Hvernig kom byltingin skólabörnum í Moskvu fyrir sjónir?

 

Októberbyltingin í Rússlandi hófst 7. nóvember 1917 (25. október að júlíanska tímatalinu sem Rússar notuðu) og leiddi til valdatöku bolsévika undir stjórn Vladimirs Lenín.

 

Bolséviki og menséviki.

Rússneska byltingin var keðja uppreisna og átaka sem steypti Nikulási II Rússakeisara af stóli og leiddi að lokum, eftir grimma borgarastyrjöld, til stofnunar Sovétríkjanna. Hún var einn þýðingarmesti atburður sögunnar.

 

Fyrir hundrað árum safnaði barnakennari í Moskvu teikningum eftir nemendur sína af upplausnarástandinu í þjóðfélaginu fyrir utan skólalóðina. Hörð átökin og ringulreiðin birtast okkur á einkennilega skýran hátt með augum barnanna.

 

Listamennirnir, sem munu hafa verið á aldrinum 8-14 ára, eru því miður óþekktir.

 

Vasily Voronov gaf Sögusafni Moskvu teikningarnar árið 1919.

 

Moskva 28. okt.- 5. nóv., 1917.

 

„Símstöð og dáið fólk.“

 

„Umsátur um hús.“

 

„Bolsévikar skjóta dáta.“

 

Verkefni nemenda var að teikna það sem þeir sáu á leiðinni í skólann.

 

„Borgarastríð í Moskvu.“

 

„Skothríð úti á götu.“

 

 

„Sprengd hús við Kreml.“

 

 

„Skotið á Kreml.“

 

„Vopnaleit bolsévika.“

 

„Kirkjugarður bolsévika.“

 

„Dátar og stúdentar greftraðir.“

 

Heimild: Russia Beyond.