Mayar ríktu á Yucatan-skaganum í Mexíkó nútímans fyrir um 1500 árum en samfélag þeirra fór hnignandi um 900 eða um það leyti er landnám á Íslandi hófst. Þeir skildu eftir sig gríðarlega merkilegar minjar, byggingarústir og fleira. Á árunum 600 til 1000 eftir Krist var stór byggð í borginni Chichen Itza nyrst á Yucatan-skaganum.

 

Margt hefur varðveist í þessari fornu borg sem nú er einn fjölsóttasti ferðamannastaður í heimi. Skipulagður fornleifauppgröftur hófst þó ekki fyrr en snemma á tuttugustu öld en þá höfðu fornleifafræðingar og landkönnuðir frá ýmsum löndum heimsótt staðinn og sagt frá honum í frægum bókum.

 

Ljósmynd Teobertos Malen af pýramídanum árið 1892, sem við sjáum efst í greininni, er mögnuð. Hin mikla borg var vafin þykkum skógi.

 

Hér er svo ljósmynd frá 2009:

MyRpIVS

 

Það er gaman að bera þessar ljósmyndir saman. Notum GIF-tæknina til þess:

 

output_Jl898Z