Magnús Ólafsson tók þessa ljósmynd af mönnum við Sólheimajökul, sem er skriðjökull í Mýrdalsjökli, árið 1910.

 

Jökullinn hefur hopað mikið á einni öld eins og ljósmyndin yst til hægri hér að neðan frá 2010 sýnir glögglega, en hún er tekin á nákvæmlega sama stað. Myndin er skjáskot úr mastersverkefni Bjarka Friis, Late Holocene Glacial History of Sólheimajökull, Southern Iceland.