Í tíð Harry Truman Bandaríkjaforseta var Hvíta húsið gjörsamlega tekið í gegn, gamla húsið bókstaflega holað út að innan og endurbyggt, eins og sést á þessari ljósmynd frá 1950.

 

Bygging Hvíta hússins hófst árið 1792 og lauk um 1800, í tíð John Adams. Í 1812-stríðinu svokallaða milli Bretlands og Bandaríkjanna brenndi breski herinn húsið, en það var snarlega endurbyggt og hefur æ síðan verið setur allra forseta Bandaríkjanna.