Um þessar mundir eru hundrað ár liðin frá því að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti víða um heim — og sér í lagi minnumst við þess gífurlega og sorglega mannfalls sem styrjöldin hafði í för með sér.

 

Þó er einnig vel við hæfi að minnast annarra — til að mynda þeirra ferfætlinga sem tóku þátt í styrjöldinni með einum eða öðrum hætti. Vefsíðan IO9 safnaði saman myndum af nokkrum af þeim hugrökku köttum sem „börðust“ í fyrri heimsstyrjöld.

 

Skipsköttur um borð í ástralska beitiskipinu HMAS Encounter. (Wikimedia Commons).

Skipsköttur um borð í ástralska beitiskipinu HMAS Encounter. (Wikimedia Commons).

 

Stórskotaliði gælir við kisa í skotgröfunum í Cambrin í Frakklandi árið 1918. (Imperial War Museum).

Breskur stórskotaliði gælir við kisa í skotgröfunum í Cambrin í Frakklandi árið 1918. (Imperial War Museum).

 

Togo, skipskötturinn vígalegi á hinu fræga breska orrustuskipi HMS Dreadnought. (Imperial War Museum).

Togo, skipskötturinn vígalegi á hinu fræga breska orrustuskipi HMS Dreadnought. (Imperial War Museum).

 

Pincher, skipskötturinn á breska flugmóðurskipinu HMS Vindex, gerir sitt besta til að hjálpa til við að koma einni af flugvélum skipsins af stað. (Wikimedia Commons).

Kötturinn Spark Plug hjálpar til við að koma þessari flugvél í loftið. (Library of Congress).

 

Pincher, skipskötturinn á breska flugmóðurskipinu HMS Vindex, tekur því rólega á skrúfunni á einni flugvélum skipsins. (Wikimedia Commons).

Pincher, skipskötturinn á breska flugmóðurskipinu HMS Vindex, tekur því rólega á skrúfunni á einni flugvélum skipsins. (Wikimedia Commons).

 

Ónefndur skipsköttur trítlar á fallbyssu á breska orrustuskipinu HMS Queen Elizabeth við Gallipoli árið 1915. (Bibliotheque nationale de France).

Ónefndur skipsköttur trítlar á fallbyssu á breska orrustuskipinu HMS Queen Elizabeth við Gallipoli árið 1915. (Bibliotheque nationale de France).

 

Kanadískur hermaður með bröndóttum félaga sínum í Suður-Englandi árið 1914. (Imperial War Museum).

Kanadískur hermaður með bröndóttum félaga sínum í Suður-Englandi árið 1914. (Imperial War Museum).

 

Kisi heilsar upp á liðsmenn skoskrar hálendingaherdeildar á vígvellinum í Norður-Frakklandi árið 1916. (Imperial War Museum).

Kisi heilsar upp á liðsmenn skoskrar hálendingaherdeildar á vígvellinum í Norður-Frakklandi árið 1916. (Imperial War Museum).

 

Tveir kettir hafa það náðugt í byssuhlaupi um borð í bandarísku herskipi. (U.S. Naval Institute).

Tveir kettir hafa það náðugt í byssuhlaupi um borð í bandarísku herskipi. (U.S. Naval Institute).

 

Þessi ástralski hermaður lét taka mynd af sér með kettlingnum sínum áður en hann hélt í stríðið. (Australian War Memorial).

Þessi ástralski hermaður lét taka mynd af sér með kettlingnum sínum áður en hann hélt í stríðið. (Australian War Memorial).

 

Bandarískir hermenn strjúka ketti sem þeir rákust á í rústum bæjarins Le Cateau-Cambrésis í Norður-Frakklandi. (Pictorial Record of the 27th Division).

Bandarískir hermenn strjúka ketti sem þeir rákust á í rústum bæjarins Le Cateau-Cambrésis í Norður-Frakklandi. (Pictorial Record of the 27th Division).

 

Sjóliði á ástralska tundurspillinum HMAS Swan heilsar upp á skipsköttinn Ching. (Australian War Memorial).

Sjóliði á ástralska tundurspillinum HMAS Swan heilsar upp á skipsköttinn Ching. (Australian War Memorial).