Kína á byltingaröld: Frábær heimildarmyndaröð um sögu Kína 1911-1989

Kína er fjölmennasta ríki heims og auk þess eitt elsta menningarsvæði veraldar. Fæstir á Vesturlöndum vita aftur á móti mikið um stormasama sögu landsins.

 

Úr því má bæta með því að horfa á PBS heimildarmyndaröðina China: A Century of Revolution (ísl. Kína á byltingaröld) eftir Susan Williams. Þessi framúrskarandi þriggja mynda sería segir sögu Kína á 20. öld, allt frá því að síðasta keisaranum var steypt… [Lesa meira]

Walter Blanco: Kólumbíumenn endurgera Breaking Bad

Útibú Sony í Rómönsku-Ameríku hefur framleitt kólumbíska endurgerð af hinum vinsælum þáttum Breaking Bad um efnafræðikennarann og eiturlyfjakónginn Walter White.

 

Þættirnir heita Metástasis og hafa nákvæmlega sama söguþráð og upphaflega þáttaröðin. Eina breytingin er að sögusviðið er Kólumbía og að nöfn persóna eru nú spænsk. Walter White heitir Walter Blanco og skósveinn hans, Jesse Pinkman, ber nafnið José Miguel Rosas.

 

Horfið hér á… [Lesa meira]

Chewbacca úr Stjörnustríðsmyndunum átti upphaflega að vera lemúr

Þegar George Lucas, skapari Stjörnustríðsmyndanna, bað listamanninn Ralph McQuarrie um að hanna Chewbacca, eða Loðinn eins og hann var kallaður í íslenskri þýðingu, sagði hann honum að teikna veru sem líktist lemúr.

 

Fyrstu teikningar McQuarries sýndu Loðinn, svo við notumst við íslensku þýðinguna, sem stórvaxinn mannapa með risastór augu og eyru sem sköguðu beint upp í loftið.

 

[Lesa meira]

Keisarinn í The Empire Strikes Back var eiginkona förðunarmeistarans

Vídjó

Í fyrstu Star Wars mynd George Lucas er einungis minnst stuttlega á Palpatine, keisara Veldisins illa. Áhorfendur fengu fyrst að sjá þennan valdamikla Sith-herra í annari kvikmynd þríleiksins, Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back, en hún kom út árið 1980. Í henni birtist keisarinn þó aðeins stuttlega, í atriði þar sem hann ávarpar flugumann sinn Svarthöfða gegnum… [Lesa meira]

Olía, íslam og kjarnorkuúrgangur: Á ferð um „stan“-löndin í Mið-Asíu

Vídjó

Í BBC þáttaröðinni Meet the Stans frá árinu 2003 ferðast breski sjón­varps­mað­ur­inn Simon Reeve um fjögur fyrrum sovétlýðveldi í Mið-Asíu: Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan og Úsbekistan.

 

Fæstir vita mikið um þessi fátæku, afskekktu og landluktu ríki. Þau voru eitt sinni mikilvægur áfangastaður á Silkiveginum svokallaða sem á miðöldum rann frá Kína til Evrópu gegnum fornu borgina Samarkand, sem er… [Lesa meira]

Gömul heimildarmynd um sögu New York-borgar

Vídjó

Þessi merkilega gamla heimildarmynd frá árinu 1946 heitir New York: Story of a City og rekur sögu New York-borgar í Bandaríkjunum.

 

Fjallað er um kaupin á Manhattan-eyju frá indjánum árið 1626 fyrir smápeninga og sagt frá þeim tíma þegar borgin var hollensk nýlenda og hét New Amsterdam. Englendingar tóku borgina með valdi árið 1664 í… [Lesa meira]

Robert Z‘Dar: Maðurinn með kjálkann

Þeir sem áttu það til að sækja sér afþreyingu úr hundraðkallarekkanum á myndbandaleigum bæjarins, einhvern tímann fyrir aldamót, hafa vafalaust rambað á bíómynd með manninum með kjálkann ógurlega, Robert Z‘Dar.

 

Ungur Robert Z'dar.

Ungur Robert Z’Dar.

Svo sterkir eru andlitsdrættir Z’Dar að þeir sem hafa einu sinni séð honum bregða fyrir, gleyma… [Lesa meira]

„The Great War“: Horfið á fræga heimildarþætti BBC frá 1964 um fyrra stríð

Vídjó

Árið 1964 voru 50 ár liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar og breska ríkisútvarpið BBC framleiddi af því tilefni vandaða þáttaröð um stríðið í samvinnu við CBC frá Kanada og ABC frá Ástralíu.

 

Í þáttunum, sem eru 26 talsins og um það bil 40 mínútur að lengd, er birt gífurlega mikið af myndefni frá 1914 til… [Lesa meira]

Heimildarmynd: Sovéski herinn í Afganistan 1989

„Þessi heimildarmynd er Glasnost tilraun.“

 

Svo mælti Serebrov hershöfðingi þegar hann leyfði bandarísku og bresku kvikmyndagerðarmönnunum Jeff Harmon og Alexander Lindsay að festa á filmu starfsemi sovéska hersins í Afganistan síðustu vikurnar áður Sovétmenn drógu herdeildir sínar varanlega út úr landinu.

 

Þetta var í febrúar árið 1989, en sovéska stríðið í Afganistan hafði þá staðið í tíu ár og kostað yfir milljón manns lífið. Upptökin á afskiptum… [Lesa meira]

Heimildarmynd segir frá afskiptum Frakka af fyrrum Afríkunýlendum

Langt fram á 20. öld var Frakkland nýlenduveldi og réði um tíma yfir megninu af Norðvestur-Afríku, þar sem nú eru m.a. ríkin Mali, Chad, Gabon, Fílabeinsströndin, Mið-Afríkulýðveldið, Máritanía og Senegal. Upp úr 1950 fengu mörg þessi ríki sjálfstæði en frönsk afskipti héldu áfram á bak við tjöldin. Fyrir tilstilli Frakka komust hlýðnir einræðisherrar til valda sem tryggðu Frakklandi áframhaldandi aðgang að auðlindum… [Lesa meira]

Fyrsta Tarzan-öskur kvikmyndasögunnar var aumt

Vídjó

Þöglumyndaleikarinn Elmo Lincoln fór með titilhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni um Tarzan sem gerð var árið 1918. Nokkrum áratugum síðar kom hann fram í sjónvarpsþætti og lék öskrið úr myndinni eftir. En nú var hljóðið komið til sögunnar og öskrið reyndist afar veikt.

 

Lincoln var einn þeirra leikara sem misstu fótanna eftir að hljóðið kom til… [Lesa meira]

Robin Williams á bak við tjöldin í gegnum tíðina

Leikarinn Robin Williams (1951-2014) lék í mörgum frábærum myndum á ferlinum. Hér sjáum við hann baksviðs við tökur á sumum… [Lesa meira]