Svarti listinn í Hollywood og nornaveiðarnar í kalda stríðinu

Á árunum í kringum 1950 voru stundaðar nornaveiðar gegn kommúnistum í Bandaríkjunum. Margir leikarar og kvikmyndagerðarmenn voru settir á svartan lista sem meinaði þeim að starfa í Hollywood. Þetta eyðilagði feril margra hæfileikaríkra listamanna. Leikkonan Lee Grant var á meðal þeirra þó hún hefði aldrei komið nálægt kommúnisma.

 

Þegar teikningarnar af Múhameð spámanni birtust í danska dagblaðinu Jyllands-Posten árið 2005 varð umræða um… [Lesa meira]

Rasismi og kynferðislegir undirtónar: Shirley Temple lék í vafasömum stuttmyndum á leikskólaaldri

Ein frægasta barnastjarna sögunnar lék í furðulegum stuttmyndum þegar hún var enn á leikskólaaldri. Myndirnar eru vægast sagt vafasamar í augum okkar nútímamanna – hafa tilvísun í kynferðismál og kynþáttahatur. Í ævisögu sinni lýsti Temple þessum myndum sem „ljótri misþyrmingu á barnslegu sakleysi“. 

 

Ef þú pantar Shirley Temple á bar áttu von á því að fá óáfengan kokteil sem inniheldur engiferöl… [Lesa meira]

Var kynlífið betra í Austur-Þýskalandi?

Heimildarmyndin Er kynlífið betra hjá kommúnistum? (e. „Do Communists Have Better Sex“) ber saman viðhorf, stefnur og hugmyndir um kynlíf í Austur- og Vestur-Þýskalandi á árunum eftir seinni heimsstyrjöld. Fjölmargir kynfræðingar hafa komist að því að íbúar Þýska alþýðulýðveldisins, eða Austur-Þýskalands, áttu mun innihaldsríkara og ánægjulegra kynlíf en íbúar Sambandslýðveldins í vestri. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til stöðu kvenna… [Lesa meira]

Bítlarnir vildu leika í Hringadróttinssögu

Fróði: Paul McCartney. Sómi: Ringo Starr. Gandalfur: George Harrison og síðast en ekki síst Gollrir: John Lennon.

 

Bítlarnir brölluðu ýmislegt þegar líða tók á feril hljómsveitarinnar. Fyrir utan að senda frá sér hvert meistarastykkið á fætur öðru stofnuðu þeir útgáfufyrirtækið Apple Records árið 1968. Samfara því starfræktu þeir lítið kvikmyndaver, Apple Films. Myndirnar Magical Mystery Tour og Yellow Submarine urðu þar… [Lesa meira]

Hundrað ára kafari talar um síðustu kvikmynd sína og vináttuna við Hitler

Vídjó

Þýska kvikmyndagerðarkonan Leni Riefenstahl er þekktust fyrir að hafa starfað fyrir Adolf Hitler á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina en hún gerði heimildarmyndirnar Sigur viljans og Olympiu. Var hún áróðursmeistari eða einstakt og ómetanlegt vitni um sturlað tímabil í þýskri sögu?

 

Hún svarar spurningum um kynni sín af Hitler og lýsir ótrúlegum ferli sínum í þessum… [Lesa meira]

Franskur leikari hermir eftir kvikmynd Ingmars Bergman á innan við mínútu

Vídjó

Franski grínleikarinn Jacques Villeret (1951-2005) fer hér með óborganlega túlkun á dæmigerðri kvikmynd eftir sænska kvikmyndaleikstjórann Ingmar… [Lesa meira]

Kína á byltingaröld: Frábær heimildarmyndaröð um sögu Kína 1911-1989

Kína er fjölmennasta ríki heims og auk þess eitt elsta menningarsvæði veraldar. Fæstir á Vesturlöndum vita aftur á móti mikið um stormasama sögu landsins.

 

Úr því má bæta með því að horfa á PBS heimildarmyndaröðina China: A Century of Revolution (ísl. Kína á byltingaröld) eftir Susan Williams. Þessi framúrskarandi þriggja mynda sería segir sögu Kína á 20. öld, allt frá því að síðasta keisaranum var steypt… [Lesa meira]

Walter Blanco: Kólumbíumenn endurgera Breaking Bad

Útibú Sony í Rómönsku-Ameríku hefur framleitt kólumbíska endurgerð af hinum vinsælum þáttum Breaking Bad um efnafræðikennarann og eiturlyfjakónginn Walter White.

 

Þættirnir heita Metástasis og hafa nákvæmlega sama söguþráð og upphaflega þáttaröðin. Eina breytingin er að sögusviðið er Kólumbía og að nöfn persóna eru nú spænsk. Walter White heitir Walter Blanco og skósveinn hans, Jesse Pinkman, ber nafnið José Miguel Rosas.

 

Horfið hér á… [Lesa meira]

Chewbacca úr Stjörnustríðsmyndunum átti upphaflega að vera lemúr

Þegar George Lucas, skapari Stjörnustríðsmyndanna, bað listamanninn Ralph McQuarrie um að hanna Chewbacca, eða Loðinn eins og hann var kallaður í íslenskri þýðingu, sagði hann honum að teikna veru sem líktist lemúr.

 

Fyrstu teikningar McQuarries sýndu Loðinn, svo við notumst við íslensku þýðinguna, sem stórvaxinn mannapa með risastór augu og eyru sem sköguðu beint upp í loftið.

 

… [Lesa meira]

Keisarinn í The Empire Strikes Back var eiginkona förðunarmeistarans

Vídjó

Í fyrstu Star Wars mynd George Lucas er einungis minnst stuttlega á Palpatine, keisara Veldisins illa. Áhorfendur fengu fyrst að sjá þennan valdamikla Sith-herra í annari kvikmynd þríleiksins, Star Wars Episode V: The Empire Strikes Back, en hún kom út árið 1980. Í henni birtist keisarinn þó aðeins stuttlega, í atriði þar sem hann ávarpar flugumann sinn Svarthöfða gegnum… [Lesa meira]

Olía, íslam og kjarnorkuúrgangur: Á ferð um „stan“-löndin í Mið-Asíu

Vídjó

Í BBC þáttaröðinni Meet the Stans frá árinu 2003 ferðast breski sjón­varps­mað­ur­inn Simon Reeve um fjögur fyrrum sovétlýðveldi í Mið-Asíu: Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan og Úsbekistan.

 

Fæstir vita mikið um þessi fátæku, afskekktu og landluktu ríki. Þau voru eitt sinni mikilvægur áfangastaður á Silkiveginum svokallaða sem á miðöldum rann frá Kína til Evrópu gegnum fornu borgina Samarkand, sem er… [Lesa meira]

Gömul heimildarmynd um sögu New York-borgar

Vídjó

Þessi merkilega gamla heimildarmynd frá árinu 1946 heitir New York: Story of a City og rekur sögu New York-borgar í Bandaríkjunum.

 

Fjallað er um kaupin á Manhattan-eyju frá indjánum árið 1626 fyrir smápeninga og sagt frá þeim tíma þegar borgin var hollensk nýlenda og hét New Amsterdam. Englendingar tóku borgina með valdi árið 1664 í… [Lesa meira]