Orrustan við Waterloo, sem háð var 18. júní árið 1815 þar sem Belgía er núna, fór fram áður en ljósmyndatæknin kom til sögunnar. Orrustan markaði endalok Napóleonsstríðanna þegar Frakkar voru bornir ofurliði af herjum Breta og Prússa.

 

Við höfum engar ljósmyndir af því þegar Napóleon þurfti endanlega að játa sig sigraðan. En hér er ljósmynd frá um 1850 af enskum öldungi sem barðist 35 árum áður í Waterloo. Takið eftir medalíunni.