Vídjó

Á miðjum vinnudegi uppgötvar ungur skrifstofumaður að hann er orðinn ósýnilegur. Enginn færir honum kaffi. Ókunnug kona ryðst inn á hann þar sem hann situr á klósettinu. Sama hvað hann öskrar, stappar, brýtur og bramlar virðir enginn hann viðlits; hvorki vinnufélagarnir né vegfarendur úti á götu.

 

Hann fer heim þar sem eiginkonan dundar sér við að elda matinn og horfa á sjónvarpið. Hún tekur heldur ekki eftir honum. Hann fyllist örvæntingu. Er ekkert eftir af honum nema kennitalan?

 

Stuttmyndin Kennitala (Raqam qawmi) er eftir Egyptann Mohammed Mohsen. Myndin er byggð á smásögu eftir egypska leikskáldið Yusuf Idris.