Bókin Making History, eftir Stephen Fry, segir frá ungum sagnfræðinema í Cambridge sem sendir getnaðarvarnapillu aftur í tímann í þeirri veiku von að faðir Hitlers gleypi hana og verði í kjölfarið ófrjór. Þegar sagnfræðineminn vaknar daginn eftir kemst hann að því að tilraun hans hafði heppnast. Afleiðingin varð aftur á móti önnur en hann hafði ætlað sér því að í stað Hitlers kom annar mun hæfari leiðtogi sem ólíkt honum tókst að leggja undir sig alla Evrópu. 

 

Þessi saga Stephen Fry er svokölluð „hvað ef“-saga, hjásaga, saga þar sem velt er vöngum yfir hvað hefði orðið ef hitt og þetta í sögunni hefði aldrei gerst. Þann 4. mars var fluttur útvarpsþáttur á RÚV um „hvað ef“-sögu og gildi hennar fyrir sagnfræðirannsóknir. Hlusta má á þáttinn með því að smella hér.