Vídjó

 

Tyrkinn Orhan Gencebay er einn af heimsins fremstu leikurum á tyrkneska strengjahljóðfærið baglama eða saz. Hann er líka söngvari, frumkvöðull á sviði tyrkneskar dægurtónlistar, kvikmyndastjarna og alltaf með óaðfinnanlega snyrtilegt yfirvaraskegg.

 

Hér flytur hann lagið Hatasız kul olmaz (enginn er fullkominn). Þetta er atriði úr Crossing the Bridge, stórgóðri heimildarmynd Fatih Akın (Gegen die Wand, Auf der anderen Seite) um tónlistarlífið í Istanbúl.

 

Takið endilega eftir glæsilegu málverkinu á veggnum sem sýnir hann sjálfan spila, jafnvel, að því er virðist, í sömu skyrtu.