Perúska bílskúrsbandið Los Saicos var stofnað af fjórum kornungum piltum í Lima árið 1964. Þetta var auðvitað á dögum Bítlaæðisins þegar rokkhljómsveitir urðu allt í einu til um allar trissur.

 

Perúsk ungmenni heilluðust af Los Saicos sem opnuðu þeim nýjar víddir með brjáluðum gítarhljómum. Meðlimir hljómsveitarinnar urðu á einni nóttu frægustu unglingar Perú. Þetta æði var kallað Saicomania.

 

Los Saicos þykir mjög merkileg hljómsveit því hún þróaði með sér afar sérstakan tónlistarstíl upp á sitt eindæmi. Jú, þessi strákar hlustuðu á Bítlana og Elvis, en voru að öðru leyti illa að sér í bresku og amerísku rokki. Í kringum 1965 var gítarleikarinn Erwin Flores spurður í viðtali hvort Rolling Stones væru áhrifavaldar, sagði hann feimnislega „já“, en raunin var að hann hafði aldrei heyrt á þá hljómsveit minnst en þorði ekki að segja frá því.

 

Tónlistarspekingar segja gjarnan að lög Los Saicos flokkist undir frumpönk. Hráir tónarnir, söngurinn og textarnir, allt var meira í ætt við pönkið en það sem flestar rokkhljómsveitir voru að búa til á þessum tíma. Los Saicos voru ennfremur uppátækjasamir uppreisnarseggir sem gáfu skít í hefðir og kokteilboð.

 

Vídjó

El entierro de los gatos (Kettirnir jarðaðir)

 

Vídjó

Demolición (Eyðilegging)

 

Vídjó

Come on

 

Vídjó

Úr heimildarmyndinni Saicomania.