Í fyrri heimsstyrjöldinni ferðuðust ljósmyndararnir Arthur S. Mole og John D. Thomas til herstöðva í Bandaríkjunum og tóku hópmyndir af hermönnum að mynda þjóðernisleg tákn.

 

Það var liður í skipulagðri herferð yfirvalda til þess að afla fylgis við stríðið á meðal almennings. Það tók ljósmyndarana nokkra daga að raða hermönnunum upp á réttan hátt og myndirnar voru síðan teknar úr 25 metra háum turni.

 

Á jörðu niðri var ekki hægt að átta sig á því hvað þessi mikli fjöldi manna væri að gera. Það var ekki fyrr en komið var í dágóða hæð að auðsjáanlegt var að þeir mynduðu gríðarstór tákn. Lykilatriðið var að ljósmynda mennina frá hárréttri sjónlínu þar sem raðirnar sneru rétt.

 

Smellið á myndirnar til að sjá þær í allri sinni dýrð.

 

Átján þúsund manns mynda Frelsisstyttuna.

„Hinn lifandi Sámur frændi.“ 19.000 hermenn.

„Living emblem of the United States Marines. 100 officers & 5000 enlisted men.“

 

Woodrow Wilson, forseti Bandaríkjanna.

 

„Mannlegi skjöldurinn“