Robert Z‘Dar: Maðurinn með kjálkann

Þeir sem áttu það til að sækja sér afþreyingu úr hundraðkallarekkanum á myndbandaleigum bæjarins, einhvern tímann fyrir aldamót, hafa vafalaust rambað á bíómynd með manninum með kjálkann ógurlega, Robert Z‘Dar.

 

Ungur Robert Z'dar.

Ungur Robert Z’Dar.

Svo sterkir eru andlitsdrættir Z’Dar að þeir sem hafa einu sinni séð honum bregða fyrir, gleyma því… [Lesa meira]

„The Great War“: Horfið á fræga heimildarþætti BBC frá 1964 um fyrra stríð

Vídjó

Árið 1964 voru 50 ár liðin frá upphafi fyrri heimsstyrjaldar og breska ríkisútvarpið BBC framleiddi af því tilefni vandaða þáttaröð um stríðið í samvinnu við CBC frá Kanada og ABC frá Ástralíu.

 

Í þáttunum, sem eru 26 talsins og um það bil 40 mínútur að lengd, er birt gífurlega mikið af myndefni frá 1914 til… [Lesa meira]

Heimildarmynd: Sovéski herinn í Afganistan 1989

„Þessi heimildarmynd er Glasnost tilraun.“

 

Svo mælti Serebrov hershöfðingi þegar hann leyfði bandarísku og bresku kvikmyndagerðarmönnunum Jeff Harmon og Alexander Lindsay að festa á filmu starfsemi sovéska hersins í Afganistan síðustu vikurnar áður Sovétmenn drógu herdeildir sínar varanlega út úr landinu.

 

Þetta var í febrúar árið 1989, en sovéska stríðið í Afganistan hafði þá staðið í tíu ár og kostað yfir milljón manns lífið. Upptökin á afskiptum… [Lesa meira]

Heimildarmynd segir frá afskiptum Frakka af fyrrum Afríkunýlendum

Langt fram á 20. öld var Frakkland nýlenduveldi og réði um tíma yfir megninu af Norðvestur-Afríku, þar sem nú eru m.a. ríkin Mali, Chad, Gabon, Fílabeinsströndin, Mið-Afríkulýðveldið, Máritanía og Senegal. Upp úr 1950 fengu mörg þessi ríki sjálfstæði en frönsk afskipti héldu áfram á bak við tjöldin. Fyrir tilstilli Frakka komust hlýðnir einræðisherrar til valda sem tryggðu Frakklandi áframhaldandi aðgang að auðlindum… [Lesa meira]

Fyrsta Tarzan-öskur kvikmyndasögunnar var aumt

Vídjó

Þöglumyndaleikarinn Elmo Lincoln fór með titilhlutverkið í fyrstu kvikmyndinni um Tarzan sem gerð var árið 1918. Nokkrum áratugum síðar kom hann fram í sjónvarpsþætti og lék öskrið úr myndinni eftir. En nú var hljóðið komið til sögunnar og öskrið reyndist afar veikt.

 

Lincoln var einn þeirra leikara sem misstu fótanna eftir að hljóðið kom til… [Lesa meira]

Robin Williams á bak við tjöldin í gegnum tíðina

Leikarinn Robin Williams (1951-2014) lék í mörgum frábærum myndum á ferlinum. Hér sjáum við hann baksviðs við tökur á sumum… [Lesa meira]

Á bak við tjöldin við tökur á A Clockwork Orange

Þeir sem hafa séð A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick gleyma seint óhugnanlegum senum þar sem gengi ungra fanta pyntar saklaust fólk. Kubrick sendi þessa klassísku kvikmynd frá sér 1971 en hún byggir á samnefndri skáldsögu Anthony Burgess.

 

Sagan fjallar um Bretland í dystópískri framtíð þar sem tómhyggja og ofbeldishneigð einkennir ungar kynslóðir sem alast upp í sjúku samfélagi sem er allt… [Lesa meira]

Sjónvarpsþáttur spáði fyrir um hryðjuverkin 11. september

Árið 2001 var gerð skammlíf hliðarþáttaröð út frá X-Files þáttunum sívinsælu sem bar nafnið The Lone Gunmen. Þættirnir fjölluðu um þrjá nördalega gaura úr upprunalegu þáttunum, sem halda úti samsæriskenningatímariti og hafa í gegnum tíðina aðstoðað Fox Mulder við að leysa ráðgátur.

 

Nafn þríeykisins vísar til kenningarinnar um að ein skytta (e. lone gunman) hafi myrt John F. Kennedy. Þeir búa í… [Lesa meira]

Þegar sármóðguð íslensk stjórnvöld báðu Bandaríkin um að endurnefna bíómynd um Ísland

Árið 1942 kvörtuðu stjórnvöld á Íslandi formlega undan bíómynd frá Hollywood sem bar nafnið Iceland og átti að gerast á landinu. Þjóðin öll var sármóðguð yfir kvikmyndinni sem þótti uppfull af ærumeiðandi rangfærslum.

 

Í dag erum við kannski orðin vön því að Ísland birtist í bíómyndum. Nú á dögum streyma frægir leikstjórar og leikarar til landsins til að taka upp myndir.

 

En… [Lesa meira]

Persónur Twin Peaks birtust í japanskri kaffiauglýsingu

Vídjó

Georgia er kaffidrykkur sem kókframleiðandinn The Coca-Cola Company markaðssetti í Japan en hann heitir eftir Georgíuríki í Bandaríkjunum þaðan sem fyrirtækið er.

 

Fyrir tæpum 25 árum síðan hóf hin skammlífa en áhrifamikla sjónvarpssería Tvídrangar eða Twin Peaks eftir David Lynch göngu sína.

 

Sérstakar auglýsingar voru gerðar fyrir kaffidrykkinn með persónum Tvídranga í leikstjórn Lynch.

 

Auglýsingarnar eru alls fjórar… [Lesa meira]

Gleymd mynd Tim Burton um Hans og Grétu komin í leitirnar

Vídjó

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Tim Burton er þekktur fyrir ýmsar frumlegar og sérkennilegar myndir, þar sem einhver hryllingur kemur oftar en ekki við sögu. Hér er hægt að horfa á gleymda sjónvarpsmynd um Hans og Grétu sem hann gerði fyrir Disney Channel árið 1982. Myndin, sem var aðeins sýnd einu sinni, skartaði japönskum leikurum.

 

 

Allfurðulegur… [Lesa meira]

„Víkingar í Norður-Ameríku“: Heimildarþáttur BBC um Grænland og Vínland frá 1966

Vídjó

Hér sjáum við heimildarþátt frá 1966 á BBC um ferðir Eiríks rauða og Leifs heppna til Grænlands og Norður-Ameríku. Íslensk-breski sjónvarpsmaðurinn og þýðandinn Magnús Magnússon segir söguna af ferðum norrænna manna til vesturs um 1000.

 

Norrænufræðingurinn og rithöfundurinn Gwyn Jones kemur einnig fram í þessum ágæta sjónvarpsþætti breska ríkisútvarpsins, sem þrátt fyrir að vera af… [Lesa meira]