Í kjölfar þeirra stórfrétta er bárust frá Vatíkaninu í Róm í dag um afsögn Benedikts páfa XVI. er ekki úr vegi að rifja upp ýmsar furðulegar staðreyndir um þetta agnarsmáa kirkjunnar ríki á Ítalíuskaganum. Á myndinni hér fyrir ofan sjáum við páfann með mexíkóskan sombrero.

1.

Aðalstjörnuspekingur páfans, faðir Funes, segir að geimverur séu mjög líklega til og þá náttúrlega skapaðar af Guði og syndlausar. Bara svona svo að almenningur hafi ekki réttar fyrir sér en kirkjan ef líf fyndist á öðrum hnöttum.


2.

Glæpatíðnin í Vatíkaninu er að meðaltali 133,6% á ári, vegna þess að íbúar eru aðeins nokkur hundruð en ferðamenn koma í milljónatali.


Páfi í páfatrukk.

Páfi í páfatrukk.

3.

Páfinn ferðast um allt í sérstökum páfatrukk (Popemobile) sem er hvítur á lit með sérsmíðuðu upphækkuðu glerbúri svo að áhorfendur geti nú glápt á hann eins og þá lystir.


4.

Vissir þú að yngsti páfinn var ellefu ára gamall?


5.

Eitt af aðaláhugamálum Benedikts XVI páfa eru kettir. Að sjálfsögðu hefur verið skrifuð bók af því tilefni sem fjallar um líf páfa frá sjónarhóli læðunnar Chico.


6.

Það eru fleiri bílar en einstaklingar í Vatíkaninu.


7.

Vatíkanið hefur einmitt gefið út bækling með 10 boðorðum fyrir ökumenn. Þar segir m.a.: „Bílar eiga ekki að tákna vald og yfirburði eða vera tilefni til synda.“ Ósáttir Ferrari-eigendur á Ítalíu geta þó huggað sig við það að mælt er með því að biðja í bílnum, það ógnar víst ekki öryggi á vegum …


8.

Á norðurhlið Péturskirkjunnar eru „heilagar dyr“ sem má bara opna á „árum mikils fagnaðar“. Þessar rándýru bronsdyr hafa verið notaðar fjórum sinnum síðan þeim var bætt við árið 1950.


9.

Aðalsæringamaður páfans, faðir Gabriele Amorth, er sannfærður um það að Stalín og Adolf Hitler hafi verið andsetnir af djöflinum sjálfum.

Faðir Gabriele Amorth, særingamaður.


10.

Eins og flestir vita, þá er Vatíkanið minnsta ríki heims, aðeins 0,44 km² að stærð en færri vita að það eru ekki einu sinni götuheiti þar sökum smæðar þess.


11.

Þegar Benedikt XVI var fimm ára, sá hann erkibiskupinn af München og langaði til að verða eins og hann þegar hann yrði fullorðinn, bara af því að hann var í svo flottum búning.