendingar höfðu alltaf talið sig vita. Seint í ágústmánuði 1962 var Guðrún Bjarnadóttir frá Ytri-Njarðvík kjörin Miss International á Long Beach í Kaliforníu og sýndi þar með fram á, fyrir fullt og allt, að fegurstu konur heims kæmu frá Íslandi. Nema hvað?

 

Miss International 1963, Guðrún Bjarnadóttir

Miss International 1963, Guðrún Bjarnadóttir

Í fréttaskýringu AP fréttastofunar var sagt frá úrslitum keppninnar:

 

Undrun [sigurvegarans] yfir úrslitunum var ósvikin. Hún hélt ekki í fyrstu að hún hefði unnið, því hún þekkti ekki nafn sitt, eins og stjórnandinn, Lorne Green leikari, bar það fram, þegar hann lýsti yfir sigri hennar. Annars segir hún á góðri ensku að þetta sé auðvelt nafn, en þegar hún ber það fram er eins og steinvölufoss falli í íslenzkan fjörð.

 

Þegar Guðrún kom heim frá Bandaríkjunum biðu blaðamenn í ofvæni eftir að taka viðtal við hana. „Er karlmaður í lífi þínu?”, „Ætlar þú að gifta þig?”, „Afhverju notar þú ekki farða eins og aðrar konur?”, „Hvað ætlar þú að gera við peningana sem þú vannst í keppninni?” eru nokkur dæmi um þær spurningar sem Guðrún þurfti að svara frá blaðamönnum sem flestir ef ekki allir voru karlmenn. Af svörum hennar að dæma virðist Guðrún þó öllu nútímalegri í hugsun en blaðamennirnir. Annað hvort gerði hún góðlátlegt grín að spurningum þeirra með stríðnislegum svörum eða beindi athyglinni að atvinnu sinni sem fyrirsæta í París.

 

Guðrún Bjarnadóttir í frönsku tímariti árið 1967

Guðrún Bjarnadóttir í frönsku tímariti árið 1967

 

Það vakti svo furðu blaðamanna að Guðrún hafnaði heimsferð sem bauðst sigurvegara keppninar, en hún sagðist ekki hafa viljað ferðast um heiminn með einhverjum manni sem hún þekkti ekki og koma fram á skemmtistöðum eins og „annars flokks skemmtikraftur”.

 

Arftaki Guðrúnar á Íslandi var Thelma Ingvarsdóttir en hún var líka kjörin Ungfrú Norðurlönd. „Hvers getur ung stúlka óskað sér fremur” spurði Vísir  um velgengi Thelmu í fegurðarsamkeppnum.

 

Thelma Ingvarsdóttir

Thelma Ingvarsdóttir

 

Miklar væntingar voru gerðar til Thelmu að fylgja í fótspor Guðrúnar í Bandaríkjunum. Allt kom þó fyrir ekki því Thelma komst ekki í úrslit keppninnar, mörgum til mikilla vonbrigða. Það var þó ekki einungis stolt Íslendinga sem var sært. Samkvæmt slúðurdálki Tímans höfðu danskir fjölmiðlar á orði að Ungfrú Norðurlönd hafi verið beitt bellibrögðum í keppninni:

 

Thelma komst nefnilega að raun um hversu fegurðardrottningarnar geta verið góðar hver við aðra. Þó hún sem sýningar stúlka sé vön að koma fam fyrir fjölda af fólki, var hún mjög taugaóstyrk fyrsta kvöldið, en þá komu allar stúlkurnar, 120 talsins, fram fyrir dómendur og áhorfendur. Thelma bað því eina fegurðardrottninguna um taugastyrkjandi pillu. Stúlkan var öll af vilja gerð og gaf Thelmu pilluna, Það varð til þess að Thelma kom hálfsofandi til keppninnar — því að hún hafði ekki fengið taugastyrkjandi pillu — heldur svefnpillu!

 

Thelma var þegar orðin þekkt fyrirsæta í Danmörku þegar hér var komið við sögu og varð ásamt þeim Maríu og Guðrúnu meðal eftirsóknarverðustu fyrirsæta Evrópu. Síðar ákvað Thelma að helga líf sitt listhönnun.

 

Í starfi sínu sem fyrirsæta bauðst Thelmu að ferðast til hinna ýmsu landa.

Í starfi sínu sem fyrirsæta bauðst Thelmu að ferðast til hinna ýmsu landa.

 

Út hafa komið bæði ævisögur Maríu Guðmundsdóttur og Thelmu Ingvarsdóttur, skráðar af þeim Ingólfi Margeirssyni og Rósu Guðbjartsdóttur. RÚV gerði svo heimildarmynd um ævi Guðrúnar Bjarnardóttur, í umsjón Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur og Guðmundar Bergkvist, sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu árið 2013.

 

Leðurblökumaðurinn þurfti eitt sinn að bjarga Ungfrú Íslandi úr klóm herra Frosta.

 

Vídjó

 

Myndir:

 

Guðrún Bjarnadóttir

 

Guðrún að taka saman mál Brigitte Bardot til að bera saman við sjálfa sig á safni Madame Tussauds

Guðrún að taka saman mál Brigitte Bardot til að bera saman við sjálfa sig á safni Madame Tussauds.

 

Guðrún nýkrýnd Ungfrú Ísland

Guðrún nýkrýnd Ungfrú Ísland.

 

Guðrún á forsíðu spænska blaðsins Blanco y Negro

Guðrún á forsíðu spænska blaðsins Blanco y Negro.

 

Guðrún í íslenskum búning á Long Beach í Kaliforníu

Guðrún í íslenskum búning á Long Beach í Kaliforníu.

 

 

 

Leikarinn Lorne Greene krýnir Guðrúnu sem ungfrú alheimur 1963

Leikarinn Lorne Greene krýnir Guðrúnu sem ungfrú alheimur 1963.

 

 

Guðrún krýnd Ungfrú Alheimur 1963

Guðrún krýnd Ungfrú Alheimur 1963.

 

 

guck

 

 

Guðrún og keppinautar hennar í Miss International

Guðrún og keppinautar hennar í Miss International.

 

 

 

2

 

 

3

 

 

 

Thelma Ingvarsdóttir:

 


t2

 

 

María Guðmundsdóttir:

 

marc3ada-3

 

Greinar:

 

 

grein-2

 

 

grein-4

 

 

grein-6

 

grein-7

 

 

]]>
Þegar Grikkland til forna rassaði yfir sig http://lemurinn.is/2015/03/22/thegar-grikkland-til-forna-rassadi-yfir-sig/ 2015-03-22T13:31:28+00:00 Nýleg bylgja bandarískrar popptónlistar um rassa hefur vakið nokkra athygli og jafnvel hneykslan. Sumir segja að þetta umfjöllunarefni sé ósmekkleg nýjung, merki um dekadens vorra daga; ég vil hinsvegar flækja dálítið málin og sýna að hömlulaus rassaaðdáun er ekkert nýtt. Hana má til dæmis sjá út um allt í Grikklandi til forna.

 

Forn-gríska er, líkt og íslenska, tungumál sem býður upp á samsetningu orða og eru margar samsetningarnar mjög skrautlegar. Nokkur dæmi sem eru í uppáhaldi hjá mér eru sagnirnar piþekofageo, „að borða apa“, og apopsoleo, „að draga forhúðina til baka“. Tiltölulega nýlega varð til enskt orð sem nota má sem beina þýðingu fyrir annað frábært samsett orð í forn-grísku. Það er lýsingarorðið kallipygos, af kallos sem þýðir fegurð og pyge sem þýðir rasskinn: „með fallegar rasskinnar“, eða á ensku, bootylicious.

 

Og fallegar rasskinnar voru Grikkjum ofarlega í huga. Til er fræg stytta af Afródítu þar sem ástargyðjan lyftir kyrtlinum á erótískan hátt upp yfir rasskinnarnar, líklega að afklæðast fyrir bað. Styttan var þekkt sem Afrodite Kallipygos.

 

„Afródíta Kallipygos“, rómversk eftirmynd (1. öld f. Kr.) af horfinni grískri frummynd. Þjóðmynjasafnið í Napólí.

 

Til er lýsing úr safnbæklingi árið 1836 þar sem vakin er athygli á því að rasskinnar stytturnar væru orðnar dökkar af öllum þeim „óhreinu kossum“ sem ákafir safngestir hefðu smellt á þær í gegn um tíðina. Hinsvegar er eitt af því skemmtilega við Grikkland til forna að það var ekki bara kvenlíkaminn sem var hlutgerður á þennan hátt: Karlmannslíkaminn var talinn jafnvel enn meira kallipygos. Til dæmis má nefna þennan stórglæsilega Hermes:

 

„Hermes og barnungur Díónýsos“, 4. öld f. Kr., mögulega eftir Praxiteles. Í Fornminjasafninu í Ólympíu, Grikklandi.

 

Eitt glæsilegasta dæmið um rassaaðáun Grikkja er síðan þessi sofandi Hermafródítos. Samkvæmt goðsögunni var hann glæsilegur ungur drengur sem skógardís nauðgaði meðan hann var að baða sig, og runnu þau saman í eina, tvíkynja veru. Hinn gullfallegi Hermafródítos er enda bæði með brjóst og typpi:

 

Hermaphroditus dormiens

„Sofandi Hermafródítos“, rómversk eftirmynd frá 2. öld e. Kr. af grískri frummynd frá 2. öld f. Kr. Dýnan er seinni tíma viðbót. Louvre-safnið, París.

 

 

800px-BorgheseHermaphroditusLouvre-front

Sama stytta hinum megin frá.

 

Aðdáun mannkyns á rössum hefur kannski ekki verið stöðug í gegn um tíðina, en þó hafa ýmsir menningarvitar, innblásnir af hinni grísku fyrirmynd, haldið uppi merkjum hennar. Snemma á 20. öld skrifaði þýski fræðimaðurinn Paul Brandt (1875-1929) nokkrar brautryðjandi bækur um kynlíf og kynferði í Grikklandi til forna undir dulnefninu Hans Licht. Dulnefnið var nauðsyn, því Grikkland til forna var á háum stalli í Þýskalandi þess tíma, en á sama tíma var samkynhneigð fyrirlitin og bæld niður. Þar sem ekki er hægt að fjalla um kynlíf og kynferði  án þess að tala um samkynhneigð, sérstaklega ekki þegar umfjöllunarefnið er Grikklandi til forna, þá þurfti Brandt að hafa varann á.

 

Í einni bóka sinna tjáði Brandt sig um það hvernig kynlíf með konum væri raunar einskonar brandari eða farsi. Sköp konunnar væru ekki bara hulin hárum; undir þeim væru „leiktjöld“ hinna ytri skapabarma, og þar fyrir innan fyndust aðeins – önnur leiktöld (innri skapabarmarnir!) Brandt gerði stólpagrín að þessu furðuverki, en vakti í staðinn athygli á því sem fyrir aftan leyndist: Rassinum, fullkomnun mennskrar náttúru, hápunkti sköpunarverksins. Brandt kallaði rannsóknir sínar á fegurð rassins Glutäenerotik eða „rassaerótík“, og útskýrði:

 

Frá sjónarhóli fegurðarfræðinnar er ekki hægt að ímynda sér neitt fegurra eða fullkomnara en sköpulag rasskinna mannsins.

 

Nýjustu og djörfustu tónlistarmyndböndin eru því í raun nýr hlekkur í aldagamalli hefð. Þau hafa blásið lífi í glæður gamalla fræða og sett rassinn á sinn forna stall: Poppið er hin nýja Glutäenerotik.

]]>
„Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa“: Dagur Sigurðarson flytur ljóðið „Sæla“ http://lemurinn.is/2015/03/21/eg-elska-thig-eg-elska-thig-og-drulluhjallinn-disa-dagur-sigurdarson-flytur-ljodid-saela/ 2015-03-21T13:26:59+00:00 Vídjó

Dagur Sigurðarson ljóðskáld (1937-1994) flytur ljóðið „Sælu“, sem birtist upphaflega í safninu Níðstaung hin meiri árið 1965. Klippa úr heimildarmyndinni Dagsverk. „Þegar myndin gerist hefur Dagur engan fastan samastað. Hann vaknar á sófa heima hjá kunningja sínum og þegar náttar leitar hann aftur gistingar hjá vinum. Myndin segir frá viðburðum dagsins: heimsókn Dags til ungrar dóttur sinnar, læknisskoðun, matarboðum og æsilegum gjörningum með listamönnum næturlífsins svo eitthvað sé nefnt.“

 

(meira…)

]]>
Sólmyrkvinn í Tinna og Námur Salómons konungs http://lemurinn.is/2015/03/21/solmyrkvinn-i-tinna-og-namur-salomons-konungs/ 2015-03-21T08:10:17+00:00 Fjöldi manns á norðurhveli jarðar fylgdist grannt með sólmyrkvanum í gærmorgun, en svo mikill sólmyrkvi mun ekki sjást aftur á Íslandi fyrr en 12. ágúst 2026. Sólmyrkvar eru ekki bara fágætir og fagrir viðburðir. Þeir hafa einnig komið við sögu í hinum ýmsu vestrænu ævintýrabókum, þar á meðal í myndasögum Hergé um belgíska blaðamanninn Tinna.
(meira…)

]]>
Hlaðvarpsþættir um stórkostlega grimmd og herkænsku Mongólanna http://lemurinn.is/2015/03/19/hladvarp-um-storkostlega-grimmd-og-herkaensku-mongolanna/ 2015-03-19T01:50:56+00:00 Bandaríski útvarpsmaðurinn Dan Carlin heldur úti stórskemmtilegum hlaðvarpsþáttum á netinu sem heita Hardcore History. Þar fjallar hann í löngu en óformlegu máli um alls kyns söguleg málefni.

 

Dan Carlin

Dan Carlin

Nýlegir þættir Carlins heita Wrath of the Khans, en þeir segja frá stórkostlegri grimmd og herkænsku Mongólanna á 13. öld. Undir forystu Djengis Khan og afkomenda hans náði þessi herskái en lítt þekkti hirðingjaþjóðflokkur að leggja undir sig Kína og hér um bil alla Mið-Asíu á innan við hundrað árum. Leifturherferðir frá Kyrrahafi til Rússlands urðu tugum milljóna að bana og lögðu ótal fornar borgir í rúst.

 

Þessir fróðlegu og skemmtilegu þættir eru aðgengilegir á vefsíðu Carlins og eru fimm talsins. Hver þáttur er einn og hálfur tími á lengd.

 

 

 1. þáttur

hardcore-history-43-wrath-of-the-khans-by-dan-carlin-300x300

 

2. þáttur 

hardcore-history-44-wrath-of-the-khans-by-dan-carlin-300x300

 

 3. þáttur

hardcore-history-45-wrath-of-the-khans-by-dan-carlin1-300x300

 

4. þáttur

hardcore-history-46-wrath-of-the-khans-by-dan-carlin-300x300

 

 5. þáttur

hardcore-history-47-wrath-of-the-khans-by-dan-carlin-300x300

 

]]>
Eins og kastali módernísks Drakúla: Listasafn Einars Jónssonar http://lemurinn.is/2015/03/13/eins-og-kastali-modernisks-drakula-listasafn-einars-jonssonar/ 2015-03-13T17:33:51+00:00 Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar við Skólavörðuholt, er líkast kastala módernísks Drakúla eða nýgotnesks galdrakarls, sérstaklega á þessari mynd hér fyrir ofan frá um 1925. Enda má segja að myndhöggvarinn Einar Jónsson (1874-1954) hafi verið bæði.

 

Einar í London árið 1912.

Einar í London árið 1912.

Wikipedia rekur sögu hússins: „Safnið er byggt eftir teikningum Einars sjálfs en Einar Erlendsson húsameistari áritaði teikninguna 1916. Listasafn Einars Jónssonar var vígt á Jónsmessudag 23. júní árið 1923 og var það fyrsta listasafn á Íslandi.

 

Einar valdi stað fyrir safnið á Skólavörðuhæð sem þá var eyðiholt í útjaðri bæjarins og var safnið fyrsta byggingin á hæðinni [fyrir utan Skólavörðuna gömlu] en það var hæsti sjónarhóll bæjarins. Einar og fleiri samtíðarmenn sáu Skólavörðuhæðina sem „háborg Íslands“.“

 

Hér er húsið á myndum sem teknar voru frá öðrum hliðum:

Screen Shot 2015-03-13 at 11.04.25 AM

Glittir í Einar í hvítum klæðum í glugga þarna á fyrstu hæð?

 

Screen Shot 2015-03-13 at 11.04.38 AM

 

Screen Shot 2015-03-13 at 11.04.48 AM

 

Ýmsar svipmyndir frá ævi Einars Jónssonar. Allar myndirnar eru á vef Listasafns hans.

 

Einar og köttur.

Einar og köttur.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.13.00 PM

Með fólki í Róm.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.12.33 PM

Einar og Guðný, systir hans.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.11.47 PM

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.11.35 PM

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.11.25 PM

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.11.16 PM

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.09.24 PM

Einar Jónsson.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.09.08 PM

Einar Jónsson.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.08.56 PM

Einar Jónsson. Mynd eftir Carl Ólafsson.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.08.33 PM

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.08.15 PM

Maður og kona í Róm árið 1902.

 

Screen Shot 2015-03-13 at 2.08.02 PM

Einar og Ingólfur í vinnustofunni árið 1907.

]]>
Atvinnuknapi, 1891 http://lemurinn.is/2015/03/13/atvinnuknapi-1891/ 2015-03-13T16:44:24+00:00 Konan á myndinni er talin vera Selika Lazevski, bandarísk blökkukona sem starfaði sem atvinnuknapi í frönskum hringleikahúsum og hestasýningum seint á 19. öld. Hún tilheyrði hópi écuyères de haute école, kvenkyns knapa sem sérhæfðu sig í dressage, flókinni undirgrein hestamennsku sem er stundum líkt við ballett fyrir hesta.

 

Stúlkunafnið Selika var vinsælt meðal bandarískra blökkumanna á síðari hluta 19. aldar, en það var sviðsnafn óperusöngkonunnar Marie Selika Williams, sem árið 1878 varð fyrsti  svarti listamaðurinn til að koma fram í Hvíta húsinu.

 

Myndina tók franski ljósmyndarinn Felix Nadar árið 1891 (heimild).

]]>
Terry Pratchett og Yrsa Sigurðardóttir: morð og helgisiðir á Íslandi og í Diskheimi http://lemurinn.is/2015/03/13/terry-pratchett-og-yrsa-sigurdardottir-mord-og-helgisidir-a-islandi-og-i-diskheimi/ 2015-03-13T04:15:03+00:00 Skrifuðu Terry Pratchett heitinn og Yrsa Sigurðardóttir sömu söguna á sama tíma fyrir skemmtilega tilviljun?

 

Breski rithöfundurinn Sir Terence David John Pratchett, betur þekktur sem Terry Pratchett, lést í gær, fimmtudaginn 12. mars á heimili sínu. Banamein hans var alzheimer-sjúkdómurinn sem hafði hrjáð hann síðustu ár þó hann héldi áfram að gefa út bækur ótrauður. Pratchett er annar mest lesni höfundur Bretlands og var á tíunda áratugnum sá söluhæsti þar í landi.

 

Þekktasta höfundarverk hans er Discworld eða Diskheimurinn en hann hefur skrifað meira en fjörtíu bækur sem gerast í eða fjalla um hann. Einnig skrifaði hann bókina Good Omens með rithöfundinum og myndasöguhöfundinum Neil Gaiman og vísindaskáldsögur með Stephen Baxter ásamt mörgum fleiri bókum fyrir bæði börn og fullorðna.

 

diskworld

Svona lítur Diskheimur út.

 

Sjónvarpsmyndir, tölvuleikir, myndasögur, leikrit og jafnvel tónverk hafa verið byggð á verkum hans og hér á landi setti leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð upp verkið Örlagasystur byggt á diskheimsbókinni Wyrd Sisters. Þó hafa einungins tvær bækur eftir hann verið þýddar á íslensku, Litbrigði galdranna og Furðuljósið.

 

Þó að bækur Pratchetts hafi flestar verið gamansögur og fantasíur þá er oft að finna alvarlega undirtóna hjá honum. Nútímavæðing, togstreita á milli kynþátta, jafnrétti kynjanna og trúarbragðadeilur eru aðeins nokkur af þeim viðfangsefnum sem bækur hans eiga við þó að grínið sé sjaldnast langt undan.

 

9780552152679.RH_

 

Árið 2005 kom út bókin Thud eða Dynkur sem er ein af mörgum sem fjalla um lögregluforingjann Sam Vimes og ýmis vandamál sem koma upp í stórborginni Ankh-Morpok. Dvergur finnst myrtur í borginni og það verður til þess að ýfa upp gagnkvæma andúð á milli þeirra og trölla borgarinnar en þessir kynþættir eiga sér langa sögu úlfúðar í Diskheiminum.

 

Það er hinsvegar nokkuð forvitnilegt að margt er svipað í söguþræði Thud og fyrstu bók Yrsu Sigurðardóttur Þriðja tákninu sem kom út sama ár.

 

68828

 

Báðar bækurnar snúast um morðrannsókn á aðkomufólki sem myrt var í tengslum við einhverskonar helgisiði. Þýski sagnfræðineminn Harald Guntlieb finnst myrtur í Árnagarði án augna og með galdrastaf ristann í bringuna en dvergurinn Grag Hamcrusher er einnig limlestur eftir dauða sinn í tengslum við dularfulla helgisiði. Báðir tengjast skuggalegum hópum sem svífast einskis til að verða sér úti um forboðna þekkingu.

 

Í báðum bókum er líka merkum gripum stolið af safni í tengslum við morðin, málverki af orrustu á milli dverga og trölla sem hefur að geyma tákn um falinn fjársjóð í Thud og steinskál sem var notuð við blót og mannfórnir úr Þjóðminjasafninu í Þriðja tákninu.

 

1613280

 

Háskóli Íslands, eins og honum er lýst af Yrsu, með nemendum sem velta fyrir sér eðli galdra í nútímanum og gera tilraunir með þá, svipar meira að segja til Ósýnilega háskólans, Unseen University, sem skipar stóran þátt í Diskheimi Pratchetts.

 

Þar sem bækurnar komu út á sama ári á sitthvoru tungumáli og innan ólíkra bókmenntahefða er líklega bara um skemmtilega tilviljun að ræða en báðar sverja þær sig ætt við dulspekilega glæpasögur þó þær séu aðlagaðar að sérstökum sögusviðum sínum. Dvergar og tröll Diskheims eru líka skilgetin afkvæmi þeirra norrænu galdrahefðar og goðafræði sem er viðfangsefni Yrsu í Þriðja tákninu.

 

Aðdáendur ævintýrabóka og gamansagna um allan heim munu sakna þessa afkastamikla og fjölhæfa rithöfundar sem dó aðeins 66 ára að aldri. Dóttir hans setti inn þessar þrjár Twitter-færslur eftir dauða hans:

 

 

 

 

Þar gengur Terry Pratchett inn í elífðina í fylgd sögupersónu sinnar úr Diskheimi Dauðanum og að þannig lýkur sögu hans.

]]>
Kommúnistaleiðtogi Mósambík hittir vinkonu sína frú Honecker http://lemurinn.is/2015/03/09/kommunistaleidtogi-mosambik-hittir-vinkonu-sina-fru-honecker/ 2015-03-09T04:02:11+00:00 Samora Machel, leiðtogi kommúnistaflokks Mósambík, tekur í höndina á Margot Honecker, eiginkonu Erichs Honecker, leiðtoga Austur-Þýskalands, árið 1983.

 

Mósambík hafði átta árum áður frelsað sig undan yfirráðum fasíska nýlenduveldisins Portúgal. Sem kveðjugjöf skildi portúgalski herinn landið eftir í rjúkandi rúst, eitraði vatnsbólin og stundaði pyntingar á stórum skala. Þegar evrópsku nýlenduherrarnir höfðu sig loksins á brott tóku Machel og sósíalíska andspyrnuhreyfing hans Frelimo völdin í landinu.

 

Brátt mynduðust náin tengsl milli þessa nýja afríska kommúnistaríkis og Austur-Þýskalands, sem byggði risastórt og forljótt sendiráð í miðborg Mapútó, höfuðborg landsins. Þúsundir mósambískra borgara ferðuðust norður til Evrópu á þessum árum og störfuðu í verksmiðjum Austur-Þýskalands allt fram að falli Berlínarmúrsins 1989.

 

Machel og Honecker

Samora Machel og Erich Honecker við undirritun samnings milli kommúnistaríkjanna tveggja 1979.

 

Samora Machel heimsækir þýska Alþýðuveldið árið 1980. Hann sést hér ásamt Erich Honecker.

Machel heimsækir þýska Alþýðuveldið árið 1980. Hann sést hér ásamt Honecker flokksformanni.

]]>
Eyðilegging Íslamska ríkisins á söguslóðum Agöthu Christie http://lemurinn.is/2015/03/06/eydilegging-islamska-rikisins-a-soguslodum-agothu-christie/ 2015-03-06T11:51:46+00:00 Fregnir hafa borist af því að vígamenn Íslamska ríkisins séu nú í óða önn að jafna við jörðu á jarðýtum mörgþúsund ára gamlar rústir assýrísku borgarinnar Nimrud; síðasta útspil samtakanna í stríði þeirra við það sem þeir kalla skurðgoðadýrkun.

 

Nimrud eða Kalhu var stofnuð um 1200 fyrir Krist, hún var um langt skeið ein af helstu borgum Assýríumanna og höfuðborg heimsveldisins á stjórnartíð Ashurnasirpals II konungs.

 

Borgin var lögð í eyði þegar assýríska veldið féll á sjöttu öld fyrir Krist, og um miðja nítjándu öld, þegar Bretar hófu fornleifauppgröft við Nimrud, var ekkert eftir nema nokkrir hólar sem gefið gátu til kynna forna frægð svæðisins.

 

Það vakti heimsathygli þegar fornleifafræðingurinn frægi Henry Layard gróf þar upp tvær gríðarstórar styttur af vængjuðum nautum með mannsandlit, sem gætt höfðu einnar af höllum Ashurnasirpals II, og flutti til Bretlands með mikilli fyrirhöfn um 1849. Stytturnar eru í dag eitt af tilkomumestu forngripum á British Museum.

 

Hlið Nimrud á British Museum.

 

 

En það var af nógu að taka í Nimrud. Eftir seinna stríð, þegar Írak hafði fengið sjálfstæði, tók Max Mallowan, einn af fremstu sérfræðingum Breta í fornminjum austurlanda nær upp þráðinn við Nimrud í samstarfi við heimamenn.

 

Hjónin Mallowan og Christie.

Hjónin Mallowan og Christie.

Max Mallowan er í dag ef til vill nokkuð þekktari sem seinni eiginmaður glæpasagnadrottningarinnar Agöthu Christie. Christie var sjálf mikil áhugamanneskja um fornleifafræði, og þau Mallowan kynntust einmitt við fornleifauppgröft í írösku borginni Úr árið 1930.

 

Næstu árin og áratugi fylgdi Christie eiginmanni sínum í uppgrefti víðsvegar um austurlönd — þvers og kruss um Tyrkland, Sýrland, Jórdaníu og Írak.

 

Christie við uppgröft í Sýrlandi.

Christie við uppgröft í Sýrlandi.

Christie féll sjaldan verk úr hendi, hún hjálpaði til við uppgröftinn, lagaði og varðveitti muni sem komu upp úr krafsinu, tók þátt í eldamennsku fyrir starfsliðið, tók ljósmyndir og skrifaði þar að auki margar af ódauðlegum glæpasögum sínum þarna úti í eyðimörkinni.

 

Þar var ekkert sem gat truflað hana, skrifaði hún síðar, „enginn sími, ekkert leikhús, ópera, hús eða garðar“.

 

Og árið 1949 kom hún með til Nimrud. Malloway hafði umsjón með uppgrefrinum þar allt fram til ársins 1963, og var Christie yfirleitt með honum. Þau létu byggja lítinn kofa þar sem Christie gat setið við ritvélina — ævintýrasagan They Came to Baghdad og Poirot-bókin Hickory Dickory Dock voru báðar að miklu leyti skrifaðar í Nimrud.

 

Christie var hrifin af Írak og Írökum og naut þess að taka þátt í uppgreftrinum, jafnvel þegar hún sjálf var kominn á sjötugsaldur, hrjáð af gigt og gekk við staf. Nimrud og nágrenni lýsti hún svona:

 

„Fallegur staður … Tígrisfljótið er bara í mílu fjarlægð, og úr stóra hól borgarvirkisins gægjast stór assýrísk steinhöfuð. Annarstaðar er það risavaxinn vængur mikillar töfraskepnu. Þetta er stórfenglegur landshluti — friðsamlegur, rómantískur og samofinn sögunni.“

 

Christie og Mallowan ásamt Barböru Campbell Thompson þegar þau komu fyrst til Nimrud árið 1931.

Christie og Mallowan ásamt Barböru Campbell Thompson þegar þau komu fyrst til Nimrud árið 1931.

 

Meðal þess sem Mallowan og félagar hans fundu í jörðu við Nimrud var fjöldinn allur af lágmyndum, skjöldum og styttum úr fílabeini, sem konungbornir íbúar Nimrud til forna notuðu til að skreyta húsakynni sín. Þetta voru og eru einhverjir merkustu fílabeinsmunir sem fundist hafa í austurlöndum.

com9369a_l

 

En þeir voru margir afar illa farnir, höfðu legið í leðju í meira en tvöþúsund ár, og þar að auki flestir með miklar brunaskemmdir, síðan innrásarherir Medíumanna og Persa brenndu konungshallirnar Nimrud, þegar veldi Assýríumanna molnaði.

 

Það var Agatha Christie sem tók að sér það vandasama verkefni að hreinsa þessa ómetanlegu gripi. Hún beitti nokkuð óhefðbundnum aðferðum, en með furðu góðum árangri — eins og hún lýsir sjálf í sjálfsævisögu sinni:

 

„Ég hafði mín eigin uppáhalds verkfæri — naglabandapinna, fíngerða prjónanál, og krukku af andlitskremi, sem reyndist mér allra best til þess að lokka óhreinindin blíðlega úr sprungunum án þess að skemma viðkvæmt fílabeinið. Reyndar var svo mikil eftirspurn eftir kreminu mínu að eftir nokkrar vikur var ekkert eftir fyrir vesalings andlitið á mér!“

 

Hluti fílabeinsgripanna frá Nimrud.

Hluti fílabeinsgripanna frá Nimrud.

 

Fílabeinsgripunum var síðan skipt á milli Íraks og Bretlands. Bresku gripirnir urðu eign Breska fornleifafræðiskólans í Írak (síðar Breska Íraksfræðasetrið) og voru í áratugi í geymslu, að mestu ósnertir.

 

Árið 2011 efndi British Museum svo til söfnunar meðal bresks almennings til að kaupa fílabeinsgripina til sýningar. 750 þúsund pund — 155 milljónir íslenskra króna — söfnuðust, og fílabeinsgripirnir frá Nimrud urðu þannig líklegu næstdýrastu kaup safnsins frá upphafi (á eftir babýlónsku Næturdrottningunni, sem var keypt fyrir eina og hálfa milljón punda á 200 ára afmæli safnsins 2003).

 

Hluti þeirra er nú til sýnis á safninu. Enn fleiri eru á þjóðminjasafninu í Bagdad, sem opnaði á nýjan leik á dögunum, tólf árum eftir innrás Bandaríkjamanna í Írak, en eflaust var einhverjum stolið í óöldinni sem henni fylgdi.

 

Fornleifafræðingar telja að ekki hafi enn verið grafið upp næstum því allt sem leynist undir jörðinni í Nimrud. Við skulum því vona að borgin forna standi af sér þennan síðasta innrásarher.

 

Íraskir fornleifafræðingar að störfum í Nimrud árið 200

Íraskir fornleifafræðingar að störfum í Nimrud árið 2001.

 

]]>
Brútalismi í hnotskurn: Sovét-húsið í Kalíningrad http://lemurinn.is/2015/03/05/brutalismi-i-hnotskurn-sovet-husid-i-kaliningrad/ 2015-03-05T19:35:16+00:00
Kalíningrad oblast liggur milli Litháens og Póllands.

Kalíningrad oblast liggur milli Litháens og Póllands. Þar er í dag skipahöfn fyrir rússneska flotann.

Königsberg var öldum saman eitt helsta menningar- og stjórnsýslusetur Prússlands og var meðal annars heimaborg þýska heimspekingsins Immanuel Kant. Borgin er nú hluti af Rússlandi og heitir í dag Kalíningrad í höfuðið á bolsévikanum Mikhail Kalínín. Sovétríkin lögðu borgina undir sig á síðasta ári seinni heimsstyrjaldar og úthýstu þýsku íbúunum eftir mannskæð átök við hersveitir Þriðja ríkisins.

 

Königsberg varð fyrir miklum skemmdum í átökunum og forni 13. aldar kastalinn sem stóð í miðborginni var illa sprengdur í umsátri Rauða hersins. Að stríðinu loknu töldu sovésk yfirvöld kastalann eins konar táknmynd prússnesks fasisma og lögðust gegn því að hann yrði endurbyggður.

Königsberg-kastali

Königsberg-kastali var reistur á 13. öld. Hér sjást rústirnar í lok seinni heimsstyrjaldar.

Þess í stað voru rústirnar rifnar og módernísk nýbygging reist í byrjun 8. áratugarins skammt frá staðnum þar sem kastalinn áður stóð. Það var Sovét-húsið svokallaða, skólabókardæmi um sovéskan brútalisma, hannað af úkraínska arkítektinum Yulian Shvartsbreim.

 

Bygging Sovét-hússins hófst árið 1970 en snemma í byggingarferlinu komu ýmis vandamál í ljós. Grunnurinn, sem stóð á mýri, reyndist ekki geta borið allar 28 hæðirnar sem gert var ráð fyrir í upprunalegu teikningunum, og því var aðeins 21 hæð byggð. Verkefnið dróst á langinn vegna fjárhagsörðugleika og upp úr 1985 misstu ráðamenn á svæðinu áhuga á áframhaldandi uppbyggingu. Byggingin stóð því hálfkláruð árum saman. Árið 2005, á 60 ára afmæli Kalíningrad (750 ára afmæli Königsberg) var húsið málað ljósblátt og gluggarnir kláraðir í tilefni af heimsókn Vladimirs Pútin Rússlandsforseta. Mörgum þykir framhliðin líkjast höfðinu á risavöxnu vélmenni.

 

Atli Viðar Þorsteinsson gerði sér ferð til Kalíningrad um árið og tók nokkrar myndir af Sovét-húsinu sem Lemúrinn birtir með góðfúslegu leyfi.

 

10295914_10152423689320170_3718767515625291455_o

 

10333711_10152423652015170_8692634186088606942_o

 

10397134_10152423686580170_3882545341639166283_o

 

k1

 

k2

 

k3

 

k4

 

k5

 

Eftirfarandi myndir eru af Wikipedíu og sýna húsið áður en það var gert upp árið 2005:

 

Sovét-húsið áður en það var gert upp árið 2005.

Sovét-húsið áður en það var gert upp árið 2005.

 

Sovét-húsið árið 1982

Sovét-húsið árið 1982

 

Sovét-húsið í byggingu á 8. áratugnum

Sovét-húsið í byggingu á 8. áratugnum

]]>
Jóhannes: Guðspjallamaður, lærisveinn, meindýraeyðir http://lemurinn.is/2015/03/05/johannes-gudspjallamadur-laerisveinn-meindyraeydir/ 2015-03-05T18:22:24+00:00 Jóhannes er nafn sem birtist mjög oft í biblíunni – við höfum Jóhannes skírara, Jóhannes guðspjallamann, Jóhannes höfund Jóhannesarbréfanna, Jóhannes lærisvein Krists og Jóhannes sem skrifaði Opinberunarbókina. Nú til dags segja fræðimenn að þeir gætu allir verið sinnhvor maðurinn, en í frumkristni áttu allir nema Jóhannes skírari að vera einn og hinn sami. Mikill kraftaverkamaður sá!

 

Þessi súla er nú svo gott sem allt sem eftir stendur af Artemisarhofinu í Efesos eftir ódildina í Jóhannesi.

Þessi súla er nú svo gott sem allt sem eftir stendur af Artemisarhofinu í Efesos eftir óhemjuna í Jóhannesi.

Svo fjölhæfur maður hlaut að uppskera mikla aðdáun, og var því fljótt skrifuð dýrlingasaga um hann þar sem hann gerði margt undravert (og sumt miður geðslegt – til dæmis var það víst Jóhannes sem ber ábyrgð á eyðileggingu hins víðfræga Artemisarhofs í Efesos, og kramdist hofpresturinn undir, Jóhannesi til mikillar ánægju!) En þessi dýrlingasaga var ein af þeim sem hlaut ekki náð kirkjuþinganna og var hún fordæmd á öðru Níkeuþingi, árið 787. Sem betur fer lifðu nokkur handrit sögunnar bannfæringuna af, enda er þar að finna fremur sjaldgæft fyrirbæri í hinni kristnu rithefð: Einhverskonar skopskyn (þótt fremur aulalegt sé). Við komum inn í söguna þegar Jóhannes og félagar eru að ferðast frá Laódíkeu til Efesosar, og reynist ferðin erfið:

 

Á fyrsta degi áðum við í yfirgefnu gistihúsi, en við áttum í vandræðum með að útbúa rúm fyrir Jóhannes. Þá urðum við vitni að skemmtilegum atburðum. Það var hægt að finna eitt rúmstæði einhversstaðar inni í gistihúsinu, en engin rúmföt. Við lögðum skykkjurnar okkar á rúmstæðið og báðum hann að leggjast þar fyrir, en við myndum sofa á gólfinu. En þegar hann lagðist niður, þá fóru veggjalýs að plaga hann, og urðu til meiri og meiri óþæginda þegar á leið. Um miðja nóttina ávarpaði hann lýsnar, í áheyrn okkar allra, og sagði: „Ég segi yður, þér lýs: hagið þér yður, hver einasta; yfirgefið hreiður yðar í nótt, safnið yður saman á einum stað og haldið yður fjarri þjónum Guðs!” Við hlógum og spjölluðum saman um stund, en Jóhannes fór að sofa. Við hvísluðum til að trufla hann ekki.

 

En þegar dagaði, þá reis ég fyrstur á fætur, og með mér Verus og Andróníkus, en við hurðina á gistihúsinu sáum við mikinn fjölda veggjalúsa. Á meðan við undruðumst þessa sjón og bræðurnir vöknuðu allir við lætin, þá hélt Jóhannes áfram að sofa. Þegar hann vaknaði skýrðum við fyrir honum hvað við hefðum séð. Hann reis upp við dogg, leit á lýsnar og sagði: „Þar sem þér hafið hagað yður vel og hlýtt á áminningar mínar, snúið þá aftur til yðar heima.” Og er hann hafði sagt þetta, og risið upp úr rúminu, þá þustu lýsnar yfir þröskuldinn og að rúminu, klifu upp rúmfæturna og hurfu inn í liðina. Og Jóhannes sagði enn og aftur: „Þessi skepna hlustaði á rödd manns, var þolinmóð og til friðs og vildi ekki vera óboðin, en við sem heyrum rödd og boðorð Guðs, við óhlýðnumst og hugsum fánýta hluti. Hve lengi á þetta að ganga?”

 

Jóhannes er í dag dýrlingur ástar, tryggðar, vinskapar, höfunda, bóksala, ritstjóra, útgefenda, ritara, fræðimanna, listsala, guðfræðinga, pappírsgerðarmanna og þeirra sem þjást af brunasárum og eitrunum – en ekki meindýraeyða. Er það ekki synd og skömm?

]]>
Hamingjusama pokadýrið quokka elskar að vera með á selfie-myndum http://lemurinn.is/2015/03/05/hamingjusama-pokadyrid-quokka-elskar-ad-vera-med-a-selfie-myndum/ 2015-03-05T11:39:04+00:00 Lemúrinn veit ekki til þess að skepnan quokka heiti neitt sérstakt annað á íslensku, þetta er eitt af þessum skrítnu tegundum sem bara má finna í Ástralíu, smáfrændi kengúrunnar á stærð við kött, sem býr aðallega á eyjum við vesturströnd Ástralíu.

 

Af einhverjum ástæðum virðast þessar skepnur sífellt vera með bros á vör, og hefur quokka því stundum verið kallað „hamingjusamasta dýr í heimi“ (þó það sé því miður meðal viðkvæmra tegunda á rauðum lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir dýr í útrýmingarhættu).

 

En það vinsælasta í Ástralíu um þessar mundir er að taka svokallaðar selfie-sjálfsmyndir, rekist maður á quokka. Dýrin eru ekki sérlega hrædd við manninn og sitja gjarnan fyrir á mynd, ef marka má myndirnar hér að neðan:

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-5__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-20__605

 

image103__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-9__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-8__605

 

1506644_10203064976878902_1923540977528097302_n1__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-13__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-10__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-12__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-2__605

 

image84__605

 

914669_461967150615474_2136162104_n__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-19__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-6__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-15__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-21__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-7__605

 

image85__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-14__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-1__605

 

Quokka-Selfie__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-17__605

 

Quokka-Selfie1__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-3__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-18__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-22__605

 

quokka-selfie-trend-cute-rodent-australia-16__605

]]>
„Í Vík getur maður verið maður sjálfur“: Íslandsminningar frá 1998 í norsku tónlistarmyndbandi http://lemurinn.is/2015/03/04/i-vik-getur-madur-verid-madur-sjalfur-islandsminningar-fra-1998-i-norsku-tonlistarmyndbandi/ 2015-03-04T22:11:14+00:00 Norski tónlistarmaðurinn Tønes nýtur talsverðra vinsælda í heimalandi sínu um þessar mundir. Hann semur og flytur oft kómísk og sérviskuleg lög á mállýsku heimabæjarins Sóknardals í Rogalandi.

 

Fyrir nýjasta tónlistarmyndband sitt við lagið Dråba i sjøen gróf Tønes upp gamlar Hi8-upptökur frá því að hann ferðaðist um Ísland með kærustunni sinni árið 1998. Þarna eru lundar og mávar, túristar í skærlituðum vindjökkum, Gullfoss og Geysir og rok og vegasjoppur.

 

Vídjó

 

Með myndbandinu skrifar tónlistarmaðurinn svo minningar sínar frá Íslandi:

 

Ég velti fyrir mér hvort við höfum myndað Ameríkanann með sólhattinn sem talaði svo hátt í rútunni. Hann var með svona vatnshelt ferðaveski um hálsinn. Líklega var hann með ferðabók um Ísland í veskinu. Fann stutt myndskeið, það var allt saman.

 

Ég man vel eftir heita vatninu í Bláa lóninu, ísbreiðunni, öllum skrítnu ferköntuðu marglitu húsunum, fararstjóranum sem sagði að íslenskar kindur ferðuðust alltaf þrjár saman í hóp, Geysi þar sem allir Japanirnar voru, Gullfossi, Ítalanum með kringlóttu gleraugun og stóru kvikmyndavélinni sem fór í sömu ferðir og við. Mig langar aftur þegar ég sé myndskeið tekið út um glugga á hossandi rútu. 

 

Allt í einu erum við í Vík. Við förum upp að fjalli og ég zooma á lunda uppi í fjallinu, það var 120x digital zoom á vélinni svo að myndin hristist hryllilega og gæðin eru frekar lítil. Lundinn flaug af stað og hvarf sjónum. Að lokum myndaði ég eldri konu í bleikum íþróttagalla. Hún sat og borðaði ís í rokinu fyrir utan búðina sem seldi allskonar ullarvörur.

 

Í Vík getur maður verið maður sjálfur. 

 

Norski tónlistarmaðurinn Tønes saknar Víkur.

Norski tónlistarmaðurinn Tønes saknar Víkur.

]]>
Ida Pfeiffer á Íslandi http://lemurinn.is/2015/03/04/ida-pfeiffer-a-islandi/ 2015-03-04T15:35:43+00:00 Þann 16. maí 1845 steig austurríska hörkutólið Ida Pfeiffer á land í Hafnarfirði. Pfeiffer var einn af mörgum evrópskum ferðalöngum sem heimsóttu Ísland á 19. öld í vísindalegum tilgangi, og birti í kjölfarið bók með ferðasögu sinni sem seldist í hestvagnaförmum. Ritun evrópskra ferðabóka af þessu tagi á sér langa sögu, eða allt frá lokum miðalda, en Pfeiffer var ein af fáum konum sem hösluðu sér völl sem landkönnuður. Lýsingar erlendra ferðalanga á Íslandi njóta töluverða vinsælda um þessar mundir auk þess sem ég taldi mig hafa fengið ágæta yfirsýn yfir þetta menningarfyrirbæri í sagnfræðinámi mínu. Engu að síður hafði ég ekki hugmynd um að neinn af þessum ferðalöngum hefði verið kvenkyns og varð töluvert hissa þegar ég uppgötvaði Idu Pfeiffer.

 

Ida Pfeiffer

Ida Pfeiffer

Ida Laura Reyer fæddist inn í efnaða millistéttarfjölskyldu í Vín árið 1797, og það virðist vera hálfgerð klisja í umfjöllun um hana að taka fram að pabbi hennar hvatti hana til að hegða sér eins og strákur, ganga í strákafötum, etja kappi við bræður sína og fara með þeim í kennslustundir. Hann dó þegar hún var níu ára, og í kjölfarið fylgdi nokkurra ára kalt stríð milli Idu og móður hennar, sem vildi fyrir alla muni gera hana hjónabandsvæna.

 

Það heppnaðist á endanum einum of vel, því þegar Ida var 17 ára hugnaðist henni að giftast heimiliskennaranum, sem hafði átt stærstan hlut í því að fá hana til að sættast við hlutskipti millistéttarkonunnar. Kennarinn þótti hinsvegar of fátækur og var rekinn burt með smán. Ida hélt þó sambandi við hann út ævina, því hann deildi ástríðu hennar fyrir ferðalögum og skrifaði sjálfur ferðabækur.

 

Sex árum síðar giftist Ida lögmanninum Mark Anton Pfeiffer og flutti með honum til austurrísku borgarinnar Lemberg/Liev í Úkraínu. Hr. Pfeiffer hafði allt til að bera sem heimilskennarinn hafði ekki haft, hann var um fimmtugt og vel stæður. Hið kaldhæðnislega er hins vegar að nokkrum árum síðar þá missti hr. Pfeiffer vinnuna. Ida Pfeiffer hélt því statt og stöðugt fram í bókum sínum að það hefði verið vegna þess að hann reyndi að fletta ofan af spillingu í austurríska embættismannakerfinu. Ég hef hins vegar ekki séð neinar aðrar heimildir fyrir því, og miðað við að Ida þagði þunnu hljóði um lögskilnað þeirra í metsölubókum sínum, þá get ég alveg séð fyrir mér að hún hafi eitthvað fegrað sannleikann í þessu máli.

 

Ida Pfeiffer

Portrett-mynd af Ídu Pfeiffer

Þrátt fyrir bestu óskir móðurinnar, þá endaði Ida á því að gera það sem þótti eflaust afar óæskilegt í hennar kreðsum, að vinna fyrir eiginmanni og börnum með því að bjóða upp á einkatíma í kvenlegum hannyrðum og píanóleik, fögunum sem hún hafði sjálf hatað ákaflega sem barn. Að lokum gafst hún upp og flutti með syni sína tvo aftur til Vínar, og gat fjármagnað menntun þeirra með móðurarfi sínum, eftir að hún var skilin við eiginmanninn.

 

Pfeiffer var þá orðin 45 ára, og hafði uppfyllt þær kröfur sem hún taldi að samfélagið ætti rétt á að gera til sín, hún hafði gifst og alið upp börnin sín með eins sómasamlegum hætti og henni var unnt. Því ákvað hún að láta drauma sína rætast, og ferðast. Fyrsta ferðalag hennar lá til Landsins helga, sem hún áleit að væri viðeigandi metnaður fyrir dömu á hennar aldri. Það tók hana tvö ár að safna fyrir ferðinni, en peningaskortur átti eftir að hafa mótandi áhrif á öll hennar ferðalög, á tímum þegar flestir frístundaferðalangar, karlkyns eða kvenkyns, voru bæði auðugir og vel menntaðir.

 

Eftir sína fyrstu ferð skrifaði Pfeiffer ferðabók upp úr dagbókum sínum, og notaði ágóðann til að fara í fleiri ferðalög. Það var einmitt í annarri ferð sinni sem hún fór til Skandinavíu og Íslands, en síðar meir fór hún einnig tvær mismunandi leiðir kringum hnöttinn. Hennar síðasta ferð, árið 1857, lá til Madagascar. Hún gekk inn í afar eldfimt ástand. Samfélagið logaði af nornaveiðum og drottningin Ranavalona I varpaði Pfeiffer í fangelsi fyrir að vera útsendari evrópskra nýlenduherrra. Pfeiffer tókst að sleppa, en á flóttanum veiktist hún af malaríu sem stöðvaði frekari ferðalög hennar, og dró hana til dauða í Vín árið eftir.

 

Pfeiffer í ferðafötum með skordýranet. Myndin birtist í evrópsku tískutímariti.

Pfeiffer í ferðafötum með skordýranet. Myndin birtist í evrópsku tískutímariti.

 

Bókina sem Pfeiffer skrifaði um ferð sína til Íslands er hægt að nálgast ókeypis í enskri þýðingu á vef Gutenberg verkefnisins. Hana hraðlas ég, auk nokkurra greina sem gera úttekt á óríentalisma í skrifum kvenkyns ferðalanga á 19. öld, en skrif Pfeiffer og annarra ferðalanga um Austurlönd nær, Asíu, Ameríku og Afríku hafa verið heilmikið rannsakaðar undanfarna áratugi í sambandi við evrópska nýlendustefnu. Bók Pfeiffer um Ísland er aldrei með í þeirri umfjöllun. Væntanlega finnst engum ferðaskrif um Ísland áhugaverð, nema þá auðvitað Íslendingum sjálfum. Flestir þeirra evrópsku og bandarísku höfunda sem ég las voru á þeirri skoðun að konur hefðu haft örlítið flóknari nálgun á framandi menningar en karlmenn, og í færslu í Women in World History. A Biographical Encyclopaedia um Pfeiffer er henni hælt sérstaklega fyrir skilning og samúð með aðstæðum fólks í löndunum sem hún heimsækir.

 

Í svona aðstæðum þá tel ég það dýrmætt að vera Íslendingur. Þegar Evrópubúar fóru að skrifa ferðabækur fyrir alvöru, eftir að þeir römbuðu á Nýja heiminn, þá urðu ýmis ágætlega þekkt lönd skyndilega áhugaverð, þar á meðal Ísland. Þá var um að gera að lýsa því landi á sem furðulegastan hátt, til að toppa þær furðusögur sem bárust frá hinu nýja meginlandi. Þekktasta dæmið á Íslandi um þetta hlýtur að vera Íslandsfrásögn Dithmars Blefken. Þó þeir vísindaleiðangrar sem legðu leið sína til Íslands á sautjándu, átjándu og nítjándu öld væru nú skömminni skárri en bullarinn Blefken, þá deildu þeir allir ákveðinni afstöðu. Ísland var á mörkum þess að tilheyra Evrópu, landslag og náttúra þóttu allskostar framandi, og fólkið, tjah, var það Evrópubúar eða ekki? Íslendingar gátu bæði átt kost á inngöngu í Kaupmannarhafnarháskóla og erindi á Skrælingjasýningu, og kannski var það einmitt þessi tvíræðni sem virkilega truflaði erlenda ferðalanga, þegar þeir litu á íslenska bændur þurftu þeir að horfa framan í Skrælingjann í sjálfum sér.

 

Oft hef ég tekið eftir því að Íslendingar fyllast ákveðinni kátínu þegar þeir lesa lýsingar erlendra manna á því hve skítugir, fáfróðir og ógeðfelldir Íslendingarnir sem þeir hittu á 19. öld hafi verið. Þetta eru eflaust viðbrögð við þeirri ýktu þjóðerniskennd sem er nuddað framan í okkur öll á tyllidögum og í skólakerfinu, og því skiljanleg. En það er eitthvað rangt við að hlæja að þessu. Myndum við fyllast kátínu þegar þessir sömu ferðalangar lýsa barnaskap, dugleysi og heimsku fólks í Afríku, Austurlöndum eða Asíu? Ég held ekki. Eða ég vona ekki. Það er okkur dýrmætt að Ísland hafi verið flokkað á þennan hátt, því með þeirri innsýn og samúð sem við höfum gagnvart lifnaðarháttum forfeðra okkar, þá getum við séð í gegnum þá fordóma og þau forréttindi sem stjórnuðu þessum höfundum þegar þeir skrifuðu um aðrar þjóðir.

 

Því það er virkilega truflandi að lesa „samúðarfulla og skilningsríka“ frásögn Pfeiffer af tveggja og hálfs mánaðar dvöl hennar hér á Íslandi. Í upphafi frásagnarinnar birtir hún útdrátt úr bók Skotans Mackenzie, Travels in Iceland, þar sem öll helstu mannföll síðustu hundrað ára á Íslandi eru m.a. talin upp. Hún hafði því ágæta þekkingu á þeim efnahagslegu erfiðleikum sem Íslendingar bjuggu við, en sú þekking hafði lítil áhrif á framkomu hennar við Íslendinga. Lýsing hennar á fólkinu sem hún hittir eru dreifðar um bókina, en á einum stað gerir hún beinlínis upp við væntingar sínar og þau vonbrigði sem Íslendingar ollu henni. Hún viðurkennir að hún hafi fyrirfram gert sér vonir um að Íslendingar stæðu öðrum Evrópuþjóðum framar að mannkostum, vegna fátæktar og einangrunar. Þegar hún kemst að hinu gagnstæða, þá hvarflar ekki að henni að endurskoða viðhorf sín til mannbætandi áhrifa fátæktar og einangrunar, það er bara eitthvað að Íslendingum.

 

Kápumyndin. Hver kannast ekki við þetta landslag?

Kápumyndin. Hver kannast ekki við þetta landslag?

 

Í Reykjavík gistir hún hjá Bernhöft bakara og fjölskyldu hans, og kann þeim vel söguna. Heldri borgarar í Reykjavík þykja henni hins vegar almennt ómerkilegur pappír, enda sýndu þeir henni litla sem enga vinsemd meðan á dvöl hennar stóð. Pfeiffer trúði því að það væri vegna þess að öfugt við flesta erlenda ferðalanga, þá var hún hvorki rík né fræg. Athygli íslensks almúga kann hún hins vegar lítt að meta, og virðist nokkuð blind á það að með því er hún að sýna nákvæmlega sömu framkomu og reykvískir góðborgarar sýndu henni.

 

Lýsingar Idu Pfeiffer á íslenskum almenningi eru margvíslegar og oft býsna áhugaverðar, því húsmóðir úr millistétt kemur óneitanlega með öðruvísi sjónarhorn til framandi lands en háskólamenntaður aristókrati. Tvö atriði renna þó eins og rauður þráður í gegnum lýsingar hennar á Íslendingum, hún hættir ekki að undrast það hversu fátækir þeir séu, og jafnframt skelfilega ágjarnir. Aftur og aftur lýsir hún fátækt landsmanna, sem ekki einu sinni prestarnir eru undanskyldir, og á næstu blaðsíðu botnar hún síðan ekkert í því af hverju allir vilja að hún greiði fyrir gistingu, fyrir leiðsögn, fyrir leigu á hesti. Þetta finnst henni fyrir neðan allar hellur, og græðgi Íslendinga leggst ofan á þá lesti þeirra að vera of hugmyndasnauðir og latir til að bæta efnahagslegar aðstæður sínar.

 

Einn af fyrstu leiðöngrum Idu á Íslandi var ferð til Krýsuvíkur. Þar var henni í fyrsta skipti boðið að gista í kirkju. Fátt virðist hafa hneykslað borgaralegt siðferði hennar meira á Íslandi: „I do not suppose that a parallel instance of desecration could be met with even among the most uncivilised nations.“ Hún undrast að þetta skuli hreinlega ekki vera bannað með lögum. En, eftir þetta, þá neitar Pfeiffer að sofa nokkurs staðar annars staðar en í kirkjum. Hún getur ekki hugsað sér að sofa í vistarverum innfæddra, því það er bara alltof ógeðslegt. Í eitt skipti neyðist hún til að gista á bæ þar sem ekki er völ á neinni kirkju, en getur sem betur fer fundið geymslu sem lyktar betur en Íslendingar.

 

Þrátt fyrir fullyrðingar Idu um að Íslendingar séu alvanir því að vanhelga kirkjur með því að gista í þeim, þá virðist hún samt yfirleitt vekja undrun þegar hún gengur út úr kirkju að morgni til: „Nothing amused me more, when I had lodgings of this description, than the curiosity of the people, who would rush in every morning, as soon as I opened the door.  The first thing they said to each other was always, “Krar hefur hun sovid.”“

 

Bókin er skreytt 8 myndum en ekki er getið höfundar.

Bókin er skreytt 8 myndum en ekki er getið höfundar.

 

Af ýmsu að dæma í bókinni, þá virðist Ida hafa haft einstaka tungumálahæfileika. Hún virðist aðallega hafa tjáð sig á dönsku meðan hún var á Íslandi, þó ekki viti ég hvar hún lærði hana, en náði auðsýnilega ágætis grundvallartökum á íslensku. Enda er eitt frægasta atriðið úr ævi hennar þegar hún var stödd í Indónesíu og vingaðist við herskáar mannætur með því að gantast við þær á tungumálinu Batak. Miðað við hæfileka hennar, menntun og það sem Íslendingum  hafa virst auðæfi, þá er kannski ekki að undra að Íslendingar hafi ítrekað álitið hana menntaðri en hún var. Prestar gerðu almennt séð ráð fyrir því að hún kynni latínu, og þetta virðist hafa farið ósegjanlega í taugarnar á Pfeiffer. Að kona kynni latínu! Hversu fávíst gat þetta fólk eiginlega verið! Mögulega þótti henni þetta svona niðurlægjandi af því að sem barn og unglingur hafði hún viljað læra latínu? Eða gáfu Íslendingar óafvitandi í skyn með þessu að Pfeiffer væri of karlmannleg, sem var ásökun sem hún hafði þurft að verjast allt frá barnæsku?

 

Margir Íslendingar gerðu sér líka væntingar um að þessi framandi, evrópska kona kynni lækningar og gæti hjálpað þeim:

 

„ … once, in the course of one of my solitary wanderings about Reikjavik, on my entering a cottage, they brought before me a being whom I should scarcely have recognised as belonging to the same species as myself, so fearfully was he disfigured by the eruption called “lepra.”  Not only the face, but the whole body also was covered with it; the patient was quite emaciated, and some parts of his body were covered with sores.  For a surgeon this might have been an interesting sight, but I turned away in disgust.“

 

Hún hafði hreinlega ekki til örðu af samúð með manneskju sem var að dauða komin og örvæntingunni sem fékk fjölskyldu hennar til að grípa hvert hálmstrá í von um hjálp. Ef eitthvað er, þá virðist henni hafa þótt atvikið hálfhlægilegt. Í þessu samhengi þá verður samúð hennar með íslenska hestinum, sem Íslendingar misnotuðu sárlega vegna heimsku sinnar, leti og grimmdar, ekkert nema furðuleg.

 

Ida Pfeiffer gekk að sjálfsögðu á Heklu.

Ida Pfeiffer gekk að sjálfsögðu á Heklu.

 

Kannski hafa evrópsku og bandarísku fræðimennirnir rétt fyrir sér, og skrif Idu Pfeiffer um íbúa Indónesíu, Kína og Austurlanda voru almennt séð umburðarlynd, skilningsrík og samúðarfull. Ég hef ekki lesið fleiri bækur eftir hana, og kynnti mér ekki einu sinni sérlega vel hvað hún hafði að segja um norska og sænska bændur. Mögulega var bara eitthvað við Íslendinga sem vakti upp í henni þessa óstjórnlegu fyrirlitningu. Kannski voru Íslendingar í alvörunni svona vonlausir, eða þá að það var bara ekkert heillandi við frumstæða bændur þegar þeir voru hvítir í framan og gátu lesið latínu. En ef til vill upplifa fræðimenn, sem skrifa ekki á evrópskum tungumálum, bækur hennar og annarra kvenkyns ferðalanga á annan  og verri hátt.

]]>
Svarti listinn í Hollywood og nornaveiðarnar í kalda stríðinu http://lemurinn.is/2015/03/03/svarti-listinn-i-hollywood-og-nornaveidarnar-i-kalda-stridinu/ 2015-03-03T17:40:10+00:00 Á árunum í kringum 1950 voru stundaðar nornaveiðar gegn kommúnistum í Bandaríkjunum. Margir leikarar og kvikmyndagerðarmenn voru settir á svartan lista sem meinaði þeim að starfa í Hollywood. Þetta eyðilagði feril margra hæfileikaríkra listamanna. Leikkonan Lee Grant var á meðal þeirra þó hún hefði aldrei komið nálægt kommúnisma.

 

Þegar teikningarnar af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten árið 2005 varð umræða um mikilvægi tjáningarfrelsisins áberandi. Sú umræða varð síðan enn háværari eftir árásina á franska skopmyndablaðið Charlie Hebdo í janúar 2015. Fólk virtist flest vera á einu máli um að tjáningarfrelsið væri eitt af grunnstoðum vestræns samfélags.

 

Þessi mikilvægu gildi virðast þó ekki alltaf þótt svo heilög þegar litið er til sögunnar. Í raun var tjáningarfrelsið, og þá líka skoðanafrelsið, vestrænum stjórnvöldum verulegur óþægur ljár í þúfu á meðan kalda stríðinu stóð. Þeim fannst að stemma yrði stigum við uppgangi kommúnismans hvar sem væri í heiminum og með hvaða meðölum sem dygðu. Réttur einstaklingsins til eigin skoðana eða að tjá þær sömu skoðanir var þar af leiðandi lítil vörn í þessu hugmyndastríði heimsveldanna.

 

Þann 24. nóvember 1947 voru ellefu menn, rithöfundar, handritshöfundar og leikstjórar sem unnu í Hollywood, kallaðir fyrir nefnd um „óameríska starfsemi“ á vegum bandaríska þingsins sem meðal annars hafði það hlutverk að rannsaka tengsl listamanna og ýmissa áhrifamanna í Bandaríkjunum við Kommúnistaflokkinn í Bandaríkjunum (nefndin var House Un-American Activities Committee – HUAC).

 

Tíu af ellefu neituðu að svara spurningum um hvort þeir höfðu á einhverjum tímapunkti verið meðlimir í Kommúnistaflokki Bandaríkjanna. Sá eini sem ákvað að svara spurningum nefndarinnar var þýska skáldið Bertold Brecht sem fljótlega yfirgaf landið eftir fundinn.

 

Vídjó

 

Fyrir vikið voru Hollywood-tíumenningarnir, eins og þeir voru kallaðir, dæmdir í fangelsi fyrir að sýna Bandaríkjaþingi vanvirðingu.

 

Daginn eftir að þingfundinum lauk voru mennirnir tíu settir á svartan lista sem meinaði þeim um að vera ráðnir til starfa við kvikmynda-eða sjónvarpsgerð eða að fá verk sín gefin út.

 

Þetta var upphafið á einu umdeildasta tímabili í sögu Hollywood þar sem fjöldi fólks er starfaði í draumaverksmiðjunni svokölluðu lenti á svörtum lista sem meinaði þeim, beint og óbeint, um lífsviðurværi sitt.

 

Hollywood var klofin í afstöðu sinni til þessara manna. Stjörnur eins og John Wayne, Gary Cooper, Ronald Reagan og Barbara Stanwyck gáfu öll vitnisburð fyrir HUAC og lýstu yfir stuðningi sínum við nefndina.

 

Á hinn bóginn myndaði hópur frjálslyndra Hollywood-stjarna samstöðuhóp um fyrsta ákvæðið í stjórnarskrá Bandaríkjanna til stuðnings við tíumenninganna. Meðal þeirra sem skipuðu þennan hóp Hollywood-stjarna voru þau Katharine Hepburn, Humphrey Bogart, kvikmyndaleikstjórinn John Huston og Lauren Bacall.

 

Hér má sjá myndband sem gerð var á þeirra vegum um tíumenninganna. John Berry, leikstjóri myndbandsins, var sjálfur settur á svartan lista eftir útgáfu þess.

 

Vídjó

 

Þegar upp komst um tengsl tíumenninganna við Bandaríska kommúnistaflokkinn, dró Humphrey Bogart, ásamt fleirum, stuðning sinn við þá til baka og skrifaði opið bréf til pressunnar þar sem hann lýsti því yfir að hann væri engin kommúnisti. Margir urðu til að gagnrýna Bogart fyrir heigulshátt sem hann aftur á móti sór af sér.

 

im-no-communist-humphrey-bogart-93292629025-1

Ég er enginn kommi.

 

Næstu ár eftir að tíumenningarnir voru dæmdir var fjöldi fólks sett á svarta listann. Oftast fyrir litlar sakir. Sumir björguðu sér frá listanum með því að vera samvinnuþýðir og ljóstruðu upp um tengsl marga samstarfsmanna sinna við Kommúnistaflokkinn, á meðal þeirra sem það gerðu voru leikstjórinn Elia Kazan og leikarinn Sterling Hayden.

 

Ein þeirra fjölmörgu sem lentu á listanum var ung og upprennandi leikkona að nafni Lee Grant.

 

MBDINPR EC005

 

Lee Grant þótti ein efnilegasta leikkona Hollywood. Árið 1951 hlaut hún verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir leik sinn í kvikmyndinni Detective Story og árið eftir var Grant tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir sömu mynd.

 

En Adam var ekki lengi í paradís eins og leikkonan unga átti eftir að komast að. Í lok árs 1951 var Grant beðin um að halda minningarræðu í jarðarför J. Edward Bromberg, þekkts leikara í Hollwood sem hafði látist af völdum hjartaáfalls.

 

Í ræðu sinni vildi Grant kenna HUAC um ótímabæran dauða Bromberg. Hún sagði að álagið sem fylgdi því að liggja undir grun um að vera kommúnisti hafi verið honum ofviða.

 

Eftir flutning ræðu sinnar var Grant kölluð fyrir HUAC og hún beðin um að bera vitni gegn eiginmanni sínum sem hún neitaði að gera. Tengsl manns hennar við Kommúnistaflokkinn voru aldrei sönnuð.

 

Nokkrum dögum síðar var Grant komin á svarta listann. Leikkonan var þá 24 ára gömul.

 

Næstu 12 árin barðist Grant fyrir því að vera tekin af listanum með aðstoð margra góðra manna. Allt kom þó fyrir ekki.

 

Árið 1962 voru flestir leikarar komnir af listanum enda nýr frjálslyndur forseti að nafni John F. Kennedy kominn til valda. Skilaboðin til lögfræðinga Lee Grant voru aftur á móti þau að á meðan hún kæmi ekki upp um manninn sinn yrði hún áfram á listanum.

 

Lee Grant greinir frá reynslu sinni í viðtali frá 2012:

Vídjó

 

Árið 1964 var Lee Grant loksins tekin af listanum, þá 36 ára gömul og öll hennar bestu ár að baki, en fæstar leikkonur fengu mikla vinnu eftir þrítugt á þeim árum.

 

Grant lét sig þó ekki hugfallast og eftir eftirtektaverða framistöðu í sjónvarpsþáttunum Peyton Place, þar sem hún lék konu með vafasama fortíð, fékk hún aftur tilboð frá Hollywood.

 

Hlutverkin sem hún fékk voru þó fæst bitastæð og ef ekki hefði verið fyrir þá Norman Jewison, leikstjóra myndanna The Russians are Coming! The Russians are Coming! og Moonstruck, og Hal Ashby (Harold and Maude og Being There) þá væri Grant líklega að mestu gleymd í dag.

 

in-the-heat-of-the-night

 

Sá fyrrnefndi réð Grant í hlutverk í syrgjandi ekkju í glæpadrama-myndinni In the Heat of the Night en hún fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í myndinni.

 

Hal Ashby, sem var aðstoðarleikstjóri myndarinnar, hreifst svo af leik hennar að hann fékk hana til að leika í myndum sínum The Landlord og Shampoo. Fyrir seinna hlutverkið hlaut Grant óskarsverðlaunin sem besta leikkonan í aukahlutverki.

 

Hér má sjá þegar Lee Grant tók við óskarsverðlaununum en í þakkarræðu sinni má vel greina biturleika hennar gagnvart Hollywood vegna þeirra ára sem hún var á svarta listanum:

Vídjó

]]>
Óvinur mannkynsins http://lemurinn.is/2015/02/27/ovinur-mannkynsins/ 2015-02-27T18:20:25+00:00 Rússnesk áróðursmynd frá 1915 sýnir Vilhjálm II Þýskalandskeisara sem djöful. Þetta var í fyrri heimsstyrjöldinni og Þjóðverjar og Rússar börðust í austri.

 

]]>
Karl Lagerfeld útnefnir kött sem erfingja sinn http://lemurinn.is/2015/02/27/karl-lagerfeld-utnefnir-kott-sem-erfingja-sinn/ 2015-02-27T12:22:29+00:00 Tískumógúllinn háaldraði með sólgleraugun og leðurgrifflurnar, Karl Lagerfeld, settist á dögunum í sófann hjá frönskum sjónvarpsmanni og sagði honum allt af létta um erfðamál kattarins Choupette, sem er augasteinn Lagerfelds, líf hans og yndi.

 

Choupette er hvít og kelin læða af Búrmakyni með blá augu. Síðan hún kom inn í líf Lagerfelds hefur tilvera hans að mestu snúist um hana. Hún hefur orðið honum innblástur við listræna stjórn Chanel-tískuhússins og að sögn haft áhrif á tískuna sem þar er framleidd. Choupette á sér samtals 90.000 fylgjendur á samfélagsmiðlum, bæði á Facebook, Twitter og á Instagram. Choupette á sér eigin bankareikning og hefur nú verið gerð að erfingja Karls Lagerfeld.

 

Choupette og Karl Lagerfeld.

Choupette og Karl Lagerfeld.

 

Um samband sitt og Choupette segir Lagerfeld: „Ég átti ekki von á þessu. Ég hefði aldrei trúað að svona myndi koma fyrir mig, þannig lagað, að leggja ást á kött. Það er næstum hlægilegt, en samt er ég alsæll. Þegar ég er á ferðalagi læt ég senda mér myndir af henni. Ég vil vera viss um að hún sé glöð og heilbrigð. Dýralæknirinn sagði mér að hann hefði aldrei kynnst nokkrum manni sem væri jafn ofsóknarbrjálaður í sambandi við kött og ég.“

 

Brot úr viðtalinu:

Vídjó

 

Lagerfeld samdi nýlega bók um köttinn sinn, og nefndi hana Choupette, töfrandi líf tískukattar. Hún var gefin út hjá virtu frönsku forlagi, Flammarion, sem einnig gefur út verk rithöfundarins Michel Houellebecq.

 

Choupette fær að ráfa, hoppa og skoppa að vild í þotu Lagerfelds.

Choupette fær að ráfa, hoppa og skoppa að vild í þotu Lagerfelds.

 

Karl Lagerfeld hefur gengið úr skugga um að eftir hans dag verði séð fyrir Choupette. „Hún á dágóða summu inni á reikningi sem ég stofnaði fyrir hana, það er eiginlega arfur. Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá verður henni komið til ákveðins umsjónaraðila sem verður ekki á flæðiskeri staddur,“ sagði Lagerfeld. „Choupette er rík stelpa!“ bætti hann við.

 

Choupette er prinsessan eina í lífi Lagerfelds. Hann klykkti út með litríkri og söguþrunginni tilvísun: „Hefurðu ekki séð málverkið Las meninas, Hirðdömurnar, eftir spænska málarann Velázquez, þar sem spænska krónprinsessan Margarita er í hópi nokkurra hirðmeyja? Já, Choupette er prinsessan Margarita.“

 

I really bring out @giseleofficial’s #beauty. Don’t you think, @voguebrasil?

A photo posted by Choupette Lagerfeld (@choupettesdiary) on

Choupette í örmum brasilísku ofurfyrirsætunnar Gisele.

 

Who would like to join moi for breakfast? The bill is on Daddy! #Choupette #choupettesdiary #Chanel

A photo posted by Choupette Lagerfeld (@choupettesdiary) on

Konunglegur matseðill í höll Lagerfelds.

 

Smile dahhhling or I make you into a #Fendi keychain!

A photo posted by Choupette Lagerfeld (@choupettesdiary) on

]]>
Horft yfir rústir Gyðingahverfisins í Varsjá http://lemurinn.is/2015/02/27/horft-yfir-rustir-gydingahverfisins-i-varsja/ 2015-02-27T00:34:19+00:00 Ung stúlka horfir yfir rústirnar af gettói Gyðinga í borginni Varsjá í Póllandi, 1945.

 

Hverfi Gyðinga í Varsjá var sett upp af nasistum haustið 1940 og var stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Um tíma bjuggu yfir 400 þúsund Gyðingar á þessum 3,4 ferkílómetra reit. Um þrjú hundruð þúsund þeirra létust í útrýmingar- og þrælkunarbúðum, eða í uppreisninni gegn valdstjórn nasista 1943. Í kjölfarið jöfnuðu þýskar hersveitir hverfið við jörðu og drápu þá fáu sem eftir voru lifandi.

]]>
Vereshchagin: Málarinn sem málaði „of raunsæjar“ myndir af stríðsátökum http://lemurinn.is/2015/02/25/19-aldar-raunsaeisstefnumalverk-af-vettvangi-ataka-a-framandi-slodum/ 2015-02-25T09:13:53+00:00 Vasily Vereshchagin fæddist árið 1842 í Rússlandi. Á unglingsárunum lærði hann til sjóliða í Sankti-Pétursborg og sigldi á gufuskipinu Kamchatka til Danmerkur, Frakklands og Egyptalands. Hann fór seinna í háskólann í Sankti-Pétursborg og 22 ára fór hann til Parísar þar sem hann lærði málaralist undir Frakkanum Jean-Léon Gérôme sem lagði mikla áherslu á menningu Austurlanda.

 

Vasili_Vereshchagin,_1902

Vereshchagin árið 1902.

 

Á seinni hluta 19. aldar ferðaðist Vereshchagin víða, meðal annars til Túrkestans (í dag Úsbekistan), Sýrlands, Palestínu, Indlands, Filippsseyja, Kína, Japans, Bandaríkjanna, Kúbu og Tíbet og sýndi verk sín í München, Berlín, Dresden, Vín og London. Hróður hans fór víða. Hann var vitni að stríðsátökum í Túrkestan (Úsbekistan), stríði Rússa og Tyrkja 1878-1879, Japana og Kínverja 1894-5, Boxarauppreisninni í Kína 1900. Hann lést um borð í herskipinu Petropavlovsk sem sigldi á tundurdufl við Port Arthur í stríði Rússa og Kínverja 1904-5.

 

Málverk hans voru bönnuð af rússneskum yfirvöldum vegna þess að þeim þótti hann draga upp slæma mynd af rússneska hernum og hernaði almennt. Sagt er að þýski hershöfðingjnn Helmuth von Moltke hafi skoðað sýningu á verkum Vereshchagins árið 1882 og lagt blátt bann við að þýskir hermenn skoðuðu sýninguna (stríðsmálaráðherra Austurrísk-Ungverska keisaradæmisins á að hafa gert það sama). Eftirfarandi textabút skrifaði Vereshchagin sem inngang að málverkasýningu sem haldin var í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum árið 1889:

 

Observing life through all my various travels, I have been particularly struck by the fact that even in our time people kill one another everywhere under all possible pretexts, and by every possible means. Wholesale murder is still called war, while killing individuals is called execution. Everywhere the same worship of brute strength, the same inconsistency; on the one hand men slaying their fellows by the million for an idea often impracticable, are elevated to a high pedestal of public admiration: on the other, men who kill individuals for the sake of a crust of bread, are mercilessly and promptly exterminated—and this even in Christian countries, in the name of Him whose teaching was founded on peace and love. These facts, observed on many occasions, made a strong impression on my mind, and after having carefully thought the matter over, I painted several pictures of wars and executions. These subjects I have treated in a fashion far from sentimental, for having myself killed many a poor fellow-creature in different wars, I have not the right to be sentimental. But the sight of heaps of human beings slaughtered, shot, beheaded, hanged under my eyes in all that region extending from the frontier of China to Bulgaria, has not failed to impress itself vividly on the imaginative side of my art. And although the wars of the present time have changed their former character of God’s judgments upon man, nevertheless, by the enormous energy and excitement they create, by the great mental and material exertion they call forth, they are a phenomenon interesting to all students of human civilization. My intention was to examine war in its different aspects, and transmit these faithfully. Facts laid upon canvas without embellishment must speak eloquently for themselves.

 

at-the-fortress-walls-let-them-enter-1871

Málverkið „Við kastalavegginn: Veitið þeim inngöngu!” frá árinu 1871 sýnir Rússa hertaka kastalann við Khiva, sem tilheyrir Úsbekistan í dag.

Óviðbúin árás 1871

Málverkið Óviðbúin árás frá 1871 er einnig frá Túrkestan (Úsbekistan).

Hápunktur stríðsmennsku

Málverkið Hápunktur stríðsmennsku 1871 átti upphaflega að vera tileinkað Túrkmenanum Tímur (1336-1405), stofnanda Tímúrveldisins en Vereshchagin ákvað að tileinka verkinu „öllum stórkostlegum herforingjum, í fortíð, samtíð og framtíð.”

 

after-the-attack-dressing-station-near-plevna-1881

Málverkið „Eftir árásina: sjúkrabúðirnar við Plevna” frá 1881 sýnir aðstæður í orrustunni við Plevna í stríði Rússa og Ottóman-Tyrkja 1877-8.

 

blowing-from-guns-in-british-india-1884

Málverkið „Skotið úr byssunum í Indlandi Breta frá árinu 1884 sýnir mjög ógeðfellda aftökuaðferð þar sem fórnarlambið er bundið við fallbyssu sem svo er hleypt af. Myndin er ekki sögulega nákvæm en sagt er að Bretar hafi keypt myndina og látið eyðileggja.

 

Tenglar

]]>
New Order breytti Blue Monday fyrir Sunkist http://lemurinn.is/2015/02/12/new-order-breytti-blue-monday-fyrir-sunkist/ 2015-02-12T15:50:55+00:00 Það væri eflaust hægt að skrifa fjölmargar færslur um eitt vinsælasta danslag allra tíma, „Blue Monday,“ með ensku hljómsveitinni New Order. Talið er að 12″ smáskífa lagsins á vínyl sé sú vinsælasta sinnar tegundar í tónlistarsögunni… sem var reyndar bagalegt fyrir hljómsveitina þegar lagið kom fyrst út árið 1983. Margir kannast eflaust við söguna um hinn gífurlega kostnað við framleiðslu á plötuumslaginu, sem var hannað af Peter Saville – samstarfsmanni New Order/Joy Division til margra ára. Fór svo að Factory Records, plötuútgefandi New Order, tapaði 5 pensum á hverri einustu selda eintaki og hljómsveitin sjálf græddi ekki neitt – svo íburðarmikið og glæsilegt var umslagið.

 

Þessi saga hefur verið lífseig enda ekki alveg ósönn með öllu. „Blue Monday“ átti eftir að verða endurútgefin á smáskífu árið 1988 og náði þá aftur miklum vinsældum um allan heim – í þetta skiptið gefin út í hefðbundnu (ódýru) umslagi. Hljómsveitin sá þó lítið af hagnaði af plötusölu þrátt fyrir fagurfræðilega frábærar breiðskífur sem höfðu komið út á árunum áður. En árið 1988 þegar Blue Monday var að ná vinsældum á nýjan leik barst hljómsveitinni tilboð úr óvæntri átt.

 

Bandaríski gosdrykkjaframleiðandinn Sunkist fannst mikið til lagsins koma og bauð New Order 200 þúsund dollara fyrir að taka lagið upp á nýjan leik með því að breyta textanum örlítið.

 

How does it feel
To treat me like you do
When you’ve laid laid your hands upon me
And told me who you are 

Those who came before me
Lived through their vocations

 

Átti að verða:

 

How does it feel
when a new day has begun?
When you’re drinking in the sunshine
Sunkist is the one

When you need a taste for living
Sunkist is the one

 

Þeir Bernard Sumner, söngvari og gítarleikari, og Peter Hook, bassaleikari, hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Þeir fóru í upptökuver og gerðu tilraun til að syngja nýja textann en án árangurs, þeir gátu einfaldlega ekki hætt að hlæja! Hook ákvað þá að skrifa á stórt pappaspjald „200.000 $“ og hengja það upp fyrir framan hljóðnemann. Við það gekk söngurinn betur og allt virtist klárt.

 

Eða allt þangað til umboðsmaður hljómsveitarinnar Rob Gretton (sem er mjög afdráttarlaus í skoðunum og tjáskiptum svo vægt sé til orða tekið), komst að tilboðinu. Gretton er með mjög alvarlegt ofnæmi fyrir hvers kyns starfsemi sem flokkast undir „sell-out“ og stöðvaði þessi viðskipti undir eins.

 

En árið 1993 var tekin upp heimildarmyndin NewOrderStory© vegna útgáfu breiðskífunnar Republic. Í myndinni var ákveðið að taka upp grínútgáfu af þessari auglýsingu, til að heyra og sjá hvernig lagið hljómaði. Þá bráðfyndnu útgáfu má sjá hér:

 

Vídjó

 

-via Dangerous Minds

]]>
Sorgleg endalok fyrstu íslensku leikkonunnar sem lék í Hollywood http://lemurinn.is/2015/02/03/sorgleg-endalok-fyrstu-islensku-leikkonunnar-sem-lek-i-hollywood/ 2015-02-03T14:08:58+00:00 Sigrún Olga Sveinsdóttir var dóttir Sveins Sölvasonar og Margrétar Andrésdóttur sem fluttust vestur um haf 1888. Heimildum virðist ekki bera saman um það hvort Sigrún hafi fæðst 1897 eða 1910. Það flækir málið enn frekar að á stuttri ævi Sigrúnar notaðist hún við fleira en eitt nafn.

 

Í öllu falli tilheyrði Sigrún annarri kynslóð Vesturfara, íslenskra landnema í Kanada. Hún notaði sviðsnafnið Rae Randall og lék í stóru Hollywood kvikmyndunum The King of Kings (1927) and The Godless Girl (1929). Sé það rétt að hún hafi verið fædd 1910, eins og stendur á legsteini hennar, hefur hún verið aðeins 17 ára gömul þegar hún lék The King of Kings.

 

Sigrun_Solvadottir

Sigrún.

 

Engar heimildir finnast lífshlaup Sigrúnar, fyrir utan eins dálka tilkynningar, stuttar málsgreinar í dagblöðum og tímaritum um voveiflegan atburð sem seinni tíma bækur nýta sem heimildir. Sú mynd sem dregin er upp af Sigrúnu er af framagjarnri ungri konu:

 

Frétt í dagblaðinu The Southeast Missourian, 11. maí 1934.

Frétt í dagblaðinu The Southeast Missourian, 11. maí 1934.

 

Sigrúnu er lýst sem miklum aðdáenda leikkonunnar Gretu Garbo, að hún hafi viljað vera varaskeifan hennar á setti. Í öðrum fréttum er því lýst hvernig myndir af Sigrúnu og Gretu Garbo þöktu veggina í íbúð hennar – þó hafi þær ekki unnið saman né heldur verið myndaðar saman.

 

Lík Sigrúnar fannst þann 10. maí 1934, einhverjum dögum eftir andlátið. Hún var gift námumanninum Fred Hessert og því samkvæmt amerískum sið átti hún að bera nafnið Sigrun Hessert. Sigrun Hessert, fædd 15. desember 1897, sótti um bandarískan ríkisborgararétt 1930 og á færslu IMDB um Rae Randall er hún sögð fædd 1897. Ef til vill hefur Sigrún sagst vera yngri eða eldri en hún var í raun og veru.

 

Vídjó

 

The Kings of Kings er þögul miðjumynd í þríleik  leikstjórans Cecils B. DeMille sem fjallar um síðustu vikurnar í lífi Jesús Krists. Hægt er að horfa á kvikmyndina á YouTube en höfundur lagði ekki í að þaulleita að Sigrúnu meðal aukaleikara. Finni einhver hana má endilega koma ábendingum um það á hvaða tímapunkti hún kemur fyrir á lemurinn[hja]lemurinn.is eða í Facebook athugasemd að neðan. Einhversstaðar hlýtur henni að bregða fyrir. (Þess má geta að rithöfundurinn og heimspekingurinn Ayn Rand var einnig aukaleikari þessari mynd, og kynntist verðandi eiginmanni sínum á settinu.)

 

Sigrún hvílir í Íslenska kirkjugarðinum í Saskatchewan í Kanada.

Sigrún hvílir í Íslenska kirkjugarðinum í Saskatchewan í Kanada.

 

GretaGarbo_13

Greta Garbo (1905 – 1990) var aðeins tvítug þegar hún vakti athygli í heimalandi sínu Svíþjóð fyrir leik sinn og bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Louis B. Mayer gerði við hana samning. Hún reis hraðbyri upp á stjörnuhimininn í Hollywood með hlutverkum í myndum á borð við Mata Hari (1931), Grand Hotel (1932) og Ninotchka (1939). Hún var þrisvar tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki og fékk sérstök verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistar árið 1954.

 

Heimildir

Jökli Sævarssyni er þakkað fyrir ábendinguna um sögu Sigrúnar.

]]>
Þegar fólk tók ljósmyndir af látnum ástvinum http://lemurinn.is/2015/01/30/thegar-folk-tok-ljosmyndir-af-latnum-astvinum/ 2015-01-30T15:17:59+00:00 Á ljósmyndinni hér fyrir ofan sjáum við látinn mann. Honum er haldið uppi með sérstöku statífi sem notað var þegar látnir voru ljósmyndaðir en það var algeng iðja á nítjándu öld.

 

Ljósmyndatæknin var fundin upp á nítjándu öld. Fyrst um sinn var aðeins á færi ríkra að borga ljósmyndurum fyrir að taka myndir af sér, enda var ljósmyndabúnaðurinn í þá daga rándýr og þunglamalegur. Fyrir daga ljósmyndarinnar voru málverk eina leiðin til þess að festa andlit fólks á myndrænan hátt.

 

Aðalsmenn létu mála myndir af sér til þess að koma í veg fyrir að þeir gleymdust með öllu að þeim gengnum. Þegar ljósmyndatæknin kom svo til sögunnar um miðja nítjándu öld var auðvitað komin ný og miklu auðveldari leið til að fanga fólk um aldur og ævi á myndrænan hátt.

 

deadchil

 

Ljósmynd eftir dauða

Nú þegar hvert mannsbarn er með hágæða ljósmyndavél í snjallsímanum er erfitt að ímynda sér hvernig myndatökur virkuðu á fyrstu áratugum ljósmyndarinnar. Algengt var að fólk léti aðeins taka af sér eina til tvær ljósmyndir á ævinni. Þetta varð til þess að nokkuð sérkennileg gerð ljósmynda þróaðist á seinni hluta nítjándu aldar beggja megin Atlantshafsins. Það voru ljósmyndir af látnu fólki (e. post-mortem photography).

 

Þegar fólk lést áttu ættingjar oft enga ljósmynd af hinum látnu ástvinum. Því var gripið til þess ráðs að ljósmynda líkið til að festa hinn látna á mynd fyrir þá sem eftir lifðu. Og oftar en ekki voru ljósmyndir þessar með dýrmætustu eigum fjölskyldunnar.

 

18khy1jtk7fpsjpg

 

Þetta hjálpaði ættingjum að syrgja, rétt eins og ljósmyndir af þeim látnu hjálpa okkur nútímafólkinu að syrgja okkar ástvini, þó að við neyðumst sjaldnar til að ljósmynda dáið fólk.

 

Ljósmyndir áminning um dauðann

Bandaríski fræðimaðurinn Susan Sontag lýsti hinu undarlega fyrirbæri ljósmyndun í greinasafninu On Photography sem út kom árið 1977. Þar skrifaði hún meðal annars: „Allar ljósmyndir eru áminning um dauðann. Að taka ljósmynd jafngildir því að taka þátt í dauðleika, varnarleysi, breytanleika annarrar manneskju (eða hlutar). Allar ljósmyndir sýna fram á hina miskunnarlausu eyðingu tímans einmitt með því að skera burt þetta augnablik.“

 

Kafka og Sontag.

Kafka og Sontag.

 

Og rithöfundurinn Franz Kafka sagði þetta: „Við ljósmyndum hluti til sópa þeim út úr huganum. Þegar ég skrifa sögur er það eins og að loka augunum.“

 

18khx2wtvzl8rjpg

 

18khx8ry8dn64jpg

 

35ucV-Imgur1

 

62gONw6

 

a98883_8a3eb3fdc8eefdafaedabfe487d7b85b

 

a98883_18khyqnhqvnnrjpg

 

a98883_18ki1hgyd2wp3jpg

Lúðvík II konungur Bæjaralands.

 

a98883_0946454c55efac45a21b513d1260648e

 

a98883_e4bcff8f35156fb9d5db885ad21201bd

 

a98883_e20a12ea63bc263191fb7a2249554ad1

 

a98883_e706060b09c9978790d79794de77862e

 

a98883_ffc732568d54ec5ba0bed48633d0336d

 

a98883_history8

Skáldið Edgar Allan Poe.

 

a98883_pm9

 

a98883_PMblubabalu1

 

a98883_postmortem

 

a98883_skull-illusion-vintage-victorian-post-mortem-photography-woman-black-mourning-dress (1)

 

a98883_victorian-post-mortem-photography-skull-illusion-cvltnation-fat-madison

 

a98883_victorian-post-mortem-photography-skull-illusion-girl-nine-days-dead

 

a98883_vintage-post-mortem-photography-skull-illusion-william-t-anderson

 

dead3001

 

dead4001

 

DeadDogTintype

 

desktop-1414521944

 

desktop-1414521955

 

desktop-1414522511

 

original

 

Post-mortem_photograph_of_young_child_with_flowers

 

Postmortem_man

 

postmorv

]]>
Rasismi og kynferðislegir undirtónar: Shirley Temple lék í vafasömum stuttmyndum á leikskólaaldri http://lemurinn.is/2015/01/28/rasismi-og-kynferdislegir-undirtonar-shirley-temple-lek-i-vafasomum-stuttmyndum-a-leikskolaaldri/ 2015-01-28T14:16:37+00:00 Ein frægasta barnastjarna sögunnar lék í furðulegum stuttmyndum þegar hún var enn á leikskólaaldri. Myndirnar eru vægast sagt vafasamar í augum okkar nútímamanna – hafa tilvísun í kynferðismál og kynþáttahatur. Í ævisögu sinni lýsti Temple þessum myndum sem „ljótri misþyrmingu á barnslegu sakleysi“. 

 

Ef þú pantar Shirley Temple á bar áttu von á því að fá óáfengan kokteil sem inniheldur engiferöl og grenadin síróp. Leikkonan sem drykkurinn var nefndur í höfuðið á þoldi hann ekki, fannst hann of sætur og hafði löngu misst húmor fyrir því þegar fólk pantaði hann óumbeðið fyrir hana í gríni.

 

Frægð Shirley var það mikil að Salvador Dalí notaði andlit hennar í málverkinu Shirley Temple, The Youngest, Most Sacred Monster of the Cinema in Her Time.

Frægð Shirley var það mikil að Salvador Dalí notaði andlit hennar í málverkinu Shirley Temple, The Youngest, Most Sacred Monster of the Cinema in Her Time.

 

Shirley sló í gegn sem barnastjarna á tímum kreppunnar miklu í Bandaríkjunum. Gleðilegt fas hennar og söng- og danshæfileikar gladdi kvikmyndahúsagesti á öllum aldri þegar hart var í ári og frægð hennar náði langt fyrir utan Bandaríkin.

 

shirley

 

Hún tilkynnti starfslok sín í kvikmyndabransanum þegar hún var aðeins 23 ára og helgaði sig fyrst um sinn því að búa öðrum eiginmanni sínum fallegt heimili og hugsa um barnauppeldi eins og þótti móðins þá fyrir konur eftirstríðsáranna í Bandaríkjunum. Seinna átti hún þó eftir að taka til hendinni á stjórnmálasviðinu.

 

Shirley bauð sig fram sem þingmaður fyrir Repúblikanaflokkinn árið 1967 en tapaði. Þó var ferlinum ekki lokið því hún var fulltrúi Bandaríkjanna á þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1969 auk þess sem hún var sendiherra Bandaríkjanna í Ghana og síðan Tékkóslóvakíu ásamt ýmsum öðrum störfum. Hún kom til Íslands í fylgd með Vaclav Havel forseta Tékkóslóvakíu árið 1990 og hitti þá meðal annarra frú Vigdísi forseta.

 

Shirley á Íslandi 1990.

Shirley á Íslandi 1990.

 

Þrátt fyrir farsælan feril Shirley í kvikmyndum og stjórnmálum má segja að hann hafi hafist í frekar vafasömum kvikmyndum.

 

Shirley var uppgötvuð í dansskóla í Los Angeles af leikstjóranum Charles Lamont þegar hún var aðeins þriggja ára. Hann borgaði henni 10 dollara á dag fyrir að leika í stuttmyndaseríu sem nefndist Baby Burlesk. Alls voru átta slíkar myndir framleiddar og voru þær sýndar á undan aðalmynd kvöldsins í kvikmyndahúsum. Shirley lék í sjö af þeim og fékk greidda 50 dollara fyrir hverja mynd.

 

Tveir hermenn keppa um athygli Shirley með því að gefa henni sleikipinna í myndinni War Babies (1932).

Tveir hermenn keppa um athygli Shirley með því að gefa henni sleikipinna í myndinni War Babies (1932).

 

Baby Burlesk myndirnar voru hugsaðar sem stuttar grínútgáfur af þekktum kvikmyndum þess tíma þar sem börn í bleyju að neðan og fullorðinsklæðnaði að ofan stigu í hlutverk hinna fullorðnu.

 

Það er vægast sagt óþægilegt að horfa á sum atriði myndanna í dag þar sem það er augljós kynferðislegur og rasískur undirtónn í sumum þeirra.

 

Vídjó

Sem dæmi má nefna myndina Polly Tix in Washington (1933) þegar Shirley leikur tálkvendið Polly Tix sem sent er til að fá nýjan öldungardeildarþingmann til að kjósa rétt. Polly sést kyssa þingmanninn og þegar hann lýsir því yfir hversu falleg hún sé og hversu æstur hann sé í hana varar Polly hann við með þessum orðum: „I’m expensive.“

 

Vídjó

Dæmi um rasísk þemu í þessum myndum má finna í seinustu myndinni í seríunni sem nefnist Kid in Africa (1933). Þar leikur Shirley kristniboða í Afríku sem er handsamaður af innfæddum sem gera sig líklega til að sjóða hana í potti.

 

Kid in Africa (1933). Gamla afríska mannætustefið notað sem Íslendingar þekkja vel úr teiknimyndasögum Sigmunds úr Morgunblaðinu.

Kid in Africa (1933). Gamla afríska mannætustefið notað sem Íslendingar þekkja vel úr teiknimyndasögum Sigmunds úr Morgunblaðinu.

Að lokum kemur síðan Diaperzan (Bleyju-Tarzan) og bjargar Shirley úr prísundinni. Hún er afskaplega þakklát og ætlar að fá Diaperzan til að hjálpa sér að „siðvæða þessar hræðilegu mannætur“ eins og hún orðar það.
Myndirnar voru að sjálfsögðu framleiddar þegar tíðarandinn var annar en það er áhugavert að skoða hvað þótti í lagi að láta ung börn gera í kvikmyndum á þessum tíma. Shirley var ekki orðin 4 ára þegar hún lék í fyrstu myndinni.

 

Reyndar voru ekki allir sem töldu þetta í lagi og var framleiðslu Baby Burlesk myndanna hætt þar sem Kid in Africa þótti fara yfir strikið. Seinni myndir Shirley voru síðan það sem fólk mundi lýsa sem heilbrigð skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

]]>
Hversdagsleg andlit karla og kvenna sem unnu í útrýmingarbúðum nasista í Bergen-Belsen http://lemurinn.is/2015/01/27/hversdagsleg-andlit-karla-og-kvenna-sem-unnu-i-utrymingarbudum-nasista-i-bergen-belsen/ 2015-01-27T13:47:17+00:00 Þegar Bretar frelsuðu útrýmingarbúðir nasista í Bergen-Belsen í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi hinn 15. apríl 1945 blasti við þeim skelfileg sjón. Sextíu þúsund fangar fundust á lífi, flestir mjög alvarlega veikir vegna vannæringar.

 

Þrettán þúsund lík lágu eins og hráviði út um allt. Í búðunum höfðu alls um 50 þúsund manns látið lífið. Þar á meðal voru margir gyðingar og sovéskir stríðsfangar.

 

Anna Frank lést þarna í mars 1945, aðeins mánuði áður en föngum var bjargað. Gasklefar voru ekki notaðir í Bergen-Belsen, mestu fjöldamorð nasista fóru fram í austurhluta hernámssvæðis þeirra.

 

Eftir stríðslok var réttað yfir 45 af 480 starfsmönnum Bergen-Belsen í hinum svokölluðu Belsen réttarhöldum. Hér sjáum við myndir af nokkrum þeirra ásamt nöfnum og refsingu.

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (11)

Frieda Walter: 3 ára fangelsi.

 

 

582px-The_Liberation_of_Bergen-belsen_Concentration_Camp_1945-_Portraits_of_Belsen_Guards_at_Celle_Awaiting_Trial_August_1945_BU9740

Franz Stöfel: dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (1)

Johanna Bormann: dauðarefsing.

 

 

584px-The_Liberation_of_Ber

Erich Zoddel: dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (2)

Herta Ehlert: 15 ára fangelsi.

 

 

582px-The_Liberation_of_Ber

Wilhelm Dörr: dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (5)

Hildegard Lohbauer: 10 ára fangelsi.

 

 

591px-The_Liberation_of_Ber1

Franz Hoessler: dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (4)

Helene Kopper: 15 ára fangelsi.

 

 

588px-The_Liberation_of_Ber1

Josef Kramer: „Skepnan í Belsen“, dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (3)

Ilse Forster: 10 ára fangelsi.

 

 

579px-Vladislav_Ostrovski

Vladislav Ostrovski: lífstíðarfangelsi.

 

 

The_Liberation_of_Bergen-be

Irma Grese: Ein nafntogaðasta konan í Helförinni. Fundin sek um skelfilega meðferð á föngum, virtist haldin kvalalosta. Hlaut dauðarefsingu og var hengd 13. desember 1945.

 

 

585px-The_Liberation_of_Bergen-belsen_Concentration_Camp_1945-_Portraits_of_Belsen_Guards_at_Celle_Awaiting_Trial_August_1945_BU9741

Ansgar Pichen: dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (12)

Anna Hempel: 10 ára fangelsi.

 

 

585px-The_Liberation_of_Ber2

Ignatz Schlomovicz: Sýknaður.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (10)

Herta Bothe: 10 ára fangelsi.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (9)

Elizabeth Volkenrath: dauðarefsing.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (8)

Gertrude Feist: 5 ára fangelsi.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (7)

Gertrude Saurer: 10 ára fangelsi.

 

 

Female Nazi Concentration Camp Guards (6)

Hilde Liesewitz: 1 árs fangelsi.

]]>
Ellefu ljósmyndir sem sýna ótrúleg og ógnvekjandi augnablik http://lemurinn.is/2015/01/26/ellefu-ljosmyndir-sem-syna-otruleg-og-ognvekjandi-augnablik/ 2015-01-26T20:20:12+00:00 Ljósmyndir eru oftar en ekki mikilvæg sönnunargögn um atburði því þær frysta auðvitað ákveðin augnablik um aldur og ævi. Stundum eru ljósmyndir einmitt teknar á ótrúlegum augnablikum sem okkur finnst ógnvekjandi að skoða.

 

Hér eru nokkur dæmi um slíkar ljósmyndir. Við vörum við sumum þeirra. (Reddit, Wikipedia og fleiri síður)

 

1

Kínverskur ljósmyndari ætlaði að taka myndir af brúnni yfir Yangtze í Wuhan þegar hann sá konu stökkva fram af. Hann náði ekki mynd af henni en tók hins vegar þessa ljósmynd sem sýnir mann konunnar stökkva í kjölfarið.

 

 

2

Filipseyski stjórnmálamaðurinn Reynaldo Dagsa var myrtur 1. janúar 2011. Þetta var á nýársnótt og Dagsa tók þessa mynd af fjölskyldu sinni  – og morðingja sínum, sem skaut hann til bana andartaki síðar.

 

 

3

Bandaríski raðmorðinginn Robert Ben Rhoades tók þessa ljósmynd af fórnarlambi sínu, hinni 14 ára Regina Kay Walters, rétt áður en hann myrti hana.

 

 

4

Hin kólumbíska Omayra Sánchez var 13 ára þegar eldfjallið Nevado del Ruiz gaus árið 1985. Svokallað eðjuhlaup úr eldfjallinu fór af stað og helltist yfir Armero, þorp Omayru litlu, sem þurrkaðist út. 13 önnur þorp gjöreyðilögðust í hamförunum og 25 þúsund manns létust. Þegar björgunarsveitir og blaðamenn komu á staðinn fundu þeir Omayru sem var föst í rústum heimilis síns. Hún gat sig hvergi hreyft og lést 55 klukkustundum síðar, eftir misheppnaðar tilraunir björgunarmanna til að losa hana úr prísundinni. Omayra vakti aðdáun viðstaddra fyrir ótrúlegt hugrekki og reisn. Franski ljósmyndarinn Frank Fournier tók þessa ljósmynd af henni stuttu áður en hún lést. Myndin var svo prentuð í öllum helstu dagblöðum jarðar og hlaut hin eftirsóttu World Press Photo-verðlaun árið 1985 sem besta blaðaljósmynd ársins í heiminum.

 

 

5

Ljósmyndarinn Robert Landsburg ferðaðist mikið í grennd við eldfjallið Mt. St. Helens vorið 1980. Að morgni 18. maí var hann í nokkurra kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Þegar eldfjallið bókstaflega sprakk í tætlur tók hann myndir af öskuskýinu sem nálgaðist óðfluga. Því næst gekk hann frá myndavélinni og setti í bakpokann og lagðist svo ofan á hann. Sautján dögum síðar fannst lík Landsburg í öskunni. Filman var framkölluð og ljósmyndirnar nýttust vel í rannsóknum jarðfræðinga á fjallinu.

 

 

7

Síðasta myndin sem bandaríski útivistargarpurinn Christopher McCandless tók af sjálfum sér í sjálfskipaðri útlegð sinni í Alaska árið 1992. Hann vildi lifa einföldu lífi í faðmi náttúrunnar. Tilraunin endaði með ósköpum því McCandless fannst látinn nokkrum mánuðum síðar. Virtist hafa soltið í hel. Jon Krakauer skrifaði bókina Into the Wild um örlög McCandless en hún hlaut mikla frægð þegar Sean Penn kvikmyndaði söguna árið 2007.

 

Omagh_imminent

Þessi mynd sýnir hressa feðga, spænska ferðalanga sem voru staddir í bænum Omagh á Norður-Írlandi 15. ágúst 1998. Ljósmyndin átti eftir að birtast um allan heim síðar. Aðeins örfáum mínútum eftir að myndin var tekin sprakk rauði bíllinn fyrir aftan feðgana í loft upp, en farangursrými hans var troðfullt af sprengiefni. 29 létust og 300 slösuðust í þessu sprengjutilræði sem öfgahópur tengdur IRA er talinn hafa staðið fyrir. Maðurinn og drengurinn á myndinni lifðu af en myndavélin og filman fundust síðar í rústunum eftir sprenginguna.

 

 

9

Tara Calico, 19 ára, frá Belen í Nýju-Mexíkó, hvarf sporlaust 20. september 1988. Í júní 1989 fannst þessi Polaroid-mynd á bílastæði fyrir framan verslun í Florida. Talið var að myndin væri af Töru og Michael Henley sem hafði líka horfið í Nýju-Mexíkó árið 1988. Lögreglan gat tímasett myndina eftir maí 1989 vegna filmunnar sem notuð var í myndavélina en hún hafði ekki komið á markað fyrr en þá. Margir efast um að drengurinn á myndinni sé Henley, en hins vegar er talið mjög líklegt að stúlkan sé Tara. Bókin My Sweet Audrina eftir V.C. Andrews sést á myndinni, en það er ein af uppáhaldsbókum Töru.

 

 

10

Bræðurnir Sean og Michael McQuilken voru staddir við Moro Rock í Sequoia-þjóðgarðinum í Kaliforníu ásamt fjölskyldunni 20. ágúst 1975. Skyndilega hrönnuðust upp óveðursský. Mikið rafmagn myndaðist og hárið á drengjunum reis. Þetta fannst þeim auðvitað sprenghlægilegt og þessi skemmtilega mynd var tekin. En stuttu síðar sló niður eldingu sem hæfði Sean og fleiri gesti í þjóðgarðinum. Sean lifði sem betur fer af en annar maður sem varð fyrir eldingunni lést. Lesið frásögn Michaels um þennan ótrúlega atburð.

 

 

creepybackstory6

Tveir starfsmenn í þessari vindmyllu í Hollandi létust árið 2013 þegar eldur kviknaði. Þessi mynd sýnir þá faðmast rétt áður en eldurinn eyðilagði vélarhúsið. Lesið meira um málið hér.

 

 

ubYvB

20. apríl 1999 drápu Eric Harris og Dylan Klebold 12 samnemendur sína og einn kennara í Columbine-skólanum í Colorado. Þessi bekkjarmynd var tekin fyrr sama ár. Takið eftir Eric og Dylan efst í vinstra horni.

 

]]>
Mikjáll Jackson, Páll McCartney og Jón Lennon: Þegar Æskan þýddi nöfn stjarnanna http://lemurinn.is/2015/01/26/mikjall-jackson-pall-mccartney-og-jon-lennon-thegar-aeskan-thyddi-nofn-stjarnanna/ 2015-01-26T15:15:45+00:00 Barna- unglingablaðið Æskan kom út í heila öld en það lagði upp laupana fyrir nokkrum árum. Tímaritið fjallaði um allt á milli himins og jarðar og hafði lengi vandaða umfjöllun um popptónlist á síðum sínum.

 

Skemmtilegar þýðingar blaðsins á erlendum nöfnum stjarnanna eru mjög minnistæðar. Af hverju heita stjörnur nútímans ekki Lafði Gaga og Jústiníus Bieber?

 

Skoðum nokkur dæmi:

 

mikjall

 

Screen Shot 2015-01-26 at 12.12.00 PM

 

pall

 

Screen Shot 2015-01-26 at 12.05.53 PM

Teikning Jens Guð.

]]>
Fyrsta teiknimyndasagan: Ævintýri Obadiah Oldbuck http://lemurinn.is/2015/01/26/fyrsta-teiknimyndasagan-aevintyri-obadiah-oldbuck/ 2015-01-26T09:31:30+00:00 Fróðir menn í teiknimyndasögufræðum eru almennt sammála um að fyrsta teiknimyndasagan hafi litið dagsins ljós árið 1837. Það mun vera sagan Histoire de M. Vieux Bois eftir svissneska teiknarann og satíristann Rudolphe Töpffer. Ýmsir telja Töpffer vera einn helsta frumkvöðul teiknimyndaformsins og vísa máli sínu til stuðnings í áður óséða notkun á römmum og það frumlega samspil texta og teikninga sem birtist í verkum hans.

 

Sjálfsmynd Rodolfe Töpffer.

Sjálfsmynd svissneska teiknarans Rodolfe Töpffer.

Samtímamenn höfðu ekki miklar mætur á þessu nýja listformi Töpffers. Það sama má segja um teiknarann sjálfan, en hann taldi söguna einungis við hæfi barna og „lægri stétta“, og virðist ekki hafa gert sér fyllilega grein fyrir umfangi nýjunganna sem hann kynnti til sögunnar.

 

Þessi fyrsta teiknimyndasaga hans, Histoire de M. Vieux Bois, sem var unnin upp úr skyssum árið 1827, greinir á léttan og kómískan hátt frá mislukkuðum ástarævintýrum sjentilmannsins Monsieur Vieux Bois, og segir meðal annars frá sjálfsmorðstilraunum hans og einvígum, rányrkju, svikum og prettum. Þetta er hin skemmtilegasta lesning, en þarna birtast ýmis kunnugleg stef sem fylgt hafa teiknimyndasögum æ síðan. Upprunalega sagan var á frönsku, en ensk þýðing var prentuð í Bandaríkjunum og Englandi frá 1842 allt fram til 1877 og hét þá The Adventures of Obadiah Oldbuck eða Ævintýri Obadiah Oldbuck.

 

Lemúrinn birtir hér ensku útgáfuna í heild sinni:

 

Blaðsíða 003

Blaðsíða 004

Blaðsíða 005

Blaðsíða 006

Blaðsíða 007

Blaðsíða 008

Blaðsíða 009

Blaðsíða 010

Blaðsíða 011

Blaðsíða 012

Blaðsíða 013

Blaðsíða 014

Blaðsíða 015

Blaðsíða 016

Blaðsíða 017

Blaðsíða 018

Blaðsíða 019

Blaðsíða 020

Blaðsíða 021

Blaðsíða 022

Blaðsíða 023

Blaðsíða 024

Blaðsíða 025

Blaðsíða 026

Blaðsíða 027

Blaðsíða 028

Blaðsíða 029

Blaðsíða 030

Blaðsíða 031

Blaðsíða 032

Blaðsíða 033

Blaðsíða 034

Blaðsíða 035

Blaðsíða 036

Blaðsíða 037

Blaðsíða 038

Blaðsíða 039

Blaðsíða 040

Blaðsíða 041

Blaðsíða 042

Blaðsíða 043

Blaðsíða 044

Blaðsíða 045

Blaðsíða 046

Blaðsíða 047

Blaðsíða 048

Blaðsíða 049

Blaðsíða 050

Blaðsíða 051

Blaðsíða 052

Blaðsíða 053

Blaðsíða 054

Blaðsíða 055

Blaðsíða 056

Blaðsíða 057

Blaðsíða 058

Blaðsíða 059

Blaðsíða 060

Blaðsíða 061

Blaðsíða 062

Blaðsíða 063

Blaðsíða 064

Blaðsíða 065

Blaðsíða 066

Blaðsíða 067

Blaðsíða 068

Blaðsíða 069

Blaðsíða 070

Blaðsíða 071

Blaðsíða 072

Blaðsíða 073

Blaðsíða 074

Blaðsíða 075

Blaðsíða 076

Blaðsíða 077

Blaðsíða 078

Blaðsíða 079

Blaðsíða 080

Blaðsíða 081

]]>
Konur framtíðarinnar í óhugsandi karlastörfum árið 1902 http://lemurinn.is/2015/01/23/konur-framtidarinnar-i-ohugsandi-karlastorfum-arid-1902/ 2015-01-23T01:21:08+00:00 Þrátt fyrir að við Vesturlandabúar eigum enn langt í land með að ná nokkurs konar kynjajafnrétti eða kynjajafnvægi getur verið gaman að sjá hve miklu hefur þó verið áorkað. Franska vefsíðan La boite verte (Græni kassinn) tókst að grafa upp póstkort… eða öllu heldur „býttimyndir“ frá árinu 1902 sem sýna konur í gersamlega „óhugsandi“ störfum. Myndaserían ber nafnið Les Femmes de l’Avenir, eða Konur framtíðarinnar.

 

Greinilegt er að myndunum var ætlað að gleðja augu karlmanna, sem hafa eflaust hlegið dátt yfir þessari fáránlegu tilhugsun – að nokkur kona gæti sinnt þeim störfum sem konur framtíðarinnar sinna á myndunum. Það er samt eitthvað við myndirnar, annað en hinn augljósi kynþokki, sem heillar. Einhvers konar viska, eða þekking, sem konurnar á myndunum búa yfir… eins og þær viti mætavel að auðvitað geta konur sinnt öllum þessum störfum eins og hver annar/önnur.